Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 64
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR52
FÓTBOLTI Þýska meistaraliðið Tur-
bine Potsdam hefur leyst Mar-
gréti Láru Viðarsdóttur undan
samningi hennar við félagið
en hann átti að renna út í lok
næsta mánaðar.
Fram kemur í staðar-
blaðinu Potsdamer Neueste
Nachrichten að þetta hafi
verið gert aðeins nokkr-
um klukkustundum eftir að
Potsdam tryggði sér titilinn.
Félagið varð Þýskalands-
meistari fjórða árið í röð á
sunnudaginn eftir 8-0 sigur á
Leipzig. Margrét Lára skor-
aði eitt mark í leiknum.
Margrét Lára kom til
félagsins í janúar eftir að hafa
klárað tímabilið í Svíþjóð með
Kristianstad. Hún náði sér þó
aldrei á strik með félaginu
vegna tíðra meiðsla.
„Hún hefur verið ótrú-
lega óheppin vegna þess
að hún kom hingað til
þess að leggja sitt á
vogarskálarnar,“ sagði
Bernd Schröder, þjálf-
ari liðsins.
„En því miður hefur
hún ekki líkamlega burði
til að taka þátt í jafnströng-
um æfingum og er venjan
hér í Potsdam,“ bætti hann
við. - esá
Margrét Lára Viðarsdóttir er í leit að nýju félagi:
Leyst undan samningi
FÓTBOLTI Ítalinn Mario Balotelli
ætlar ekki að sætta sig við neitt
kynþáttaníð á EM í sumar. Hann
hefur nú hótað að labba af velli ef
hann verður fyrir slíku á mótinu.
Hann segir enn fremur að ef ein-
hver myndi kasta banana í hann
úti á götu þá myndi hann drepa
viðkomandi.
„Ef það kemur fyrir að einhver
hendir banana í mig úti á götu þá
enda ég í fangelsi því ég myndi
drepa þann mann. Kynþáttaníð er
algjörlega ólíðandi og ég get ekki
sætt mig við slíkt,“ sagði Balo-
telli við France Football.
„Það verða vonandi engin slík
vandamál á EM því ef það gerist
þá mun ég labba af velli og fara
heim. Það er árið 2012 og svona
má ekki gerast.“
Balotelli fer um víðan völl í
þessu opinskáa viðtali og hann
talar meðal annars um að hann sé
gáfaðri en flest fólk.
„Ég lít á mig sem snilling en
ekki uppreisnarsegg. Ég trúi því
að ég sé gáfaðri en meðalmaður-
inn.“ - hbg
Balotelli líður ekki níð:
Hótar að labba
af velli
MARIO BALOTELLI Liggur ekki á skoð-
unum sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Stuðningsmenn Man.
Utd glöddust í gær þegar Man.
Utd staðfesti að miðjumaður-
inn Paul Scholes væri búinn
að skrifa undir nýjan eins árs
samning við félagið.
Scholes lagði skóna á hilluna
síðasta sumar en sá svo eftir
þeirri ákvörðun og dró þá niður
aftur í janúar. Hann átti frá-
bæra endurkomu í lið United og
sýndi og sannaði að hann á nóg
eftir.
Hann gaf sér þó tíma í að
ákveða hvort hann treysti sér í
eitt tímabil í viðbót og það er nú
orðið raunin.
Þessi 37 ára miðjumaður skor-
aði fjögur mörk í sautján leikj-
um með Man. Utd í vetur og liðið
tapaði aðeins einum leik í deild-
inni með hann í byrjunarliðinu.
Scholes hefur skorað 154 mörk
í 697 leikjum fyrir United en
hann er þriðji leikjahæsti leik-
maðurinn í sögu félagsins á eftir
Ryan Giggs og Sir Bobby Charl-
ton. - hbg
Paul Scholes fer hvergi:
Framlengdi við
Man. Utd
SCHOLES Hefur átt mörg góð ár í
búningi United. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Alvöru áhöld og tæki
í garðinn og sumarbústaðinn
. . . færðu hjá okkurÞÓRHF
Krókhálsi 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 461-1070
www.thor.is
HANDBOLTI Í gær var dregið í riðla
fyrir handboltakeppnina á Ólymp-
íuleikunum í Lundúnum í sumar.
Liðunum tólf sem höfðu tryggt sér
þátttökurétt á leikunum var skipt
í tvo riðla og er óhætt að fullyrða
að Ísland hafi lent í „léttari“ riðl-
inum þar sem gríðarsterk lið skipa
hinn riðilinn.
Ísland er í A-riðli með Frakk-
landi, Svíþjóð, Túnis, Argentínu
og Bretlandi. Argentína var í sama
styrkleikaflokki og Evrópumeist-
arar Danmerkur, þó svo að mik-
ill getumunur hafi verið á þess-
um liðum undanfarin ár. Danir
voru til að mynda afar ósáttir við
það hlutskipti að teljast jafnir liði
Argentínu að styrkleika – sem þó
er Suður-Ameríkumeistari. Það lá
því fyrir að liðin myndu dragast
hvort í sinn riðil.
Bretland, sem var með Serbíu í
styrkleikaflokki, fékk svo að velja
sér riðil þegar búið var að draga
úr öðrum styrkleikaflokkum. Það
kom ekki á óvart að Dragan Dju-
kic, landsliðsþjálfari Breta, valdi
að spila frekar við Suður-Amerík-
umeistarana en Evrópumeistar-
ana.
Frakkland, Svíþjóð og Túnis eru
einnig í riðli með Íslandi en fjög-
ur efstu liðin munu komast áfram
í fjórðungsúrslit. Skiptir máli að
lenda eins ofarlega og mögulegt er
til að sleppa við sterkustu liðin úr
B-riðlinum strax í fyrstu umferð
útsláttarkeppninnar.
Ef Ísland kemst áfram upp úr
riðlakeppninni er ljóst að það verð-
ur erfið leið sem bíður strákanna
ætli þeir sér að komast aftur alla
leið í úrslitaleikinn, rétt eins og í
Peking fyrir fjórum árum síðan.
Fimm sterkar Evrópuþjóðir eru
í B-riðli auk Asíumeistara Suð-
ur-Kóreu sem hefur ávallt reynst
hættulegur andstæðingur. Má
búast við harðri baráttu um efstu
fjögur sætin í þeim riðli.
Ólympíuleikarnir hefjast föstu-
daginn 27. júlí og keppni í hand-
bolta karla tveimur dögum síðar.
Keppt verður annan hvorn dag
frá því en úrslitaleikurinn verð-
ur háður sunnudaginn 12. ágúst, á
lokakeppnisdegi leikanna.
Íslenska landsliðið hefur ekki
undirbúning sinn fyrir leikana
fyrr en eftir að leikjum Íslands
gegn Hollandi í undankeppni HM
2013 lýkur. Fyrri leikurinn fer
fram 10. júní hér heima og sá síð-
ari í Hollandi sex dögum síðar.
Þessa dagana er keppnistíma-
bilinu í atvinnumannadeildunum
í Evrópu að ljúka og fá því flest-
ir landsliðsmanna Íslands frí í
aðeins nokkra daga áður en þeir
hefja æfingar með landsliðinu hér
á landi.
Ekki náðist í landsliðsþjálfarann
Guðmund Guðmundsson í gær.
eirikur@frettabladid.is
Draumariðill í Lundúnum
Ísland slapp við gull- og silfurliðin frá EM í Serbíu þegar dregið var í riðla fyrir
Ólympíuleikana í Lundúnum – en fékk í staðinn Bretland og Argentínu. Ísland
er einnig í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Túnis. Strákarnir hefja leik 29. júlí.
ÓLI KVEÐUR Ólafur Stefánsson mun að öllum líkindum ljúka glæsilegum landsliðs-
ferli á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Riðlarnir á ÓL 2012
A-riðill:
Frakkland Svíþjóð
Ísland Bretland
Argentína Túnis
B-riðill:
Spánn Króatía
Ungverjaland Serbía
Danmörk Suður-Kórea