Fréttablaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 31. maí 2012 19 Skelfilegur endir er betri en endalaus skelfing, segir þýskt máltæki, eignað prússneskum herforingja. Þessi sannindi tauta nú margir germanar í barm sinn. Sumir bæta kannski við einhverjum einföldustu sann- indum sem nokkru sinni hafa verið höfð eftir nóbelsverðlauna- hafa í hagfræði en þau eru þessi: Það sem getur ekki haldið áfram gerir það ekki. Valið í Evrópu er á milli afarkosta. Efnahagslegra skelfinga eða pólitískrar erfiðis- vinnu. Og hjá valinu verður ekki komist. Bið á byltingu Það er samt svo að Þýskaland hefur nægilegt afl til að bjarga Evrópu. Með ákvörðun í Berlín væri hægt að leysa skuldavanda evruríkja. En aðeins í bili. Og þar liggur hundurinn graf- inn. Þjóðverjar vilja ekki fórna efnalegu öryggi sínu nema þeir trúi því að skuldug og illa rekin ríki Suður-Evrópu sýni ábyrgð og skynsemi í framtíðinni. Í til- viki Grikklands og Ítalíu væri það hrein bylting og hún er varla hafin. Í Grikklandi segja vinsæl- ir menn að landið þurfi ekkert að borga því Evrópa þori ekki að láta Grikkland fara á hausinn og muni redda þessu hvort sem landsmenn borga skuldir sínar eða ekki. Álíka stórmennska er raunar líka nokkuð vinsæl á Írlandi í aðdraganda þjóðar- atkvæðis þar. Á Ítalíu hóta hver hagsmunasamtökin af öðrum að lama landið ef gengið verður á skipulögð forréttindi þeirra. Þar ríkja alls kyns kvótakerfi allt frá leigubílaakstri til lyfsölu. Alls staðar er stemning fyrir að kenna útlendingum um vandann og í þeim leik fá Þjóðverjar oft- ast tólf stig. Tvær leiðir Um tvær leiðir er að velja. Önnur er sú að gefast upp á evr- unni. Þótt þokkalega gengi að leysa urmul af tæknilegum og lagalegum hnútum yrði þetta án nokkurs vafa svo dýrt að heims- kreppa hlytist af. Hún yrði ekki endilega langvarandi á heims- vísu en Evrópa yrði aldrei aftur stærsta efnahagssvæði jarðar. Efnalegt öryggisleysi í álfunni myndi líka án efa breyta henni í verri stað. Með því yrði heim- urinn grárri og fátækari. Hin leiðin er að dýpka samrunann í Evrópu og tengja lönd evru- svæðisins svo sterkt saman að ekki verði aftur snúið. Þetta er tiltölulega einfalt tæknilega, svona miðað við annað, en afar erfitt pólitískt. Þetta krefst víð- tæks og almenns trausts á milli landa. Það er einmitt það sem hefur þorrið í Evrópu að undan- förnu. Þrjár kreppur Kjarni málsins er sá að kreppan í Evrópu er ekki einföld heldur þreföld: Bankakreppa, skulda- kreppa og kreppa vegna síversn- andi samkeppnisstöðu þjóða Suður-Evrópu í samanburði við Norður-Evrópu og Austur-Asíu. Bankakreppan og skuldakrepp- an hafa vakið mesta athygli en það er þriðja kreppan, alltof hár launakostnaður miðað við framleiðni í Suður-Evrópu sem er stærsti vandinn og undirrót kreppunnar. Lausn á bankakreppu Bankakreppuna er hægt að leysa með sameiginlegum trygg- ingasjóði fyrir innistæðueigend- ur sem greiddi út í evrum jafn- vel þótt viðkomandi land hætti að nota evrur. Þetta kæmi í veg fyrir áhlaup á banka í löndum sem glíma við skuldavanda. Um leið þyrfti að setja upp sam- eiginlegan björgunarsjóð fyrir banka í vandræðum með veðlán. Líka sameiginlegt fjármála- eftirlit fyrir evruríki með víð- tækari valdheimildir en nú eru til staðar. Allt þetta er gerlegt, og er líklega þegar í undirbún- ingi, þótt pólitískar ákvarðanir um þetta séu óvissar. Ef banka- kreppan væri eini vandinn væri málið þar með að stórum hluta leyst. Lausn á skuldakreppu Skuldakreppan er tengd þessu en er erfiðari. Hún væri þó vel leysanleg ef tvennt kæmi til. Annað er aukið traust á því að stjórnmálamenn og kjósendur í Suður-Evrópu sýni í framtíð- inni meiri skynsemi og ábyrgð en hingað til. Þetta myndi gera ríkum þjóðum norðursins kleift að standa að útgáfu sameiginlegra skuldabréfa fyrir evrusvæðið. Það myndi lækka stórlega vexti fyrir skuldsett ríki og leysa skuldakreppuna í bili. Hitt er trú á hagvexti í náinni framtíð. Hann er hins vegar undir því kominn að sjálft aðalvandamálið verði leyst sem er léleg sam- keppnisstaða Suður-Evrópu. Lausn á samkeppnisvanda Hér vandast málið. Þetta snýr að hverju ríki fyrir sig en ekki að ESB sem gerir þetta hins vegar mögulegt með sameigin- legum markaði sínum. Þarna koma rammir sérhagsmunir í veg fyrir lausnir. Á endan- um snýst þetta þó um fremur einfalda hluti. Ástæða þess að Þýskaland er sterkt og ríkt þessi árin er sú að laun í landinu hafa ekki hækkað umfram afköst. Í Suður-Evrópu væri hægt að gera efnahagsbyltingu með aðeins tveimur reglum sem báðar eru almennt virtar, svona í það heila tekið, í betur megandi ríkjum Evrópu. Önnur er að sérhags- munir víki fyrir almennum hagsmunum. Hin að laun fari ekki fram úr alþjóðlegri sam- keppnishæfni atvinnulífsins. Réttur Evrópumenn eiga ekki guð- legan rétt á betri lífskjörum en Asíumenn eða Afríkumenn. Lífskjör verða til með kunnáttu- semi og þekkingu í efnahagslífi og skynsemi og ábyrgð í stjórn- málum. Vond stjórnmál þar sem sérhagsmunir í atvinnulífi og stundarhagsmunir í pólitík eru ráðandi eitra fyrir þjóðum. Sú eitrun veikir nú þjóðir frá sólar- löndum til norðurhafa. Í DAG Jón Ormur Halldórsson dósent Eitrað fyrir þjóðum „Himneskir lífrænir gosdrykkir úr fyrsta okks hráefni og allir í fjölskyldunni nna eitthvað við sitt hæ.“ Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus · www.lífrænt.is Láttu hjartað ráða AF NETINU Firrt fjölþjóðastofnun Allt er til í heimi stofnana. Vissi ekki, að til er UNWTO, skammstöfun fyrir Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóð- anna. Ekki er vitað til, að stofnunin hafi nokkurn tíma gert neitt gagn. Að minnsta kosti hef ég aldrei frétt af neinu slíku. Um daginn vann hún það afrek að velja Robert Mugabe, einræðisherra Zimbabwe, sem heiðurs-ferðamálafulltrúa heimsins. Þessi 88 ára gamli dólgur er samt eftirlýstur fyrir glæpi gegn mann- kyni og er í ferðabanni til Evrópu og Bandaríkjanna. Svo tjúlluð ákvörðun, að hún er ekki einu sinni fyndin. Fjöl- þjóðastofnun er svo firrt, að hún gerir Sameinuðu þjóðirnar að athlægi. http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson Innflytjendur og íslensk tunga Það er ekki gott ef innflytjandi sem vill ekki læra íslensku, þó að hann hafi til þess alla möguleika, kvartar síðan yfir samskiptaerfiðleikum í landinu. En sú staðreynd að innflytjandi getur ekki talað íslenskuna þýðir alls ekki sjálfkrafa að hann nenni ekki að læra hana. Auk þess er raunin sú að margir innflytjendur sem ekki kunna íslensku vel leggja þó mikið af mörkum inn í íslenskt samfélag. Ef ég skoða aðeins í kringum mig þá starfa margir sem leiðsögumenn og taka á móti hundruðum ferðamanna frá heima- landi sínu, aðrir starfa sem tungu- málakennarar í skólum og margir Íslendingar njóta þjónustu þeirra. Einnig er oft bent á það, í umræðunni um vinnumarkaðinn almennt, að innflytjendur sinna þar störfum sem Íslendingar kæra sig ekki um. http://toshiki.blog.is Toshiki Toma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.