Morgunblaðið - 10.09.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019
Það er þekkt hugtak um afleið-ingar innanlandsátaka þar
sem engum er hlíft að segja að
„bræður muni berjast“.
Nú er hitinnmikill síðustu
misseri brexitdeil-
unnar, uppnám í
jólaboðum, slegist í
brúðkaupum og
vinir til áratuga
heilsast ekki. Ekki
hefur frést enn að
bræður berjist bein-
línis nema á hinum
stjórnmálalegu
tindum Bretlands.
Í síðustu viku rakBoris Johnson á annan tug
þingmanna úr flokknum og missti
svo óvænt tvo ráðherra úr eigin
hópi. Það þótti sláandi áfall að
annar þeirra sem sögðu af sér ráð-
herradómi og þingmennsku var Jo
Johnson, yngri bróðir Borisar.
Jo sagðist ekki lengur þola síneigin innri átök um hvort hann
ætti að virða fjölskyldutryggðina
eða sannfæringuna. Niðurstaða
hans var að yfirgefa sviðið um
hríð. Og þar með varð tryggðin
auðvitað undir, því að stóri bróðir
missti ráðherra og enn eitt at-
kvæðið úr þingsalnum.
Og í byrjun þessarar viku varVerkamannaflokkur Corbyns
harðlega gagnrýndur fyrir ný lög
um að sækja bæri um enn einn
frestinn til Brussel og standa ekki
við að fara út 31. október. Það
gerði Piers Corbyn, bróðir leið-
toga flokksins, sem sagði lögin
óráð sem eyðilegðu samningsstöðu
landsins.
Eina huggunin er að Piers erjafn ósammála Jo og Jeremy
er ósammála Boris, þótt formerkin
séu öfug.
Jo Johnson
Bræður berjast
STAKSTEINAR
Piers Corbyn
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Alþingi verður sett í dag, þriðju-
daginn 10. september. Þingsetn-
ingarathöfnin hefst kl. 13.30 með
guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Séra
Kristinn Ágúst Friðfinnsson pred-
ikar og séra Sveinn Valgeirsson,
sóknarprestur í Dómkirkjunni,
þjónar fyrir altari ásamt biskupi
Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur.
Dómorganistinn Kári Þormar leik-
ur á orgel og Kammerkór Dóm-
kirkjunnar syngur við athöfnina.
Að guðsþjónustu lokinni ganga
forseti Íslands, biskup Íslands, for-
seti Alþingis, ráðherrar, alþingis-
menn og aðrir gestir til þinghúss-
ins.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jó-
hannesson, setur Alþingi, 150. lög-
gjafarþing. Félagar í Schola cant-
orum syngja við athöfnina, undir
stjórn Harðar Áskelssonar. Þá
flytur forseti Alþingis ávarp.
Þingsetningarfundi verður síðan
frestað til kl. 16.00. Þá verður
hlutað um sæti þingmanna og fjár-
lagafrumvarpi fyrir árið 2020 út-
býtt.
Sjónvarpsútsending verður frá
þingsetningarfundi á RÚV og rás
Alþingis. Útvarpsútsending verður
á rás 1 frá messu og þingsetningu.
Stefnuræða forsætisráðherra og
umræður um hana verða miðviku-
dagskvöldið 11. september kl.
19.30.
Fjármálaráðherra mælir fyrir
frumvarpi til fjárlaga fyrir árið
2020 fimmtudaginn 12. september
kl. 10.30. Stefnt er að því að þingið
fari í jólafrí 13. desember.
sisi@mbl.is
150. löggjafarþingið verður sett í dag
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í fyrra Forseti og biskup í farar-
broddi er gengið var til þinghússins.
Loftur Þorsteinsson,
fyrrverandi oddviti
Hrunamannahrepps,
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands á
Selfossi 5. september
síðastliðinn, 77 ára að
aldri.
Loftur fæddist í
Haukholtum í Hruna-
mannahreppi 30. maí
1942. Foreldrar hans
voru hjónin Þorsteinn
Loftsson frá Haukholt-
um og Ástbjört Odd-
leifsdóttir frá Lang-
holtskoti. Eldri bróðir
Lofts er Oddleifur, f. 1936.
Eftir nám í íþróttaskólanum í
Haukadal lauk Loftur búfræðiprófi
frá Bændaskólanum á Hvanneyri
1961. Hann starfaði um árabil í
stjórn Ungmennafélags Hruna-
manna og var virkur í leikhópi þess í
mörg ár. Bræðurnir Loftur og Odd-
leifur bjuggu lengi félagsbúi í Hauk-
holtum en skiptu síðan búinu þegar
sveitarstjórnarmálin fóru að taka
yfir hjá Lofti. Hann var
kjörinn í hreppsnefnd
Hrunamannahrepps
1978 og sat þar í sam-
tals 24 ár, þar af í 20 ár
sem oddviti og sveitar-
stjóri á miklu uppbygg-
ingartímabili á Flúðum.
Loftur var formaður
Sambands sunnlenskra
sveitarfélaga 1990-1991
og starfaði í fjölmörg-
um nefndum og ráðum
á vettvangi sveitar-
stjórna sem og í heima-
sveit sinni.
Eftirlifandi eigin-
kona Lofts er Hanna Lára Bjarna-
dóttir frá Hörgsdal á Síðu. Börn
þeirra eru Þorsteinn, f. 1981, Magn-
ús Helgi, f. 1983, og Berglind Ósk f.
1987. Fyrir átti Hanna Lára Edvin,
f. 1971, og Ólaf Bjarna, f. 1973.
Barnabörnin eru nú orðin níu
talsins.
Útför Lofts fer fram frá Skál-
holtsdómkirkju föstudaginn 20.
september klukkan 14.
Andlát
Loftur Þorsteinsson