Fréttablaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 35
HEIMASÍÐUGERÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 Kynningarblað Vefumsjónarkerfi, leitarvélar, internetráðgjöf o.fl. Þegar við byrjuðum í þessum geira sáum við að það kost-aði annan handlegginn að koma sér upp og viðhalda heima- síðu. Við teljum okkur hafa breytt því og nú er á allra færi að opna heimasíðu eða netverslun,“ segir Sæþór Orri Guðjónsson, eigandi Smartmedia. „Við höfum til dæmis boðið upp á staðlaðar vefsíður, netversl- anir og bókunarsíður án stofn- gjalds. Viðskiptavinurinn getur þannig komið sér upp heimasíðu með 0 króna útborgun gegn 18 mánaða bindisamningi við okkur. Enn fremur getur viðskiptavin- urinn valið um fjölda útlita sem öll eru hönnuð af starfsmönnum Smartmedia,“ segir Sæþór. Allar staðlaðar vefsíður fyr- irtækisins fara einnig í gegn- um hönnunarferli og eru mót- aðar í takt við hugmyndir hvers viðskiptavinar. Sæþór segir net- verslanir vinsælastar af stöðluð- um síðum Smartmedia. „Við sérhönnum einnig vef- síður fyrir okkar viðskiptavini og höfum jafnframt verið mikið í því að setja upp útlit sem hafa komið frá grafískum hönnuðum og auglýsinga- og markaðsstof- um. Fólk er í dag almennt mót- tækilegra fyrir því að panta vörur á netinu og fá þær sendar heim. Í stöðluðu netverslununum okkar erum við til dæmis með kúnna sem eru með um 10-15 þús- und vörur í 200-300 vöruflokk- um. Það eru engar takmarkan- ir á fjölda vara svo lengi sem það er innan þess gagnamagns sem fylgir með. Okkar þjónusta hefur gert hverjum sem er kleift að hefja eigin rekstur, til dæmis með því að opna netverslun eða kynning- arsíðu um þá þjónustu sem hann býður upp á. Við bjóðum lausnir fyrir einstaklinga og minni fyrir- tæki sem vilja koma sér á fram- færi á netinu en einnig fyrir stór og kröfuhörð fyrirtæki sem reka verslanir á Íslandi,“ segir Sæþór. Allar vefsíður Smartmedia keyra á eigin vefumsjónarkerfi sem hannað er frá grunni af starfsmönnum Smartmedia með skilvirkni og einfaldleika í huga. Kerfið er á íslensku og viðskipta- vinir hafa fulla stjórn á öllu efnis- innihaldi á vefsíðunni sinni. Þeir geta sjálfir skrifað fréttir, sett inn myndir og stofnað undirsíður þar sem kerfið er mjög einfalt í notk- un. „Meðal viðskiptavina okkar eru bæði stór og millistór fyrirtæki sem vilja nýta sér sérþekkingu og þjónustu okkar sér til hags- bóta. Við fáum oft að heyra að okkur hafi tekist að lækka rekstr- arkostnað fyrirtækja og aukið afköst, hvort sem það er í formi virkni síðunnar eða aukinnar sölu á vefsíðunni,“ segir Sæþór. Meðal lausna sem Smart- media býður upp á eru venjuleg- ar heimasíður, öflugt netverslun- arkerfi, bókunarkerfi fyrir gisti- heimili og ferðaþjónustuaðila, tímabókunarkerfi og eitt öflug- asta bílabókunarkerfi landsins. Þá má einnig nefna tengingu við reiknings- og bókhaldskerfi eins og DK, sem gerir rekstur netversl- unar nánast sjálfbæra. „Mottóið okkar er að það er allt hægt, enda þykir okkur gaman að þróa og hanna eitthvað nýtt með viðskiptavinum okkar. Fyrir þá sem vilja kíkja á okkur og spjalla er alltaf heitt á könnunni í Síðu- múla 25.“ Gaman að þróa nýjar lausnir Smartmedia er framsækið margmiðlunarfyrirtæki sem einbeitir sér að vefsíðugerð og sérlausnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Smartmedia er einnig áttundi stærsti hýsingaraðilinn á .is lénum á Íslandi. Starfsmenn Smartmedia hafa yfir að búa áralangri reynslu í vefsíðugerð og margmiðlun ásamt sölu- og markaðssetningu. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.