Fréttablaðið - 31.05.2012, Side 24

Fréttablaðið - 31.05.2012, Side 24
24 31. maí 2012 FIMMTUDAGUR Það hefur verið bent á að bygg-ingamagn á lóð nýja Land- spítalans verði meira en sem nemur fjórum Smáralindum. Það má einnig miða við að bygginga- magnið verður meira en það er samanlagt í öllu Fellahverfi og Mjódd. Þá er meðtalið atvinnu- húsnæði, íbúðarhúsnæði, skólar, bílskúrar og allt sem nöfnum tjáir að nefna. (Heimild: Skipu- lagssjá í maí 2012) Auðlindir borgarinnar Í grein sinni „Hvernig nota stjórnvöld skipulag höfuðborgar- svæðisins til að koma markmið- um í framkvæmd?“ sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl 2012 segir Arna Mathiesen arkitekt m.a.: „Aðkallandi viðfangsefni hönn- unar eru vangaveltur um hverju úr er að moða áður en nýrri sýn er kastað fram, ákvarðanir eru teknar og nýtt er búið til.“ Frá því fyrsta skýrslan um nýja Landspítalann var gerð og til þessa dags hefur nánast ekk- ert verið fjallað um aðlögun bygginga og starfsemi nýja spít- alans að íbúðahverfunum sem umlykja spítalann á þrjá vegu. Það eru alvarleg mistök enda nokkuð augljóst að ekki er auð- velt að koma þessari tröllauknu framkvæmd fyrir í grónu, frið- sælu og eftirsóttu íbúðarhverfi. Byggðin umhverfis Landspít- alann er ekki aðeins mikilvæg þeim sem þar búa heldur er hún hluti af auðlegð borgarinnar og ber að líta á og vernda sem slíka. Ef til vill má líkja þessu við það þegar Morgunblaðshöll- inni, sem er af svipaðri hæð og sumar spítalabyggingarnar, var skellt niður í Grjótaþorpið. Víða um lönd hafa menn rifið slíkar menjar módernismans og nýlega var spítalabygging, sem byggð var á svipuðum tíma í Þránd- heimi, jöfnuð við jörðu. Í Reykja- vík var Moggahöllin látin standa en Fjalakötturinn rifinn. Þó ekki standi til að rífa íbúðabyggðina kringum Landspítalann þá mun hún rýrna verulega að gæðum. Hvar á spítalinn að vera? Ég tel mig vita hvar best sé að staðsetja nýjan Landspítala ef hann verður byggður í samræmi við núverandi áform. Nokkur atriði varðandi lóðina, reksturinn og umhverfið virðast þó blasa við án mikilla reikninga. Það er t.d. æskilegt; 1) að ekki sé mikill hæðar- munur innan lóðarinnar því það auðveldar skipulag og samgöngur innan og utan spítalans. 2) að lóðin sé þannig að stærð og staðsetningu að hægt sé að byggja spítalann sem mest út frá forsendum og hagkvæmni spítalans sjálfs en ekki hamlandi umhverfisþátta því það sparar til langs tíma litið. 3) að stærð og fyrirkomulag lóðarinnar leyfi skynsamlegar viðbætur og breytingar í fram- tíðinni. 4) að staðsetningin skapi ekki ný og aukin vandamál í umferð- inni en stuðli fremur að minni umferð um mestu umferðaræðar borgarinnar og auknu jafnvægi. 5) að byggingar og starfsemi falli vel að umhverfinu og rýri ekki gæði byggðar í nágrenninu. 6) að staðsetningin valdi ekki aukinni loftmengun á stöðum sem nú þegar búa við loftmengun sem fer yfir viðmiðunarmörk í marg- ar vikur á ári hverju en stuðli fremur að minni mengun. 7) að staðsetningin auki ekki við hljóðvistarvanda þar sem hann er viðvarandi nú þegar og að ekki fjölgi þeim íbúðum sem búa við hljóðstig yfir viðmiðunar- mörkum. 8) að góð aðstaða verði fyrir þyrluflug að spítalanum þar sem ónæði verður sem minnst fyrir starfsemina og nærliggjandi hverfi og hámarks öryggis er gætt. Engu af þessum atriðum er fullnægt með staðsetningunni við Hringbraut, Barónsstíg og Eiríksgötu. Hneyksli? Það er ekkert minna en hneyksli ef stjórnvöld gera alvöru úr því að byggja nýjan Landspítala, sem verður ein stærsta fram- kvæmd Íslandssögunnar miðað við kostnað, án þess að nota bestu tæki sem völ er á til að undirbúa verkið. Þar eru efst á blaði fræði- leg staðarvalsgreining ásamt fýsileika- og hagkvæmnikönn- unum. Reyndar vinna þessi tæki svo náið saman að ef eitt þeirra vantar geta hin gefið kolranga niðurstöðu. Skipstjóri sem siglir skipi sínu á grunnsævi hefur lítið við dýpt- armælingar að gera ef hann veit ekki djúpristu skipsins. (Arna Mathiesen arkitekt vinnur að rannsóknarverk- efni: Hörgull og sköpun í hinu byggða umhverfi, SCIBE. Byggt umhverfi á Reykjavíkursvæðinu fyrir og eftir hrun er eitt viðfang rannsóknarinnar.) Nýr Landspítali – Hneyksli aldarinnar? Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna vænt- inga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefj- ast hærri launa í dag. Þannig ræt- ast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum.” Svo ritaði Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia-háskóla, í greininni „Viðbrögð við verð- bólgu“ sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 5. maí síðastliðinn. Í greininni segir Jón það „rétt við- brögð“ af hálfu Seðlabankans að hækka vexti sem fyrst í baráttunni við verðbólgu og „hæfileg vaxta- hækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur“. Þessu er erfitt að vera sammála. Ástæðan er einföld: Jón og aðrir sem telja vaxtahækkanir „rétt við- brögð“ við verðbólgu taka í mati sínu ekki til skoðunar hvernig verðbólga er fjármögnuð. Fjármögnun verðbólgu Sjálfsprottin verðbólga eins og Jón lýsir með orðum sínum sem ég vitna til hér að ofan gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að sjálfsprottin verðbólga eigi sér stað verður að fjármagna slíkar verðlagshækk- anir. Tveir vegir eru til slíks: ann- aðhvort verður það peningamagn sem til staðar er í hagkerfinu að skipta hraðar um hendur eða það verður auka. Augljóslega getur hver króna aðeins skipt ákveðið hratt um hendur en á meðan veltuhraði pen- inga eykst getur verðlag hækkað án teljandi áhrifa á peningamagn. Fyrr en síðar kemur þó að því að peningamagn í umferð verður, skilyrðislaust, að aukast eigi verð- lagshækkanir að vera til fram- búðar. 97% af íslensku peningamagni í umferð á rætur að rekja til útlána- veitinga bankakerfisins til fyrir- tækja og einstaklinga og þeirrar peningamyndunar sem samtímis á sér stað. Restin af íslensku pen- ingamagni eru seðlar og mynt sem Seðlabankinn útvegar. Fjármögnun verðbólgu í dag á rætur að rekja til þeirrar stað- reyndar að útlánamyndun banka- kerfisins hefur aukist mjög síð- astliðin misseri. Áberandi hluti af þessari útlánamyndun er til kom- inn vegna nýrra óverðtryggðra íbúðalána bankanna sem ekki aðeins hafa blásið lífi í frekari spá- kaupmennsku á fasteignamarkaði, með tilheyrandi hækkunaráhrif- um á verðbólgu, heldur útvegað hluta þess aukna peningamagns sem til þurfti svo fjármögnun almennra verðlagshækkana gæti staðist til lengdar. Vaxtahækkun er ekki svarið Svarið við þessu, segja stuðnings- menn vaxtahækkana, er að hækka verðið á peningum svo þorstinn í útlán, þ.e. fjármögnun fjárfest- ingarverkefna alls konar, verði slökktur. En þorsti er eftir sem áður til staðar þótt verðið á drop- anum sé hátt. Og staðreyndin er sú að uppspretta útlána banka- kerfisins er ótæmanleg auðlind sem ekki er háð sparnaði í þjóð- félaginu heldur viljanum einum til skuldsetningar með gróðavon í huga. Sú von er aðeins að hluta háð verðinu á peningum, sérstaklega sé um skammtíma „fjárfestingu“ að ræða þar sem eign sem þegar er til er keypt með það markmið eitt í huga að selja hana skömmu síðar með hagnaði. Útlán eru nauðsynleg til fjár- mögnunar fjárfestinga sem kalla á atvinnusköpun. Þau útlán sem í dag eru búin til eru ekki nýtt til slíkra fjárfestinga heldur til spá- kaupmennsku með eignir sem þegar eru til staðar, s.s. á fast- eignamarkaðinum. Hækkun vaxta hefur lítil áhrif á slíkar „fjárfest- ingar“ en hefur hins vegar sterk- ari áhrif á þær fjárfestingar sem kalla á atvinnusköpun þar eð þær eru iðulega til lengri tíma og óvissan um arðsemi þeirra því meiri. Og það er fjárfesting- in sem íslenskt hagkerfi þarf á að halda: fjöldi atvinnulausra er meiri en íbúafjöldi Mosfellsbæj- ar og Seltjarnarness til samans. Er skynsamlegt að láta vinnuafl slíks mannfjölda fara til spillis vegna þess eins að verðið á pen- ingum skal vera hátt með þá mjög svo óljósu von í huga að það slái á verðbólgu? Að hækka verðið á nýmynduð- um peningum, þ.e. útlánum banka- kerfisins, er afar ófullkomin og ómarkviss leið að því markmiði að draga úr þeirri nauðsynlegu fjármögnun sem verðlagshækk- anir byggjast á. Háir vextir beina fjármagni úr þjóðhagslega hag- kvæmum fjárfestingarverkefn- um, sem skapa vinnu og verðmæti, í spákaupmennsku með núverandi eignir, sem enga atvinnu né verð- mæti skapar, án þess að draga að ráði úr nýmyndun þess fjármagns sem verðlagshækkanir grundvall- ast á. Afleiðingin er öllum ljós: há verðbólga og mikið atvinnuleysi. Betra en að hækka vexti er að takmarka magn nettó nýmyndaðra útlána bankakerfisins við þann þjóðhagslega sparnað sem kemur fram í formi jafnvægis viðskipta við útlönd; séu þau jákvæð má auka lánveitingar, ellegar draga úr þeim. Sé þessari aðferð beitt má og verður að lækka stýrivexti verulega. Vaxtahækkun er alls ekki svarið við núverandi verð- bólguvanda. Er vaxtahækkun svarið? Árlega stunda 7-8.000 nemend-ur hér á landi starfsnám af ýmsum toga á framhaldsskóla- stigi. Flestir þeirra þurfa að ljúka vinnustaðanámi eða starfsþjálfun á námsbraut sinni sem getur tekið allt frá 3 vikum til 126 af heildar- námsferli þeirra. Skilvirkasta leið- in til að draga verulega úr brott- falli á framhaldsskólastigi, sem er eitt það mesta í OECD, er án efa að efla iðn- og starfsnám. Með því skapast mikil samfélagsleg verð- mæti í yfirgripsmikilli verk- og tækniþekkingu. Með þetta að leiðarljósi er alls- herjar- og menntamálanefnd nú að ljúka vinnu við frumvarp mennta- málaráðherra um vinnustaðanáms- sjóði. Vonir standa til að málið verði að lögum í vor en með því er stigið stórt skref til eflingar starfs- náms í skólakerfi okkar sem er eitt mikilvægasta markmið íslenskra menntamála í dag. Stórt skref í þá átt er áður nefnd rammalöggjöf um vinnustaðanámssjóð. Tilkoma sjóðsins mun auðvelda iðn- og starfsnámsnemum veru- lega að komast í vinnustaðanám, í mörgum tilfellum á samning hjá meistara. Það hefur á stundum reynst nemum örðugt að komast að í vinnustaðanámi eða á samning hjá meistara. Nauðsyn þess að skapa fjárhagslegan hvata til að mæta kostnaði af náminu hefur lengi legið fyrir ásamt þörfinni á því að auka möguleika nemenda á að ljúka starfsnámi sínu á eðlilegum tíma. Því mun tilkoma sjóðsins efla og styrkja verk- og tæknimenntun í íslenskum skólum svo um munar. Á stundum hefur það komið í veg fyrir að námsmaður ljúki sínu námi að ekki tekst að komast að hjá meistara í faginu eða í verk- lega þjálfun af öðru tagi. Vand- kvæðum er háð að tryggja það alveg með því að skylda fyrir- tæki til þess að taka nema í vinnu- staðanám. Vinnustaðanámssjóð- ur kemur hins vegar til móts við kostnaðinn sem af því hlýst fyrir viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þá er með tilkomu sjóðsins gert ráð fyrir að gerðar verði meiri og skýrari kröfur um gæði náms, skipulag þess og framkvæmd en verið hefur. Samkvæmt eðli máls fer starfs- nám á framhaldsskólastigi fram hvorutveggja í skóla og á vinnu- stað. Fram að þessu hafa ekki verið tök á að mæta kostnaði fyr- irtækja og stofnana vegna vinnu- staðanáms en með tilkomu sjóðs- ins skapast tækifæri til þess ásamt því að bæta verulega aðgengi nemenda að þessum hluta iðn- og starfsnáms. Vinnustaðanámssjóðurinn tekur til allra löggiltra iðngreina auk starfsnáms í greinum á borð við skólaliða, félagsliða og allar slík- ar greinar í heilbrigðisfræðum. Með sjóðnum komum við á því heppilega fyrirkomulagi í verk- legu námi að allir nemendur gangi frá skuldbindandi samningi á milli sín og þess sem tekur vinnustaða- námið að sér með aðkomu skól- ans. Sérstaklega þarf að skoða við lagasetninguna hvort ekki sé rétt að skólinn verði formlegur aðili að slíkum samningi. Þetta fyrirkomu- lag gerir margt í senn; auðveldar nemanda að komast í starfsþjálf- un og tryggir gæði og samfellu í náminu, auk þess að auðvelda fyr- irtækjum og stofnunum að taka til sín námsmenn í þjálfun. Því treysti ég því að Alþingi sjái út úr kófi átaka og málþófs og geri umrætt frumvarp um vinnustaða- námssjóð að lögum áður en þingi lýkur í sumarbyrjun. Bætt aðgengi að starfsnámi Umræðan um íslensku krónuna og óttinn við hana fer um víðan völl og ekki vantar uppástungurnar um lausnir sem vitanlega er þegar mótmælt af andstæðingum því rökræða virðist orðin ógjörningur hér á landi. Á það kannski rætur að rekja til hins pólitíska stíls sem Davíð Oddsson kom í mikla tísku á sínum tíma, en hann felst í því að vera á móti öllum tillögum „hinna“ óháð því hversu góðar hann sjálfur teldi þær vera. Ein helsta ástæða krónuvandans hefur verið talin hin svokallaða „snjóhengja“ íslenskra króna upp á þúsund milljarða í eigu erlendra fjárfesta sem vitaskuld hlytu að flýja sem fætur toga úr landi við afnám gjaldeyrishafta áður en krónan hryndi enn frekar. En það eru fleiri snjóhengjur hér á landi en þessar. Ein felst í inn- lendum sparnaði í óverðtryggðu krónunni (sem er önnur mynt en sú verðtryggða). Næsta víst má telja að íslenskir eigendur íslenskra óverðtryggðra króna færu þráð- beint úr landi með sínar eignir í kjölfar hinna erlendu (ef ekki á undan þeim), enda væru þeir van- vitar ef þeir gerðu það ekki. Það myndu sennilega bankar og lífeyr- issjóðir gera líka og græða þann- ig tvöfalt á hruni krónunnar og myndu eignir þeirra í verðtryggð- um krónum snarhækka um leið og skuldir heimila og fyrirtækja með lán í verðtryggðu krónunni færu endanlega upp úr þaki. Verðtryggða krónan er þannig þriðja risahengjan yfir íslensku samfélagi og samanlagðar eru þessar þrjár „snjóhengjur“ mesta ógn við lífskjör þeirra sem á Íslandi búa og starfa. Að kalla eftir hraðri „aðlögun“ með afnámi hafta og „taka skellinn“ er ekki aðeins van- hugsað heldur nálgast það brjálæði að standa undir slíkum hengjum og öskra í von um að þær fari. Draumurinn um að einhver önnur ríki taki að sér að losa um þær með varfærnum hætti án nokkurra skuldbindinga af Íslands hálfu (les: einhliða upptaka erlends gjaldmiðils) er í besta falli hæpinn og í versta falli martröð því hvar eru peningarnir til að kaupa þá þjónustu? Svokallaður gjaldeyris- varaforði Íslendinga er að miklu leyti lánsfé og ekki bíða lánveitend- ur í röðum til að tvöfalda erlendar skuldir ríkisins. Skattlagning á fjármagnsflutn- inga úr landi virðist einnig vera hættuspil; sé skattprósentan lág fara menn hvort sem er, sé hún of há bíða menn það af sér uns fjár- festingahungrið knýr menn til lækkunar eða afnáms. Hvort til sé einhver millivegur er erfitt að segja, en skattlagning af þessu tagi er vitanlega aðeins annað form gjaldeyrishafta og til þess að koma í veg fyrir leka yrðu Íslendingar að greiða slíkan skatt líka. Eina hugsanlega leiðin út úr öng- strætinu virðist vera að gera sam- komulag við ESB og Evrópska seðlabankann sem hefur tæki og tól til að verjast snjóhengjunum svokölluðu þótt vissulega sé ekki komið í ljós hvort þessir aðilar vilji hjálpa. En í stað þess að fá úr því skorið kjósa margir að standa undir snjóhengjunum og orga. Afleiðing- arnar munu því miður ekki hitta þá eina fyrir. Hinar snjóhengjurnar Nýr Landspítali Guðl. Gauti Jónsson arkitekt FAÍ Fjármál Ólafur Margeirsson hagfræðingur Fjármál Gauti Kristmannsson dósent við HÍ Menntamál Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.