Fréttablaðið - 31.05.2012, Page 56
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR44
bio@frettabladid.is
Fyrsta helgi júnímánaðar verður helst til
róleg í kvikmyndahúsunum. Aðeins ein
mynd verður frumsýnd um helgina og er
það myndin Moonrise Kingdom sem er
fjallað um hér að neðan.
Tvær myndir voru þó frumsýndar
í gærkvöldi. Ber þar fyrst að nefna nýj-
ustu mynd Twilight-leikkonunnar Kristen
Stewart, Snow White and the Huntsman.
Stewart fer með hlutverk sjálfrar Mjall-
hvítar í þessum útúrsnúningi hins
fræga ævintýris. Volduga og fallega
myrkradrottningin Ravenna, leikin af
Charlize Theron, fær fregnir af því í
gegnum töfraspegilinn sinn að Mjall-
hvít sé hennar eina ógn um fegurð
og völd. Hún leggur þá á ráðin um
að ráða hana af dögum og neyðir til liðs
við sig ungan og efnilegan veiðimann,
Eric, leikinn af sjarmörnum Chris Hems-
worth. Ráðabrugg drottningarinnar tekur
þó nýja stefnu þegar Eric finnur Mjall-
hvíti því í stað þess að drepa hana eins og
drottningin hafði fyrirskipað þá snúa þau
bökum saman og skipuleggja aðgerðir til
að koma drottningunni fyrir kattarnef í
eitt skipti fyrir öll.
John Cusack leikur rithöfundinn og ljóð-
skáldið Edgar Allan Poe í þrillernum The
Raven. Myndin gerist árið 1849 og fjallar
um óðan mann sem byrjar að fremja morð
eftir bókum Poe. Ungur rannsóknarlög-
reglumaður fær því rithöfundinn í lið með
sér til að góma brjálæðinginn. - trs
Mjallhvít án dverga og bókamorð
SNÚA BÖKUM SAMAN Mjallhvít og
veiðimaðurinn sem átti að drepa hana
snúa bökum saman og ráðast gegn vondu
drottningunni í myndinni Snow White and
the Huntsman.
Kvikmyndin Moonrise
Kingdom verður frumsýnd
í Bíó Paradís annað kvöld.
Myndin er í leikstjórn Wes
Anderson og hefur hlotið
einróma lof gagnrýnenda.
Moonrise Kingdom gerist árið
1965 og segir frá tólf ára göml-
um strák sem verður ástfanginn
af stúlku og saman ákveða þau að
flýja saman út í óbyggðir eyjunn-
ar sem þau búa á. Á meðan yfir-
völd leita barnanna gerist aftaka-
veður sem fær hið litla samfélag
til að fara á annan endann. Hasar-
leikarinn Bruce Willis fer með
hlutverk lögreglustjórans Captain
Sharp, Edward Norton leikur
skátaforingjann Randy Ward og
gæðaleikararnir Bill Murray og
Frances McDormand leika for-
elda Suzy Bishop, stúlkunnar er
strýkur með piltinum að heiman.
Með önnur hlutverk fara Tilda
Swinton, Jason Schwartzman
og hin ungu og efnilegu Jared
Gilman og Kara Hayward.
Wes Anderson leikstýrir mynd-
inni og skrifaði einnig handritið að
henni ásamt Roman Coppola, syni
leikstjórans Francis Ford Coppola.
Myndin var opnunarmynd kvik-
myndahátíðarinnar í Cannes og
hlaut þar góðar viðtökur áhorf-
enda sem og gagnrýnenda. Moon-
rise Kingdom var frumsýnd í
Bandaríkjunum fyrir viku síðan
og sló þá met yfir tekjur á hvern
sýningarsal á einni helgi. Mynd-
in halaði inn 17.082.748 krónum á
hvern sal og er það meira en nokk-
ur leikin kvikmynd hefur gert
fram að þessu.
Myndin hefur hlotið frábæra
dóma og er með 96 prósent fersk-
leikastig á vefsíðunni Rottentom-
atoes.com. Gagnrýnendur segja
myndina fallega skotna og vel
leikna og sumir ganga svo langt
að segja þetta bestu kvikmynd
Andersons til þessa.
Meistaraverk frá Anderson
FLOTTIR LEIKARAR Bruce Willis fer með hlutverk lögreglustjórans Captain Sharp í Moonrise Kingdom. Frances McDormand leikur
móður ungrar stúlku sem strýkur að heiman með ástinni sinni.
HELDUR SIG VIÐ ÞAÐ SEM HANN ÞEKKIR
> LEIKUR ÁSTKONU
TIMBERLAKE
Breska leikkonan Gemma Arterton
hefur tekið að sér hlutverk í mynd-
inni Runner Runner sem skart-
ar þeim Justin Timberlake og Ben
Affleck í aðalhlutverkum. Tökur á
myndinni hefjast í júní en leikstjóri
er Brad Furman. Arterton á að leika
ástkonu Timberlake, sem bregður sér
í hlutverk spilafíkils í Runner Runner
sem er frumsýnd á næsta ári.
Wes Anderson vinnur gjarnan með sama
fólkinu aftur og aftur og á meðal annars gott
samstarf við leikarana Owen Wilson,
Jason Schwartzman, Anjelicu Houston
og Bill Murray.
● Anderson skrifaði handritið að
kvikmyndinni Bottle Rocket ásamt
Owen Wilson árið 1996 og að
myndinni Rushmore, sem kom
út árið 1998.
● Anderson og Wilson skrifuðu
einnig handritið að The Royal
Tenenbaums sem kom út árið
2001. Owen fer að auki með
hlutverk í myndinni ásamt
Gene Hackman, Anjelicu
Houston, Gwyneth Paltrow,
Ben Stiller, Bill Murray og Luke
Wilson, yngri bróður Owens
Wilson.
● Bill Murray fer með aðalhlutverkið í
kvikmyndinni The Life Aquatic with
Steve Zissou sem frumsýnd var árið
2004. Owen Wilson, Cate Blanchett
og Anjelica Houston fara einnig með
hlutverk í myndinni.
● The Darjeeling Limited
skrifaði Anderson ásamt Jason
Schwartzman og Roman Coppola.
Myndin var sýnd árið 2007 og
aftur voru það Owen Wilson, Jason
Schwartzman og Anjelica Houston
sem fóru með aðalhlutverkin.
● Brúðu- og teiknimyndin Fantastic
Mr. Fox var skrifuð í samstarfi við
handritshöfundinn Noah Baumbach,
sem Anderson hefur gjarnan unnið
með, og ljáðu George Clooney og
Meryl Streep refunum raddir sínar.
Það ríkir mikil eftirvænting eftir
stórmyndinni Prometheus, nýjustu
kvikmynd leikstjórans Ridleys
Scott. Myndin verður frumsýnd
í Bretlandi um helgina og kveðst
Scott ánægður með afraksturinn.
Prometheus skartar Noomi
Rapace, Michael Fassbender, Guy
Pearce, Idris Elba, Logan Mars-
hall-Green og Charlize Theron í
aðalhlutverkum og líkt og kunn-
ugt er orðið var myndin tekin upp
að hluta til hér á landi. Tökur hóf-
ust í mars í fyrra og er áætlaður
kostnaður við gerð myndarinnar
um 15 milljarðar króna.
„Þegar maður gerir mynd þá er
betra að hlusta á sem fæsta. Ég
átti þó í góðu sambandi við fram-
leiðslufyrirtækið því maður hlust-
ar á hvern þann sem gefur manni
svo mikinn pening til að búa til
kvikmynd,“ sagði Scott í viðtali við
Empireonline.com. Prometheus
er sjálfstæð forsaga kvikmyndar-
innar Alien, en geimveran ógur-
lega mun þó ekki reka upp kollinn
í hinni nýju mynd. Scott fullvissar
aðdáendur um að þrátt fyrir það
verði myndin spennandi.
„Hún verður óþægileg til að
byrja með, svo kemur áfallið. En
það hefur ekkert með geimveru að
gera. Myndin mun afhjúpa nokkuð
mun stærra en fólk getur ímyndað
sér.“
Óþolandi spenna
SPENNA Í LOFTINU Ridley Scott segir
Prometheus vera meira spennandi en
menn geti órað fyrir. NORDICPHOTOS/GETTY
Fyrsta stiklan úr söngvamyndinni
Les Misérables var sett á netið á
þriðjudag og þykir lofa góðu um
framhaldið. Áætlað er að myndin
verði frumsýnd í byrjun næsta
árs. Söngleikurinn er byggður á
skáldsögu franska rithöfundarins
Victors Hugo og gerist í Frakk-
landi á tímum byltingarinnar.
Undir stiklunni hljómar lagið
I Dreamed A Dream og má sjá
leikarana Hugh Jackman, Anne
Hathaway, Russell Crowe, Amöndu
Seyfried og Eddie Redmayne í
hlutverkum sínum.
Leikstjóri myndarinnar er Tom
Hooper, hinn sami og leikstýrði
hinni vinsælu kvikmynd The
King’s Speech.
Lofar góðu
LOFAR GÓÐU Fyrsta stiklan úr söngva-
myndinni Les Misérables lofar góðu um
framhaldið að mati gagnrýnenda.
Robert Pattinson segist vera búinn
að fá nóg af því að leika í unglinga-
myndum og vill fara að einbeita sér
að nýjum áhorfendahóp.
Leikarinn 26 ára gamli skaust
upp á stjörnuhimininn í hlutverki
sínu sem ástsjúka vampíran Edward
Cullen í hinum feykivinsælu Twi-
light-myndum. Hann var 15 ára
þegar leikaraferillinn byrjaði og
átti hann nokkrar myndir á feril-
skránni áður en Twilight-ævintýr-
ið hófst árið 2008.
Í viðtali við tímaritið Shortlist
segist hann vera búinn að glata
metnaðinum fyrir hlutverki sínu
sem vampíran Edward og kveðji
því hlutverkið með gleði. Hann er
þakklátur fyrir allt sem hlutverkið
hafi gefið honum en hann sé nú til-
búinn að róa á önnur mið. Upptök-
um á fimmtu og síðustu myndinni,
Breaking Dawn - Part 2, er lokið en
myndin er þó ekki væntanleg í kvik-
myndahús fyrr en 16. nóvember.
Kveður Edward
NÝ MIÐ Robert Pattinson er tilbúinn
að kveðja unglingaaðdáendurna og
einbeita sér að nýjum áhorfendahóp.
- KORT
- FERÐABÆKUR
- HOPPUKASTALI
- GRILLAÐAR PYLSUR
- ÓVÆNTIR GESTIR