Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Góð heyrn glæðir samskipti Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ólafur Loftsson, fyrrverandi for- maður Félags grunnskólakennara, hefur verið á ferð og flugi á framandi slóðum síðustu mánuði. Í gær var hann í Aserbaídsjan og í síðustu viku í Karíbahafi. Verkefni hans hafa snúið að starfi alþjóðlegra björg- unarsveita. Eftir kennaranám og kennslu, m.a. í Foldaskóla, varð Ólafur for- maður Félags grunnskólakennara 2004 og gegndi því starfi til 2018. Samhliða starfaði hann lengi með björgunarsveitum, meðal annars al- þjóðasveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og er nú í viðbragðs- teymi á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þannig kynntist hann þessu alþjóða- starfi og frá því á síðasta ári hefur hann tekið að sér fleiri og fleiri verk- efni á þessu sviði. Aðstoðar ríkisstjórnir Ólafur hefur komið að ýmsum verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna og þá einkum fyrir UN- DAC, sem er alþjóðleg viðbragðs- sveit á vegum SÞ. Sveitin aðstoðar eftir atvikum ríkisstjórnir við skipu- lag, björgun eða mat á aðstæðum. Í Aserbaídsjan er verið að undirbúa æfingu vegna hugsanlegs jarð- skjálfta. Æfingin verður í nóvember og er Ólafur í þriggja manna und- irbúningsteymi. Í Karíbahafi fyrr í þessum mánuði var Ólafur í 15 manna æfingastjórn á vegum Evrópusambandsins. Verk- efnið fólst í að æfa viðbrögð við felli- byljum og því sem fylgt getur í kjöl- farið, sams konar atburðum og urðu á Bahamaeyjum nýlega. Á æfing- unni kom Ólafur einnig að þjálfun rústabjörgunarsveita. Hann segir að það sé alltaf á for- ræði ríkisstjórnar hvers lands að ákveða verksvið og umboð erlendra hjálparsveita. Undirbúningsstarf felist m.a. í að skilgreina hvað hver björgunarsveit eigi og megi gera og hvernig eigi að taka á móti alþjóð- legu hjálparstarfi. Samskipti við her, lögreglu, almannavarnir og björg- unarsveitir þurfi að liggja fyrir og eins hvernig þessir aðilar starfi saman. Með þessum undirbúningi verði fólk betur búið undir að geta þegið aðstoð komi til voveiflegra at- burða. Spurður hvort verkefnum hans á þessum vettvangi hafi fjölgað síð- ustu mánuði segir Ólafur að verk- efnin virðist koma í bylgjum. „Eftir að ég hætti hjá Félagi grunnskóla- kennara hef ég verið í lausamennsku og með aukinni reynslu hefur verk- efnum fjölgað. Þeir eru fjölmargir og fjölbreyttir staðirnir sem ég hef heimsótt. Ég hefði tæpast nokkurn tímann komið til Curacao, Bonaire, Sint Maarten og Sint Eustatius í Karíbahafinu hefðu þessi verkefni ekki komið til. Svona má áfram telja, ég hef feng- ið að fara til Ástralíu, Haítí, Ba- hamaeyja, Kostaríku og Filippseyja og er núna í Aserbaídsjan. Þó svo að undirtónninn sé mikil alvara er þetta um leið líka ævintýri og spennandi að kynnast öllum þessum stöðum og öllu þessu fólki sem maður hittir úti um allt,“ segir Ólafur að lokum. Á ferð og flugi á framandi slóðum  Úr forystusveit kennara í aukið starf með alþjóðlegum björgunarsveitum  Í gær var Ólafur Loftsson í Aserbaídsjan og í síðustu viku í Karíbahafi  Ævintýri með alvarlegum undirtón Á Curacao Ólafur Loftsson var meðal annars umsjónarmaður austurrísku björgunarsveitarinnar SARUV á æfingu í Karíbahafi fyrr í mánuðinum og er með stjórnanda og lækni sveitarinnar á myndinni. Í Karíbahafi Ólafur segir að hann hefði tæpast fengið tækifæri til að ferðast til Curacao, Bonaire, Sint Maarten og Sint Eustatius hefðu verkefni tengd alþjóðlegu hjálpar- og björgunarstarfi ekki komið til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.