Morgunblaðið - 25.09.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Störfum á vegum ríkisins hefur
fjölgað á hverju ári á umliðnum ár-
um og fjölgaði stöðugildum hjá rík-
inu um 1,9% á seinasta ári. Frá árinu
2013 hefur ríkisstörfunum fjölgað
um 2.101 mælt í fjölda stöðugilda eða
um 9,3%.
Þetta kemur fram í nýbirtri könn-
un Byggðastofnunar á staðsetningu
starfa á vegum ríkisins í lok hvers
árs en stofnunin hefur gert slíkar
kannanir allt frá árunum 2013-2014.
Núna liggja fyrir tölur um fjölda
stöðugilda til seinustu áramóta þar
sem fram kemur að heildarfjöldi
stöðugilda á vegum ríkisins var þá
kominn í 24.755 og hafði þá aukist
um 465 á einu ári.
Mun fleiri konur en karlar starfa á
vegum ríkisins, í stjórnsýslunni,
opinberum hlutafélögum og hjá
stofnunum þess. Hefur kynjahlut-
fallið verið eins á milli ára en stöðu-
gildi kvenna telja um 63% ár hvert.
„Á heilbrigðisstofnunum og hjúkr-
unar- og dvalarheimilum eru um 10
þúsund stöðugildi árið 2018. Konur
eru þar í 83% stöðugilda,“ segir í um-
fjöllun Byggðastofnunar. Fram
kemur í skýrslunni Hvar eru ríkis-
störfin – Fjöldi ríkisstarfa 31.12.
2018 að störfum á vegum ríkisins
fjölgaði á öllum landsvæðum í fyrra
en í mjög mismunandi miklum mæli.
Í ýmsum minni byggðarlögum átti
sér stað fækkun en allir stærstu
þéttbýlisstaðirnir á landsbyggðinni í
hverjum landshluta bættu við sig
stöðugildum í fyrra. Voru til dæmis
Skorradalshreppur og Akranes einu
sveitarfélögin á Vesturlandi þar sem
stöðugildum fjölgaði á milli ára.
„Stöðugildum fjölgaði um 371 eða
um rúm 2% á höfuðborgarsvæðinu á
milli áranna 2017 og 2018. Í Hafn-
arfirði fækkaði stöðugildum um 49
eða tæp 8%. Er það helst vegna
fækkunar hjá Íslandspósti, í aðstoð
við hælisleitendur og í Flensborgar-
skóla. Í Kópavogi fjölgar störfum um
66 eða 8,6% þá helst vegna fjölgunar
hjá Landsrétti og tilfærslu starfs-
stöðvar Útlendingastofnunar frá
Reykjavík,“ segir í úttektinni.
Ríkisstörfum fjölgaði um fimm
stöðugildi í fyrra á Ísafirði. Einnig
varð smávægileg fjölgun í Kaldrana-
neshreppi, í Strandabyggð og í Súða-
víkurhreppi, en störfum fækkaði í
Bolungarvík og Vesturbyggð. Á
Akureyri fjölgar stöðugildum um 26
eða 1,7%. Fækkun varð í Skútu-
staðahreppi, í Fjallabyggð, í Þing-
eyjarsveit og í Dalvíkurbyggð, en
stöðugildum fjölgaði um 52 á Suður-
landi í fyrra eða um 3,7% svo dæmi
séu nefnd. Fjarðabyggð á Austur-
landi var eina sveitarfélagið í lands-
hlutanum þar sem störfum á vegum
ríkisins fjölgaði á milli ára, eða um 11
stöðugildi. Hins vegar fækkaði um
sjö stöðugildi á Seyðisfirði og munar
þar helst um fækkun sem átti sér
stað hjá Heilbrigðisstofnun Austur-
lands.
17.500 á höfuðborgarsvæðinu
Langflest störfin á vegum ríkisins
eða um 17.500 stöðugildi eru á höf-
uðborgarsvæðinu en þar er hlutfall
stöðugilda á vegum ríkisins 70,7% af
öllum ríkisstörfum. Hlutfall stöðu-
gilda hjá ríkinu af íbúafjölda lands-
hlutanna er 7,75 á höfuðborgarsvæð-
inu en þetta hlutfall er lægst eða 5%
af íbúafjölda bæði á Vesturlandi og
Suðurlandi.
Ríkisstörfum fjölgar ár frá ári
Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um 2.101 frá árinu 2013 eða um 9,3% samkvæmt nýbirtri könn-
un Byggðastofnunar á staðsetningu starfa á vegum ríkisins Fjölgaði á öllum landsvæðum í fyrra
Fjölda stöðugilda hjá ríkinu 2013-2018
Stöðugildi í árslok 2018
Heildarfjöldi stöðugilda
26
25
24
23
22
21
Konur Karlar
Heimild: Byggðastofnun
Fjöldi stöðugilda í árslok Breyting milli ára
Konur Karlar Samtals Fjöldi %
2013 14.192 8.463 22.655
2014 14.192 8.499 22.691 38 0,2%
2015 14.441 8.610 23.051 359 1,6%
2016 14.907 8.748 23.655 604 2,6%
2017 15.340 8.949 24.289 635 2,7%
2018 15.662 9.093 24.755 465 1,9%
Þúsundir
Alls
24.755
stöðugildi
63%
37%
2013 2014 2015 2016 2017 2018
Guðni Einarsson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í málefnum
lögreglunnar hefur Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir, dómsmálaráðherra, falið ráðuneytinu
að fara yfir vinnu sem þegar hefur verið unnin
varðandi skipulag lögreglunnar og er í því
sambandi vísað til skýrslu frá árinu 2009.
Leggja á mat á hvort frekari skipulagsbreyt-
inga sé þörf. Þetta kemur fram í bréfi ráð-
herrans til lögreglunnar frá 20. september
2019.
Dómsmálaráðherra leggur áherslu á að
vinnunni verði flýtt og segir að horfa þurfi til
líklegrar samfélagsþróunar og breytinga á
starfsumhverfi lögreglu með sífellt flóknari
brotastarfsemi, innlendri og alþjóðlegri, auknu
alþjóðasamstarfi og breyttum ógnum, sem
m.a. má rekja til breytinga á tækni og sam-
skiptum. „Ráðherra leggur jafnframt mikla
áherslu á að við vinnuna verði kortlagt í hvaða
skrefum rétt kann að vera að gera breytingar
á skipulagi lögreglu og hvaða skref, ef einhver,
væri unnt að stíga strax til að bregðast við
þeim vanda sem nú er uppi.“ Leitað verður til
forystumanna lögreglu og annarra haghafa á
næstu vikum vegna vinnunnar.
Rifjað er upp hvernig núverandi skipulag
lögreglunnar varð til sem afrakstur langrar
þróunar. Þáverandi dómsmálaráðherra skip-
aði starfshóp í júní 2009 til að fara yfir stofn-
anauppbyggingu innan lögreglunnar, ásamt
umdæma- og verkefnaskiptingu. Sérstaklega
var metið hvort unnt væri að vinna að nýju
skipulagi út frá þremur forsendum. Það er að
lögregluumdæmi landsins yrðu stækkuð (þau
voru þá 15) og yrðu 6-8 og störfuðu undir for-
ystu umdæmisstjóra. Að umdæmisstjórar
yrðu undir stjórn eins lögreglustjóra á lands-
vísu og að embættin yrðu sameinuð í eitt lög-
reglulið. Það var mat starfshópsins að ekki
væri raunhæft að ráðast í svo umfangsmiklar
skipulagsbreytingar þegar árið 2010 en mikil
áhersla var á að ná hratt fram hagræðingu. Þá
blasti við stórfelldur samdráttur í fjárveiting-
um úr ríkissjóði. Minna má á að þetta var
skömmu eftir bankahrunið. Úr varð að stækka
umdæmin en ekki sameina þau í eitt lögreglu-
embætti. Starfshópurinn lagði til að skilja lög-
gæslu frá embættum sýslumanna og fækka
lögregluumdæmum í sex. Frumvarp til laga-
breytinga í þessa átt var loks samþykkt 2014.
„Þeim fyrirætlunum að færa einstök löggæslu-
verkefni á landsvísu til umdæmanna frá rík-
islögreglustjóra í framhaldi af stækkun þeirra
var hins vegar ekki fylgt eftir,“ segir í bréfinu.
Talsverð reynsla er komin á núverandi
skipulag lögreglu. Margt bendir þó til að enn
sé mörgu ábótavant. „Stækkun umdæmanna
hefur án vafa leitt til hagkvæmari reksturs
lögreglunnar en sú breyting virðist þó hafa
dregið enn frekar fram þann vanda sem við er
að etja í skipulagi lögreglunnar í stað þess að
leysa hann,“ segir í bréfinu.
Ráðherra á fund þingnefndar í dag
Dómsmálaráðherra mun sitja fyrir svörum
um yfirstjórn löggæslumála á fundi stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag.
Áslaug Arna átti fund með Haraldi Johann-
essen ríkislögreglustjóra í gærmorgun. Hún
sagði eftir ríkisstjórnarfund í gærmorgun að
hún gerði ráð fyrir að vinnu við skipulags-
breytingar innan lögreglunnar lyki innan ör-
fárra vikna.
Lögreglan verði ein samhent heild
Dómsmálaráðherra
skrifaði lögreglunni Far-
ið yfir skipulag lögreglu
Morgunblaðið/Hari
Dómsmálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á leið á ríkisstjórnarfund í gærmorgun.
Í þriggja daga opinberri heimsókn
til Grænlands sem nú stendur yfir
átti Guðni Th. Jóhannesson forseti
Íslands í gær fundi með Kim Kilsen
forsætisráherra um málefni land-
anna og viðræður við nemendur há-
skólans í Nuuk. Málefni norðurslóða,
barnaverndarmál og stöðuna í mál-
efnum fatlaðs fólks á Íslandi bar þar
á góma.
„Grænlendingar bera hlýhug til
Íslendinga og líta til okkar þegar
þeir vinna að því að þróa sitt sam-
félag í rétta átt,“ segir Guðni í sam-
tali við Morgunblaðið. „Báðum þjóð-
um er hagur í auknu samstarfi.
Grænlendingar horfa nú til þess að
efla ferðaþjónustu og má þar nefna
að flugvallargerð er nú í undirbún-
ingi í Nuuk, Ilulissat Qaqortoq. Auk-
in samvinna við Íslendinga þar ligg-
ur í augum uppi. Jafnframt horfa
Grænlendingar til þess að efla sigl-
ingar milli Íslands og Grænlands.“
Í gærkvöldi áttu forseti Íslands
og Eliza Reid eiginkona hans fund
með landstjóra Dana, Mikaelu Eng-
ell, og sátu hátíðarkvöldverð í boði
forsætisráðherra. Í dag heimsækja
þau miðstöð loftslagsrannsókna og
eiga fund með borgarstjóra Nuuk.
sbs@mbl.is
Þjóðunum hagur í samstarfi
Ljósmynd/Forsetaembættið
Heimsókn Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Kim Kilsen forsætis-
ráðherra Grænlands í siglingu í gær á firði við höfuðstaðinn Nuuk.