Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 64
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR52 FÓTBOLTI Þýska meistaraliðið Tur- bine Potsdam hefur leyst Mar- gréti Láru Viðarsdóttur undan samningi hennar við félagið en hann átti að renna út í lok næsta mánaðar. Fram kemur í staðar- blaðinu Potsdamer Neueste Nachrichten að þetta hafi verið gert aðeins nokkr- um klukkustundum eftir að Potsdam tryggði sér titilinn. Félagið varð Þýskalands- meistari fjórða árið í röð á sunnudaginn eftir 8-0 sigur á Leipzig. Margrét Lára skor- aði eitt mark í leiknum. Margrét Lára kom til félagsins í janúar eftir að hafa klárað tímabilið í Svíþjóð með Kristianstad. Hún náði sér þó aldrei á strik með félaginu vegna tíðra meiðsla. „Hún hefur verið ótrú- lega óheppin vegna þess að hún kom hingað til þess að leggja sitt á vogarskálarnar,“ sagði Bernd Schröder, þjálf- ari liðsins. „En því miður hefur hún ekki líkamlega burði til að taka þátt í jafnströng- um æfingum og er venjan hér í Potsdam,“ bætti hann við. - esá Margrét Lára Viðarsdóttir er í leit að nýju félagi: Leyst undan samningi FÓTBOLTI Ítalinn Mario Balotelli ætlar ekki að sætta sig við neitt kynþáttaníð á EM í sumar. Hann hefur nú hótað að labba af velli ef hann verður fyrir slíku á mótinu. Hann segir enn fremur að ef ein- hver myndi kasta banana í hann úti á götu þá myndi hann drepa viðkomandi. „Ef það kemur fyrir að einhver hendir banana í mig úti á götu þá enda ég í fangelsi því ég myndi drepa þann mann. Kynþáttaníð er algjörlega ólíðandi og ég get ekki sætt mig við slíkt,“ sagði Balo- telli við France Football. „Það verða vonandi engin slík vandamál á EM því ef það gerist þá mun ég labba af velli og fara heim. Það er árið 2012 og svona má ekki gerast.“ Balotelli fer um víðan völl í þessu opinskáa viðtali og hann talar meðal annars um að hann sé gáfaðri en flest fólk. „Ég lít á mig sem snilling en ekki uppreisnarsegg. Ég trúi því að ég sé gáfaðri en meðalmaður- inn.“ - hbg Balotelli líður ekki níð: Hótar að labba af velli MARIO BALOTELLI Liggur ekki á skoð- unum sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Stuðningsmenn Man. Utd glöddust í gær þegar Man. Utd staðfesti að miðjumaður- inn Paul Scholes væri búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við félagið. Scholes lagði skóna á hilluna síðasta sumar en sá svo eftir þeirri ákvörðun og dró þá niður aftur í janúar. Hann átti frá- bæra endurkomu í lið United og sýndi og sannaði að hann á nóg eftir. Hann gaf sér þó tíma í að ákveða hvort hann treysti sér í eitt tímabil í viðbót og það er nú orðið raunin. Þessi 37 ára miðjumaður skor- aði fjögur mörk í sautján leikj- um með Man. Utd í vetur og liðið tapaði aðeins einum leik í deild- inni með hann í byrjunarliðinu. Scholes hefur skorað 154 mörk í 697 leikjum fyrir United en hann er þriðji leikjahæsti leik- maðurinn í sögu félagsins á eftir Ryan Giggs og Sir Bobby Charl- ton. - hbg Paul Scholes fer hvergi: Framlengdi við Man. Utd SCHOLES Hefur átt mörg góð ár í búningi United. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Alvöru áhöld og tæki í garðinn og sumarbústaðinn . . . færðu hjá okkurÞÓRHF Krókhálsi 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Lónsbakka 601 Akureyri Sími 461-1070 www.thor.is HANDBOLTI Í gær var dregið í riðla fyrir handboltakeppnina á Ólymp- íuleikunum í Lundúnum í sumar. Liðunum tólf sem höfðu tryggt sér þátttökurétt á leikunum var skipt í tvo riðla og er óhætt að fullyrða að Ísland hafi lent í „léttari“ riðl- inum þar sem gríðarsterk lið skipa hinn riðilinn. Ísland er í A-riðli með Frakk- landi, Svíþjóð, Túnis, Argentínu og Bretlandi. Argentína var í sama styrkleikaflokki og Evrópumeist- arar Danmerkur, þó svo að mik- ill getumunur hafi verið á þess- um liðum undanfarin ár. Danir voru til að mynda afar ósáttir við það hlutskipti að teljast jafnir liði Argentínu að styrkleika – sem þó er Suður-Ameríkumeistari. Það lá því fyrir að liðin myndu dragast hvort í sinn riðil. Bretland, sem var með Serbíu í styrkleikaflokki, fékk svo að velja sér riðil þegar búið var að draga úr öðrum styrkleikaflokkum. Það kom ekki á óvart að Dragan Dju- kic, landsliðsþjálfari Breta, valdi að spila frekar við Suður-Amerík- umeistarana en Evrópumeistar- ana. Frakkland, Svíþjóð og Túnis eru einnig í riðli með Íslandi en fjög- ur efstu liðin munu komast áfram í fjórðungsúrslit. Skiptir máli að lenda eins ofarlega og mögulegt er til að sleppa við sterkustu liðin úr B-riðlinum strax í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Ef Ísland kemst áfram upp úr riðlakeppninni er ljóst að það verð- ur erfið leið sem bíður strákanna ætli þeir sér að komast aftur alla leið í úrslitaleikinn, rétt eins og í Peking fyrir fjórum árum síðan. Fimm sterkar Evrópuþjóðir eru í B-riðli auk Asíumeistara Suð- ur-Kóreu sem hefur ávallt reynst hættulegur andstæðingur. Má búast við harðri baráttu um efstu fjögur sætin í þeim riðli. Ólympíuleikarnir hefjast föstu- daginn 27. júlí og keppni í hand- bolta karla tveimur dögum síðar. Keppt verður annan hvorn dag frá því en úrslitaleikurinn verð- ur háður sunnudaginn 12. ágúst, á lokakeppnisdegi leikanna. Íslenska landsliðið hefur ekki undirbúning sinn fyrir leikana fyrr en eftir að leikjum Íslands gegn Hollandi í undankeppni HM 2013 lýkur. Fyrri leikurinn fer fram 10. júní hér heima og sá síð- ari í Hollandi sex dögum síðar. Þessa dagana er keppnistíma- bilinu í atvinnumannadeildunum í Evrópu að ljúka og fá því flest- ir landsliðsmanna Íslands frí í aðeins nokkra daga áður en þeir hefja æfingar með landsliðinu hér á landi. Ekki náðist í landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í gær. eirikur@frettabladid.is Draumariðill í Lundúnum Ísland slapp við gull- og silfurliðin frá EM í Serbíu þegar dregið var í riðla fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum – en fékk í staðinn Bretland og Argentínu. Ísland er einnig í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Túnis. Strákarnir hefja leik 29. júlí. ÓLI KVEÐUR Ólafur Stefánsson mun að öllum líkindum ljúka glæsilegum landsliðs- ferli á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Riðlarnir á ÓL 2012 A-riðill: Frakkland Svíþjóð Ísland Bretland Argentína Túnis B-riðill: Spánn Króatía Ungverjaland Serbía Danmörk Suður-Kórea
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.