Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 33
| FÓLK | 3TÍSKA Tékknesku skartgripahönnuðirnir Daniel Pošta og Zdenék Vacek hanna undir merkinu Zorya. Í hönnun sinni leita þeir gjarnan eftir innblæstri í náttúruna og jafnvel í líffræði en í nýjustu línu Zoria byggja þeir á tilhneigingu vírusa til að breiða úr sér og yfir- taka umhverfi sitt. Daniel og Zdenék hafa þróað aðferð til að yfirfæra þessa tilhneigingu á hönnun sína en í hluta línunn- ar er efnið alum látið kristall- ast á grófu reipi. Línan hlaut Grand Design Awards í Tékk- landi í ár. Nánar má forvitn- ast um hana á vefsíðunni www. zorya.cz. Haust- og vetrarlína herra 2012-13 frá Burberry hefur yfir sér klassískt og elegant yfirbragð. Tvíhnepptir jakkar og frakkar úr góðum efnum við þröngar buxur. Salan á Bur- berry karlmannsfatnaði hefur aukist um 26% undanfarin ár og á fylgihlutum um 50%. Að sögn Angelu Ahrendts, for- stjóra Burberry, fer mesta salan fram í 25 stærstu borgum í heiminum. Vel launaðir karlmenn og ferðamenn eru helstu viðskiptavinir. Fylgihlutir fyrir Ipad hafa verið sérstaklega vinsælir hjá karlmönnum. Margir hafa lýst yfir áhyggjum varðandi sölu á lúxusfatnaði, sérstaklega þar sem niðursveifla hefur verið á evrusvæðinu. Helstu áhyggjurnar eru þó þær að Kína fari sömu leið en þar hefur verið gríðarlegur uppgangur síðustu ár. Þegar Burberry sýndi haust- og vetrarlínu sína fyrir 2012-13 á Ítalíu vakti mikla athygli hversu herraleg og smart hún er. Hönnuður Burberry, Christopher Bailey, kallaði sýninguna The Gentleman sem var vel við hæfi. Sumir telja að hann hafi fengið innblástur frá sjónvarpsþáttunum Downton Abbey sem hafa náð miklum vinsældum. Tweed-húfur og snyrtilegir jakkar voru áberandi. Christopher Bailey, sem er frá Yorkshire, er sagður hafa komið Burberry fyrirtækinu inn í nýja tíma með hönnun sinni, enda hefur velgengni fyrirtækisins aukist til muna eftir að hann réði sig til fyrirtækisins 2001. Áður hannaði hann kvenföt fyrir Gucci og Donnu Karan. ÁHRIF FRÁ DOWNTON ABBEY HJÁ BURBERRY SANNIR HERRAMENN Karlmenn hafa meiri áhuga á hátísku eftir hrunið og efnahagsleg niðursveifla virðist ekki koma niður á tískumerkinu Burberry. Þvert á móti hefur orðið mikill söluhagnaður hjá fyrirtækinu. SÍGILDUR Vandaður brúnn frakki frá Burberry. Þessi hönnun er tímalaus og endist lengi. MEÐ MYNSTRI Skyrta frá Burberry með mynd að framan. Fyrir þá sem vilja skera sig úr. HERRAMAÐUR- INN Tvíhneppt jakkaföt. Jakkinn er þröngur og frekar stuttur. Tweed- húfan passar vel við. INNBLÁSTUR ÚR LÍFFRÆÐI Efnið alum er látið kristallast á grófu náttúrulegu reipi svo úr verður fallegt skart. GRÓFT Hönn- unar- teymið Zorya fékk tékk- nesku hönnunar- verðlaunin 2012 fyrir línuna. MYND/ZORYA.CZ ■ EINFALT OG FLOTT Sniðugt er að nota þurrkaða ávexti sem skraut á háls- festar. Það má þurrka sneiðar af til dæmis appels- ínum og sítrónum í ofni. Þá eru sneiðarnar settar á grind og látnar vera í tvær til þrjár klukkustundir inni í ofni á 120 gráðum. Það þarf að snúa þeim og fylgjast með þeim svo þær brenni ekki. Þegar ávaxtasneiðarnar eru tilbúnar má þræða þær upp á band úr til dæmis leðri og setja fallegar perlur eða ein- hvers konar litríkar kúlur með. Þetta er einfalt og auðvelt fyrir krakkana að dunda sér við og útkoman verður fallegt sumarskraut til að hengja um hálsinn. SUMARLEGT SKRAUT Mörgum börnum finnst gaman að föndra. Einfalt er fyrir þau að þræða ávaxtasneiðar á band og búa til litríkt hálsmen. TÉKKNESKT SKART ÚR GRÓFU REIPI Hönnun þeirra Daniels Pošta og Zdenék Vacek hefur vakið athygli í helstu tímaritum heimsins. 5.000 KR DAGUR Við erum á Facebook K jó lar Skokkar Mussur Toppar Bol ir Skyrtur og margt , margt f le ira OUTLET-SKÓR | FISKISLÓÐ 75 | 101 REYKJAVÍK Opið: mán-fös 13-18 & lau 12-16 sími: 514 4407 ps Shape U órdömu sk St. 36–41 Stráka skór St. 21–26 elpu skórSt t. 21–26S aðeins kr.7.900 Dömu skór St. 36–41 Herra skór S 4 45t. 1– kr.8.500 aðeins aðeins 4.900 kr. aðeins kr.9.900 aðeins 4.900kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.