Fréttablaðið - 31.05.2012, Síða 4
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR4
GENGIÐ 30.05.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
225,0427
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
130,14 130,76
202,75 203,73
161,84 162,74
21,775 21,903
21,516 21,642
18,030 18,136
1,6455 1,6551
196,69 197,87
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Leikstjóri kvikmyndarinnar Dupa
Dealuri, sem fjallað var um í Frétta-
blaðinu í gær, heitir Christian Mungiu.
Hann var ranglega kallaður Christina
Mungiu í blaðinu í gær.
Ranglega var sagt í Fólki, fylgiblaði
Fréttablaðsins, í gær að viku taki að
fá nýtt vegabréf. Rétt er að afgreiðslu-
tíminn er tíu virkir dagar frá því sótt er
um nýtt vegabréf.
LEIÐRÉTT
Í frétt undir fyrirsögninni Fékk
margoft gæsahúð við tökur, sem
birtist í Fréttablaðinu á þriðjudag,
kemur fram að Daníel Bjarnason og
Erlendur Sveinsson hafi unnið við
þættina Spjallið með Sölva. Það er
rangt, en þeir unnu við gerð þáttanna
Málið með Sölva Tryggvasyni.
Fimmtudaginn 31. maí næstkomandi, mun
Jóhann Tryggvason opna málverka sýningu á
olíumálverkum í galleríi sínu á Garðatorgi 7,
Garðabæ, inngangur við hliðna á turninum.
Opið verður frá kl. 15:00 til kl. 18:00 alla
daga til og með fimmtudeginum 7. júní.
Þetta er 6. einkasýning Jóhanns.
EFNAHAGSMÁL „Ég er búin að taka
listann saman og afhenda hann,“
segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmað-
ur. Hún er lögmaður margra tuga
kvenna sem hyggjast lögsækja Jens
Kjartansson lýtalækni fyrir lækna-
mistök. „Mér líst náttúrlega ekki
vel á þetta en maður deilir ekki við
dómarann.“
Skattrannsóknarstjóri ríkisins fór
fram á það við Sögu að hún afhenti
nöfn og kennitölur skjólstæðinga
sinna sem fengu grædda í sig PIP-
sílikonpúða hjá Jens á tímabilinu
2006 til 2011.
Grunur leikur á að Jens hafi
svikið undan skatti í starfi sínu og
er hann því til rannsóknar hjá emb-
ættinu. Konurnar sem um ræðir eru
í kringum fimmtíu.
Saga neitaði að afhenda listann á
grundvelli þagnarskyldu lögmanna
og fór málið fyrir héraðsdóm sem
úrskurðaði skattrannsóknarstjóra
í vil. Hæstiréttur staðfesti þann
úrskurð á þriðjudag.
Saga er búin að heyra í nokkr-
um skjólstæðinga sinna eftir að
úrskurður var ljós. Konurnar voru
að hennar sögn mjög rólegar yfir
málinu.
Bryndís Kristjánsdóttir skatt-
rannsóknarstjóri segir niðurstöðuna
ríma við aðra sambærilega dóma
sem reyna á þagnarskyldu á móti
lögum um skattalagabrot.
„Það hefði í raun komið mér á
óvart ef úrskurður Hæstaréttar
hefði farið öðruvísi,“ segir hún.
„Það hefur í þó nokkrum tilvikum
reynt á sambærileg ákvæði.“
- sv
Hæstiréttur staðfestir úrskurð héraðsdóms að nöfn viðskiptavina Jens Kjartanssonar skuli afhent:
Búin að afhenda nafnalista um 50 kvenna
BRYNDÍS
KRISTJÁNSDÓTTIR
SAGA ÝRR
JÓNSDÓTTIR
UTANRÍKISMÁL Tveir íslenskir
sendiherrar afhentu nýlega trún-
aðarbréf sín á erlendri grundu.
Kristín A. Árnadóttir afhenti
annars vegar
forseta Laos,
Choummaly
Sayasone, trún-
aðarbréf sitt
sem sendiherra
Íslands gagn-
vart Laos, og
nokkru áður
afhenti hún
krónprinsi Taí-
lands, Maha
Vajiralongkorn, trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra Íslands gagnvart
Taílandi. Kristín hefur aðsetur í
Peking í Kína.
Þá afhenti Benedikt Ásgeirsson
Shimon Peres, forseta Ísraels,
trúnaðarbréf sitt sem sendiherra
Íslands gagnvart Ísrael, en hann
er með aðsetur í Reykjavík. - þj
Afhentu trúnaðarbréf:
Nýir sendiherr-
ar í Ísrael, Laos
og Taílandi HOLLAND, AP Charles Taylor, fyrr-verandi einræðisherra í Líber-
íu, var í gær dæmdur til 50 ára
fangelsisvistar vegna stríðs-
glæpa.
Taylor var
fyrr í mán-
uðinum sak-
felldur fyrir
að hafa átt hlut
að ofbeldis-
verkum upp-
reisnarmanna
í nágranna-
ríkinu Síerra
Leóne, sem
létu hann meðal annars fá dem-
anta fyrir stuðninginn sem hann
veitti þeim.
Richard Lussick, dómari við
stríðsglæpadómstólinn í Hol-
landi, sagði glæpi Taylors hafa
verið „eins alvarlegir og verða
má hvað varðar umfang og
grimmd“. - gb
Stríðsglæpadómur:
Charles Taylor
fær fimmtíu ár
CHARLES TAYLOR
ATVINNUMÁL Nú um mánaðamót
missa sautján manns vinnuna
hjá Skiptum, auk þess sem fimm-
tán starfsmenn flytjast frá dótt-
urfélaginu Mílu yfir til Símans.
Markmiðið með aðgerðunum er
sparnaður upp á að minnsta kosti
hálfan milljarð á ári, að því er
segir í tilkynningu frá Skiptum.
„Það var fyrirséð síðastliðið
haust að hægt væri að samþætta
reksturinn hjá fyrirtækjum sam-
stæðunnar til þess að straum-
línulaga reksturinn og spara,“
er haft eftir forstjóranum Steini
Loga Björnssyni í fréttatilkynn-
ingu. Breytingarnar séu eðlilegt
framhald af hagræðingum síð-
asta árs. - sh
Spara hálfan milljarð á ári:
Skipti segja upp
sautján mannsMilljónir kr. 2012/13 2013/14 2014/15 2015/16 2016/17
Almennt gjald 4.446 4.446 4.446 4.446 4.446
Sérstakt gjald:
- Botnfiskafli 9.896 11.209 12.521 13.833 15.146
- Uppsjávarafli 2.367 2.671 2.976 3.281 3.585
Samtals 16.709 18.326 19.943 21.560 23.177
Ívilnun v/ kvótaskulda 1.500 1.500 1.500 1.500 1.500
Áætlaðar tekjur 15.209 16.826 18.443 20.060 21.677
Áætlaðar tekjur af veiðigjöldum til ársins 2017
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
27°
27°
17°
16°
22°
22°
15°
15°
25°
21°
28°
24°
32°
15°
21°
23°
13°NÆSTU DAGAR
Hæg norðlæg eða
breytileg átt.
MÁNUDAGUR
3-10 m/s.
5
12
12
7
10
10
14
14
13
7
7
14
14
13
15
15
5
4
9
8
14
20
GLIMRANDI
GOTT Nú er heldur
betur ástæða til
að fjárfesta í góðri
sólarvörn ef fólk
ætlar að njóta
veðurblíðunnar um
helgina. Þeir sem
ætla að ganga á
fjöll ættu sérstak-
lega að passa sig á
sterkum sólargeisl-
unum.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
KRISTÍN A.
ÁRNADÓTTIR
SJÁVARÚTVEGUR Friðrik J. Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ,
segir vart teljandi breytingar hafa
verið gerðar á frumvarpi um veiði-
gjöld í meðhöndlun atvinnuvega-
nefndar undanfarnar vikur. Enn sé
ofurskattlagning í pípunum þrátt
fyrir harða gagnrýni víðs vegar
að.
Björn Valur Gíslason, fulltrúi
Vinstri grænna í nefndinni, segir
gagnrýni LÍÚ á breytingarnar fyr-
irsjáanlega og í raun lítið um hana
að segja.
Meirihluti atvinnuveganefndar
Alþingis kynnti breytingartillög-
ur sínar við frumvarp um veiði-
gjald á nefndarfundi á mánudag.
Meirihlutinn leggur til að upphæð-
in verði lækkuð umtalsvert, um allt
að fjórðung, og skili 15 milljörðum
króna í ríkissjóð á næsta fiskveiði-
ári.
Almenna veiðigjaldið verður það
sama næstu árin, eða 4,5 milljarðar
króna, en árlega kemur til ívilnun
vegna kvótaskulda útgerðarfyrir-
tækja fyrir 1,5 milljarða á ári. Sér-
staka gjaldið hækkar hins vegar
í þrepum úr tólf í rúmlega átján
milljarða, og áætlaðar tekjur nema
rúmlega 21 milljarði króna fisk-
veiðiárið 2016/17 af botnfisk- og
uppsjávarafla þegar allt er talið.
Miðar þessi áætlun við sérstaka
aflaáætlun á tímabilinu.
Gjaldið [byggir á bráðabirgða-
ákvæði við breytingar á frumvarp-
inu], byrjar því í 50% og hækkar
um fimm prósentustig til ársins
2015/16. Þegar bráðabirgðaákvæðið
fellur út kveður á um hærri álagn-
ingu, eða 70%.
Breytingar ná ekki
að sætta sjónarmið
Útvegsmenn segja breytt frumvarp um veiðigjöld jafn vonlaust og það var.
Áfram sé um ofurskattlagningu að ræða. Fulltrúi VG í atvinnuveganefnd segir
gagnrýnina fyrirsjáanlega en breytingarnar komi mjög til móts við gagnrýni.
Á LOÐNU Uppsjávarafli á að gefa um 15 milljarða í sérstakt veiðigjald, standist
aflaáætlun. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Björn Valur segir að líta beri til
þess að aðlögunartíminn sé lang-
ur, gjaldstofninn orðinn annar og
minni, afsláttarkjör víðtækari,
frádráttur frá tekjum sem ákvarð-
ar gjaldstofninn orðinn meiri og
fleira „sem gerir það að verkum að
gjaldið verður mun lægra en áður
hefði orðið þrátt fyrir sömu pró-
sentutölu. Það er því ólíku saman
að jafna hvað þetta varðar.“
Friðrik segir að allt tal um lækk-
un veiðigjaldsins sé hjákátleg.
„Áfram er boðuð margföldun á
veiðigjaldi. Þetta kom mér reyndar
mjög á óvart miðað við allar úttekt-
irnar sem lagðar hafa verið fram.
Þetta mun áfram hafa þær afleið-
ingar sem hefur verið lýst,“ segir
Friðrik og vísar til orða lærðra sem
leikra um að sjávarútvegsfyrirtæki
sligist undan veiðigjaldinu og áhrif
á einstök sveitarfélög verði afar
neikvæð. svavar@frettabladid.is
Mér líst náttúrulega
ekki vel á þetta en
maður deilir ekki við dómar-
ann.
SAGA ÝRR JÓNSDÓTTIR
LÖGMAÐUR KVENNANA