Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Alls er um 87 milljóna krónamunur á hæsta og lægstaheildarmati fasteigna álandinu, þ.e.a.s. á saman- lögðu verðmati fasteignar og lóðar á 26 þéttbýlisstöðum á öllu landinu. Það er hæst í Þingholtunum í Reykjavík eins og verið hefur á um- liðnum árum og þriðja árið í röð er Bolungarvík með lægsta heildar- matið 16,1 milljón kr. en þar hefur það hækkað 11,3% á milli ára. Fasteignagjöld eru þriðja árið í röð hæst í Keflavík, eða 453.000 kr., en lægst í Grindavík, eða 259 þúsund kr., og eru því 57% af gjöldum í Keflavík. Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum er 194 þús. kr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri samantekt Byggða- stofnunar á fasteignamati og fast- eignagjöldum sem byggð er á út- reikningum Þjóðskrár Íslands á sömu viðmiðunarfasteigninni á 26 þéttbýlisstöðum um allt land. Athygli vekur að í fyrsta sinn frá árinu 2014 lækkar heildarmat fasteigna hvergi á milli ára. Fram kemur að af þeim þéttbýlisstöðum sem skoðaðir voru, utan höfuð- borgarsvæðisins, er matið núna hæst á Akureyri eða 49,5 milljónir kr. Matið þar hefur hækkað um 17,4% á milli ára. Heildarmat fasteigna hefur breyst mismunandi eftir byggðar- lögum. ,,Í ár hækkar matið mest í Keflavík, eða um 37,7% og er nú 48,5 [milljónir kr.] næst á eftir Akur- eyri,“ segir í umfjöllun Byggðastofn- unar. Á milli áranna 2017 og 2018 hækkaði heildarmat fasteignar og lóðar hins vegar mest á Húsavík, eða um 43%, og fór í rúma 31 milljón. Nú hækkar það um 27,1% á Húsavík á milli ára og er komið í 39,9 milljónir kr. á viðmiðunarfasteigninni. Boðar lækkun í Reykjanesbæ Fasteignagjöldin, þ.e.a.s. fast- eignaskattar, lóðarleiga, fráveitu- gjald, vatnsgjald og sorpgjald, hafa tekið töluverðum breytingum á milli ára. Bendir Byggðastofnun á að hæsta heildarmatið þýði ekki að þar séu einnig hæstu fasteignagjöldin. Mismunandi álagningarreglur ein- stakra sveitarfélaga skipti hér mestu máli. Þriðja árið í röð eru heildargjöldin hæst í Keflavík eins og áður segir, eða 453 þúsund kr., en voru 389 þúsund kr. fyrir ári. Keflavík er í 4. sæti yfir hæstu fasteignaskattana og lóðarleigan þar er áberandi hæst miðað við viðmið- unarsvæðin öll, eða 118 þúsund kr. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ, segir í samtali við Morgunblaðið að til standi að lækka fasteignaskattinn í sveitar- félaginu á næsta ári. „Við erum samt bundin af aðlögunaráætlun sem öll sveitarfélögin sem voru í skulda- vandræðum eins og við þurftu að setja fram og við þurfum að standast þá áætlun. En við munum lækka álagningarprósentuna núna í fjár- hagsáætlunargerðinni fyrir næsta ár,“ segir hann. Fyrir ári voru fasteignagjöldin næsthæst í Borgarnesi á landinu öllu, eða 378 þús. kr., en þar eru nú sjöttu hæstu gjöldin, 403 þús. kr. Selfoss hefur skotist upp í annað sætið yfir hæstu gjöldin, þar sem þau eru 407 þús. kr. „Undanfarin ár hafa lægstu gjöldin verið á Vopna- firði, en eru nú fimmtu lægstu 285 [þús. kr.]. Nú eru gjöldin lægst í Grindavík 259 [þús. kr.] og næst lægst í Bolungarvík 260 [þús. kr.],“ segir í skýrslu Byggðastofnunar. Hæsta fasteignaskattinn er að finna á Húsavík Þegar eingöngu er litið á fast- eignaskattinn kemur í ljós að hann er hæstur á Húsavík af öllum þéttbýlisstöðunum 26, eða 210 þús- und kr. á ári á íbúðarhúsnæði sem haft er til viðmiðunar. Er hann 160% hærri en í Bolungarvík, þar sem hann er lægstur, eða 81 þúsund kr. 194.000 kr. munur á fasteignagjöldunum Hæst og lægst » Fráveitugjald er hæst í Borgarnesi, 105 þús. kr. á ári, sem er 293% hærra en í Grinda- vík, sem er lægst með 27 þús. kr. á ári. » Vatnsgjald er hæst á Patreks- firði, eða 86 þús. kr., en lægst í Grindavík, tæpar 20 þús. kr. » Sorpgjald er hæst á Selfossi, 62 þús. kr., en lægst á Vopna- firði, 27 þús. kr. Fasteignagjöld 2019 í þúsundum kr.* Heimild: Byggðastofnun *Fasteignagjöldin samanstanda af fasteignaskatti, lóðarleigu, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi og sorpgjöldum 500 400 300 200 100 0 Ke fla ví k Se lfo ss H ús av ík G ru nd ar fjö rð ur Re yk ja ví k – Þi ng ho lt B or ga rn es Ís af jö rð ur – n ýr ri by gg ð Si gl uf jö rð ur H öf n Eg ils st að ir St yk ki sh ól m ur N es ka up st að ur Sa uð ár kr ók ur H vo ls vö llu r Pa tr ek sf jö rð ur Ve st m an na ey ja r D al ví k H ve ra ge rð i Ak ur ey ri – Ef ri B re kk a Kó pa vo gu r – v es tu rb æ r Ak ra ne s Se yð is fjö rð ur B lö nd uó s Kó pa vo gu r – H vö rf , Þ in g Kó pa vo gu r – K ór ar Re yk ja ví k – G ra fa rh ol t Vo pn af jö rð ur Re yk ja ví k – Ú lfa rs ár da lu r H ól m av ík B ol un ga rv ík G rin da ví k 14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er margtmótdrægtBoris John- son, forsætisráð- herra Bretlands, þessar vikurnar og flest af því á rót í meginvanda hans, þótt á honum séu ýmsar hliðargreinar. Meginvandi hans er sá að ríkisstjórnin hefur ekki meiri- hluta á breska þinginu. Theresa May, fyrirrennari hans í embættum leiðtoga og forsætisráðherra, glutraði nið- ur tæpum meirihluta í kosn- ingum sem hún „fékk náðar- samlegast að halda“ með leyfi Corbyns, leiðtoga Verka- mannaflokksins, vorið 2017. May var þó vorkunn því þá benti flest til þess að Íhalds- flokkurinn myndi fjölga at- kvæðum sínum á þingi um nokkra tugi og tryggja sér þar með það svigrúm sem forsætis- ráðherrar þar þurfa helst að hafa til að þola að einstakir þingmenn og jafnvel smáhópar þeirra geti hlaupið út undan sér í einstökum málim. En reynsl- an sýnir að við slíku megi búast oftar en ekki. May bætti sex prósentustig- um við fylgi Íhaldsflokksins. Ef kerfi hlutfallskosninga væri í Bretlandi hefði það væntanlega fjölgað þingmönnum hennar um a.m.k. tvo tugi. En í kerfi einmenningskjördæma þarf heppni að leggjast með atkvæð- unum í kjörkassana og dreifing atkvæða á flokka getur skipt miklu máli. May bætti engum þingmanni við meirihluta sinn. Þvert á móti. Hún missti þann starfhæfa meirihluta sem hún hafði og varð að tryggja sér slíkan áfram með samningi við- „systurflokk“ á Norður- Írlandi, þótt þann stuðning fengi hún ekki ókeypis. En samkvæmt reglum stjórnmál- anna gat hún sent þann háa reikning til skattborgaranna. En síðan hefur rjátlast enn af þeim meirihluta Íhalds- flokksins bæði í tíð May og Johnsons, í þessum tveimur mánuðum hans. En þá ákvað allstór hópur þingmanna, sem allir höfðu lofað að styðja niðurstöðu þjóðaratkvæðis, og voru flestir fráfarandi ráð- herrar, að gera allt sem þeir gætu til að svíkja það loforð og skeyta hvorki um skömm né heiður. Þetta er höfuðvandi for- sætisráðherrans. En við hann bætist að valdið sem forsætisráðherra hafði far- ið með um aldir í umboði þjóð- höfðingjans seldi Cameron, einn af fyrirrennurum hans, frá sér fyrir stjórnarmeirihluta með Frjálslynda flokknum og náði þar með að koma Gordon Brown frá, sem var svo sem bæði æskilegt og nauðsynlegt. En samkvæmt lögum sem byggðu á kaupsamningi við Frjálslynda þarf forsætisráðherra nú að fá stuðning 2⁄3 hluta þingmanna til að tillaga hans um kosningar nái fram að ganga. Corbyn, sem lengi hefur krafist kosn- inga þegar í stað, lét sína menn nú sitja hjá eða greiða atkvæði gegn kosningum og kom þannig í veg fyrir kosningar. Þá hafði Boris Johnson for- sætisráðherra ákveðið þing- frestun sem stjórnarandstaðan sagði að væri stytting um 15 daga en ríkisstjórnin að væri aðeins um fimm daga því hefð- bundin flokksþing allra helstu flokka féllu inn í þau. Fordæmi eru fyrir slíkri frestun og raun- ar mun lengri. Stjórnarand- staðan (eða fulltrúar hennar ut- an þings) fór með málið fyrir dómstóla, hvar sem hún kom því við. Skoskur dómstóll dæmdi að þingfrestunin stang- aðist á við lög en enskur dóm- stól að lög stæðu ekki gegn slíkri frestun. Þá var Hæsti- réttur kallaður úr fríi og hann sagði samhljóða að frestunin stangaðist á við lög. Kemur óneitanlega á óvart að dóm- stólar skuli blanda sér í stjórn- málalegt þras með þessum hætti enda mun það fara illa með trúverðugleika þeirra til lengdar. Nú síðast benti forseti Mannréttindadómstólsins á að íslenski fulltrúinn þar hefði náð að fá aðra með sér í að dansa með pólitísku upphlaupi á Ís- landi. Og hvorki dómsmála- ráðuneytið hér né dómstólar hafa dug eða reisn til að taka ekki þátt í slíku. Ekki er hins vegar sjáanlegt hvaða þýðingu þessi niðurstaða hefur. Verkamannaflokkurinn seg- ist tilbúinn að hætta við flokks- þing sitt og kemur ekki á óvart, því að þar er allt í stórkostlegu uppnámi svo slíkt hefur ekki sést í áratugi. Breski þingforsetinn, sem er á útleið eftir mánuð, ætlar að kalla þing saman til umræðu í dag en ekki er víst hvort það hafi nokkra þýðingu. Þing- forsetinn þessi hefur verið á miklu „egóflippi“ þessar síð- ustu vikur í embættinu svo að hvað sem öðru líður gæti orðið þarna nokkurt fjör. Forsætis- ráðherrann er á þingi SÞ þegar þetta er skrifað og ekki er ljóst hvort hann breytir þeim áætl- unum. Þeir eru til í þessari álfu og þar með hér á landi sem halda því fram að áhættulaust sé að ganga í ESB því þjóðir geti bara hætt mislíki þeim vistin. Þegar ein öflugasta þjóðin í þeim félagsskap er tekin í fantalega gíslingu og ekkert gert með ákvörðun hennar geta menn rétt ímyndað sér hvernig smáfiskum myndi líða lokuðum í þess háttar fiskabúri. Það er af mörgu að taka þegar horft er til breskra stjórn- mála þessa dagana} Það blæs á móti Boris L oksins eftir hin mögru eftir- hrunsár glittir í samgöngu- framkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu. Þó að undanfarin ár hafi einkennst af litlu fjármagni til samgangna um allt land þá verður að segj- ast að stórhöfuðborgarsvæðið hefur verið undanskilið lengur heldur en bara hrunárin telja. Ókláruð tvöföldun Reykjanesbrautar er augljósasta dæmið um það. Nú liggur fyrir allt nema undirritun á samkomulagi ríkisins við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu á bráð- nauðsynlegum samgönguframkvæmdum. Áætlunin lítur mjög vel út í nær alla staði og er það mjög ánægjulegt að menn séu loks- ins að nálgast skóflustungu í þessum málum. Áætlunin er um svo margar mikilvægar fram- kvæmdir að það ættu ekki að sjást nein and- mæli um þann hluta áætlunarinnar. Hún er byggð á gríðarlega mörgum góðum greiningum um umferðar- þróun til næstu áratuga, hvað varðar umferðarálag, slysatíðni og umhverfismál. Engin áætlun er hins vegar það góð að hún sé sam- þykkt án athugasemda. Í þessu tilfelli snúast athuga- semdirnar um fjármögnun framkvæmdanna, nánar til tekið veggjöldin. Þrátt fyrir harða gagnrýni á veg- gjaldaáform ríkisstjórnarinnar sl vor eru veggjöld enn sú leið sem ríkisstjórnarflokkarnir ætla að nota til að fjármagna þessa mikilvægu uppbyggingu. Frá mínum bæjardyrum séð virðist það vera krafa Sjálfstæðisflokksins að veggjöld séu skilyrði fyrir því að framkvæmdir hefjist. Ég sé ekki að Fram- sókn og VG séu á sama máli en gott og vel, þau kvitta samt undir að veggjöld séu fjáröfl- unarleið ríkisins í þessu. Ég sé hins vegar aðrar leiðir, eins og FÍB bendir á þá gæti sparnaðurinn af færri slysum auðveldlega borgað upp framkvæmdirnar en kostnaður- inn af slysum er metinn í kringum 50 millj- arða á ári. Stundum er sagt að við verðum að fara í veggjöld, út af orkuskiptum. Veggjöldum er t.d. ætlað að koma í stað bensíngjalda, sem er líka verri kostur en aðrar leiðir sem í boði eru. Augljósara væri að leggja niður bensín- gjaldið og taka upp kílómetragjald með þyngdarstuðli. Það myndi hvetja til að kaupa léttari bíla sem myndi minnka álagið á vegina og draga úr viðhaldskostnaði, sem myndi svo lækka gjaldið sjálft. Kostnaðurinn vegna útblásturs er svo innheimtur í gegnum kolefnisgjaldið. Þannig væri jarðefnaeldsneytisbíll að borga kílómetragjald og kolefn- isgjald en rafmagnsbíll bara kílómetragjald. Léttari bíll væri að borga lægra kílómetragjald og þyngri bíll meira. Nákvæmt gjald fyrir notkun. Áhersla ríkisstjórnarinnar á veggjöld er því undarleg, það er hægt að fjármagna þetta á ýmsan annan hátt ef lægri slysatíðni dugar ekki til, en með þessa flokka við völd eru veggjöld óumflýjanleg. Flýjum þá í næstu kosn- ingum, kjósum Pírata. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Veggjöld? Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.