Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Sveinn Ævar Sveinsson, lögfræð-
ingur hjá lögmannsstofunni Sævar
Þór&Partners, hefur nýlokið meist-
araritgerð (ML) frá HR um fjárskipti
sambúðarfólks.
Sveinn Ævar sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að við slit óvígðr-
ar sambúðar
skapaðist iðulega
vafi um eignarrétt
að eignum enda
hafi einstaklingar
sem búa saman
báðir lagt til vinnu
og fjármuni til
kaupa þeirra og
telji sig báða eig-
endur í samræmi
við það.
„Við athugun á
dómasafni Hæstaréttar blasir við að
margir virðast vakna upp við vondan
draum þegar kemur að slitum á
óvígðri sambúð einkum þegar kemur
að fjárskiptum. Snúast deilumálin
oftast um fasteignir bæði þegar að-
eins annar aðilinn er skráður eigandi
hennar og eins þegar báðir eru skráð-
ir jafnir eigendur. Er þá ýmist deilt
um framlög hvors um sig eða hvaða
réttaráhrif þau eigi að hafa,“ sagði
Sveinn Ævar.
Engin sérstök lög
Hann segir að engin sérstök lög
gildi hér á landi um skiptingu eigna
sambúðarfólks við lok sambúðar hlið-
stætt því sem eigi við um fjárskipti
við hjónaskilnað. Hann telur að þörf
sé á lagasetningu um fjárskipti sam-
búðarfólks. Hann segir að Norðmenn
og Svíar hafi lögfest ákveðnar reglur
um stöðu sambúðarfólks. Hann telur
veigamikil rök mæla með því að feta í
fótspor þessara landa og lögfesta hér
á landi sérstök lög um skiptingu
eigna sambúðarfólks við sambúð-
arslit og hafa við samningu þeirra
hliðsjón af þeirri dómaframkvæmd
sem mótast hefur hér á landi. Önnur
mikilvæg rök fyrir lögfestingu reglna
um fjárskipti við slit óvígðrar sam-
búðar séu þau að þá myndi fækka
ágreiningsmálum við þessi fjárskipti
líkt og í nágrannalöndum.
„Það er oft þannig að fólk í óvígðri
sambúð áttar sig ekki alveg á réttar-
stöðu sinni. Sumir telja að þeir hafi
sömu réttindi í óvígðri sambúð og í
hjónabandi, en svo er alls ekki,“ sagði
Sveinn Ævar.
Geta gert sambúðarsamning
Aðspurður hvernig fólk gæti varist
ef til sambúðarslita kæmi sagði
Sveinn Ævar: „Fólk í óvígðri sambúð
getur tryggt eignarréttarlega stöðu
sína að verulegu leyti kjósi það svo.
Sem dæmi getur fólk gætt þess að
eignarhlutur í fasteign sé skráður í
þinglýsingarbækur í samræmi við
framlög hvors um sig og eftir atvik-
um gert með sér gagnkvæma erfða-
skrá. Jafnframt er ekkert því til fyr-
irstöðu að sambúðarfólk geri með sér
fjárskiptasamninga um hvernig skuli
skipta eignum við sambúðarslit til að
koma í veg fyrir ágreining við sam-
búðarslit. Slíkir samningar eru hins
vegar fáséðir í íslenskum rétti.
Sveinn Ævar var spurður hvort
mikil átök á milli sambúðarfólks
væru algengari við sambúðarslit, en
hjá þeim sem væru að slíta hjóna-
bandi:
„Já, það virðist vera að margir sem
verið hafa í óvígðri sambúð vakni upp
við vondan draum þegar kemur að
slitum á sambúðinni. Það er mjög al-
gengt að það skapist ágreiningur
með aðilum hvernig eigi að skipta
eignum. Það á sérstaklega við eftir
langan sambúðartíma, ekki síst þegar
annar aðilinn er skráður fyrir öllum
eignum. Í mörgum tilfellum er það
karlinn sem er skráður fyrir fasteign-
inni, ökutækjum og fleiri eignum.
Síðan gerist það, t.d. eftir 20 ára
sambúð, að sambúðarslit eru ákveðin
og þá getur karlinn gengið burt með
sínar eignir og skuldir, en konan er
skilin eftir alveg eignalaus. Við slík
sambúðarslit skapast oft mikill
ágreiningur,“ sagði Sveinn Ævar.
Margir virðast vakna
upp við vondan draum
Fjárskipti sambúðarfólks valda oft ágreiningi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dómstólar Sveinn Ævar segir að átök sambúðarfólks við sambúðarslit séu
algeng og oft virðist eins og fólk vakni upp við vondan draum.
Sveinn Ævar
Sveinsson
Landsnet velti upp ýmsum mögu-
leikum til að draga úr slóðagerð á
votlendi við lagningu Hólasandslínu
3. Meðal annars voru athugaðir
möguleikar á að vinna á frosinni
jörð, nota burðarmiklar beltavélar
sem skilja eftir sig lítil för eða vinna
að framkvæmdum með þyrlu.
Niðurstaðan var þó að slóðagerð var
talin æskilegasta lausnin en jafn-
framt er til skoðunar að krefjast
ekki efnis- og burðarmikilla slóða.
Þetta kemur fram í svari Stein-
unnar Þorsteinsdóttur, upplýsinga-
fulltrúa Landsnets, við spurningu
blaðsins um hvað hægt sé að gera til
að draga úr áhrifum framkvæmdar-
innar á votlendi. Skipulagsstofnun
vekur athygli á því í áliti sínu á mats-
skýrslu Landsnets vegna
Hólasandslínu 3 að framkvæmdir
við aðalvalkost Landsnets myndu
skerða votlendi víðs vegar á línuleið-
inni, en votlendi nýtur sérstakrar
verndar samkvæmt náttúruvernd-
arlögum.
Steinunn segir að aðalvalkostur
Landsnets muni raska tæplega 5 ha
af votlendi. Hins vegar sé Hóla-
sandslína bæði brýn og nauðsynleg
framkvæmd í samfélagslegu tilliti.
Með því að velja línunni stað sam-
hliða Kröflulínu 1, á þegar röskuðu
belti, séu umhverfisáhrif takmörkuð
verulega. Hún bætir því við að
Landsnet muni kosta framkvæmdir
við að endurheimta jafn stórt vot-
lendi og tapist við framkvæmdir.
Það verði unnið í samráði við Um-
hverfisstofnun.
Niðurrif dregur úr öryggi
Skipulagsstofnun telur að það
ætti að vera forgangsatriði Lands-
nets að rífa gömlu byggðalínuna,
Kröflulínu 1, eða leggja hana í jörðu
á sem lengstum köflum til að draga
úr samlegðaráhrifum á skerðingu á
ásýnd lands og hættu á áflugi fugla,
þegar nýja línan bætist við. Stein-
unn segir að gert sé ráð fyrir að
Kröflulína 1 standi að minnsta kosti
næstu tíu ár. Unnt sé að leggja hluta
hennar í jörðu. Hún segir að niðurrif
Kröflulínu myndi takmarka veru-
lega afhendingaröryggi í kerfinu
enda yrði þá áfram einföld tenging
milli Akureyrar og nýs tengivirkis á
Hólasandi. helgi@mbl.is
Ljósmynd/Landsnet
Háspenna Flestar háspennulínur sem Landsnet leggur þessi árin eru á M-
laga röramöstrum. Möstur úr Kröflulínu er teiknuð inn á myndina.
Reynt eftir megni
að minnka slóða
Hólasandslína
» Fyrstu 10 km frá Akureyri
liggja um jarðstreng og síðan
verður lögð 62 km loftlína til
nýs tengivirkis á Hólasandi.
» Tilgangurinn er að auka
flutningsgetu og tryggja
stöðugleika raforkukerfisins á
Norður- og Austurlandi. Línan
er einnig liður í endurnýjun
meginflutningskerfis landsins.
„Það var í sjálfu sér merkilegt að
Isavia skyldi þrátt fyrir það ákveða að
halda leiðangrinum áfram með alveg
skýr fordæmi á móti sér,“ sagði Odd-
ur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleig-
unnar ALC, í samtali við mbl.is.
Hæstiréttur staðfesti í fyrradag úr-
skurð Landsréttar, sem hafnaði í síð-
asta mánuði kröfu Isavia um að úr-
skurður Héraðsdóms Reykjaness í
deilunni við ALC yrði felldur úr gildi.
Héraðsdómur úrskurðaði um miðjan
júlí að Isavia skyldi afhenda ALC Air-
bus-þotu sem hafði verið kyrrsett á
Keflavíkurflugvelli.
Með úrskurði héraðsdóms var
krafa ALC tekin til greina og beiðni
Isavia um frestun réttaráhrifa þar til
niðurstaða æðri dómstóls lægi fyrir
var hafnað. Flugvélin var svo farin úr
landi nokkrum dögum síðar. Í úr-
skurði Landsréttar, sem staðfestur
var í Hæstarétti, kom fram að ALC
hefði þegar fengið umráð yfir þotunni
og að Isavia hefði ekki lengur lög-
varða hagsmuni af því að hnekkja nið-
urstöðu héraðsdóms.
„Það eru mjög skýr og afdráttar-
laus fordæmi um að það sé ekki hægt
að kæra úrskurð sem búið er að fram-
fylgja og það lá fyrir 18. júlí þegar
sýslumaðurinn á Suðurnesjum lét að-
farargerðina fara fram að Isavia gæti
ekki fengið úrlausn æðri dóms um
niðurstöðu héraðsdóms,“ útskýrir
Oddur.
ALC íhugar að höfða skaðabótamál
gegn Isavia vegna kyrrsetningarinn-
ar og þess fjárhagstjóns sem hlaust af
henni. Enn sé að koma í ljós hvert
endanlegt tjón sé og því enn ekki
hægt að taka endanlega ákvörðun.
„Það lá fyrir áður en WOW air varð
gjaldþrota að þessari flugvél yrði ráð-
stafað til annars flugfélags með sam-
þykki WOW air og búið að gera um
hana leigusamning. Þeim leigusamn-
ingi þurfti að rifta eftir að óvissa kom
upp um hvenær þotan yrði laus og af
því hefur auðvitað hlotist tjón,“ út-
skýrir Oddur.
Hann segir að þegar endanlegt tjón
liggi fyrir verði að fara fram hags-
munamat stjórnenda ALC á því hvort
skaðabótamál verði höfðað. Beðinn
um að gefa blaðamanni einhverja
mynd af mögulegri fjárhæð tjónsins
segir Oddur að tjónið sé „sennilega
ekki mikið undir 200 milljónum“.
thor@mbl.is
Geta vænst 200 milljóna kröfu
ALC skoðar
skaðabótamál gegn
Isavia vegna kyrr-
setningar flugvélar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Oddur Ástráðsson Hann segir að tjón flugvélaleigunnar ALC vegna kyrr-
setningar Isavia á þotunni sé sennilega ekki undir 200 milljónum.
Engar tímapantanir
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Góð passamynd
skiptir máli
Fyrir passann, ökuskírteinið, ferilskrána o.fl.Skjót
og hröð
þjónust
a
SÍÐAN 1969
FLOTTUSTU BÚNINGARNIR
ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA
FRAMLEIÐSLU EÐAMERKINGAR
846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS
TIL MERKINGA EÐA EKKI
SENNILEGA FJÖLHÆFASTI FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI
ÍSLANDS ÞÓVÍÐARVÆRI LEITAÐ!
Brautarholti 24 · 105 Reykjavík · S.: 562 6464 · henson@henson.is