Morgunblaðið - 10.09.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 10.09.2019, Síða 24
16. UMFERÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Línur eru loksins farnar að skýrast í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, þegar sextán umferðir hafa verið leiknar. Eins og margir höfðu spáð fyrir um í upphafi móts verður hreinn úrslitaleikur á Kópavogsvelli sunnudaginn 15. sept- ember næstkomandi þegar Vals- konur heimsækja Breiðablik í næst- síðustu umferð deildarinnar. Valur vann sannfærandi 4:0-sigur gegn ÍBV á Hlíðarenda á meðan Breiðablik lenti í talsverðu basli gegn botnliði HK/Víkings í Kórnum þar sem Íslandsmeistararnir unnu dýrmætan 1:0-sigur. Valskonur eru í efsta sæti deildarinnar með 46 stig en Breiðablik er með 44 stig í öðru sæti deildarinnar. Það verður að teljast ólíklegt að baráttan um Ís- landsmeistaratitilinn muni ráðast á markatölu en ef svo fer standa Vals- konur mun betur að vígi með 52 mörk í plús, en Blikar eru með 35 mörk í plús. Valskonur mæta fullar sjálfs- trausts á Kópavogsvöll og eru sigur- stranglegri. Þær hafa setið á toppi deildarinnar frá því í fyrstu umferð- inni og verið besta lið deildarinnar. Breiðabliki hefur gengið illa að nýta færin sín í allt sumar og það er ástæðan fyrir því að liðið er í öðru sæti deildarinnar. Þá stefnir í baráttu á milli HK/ Víkings, Keflavíkur og ÍBV um það hvert þeirra heldur sæti sínu í deild- inni. ÍBV stendur best að vígi þessara þriggja liða, en Eyjakonur eru í átt- unda sæti deildarinnar með 12 stig eftir fimmtán spilaða leiki. Keflavík er í níunda sætinu með 10 stig eftir sextán leiki og HK/Víkingur er í tí- unda sætinu með 7 stig eftir fimm- tán leiki. Á morgun mætast ÍBV og HK/Víkingur í Vestmannaeyjum í frestuðum leik úr 15. umferð sem gæti ráðið miklu um það hvaða lið fara niður um deild. ÍBV á svo eftir að mæta Fylki í Vestmannaeyjum og Selfossi á Sel- fossi. Keflavík á leik gegn botnliði HK/Víkings í Keflavík og svo útileik gegn Val á Hlíðarenda. HK/ Víkingur á eftir að sækja Keflavík heim og liðið fær svo Þór/KA í heim- sókn í lokaumferðinni. HK/Víkingur hefur ekki unnið leik síðan skipt var um þjálfara í júlí. Liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum og ekkert bendir til þess að liðið sé að fara að bæta úr því enda höfuðáherslan lögð á varnarleikinn þar á bæ. Keflavík skorar nánast alltaf í leikjum sínum en samt sem áður fellur lítið með lið- inu, eins og sýndi sig gegn Stjörn- unni í síðustu umferð, og það er fall- bragur á liðinu sem ekkert virðist falla með. Ef ÍBV tekst að leggja HK/Víking að velli má leiða að því líkur að liðið sé svo gott sem sloppið við fallið. Steig upp í lykilleik Betsy Hassett var besti leikmaður 16. umferð hjá Morgunblaðinu, en hún átti frábæran leik með KR gegn Þór/KA á Meistaravöllum í Vestur- bænum. Betsy skoraði eitt mark og lagði upp annað í óvæntum 4:0-sigri Vesturbæinga en sigur KR var ekki síst mikilvægur vegna þess að liðið tryggði um leið sæti sitt í deildinni. KR er komið í sjötta sæti deildar- innar í 19 stig eftir að hafa verið lengi vel í fallsæti í sumar. Betsy, sem er 29 ára gömul, lék allan leikinn á miðjunni hjá KR, en hún er nýsjálenskur landsliðsmaður sem á að baki 114 landsleiki þar sem hún hefur skorað 13 mörk. Hún byrjaði tvo af þremur leikjum liðsins á HM í Frakklandi í sumar, gegn Hollandi og Kanada, og þá kom hún inn á sem varamaður gegn Kamer- ún. Betsy kom til KR árið 2017 frá hollenska stórliðinu Ajax en hún hef- ur meðal annars leikið með stórlið- um á borð við Manchester City og Werder Bremen. Hún á að baki 36 leiki með KR í efstu deild, þar sem hún hefur skorað 3 mörk, en hún hefur skorað tvö mörk í 11 leikjum með KR í sumar. Traust þrátt fyrir ungan aldur Hin átján ára gamla Barbára Sól Gísladóttir er besti ungi leikmaður umferðarinnar, en hún lagði upp sigurmark Selfyssinga gegn Fylki sem Hólmfríður Magnúsdóttir skor- aði strax á 3. mínútu á Selfossi. Barbára hefur spilað frábærlega með uppeldisfélaginu í sumar, bæði sem hægri bakvörður og kantmaður, en hún hefur skorað sjö mörk í 20 leikjum í bæði deild og bikar og ver- ið lykilmaður í liði Selfoss sem varð bikarmeistari í síðasta mánuði og situr í þriðja sæti deildarinnar. Þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki 34 leiki með Selfossi í efstu deild þar sem hún hefur skorað fjög- ur mörk. Þá á hún að baki 26 lands- leiki fyrir yngri landslið Íslands.  Alexandra Jóhannsdóttir lék sinn 50. leik í efstu deild með Breiða- bliki gegn HK/Víkingi.  Elín Metta Jensen og Hlín Ei- ríksdóttir, leikmenn Vals, skoruðu báðar sextánda mark sitt í sextán leikjum í deildinni í sumar, en þær eru markahæstar í deildinni.  Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, lék 70. leik sinn í efstu deild gegn Selfossi.  Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði 60. mark sitt í efstu deild með KR gegn Þór/KA. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessar eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Elín Metta Jensen, Val 17 Sveindís Jane Jónsdóttir, Kefl avík 16 Cloé Lacasse, ÍBV 15 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 15 Natasha Anasi, Kefl avík 15 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 14 Hlín Eiríksdóttir, Val 12 Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 11 Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki 11 Fanndís Friðriksdóttir, Val 11 Hallbera Guðný Gísladóttir, Val 11 Karólína Lea Vilhjálmsd., Breiðabliki 11 Dóra María Lárusdóttir, Val 11 Berglind Björg Þorvaldsd., Breiðabliki 10 Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 10 Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki 10 Lára Kristín Pedersen, Þór/KA 10 Betsy Hassett, KR 9 Cassie Boren, Selfossi 8 Elín Metta Jensen, Val 16 Hlín Eiríksdóttir, Val 16 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 14 Berglind Björg Þorvaldsd., Breiðabliki 13 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 12 Markahæstar Valur 96 Breiðablik 93 Kefl avík 70 Fylkir 69 KR 67 Selfoss 65 ÍBV 62 Þór/KA 58 Stjarnan 58 HK/Víkingur 50 Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 16. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019 Lið: Clara Sigurðardóttir, ÍBV 8 Gígja V. Harðardóttir, HK/Víkingi 8 Katrín Ómarsdóttir, KR 8 Kristín Dís Árnadóttir, Breiðabliki 8 4-3-3 Audrey Baldwin HK/Víkingi Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir Stjörnunni Guðmunda Brynja Óladóttir KR Agla María Albertsdóttir Breiðabliki Margrét Lára Viðarsdóttir Val Hallbera Guðný Gísladóttir Val Betsy Hassett KR Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Val Cassie Lee Boren Selfossi Barbára Sól Gísladóttir Selfossi Viktoría Valdís Guðrúnardóttir Stjörnunni 3 8 2 2 7 2 2 42 23 Úrslitaleikur í Kópavogi  Valskonur með pálmann í höndunum  Þrjú lið geta enn fallið um deild  Selfoss getur jafnað besta árangur sinn  KR tryggði úrvalsdeildarsætið Morgunblaðið/Hari Best Betsy Hassett úr KR skoraði eitt mark og lagði upp annað. Morgunblaðið/Hari Ung Barbára Sól Gísladóttir lagði upp sigurmark Selfoss gegn Fylki. 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019 DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA Kristján Örn Kristjánsson, örvhenta skyttan öfluga hjá ÍBV, mun spreyta sig í atvinnumennsku tímabilið 2020- 2021. Hann hefur samið við franska félagið Pauc og gengur til liðs við það næsta vetur. Eyjafréttir greindu frá þessu í gær. Kristján mun því leika með ÍBV út þetta keppnistímabil, en hann er á öðru ári hjá félaginu. Kristján er uppalinn Fjölnismaður og hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Hann var til að mynda í U19 lands- liðinu sem náði 3. sæti á HM í Rúss- landi árið 2015. „Þetta er bolti sem fór af stað þeg- ar við mættum þeim í Evrópukeppn- inni í október í fyrra. Þeir hafa verið að fylgjast með honum og buðu hon- um út í janúar til að skoða aðstæður. Fljótlega í kjölfarið fóru af stað samningaviðræður,“ sagði Davíð Þór Óskarsson, formaður hand- knattleiksdeildar ÍBV, meðal annars við Eyjafréttir. sport@mbl.is Kristján fer til Frakklands næsta sumar Kristján Örn Kristjánsson HANDBOLTI Olísdeild karla Fjölnir – ÍR ........................................... 26:33 Valur – Fram ........................................ 20:14 Danmörk Skjern – Lemvig .................................. 34:27  Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyr- ir Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði fimm skot í markinu. Patrekur Jó- hannesson þjálfar liðið. Bjerringbro/Silkeb. – SönderjyskE ..32:21  Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir Bjerringbro/Silkeborg.  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark fyrir SönderjyskE og Sveinn Jó- hannsson skoraði ekki.  Efstu lið: Bjerringbro/Silkeborg 4, Aalborg 4, Ribe-Esbjerg 4, Arhus 4, Hol- stebro 2, Mors 2, SönderjyskE 2. A-deild kvenna: Holstebro – Esbjerg ............................ 19:23  Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Es- bjerg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.