Morgunblaðið - 10.09.2019, Page 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019
Ný netverslun!
www.listverslun.is
Við höfum opnað nýja netverslun með vinsælustu myndlistarvörum okkar.
Sendum um land allt – frí heimsending fyrir 10.000 kr. eða meira.
Kynntu þér vöruúrvalið á www.listverslun.is
Smáratorgi 1 | 201 Kópavogur | vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
„HUGGAÐU ÞIG VIÐ ÞAÐ AÐ ÞAÐ TEKUR
VIÐ BETRI SKÁL FYRIR HANDAN.”
„ÉG MÁ HORFA Á EINS MIKIÐ OFBELDI
OG GLÆPI OG MIG LYSTIR SVO LENGI
SEM ALLIR ERU Í FÖTUM.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... það sem fullkomnar
þig.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VÆRI ÉG STJÖRNU-
FRÆÐINGUR …
„AULI”
ÉG VIL EKKI ENDA MEÐ EINHVERJUM
LÚÐA Í EINS HERBERGIS
LÚSABÆLI!
SKO, ÉG
ER ENGINN
LÚÐI
OG SVO NEFNT HANA
EFTIR MÉR
GÆTI ÉG UPPGÖTVAÐ
NÝJA REIKISTJÖRNU
ÉG VANN MITT EINS HERBERGIS
LÚSABÆLI Í FJÁRHÆTTUSPILI!!
Sigurðsson, f. 20.12. 1910, d. 14.3.
1980, frá Rafnseyri í Vestmanna-
eyjum. Sigurlaug og Bogi voru gift
og lengst af búsett í Reykjavík. Faðir
Elínar var Jóhannes Sigmarsson
ógift, f. 19.5. 1916, d. 13.6. 1973, frá
Steinsstöðum í Skagafirði. Barns-
móðir Páls er Berta Guðrún Björg-
vinsdóttir, 14.4. 1935.
Börn: 1) Jón Sigurður f. 24.9. 1953,
verslunarmaður, maki Rakel Ólafs-
dóttir bókari, f. 30.6. 1963, búsett í
Reykjavík og eiga saman 28 afkom-
endur; 2) Bogi Óskar, f. 6.12. 1962,
viðskiptafræðingur, maki: Sólveig
Dóra Magnúsdóttir læknir, f. 17.1.
1967, búsett í Denver í Colorado
ásamt tveimur börnum; 3) Anna
Sigurlaug, f. 9.12. 1974, mannfræð-
ingur, maki: Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, f. 12.3. 1975, alþingis-
maður, búsett í Garðabæ og eiga eina
dóttur.
Systkini Páls: Anna f. 6.1. 1919, d.
7.1.2017, snyrtifræðingur og banka-
starfsmaður í Reykjavík; Ólafur
Breiðdal, f. 16.2. 1920, d. 10.9. 2006,
verslunarmaður í Garðabæ; Jón Ein-
ar Breiðdal, f. 8.8. 1921, d. 1.5. 2002,
múrarameistari í Reykjavík; Agnar
Breiðdal, f. 17.12 1924, d. 4.12 2009,
verslunarmaður í Kaupmannahöfn;
Páll Breiðdal, f. 15.7. 1926, d. 7.1.
1927; Guðbjörg Sigríður, f. 26.1.
1932, húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Páls voru hjónin Ein-
arsína Kristbjörg Pálsdóttir, f. 29.7
1891, d. 10.2. 1941, húsfreyja Siglu-
firði, og Samúel Ólafsson f. 3.4. 1887,
d. 31.3. 1935, verkstjóri og síldar-
saltandi á Siglufirði.
Í tilefni afmælisins ætlar Páll að
hafa opið hús og taka á móti vinum
og ættingjum í dag í golfskála GKG
við Vífilsstaði í Garðabæ milli klukk-
an 18 og 20.
Páll Breiðdal
Samúelsson
Kristbjörg Jónsdóttir
fædd í Látrum í Grýtubakkasókn, húsfreyja víða í Skagafi rði
Einar Ásgrímsson
bóndi víða í Skagafi rði
Málfríður Anna Einarsdóttir
húsfreyja á Höfðaströnd og í Siglufi rði
Einarsína Kristbjörg Pálsdóttir
húsfreyja á Siglufi rði
Páll Árnason
bóndi á Höfðaströnd, Skagafi rði
Sigríður Pálsdóttir
húsfreyja í Skarðdal, Siglufi rði
Árni Gíslason
fæddur í Skarðdal í Siglufi rði og síðar bóndi þar
Helga Árnadóttir
vinnukona í Ólafsdal
Guðmundur Sigmundsson
vinnumaður í Ólafsdal
Guðbjörg Guðmundsdóttir Samúelsdóttir
húsfr. á Bjarnastöðum
Ólafur Geirsson
bóndi á Bjarnastöðum í Saurbæ, Dalasýslu
Eirný Þórðardóttir
húsfreyja í Tröð
Geir Jónsson
bóndi í Tröð í Fróðársókn, Snæfellsnessýslu
Úr frændgarði Páls Breiðdal Samúelssonar
Samúel Ólafsson
síldarsaltandi á Siglufi rði
Ég hitti karlinn á Laugavegin-um, þar sem hann stóð við
Frakkastíginn og horfði upp á
Skólavörðuholtið. Það var glampi í
augunum þegar hann skaut höfðinu
afturábak til vinstri og sönglaði
með föstum takti:
Mín kerling var kekk, hún var skvetta
og hvenær sem var til í þetta
sem orð fá ei lýst
og samt allt um snýst
ef ég segði þér allt af létta.
Og áfram sönglaði hann:
Mín kerling var kerling ekki
né karl var ég þar sem á bekki
við sátum og þá
hvort öðru hjá
við hölluðumst, – bölvans í trekki.
Þannig fór það, – Sigurlín Her-
mannsdóttir lýsir því í föstudags-
limru:
Frá Járngerðarstöðum var Jóka
sem játaðist honum Flóka.
Í kirkjuna mætt’ hann
en kvensan þá grætt’ hann:
„Elskan mín, ég var að djóka.“
RÚV skýrði svo frá: „Ekkert
Brexit án samnings“. Kötturinn
Jósefína Meulengracht Dietrich
fylgist vel með og veit lengra nefi
sínu:
Nú er þörf að senda Sigmund
svo að Boris fái ráð
og svo hann drepist ekki úr ólund
eins og margir hafa spáð.
Jón Atli Játvarðarson svaraði um
hæl:
Örlög fundin frum- nú burði
finnst samt annar tilnefndur.
Einhver dauður úti í skurði
ekki mun það Sigmundur.
Hér er öfugmælavísa eftir Bjarna
Borgfirðingaskáld:
Í eld er best að ausa snjó
eykst hans log við þetta.
Gott er að hafa gler í skó
þá gengið er í kletta.
Magnús Einarsson Tjörn orti á
Grund í Eyjafirði:
Sit ég hér við sultarhnjask,
suma trú ég það hrelli,
miklu stærri átti ég ask
uppá Möðrufelli.
Hallmundur Kristinsson kvað:
Snert mig hefur snilldin tær,
snöggt var bundin letri.
Vísan sem ég gerði í gær
gat ekki orðið betri!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hugsað til kerlingarinnar
og fleira gott