Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
Á fjölmennum
starfsmannafundi í
maí 2018 tilkynnti Sól-
veig Anna Jónsdóttir,
nýkjörinn formaður,
að mér yrði vikið úr
starfi skrifstofustjóra
Eflingar. Þó að þetta
væri svívirðileg fram-
koma við mig lét ég
nægja að mótmæla
þessari framkomu for-
manns Eflingar á fundinum. Þetta
var stór stund í lífi manns sem hafði
ætíð lagt allan sinn metnað í starf
sitt, að fá nú þessa köldu kveðju
frammi fyrir nær öllum vinnufélög-
unum eftir hálfan fjórða áratug í
starfi fyrir verkalýðshreyfinguna.
Sólveig Anna fullyrti á þessum
fundi að fleiri starfsmönnum yrði
ekki sagt upp störfum.
Ég hef ekki lýst opinberlega
skoðun minni á framkomu forystu
Eflingar þó að oft hafi mér blöskrað
framganga „hinnar nýju verkalýðs-
forystu“ eins og þau hafa sjálf kall-
að sig.
Nú keyrir um þverbak
Það sem knýr mig nú fram á rit-
völlinn er sú atburðarás sem síðar
hefur orðið og keyrir nú um þver-
bak.
Forystumenn Eflingar hafa á
þeim tíma sem liðinn er hagað sér
gagnvart starfsmönnum eins og
verstu atvinnurekendur. Þau hafa
brotið öll mannleg siðalögmál í sam-
skiptum við starfsmenn.
Sólveig Anna og Viðar Þorsteins-
son hófu ferilinn með því að af-
þakka aðstoð sem fyrrverandi for-
maður bauð þeim. Hann ráðlagði
þeim að halda í starfi þeim starfs-
mönnum sem réðu yfir ómetanlegri
reynslu og þekkingu á öllu starfi fé-
lagsins. Þau ráð voru höfð að engu.
Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjara-
mála, sem hafði leitt kjarasamninga
félagsins með forystumönnum Efl-
ingar og Flóa um langt árabil, bauð
fram aðstoð sína. Þau
losuðu sig við hana.
Hún leiðir nú samn-
inga Reykjavíkur-
borgar. Þessir þrír ein-
staklingar sem best
þekktu stjórnun kjara-
samninga félagsins
voru nú horfnir af vett-
vangi á örfáum dögum.
Næstu hreinsanir
Þá var komið að
fjármálastjóra félags-
ins og bókara. Þær
Kristjana Valgeirsdóttir fjár-
málastjóri og Elín Kjartansdóttir
bókari höfðu báðar starfað lengi við
fjárreiður og bókhald Eflingar og
Kristjana hafði áður verið gjaldkeri
eldri félaga og fylgt Dagsbrún í
gegnum allar sameiningar til stofn-
unar Eflingar. Á öllum aðalfundum
höfðu þær fengið mikið hrós fyrir
stjórnun fjármála frá endurskoð-
endum félagsins enda fjárhagsstaða
sjóða traust undirstaða réttinda fé-
lagsmanna. Til að losa sig við þessa
starfsmenn var logið upp sökum á
þær báðar, þær lagðar í einelti og
sýnd vanvirðandi framkoma sem
gerði þeim ókleift að starfa á vinnu-
staðnum. Eftir að hafa reynt að
þrauka vikum saman í óásættanlegu
andrúmslofti fóru þær báðar að ráð-
leggingum lækna sinna sem töldu
að þetta ástand á skrifstofu Efl-
ingar væri ógn við heilsu þeirra og
líf. Síðan þá hafa þær báðar glímt
við vanheilsu og þurft að leita lækn-
is- og sálfræðiaðstoðar. Þær höfðu
alla tíð beitt ýtrasta aðhaldi og eft-
irliti við alla fjármálagerninga. Í
fjölmiðlum hefur komið fram að í
þessu aðhaldi sé að leita skýring-
anna á framkomu forystumanna
Eflingar.
Á eftir byltingunni
kemur ógnarstjórn
Það er alkunna að öllum bylt-
ingum fylgir ógnarstjórn meðan ný-
ir valdhafar eru að ná tökum á stöð-
unni. Hin „nýja stétt“ yfirmanna á
Eflingu tamdi sér þann stjórn-
unarstíl að þeir sem andmæltu þeim
eða reyndu að leiðbeina þeim féllu
þegar í stað í ónáð. Annaðhvort var
að hlýða yfirmönnum í einu og öllu
eða taka pokann sinn. Þetta var
þeim mun alvarlegra vegna þess að
starfsmenn sem urðu fyrir þessari
framkomu höfðu langa reynslu og
víðtæka þekkingu af starfi fyrir fé-
lagið.
Fyrirsláttur til að reka
starfsmann
Síðasti brottrekstur á Eflingu var
með þeim hætti að starfsmanni var
sagt upp störfum fyrirvaralaust.
Honum var gert að mæta sam-
stundis hjá framkvæmdastjóra þar
sem fyrir var „fulltrúi starfsmanna“
sem framkvæmdastjóri hafði sjálfur
valið til setu á fundinum. Ástæða
uppsagnar var sögð skipulagsbreyt-
ingar. Fljótlega kom í ljós að það
var fyrirsláttur enda ráðnir þrír ný-
ir starfsmenn um svipað leyti og
engin af verkefnum viðkomandi
starfsmanns voru lögð niður.
Kunnuglegt bragð stjórnenda fyrir-
tækja, ekki satt! Áminningarferill
var ekki virtur í samræmi við
ákvæði kjarasamnings. Í næsta her-
bergi beið einn lögmanna ASÍ.
Þegar starfsmaðurinn neitaði að
skrifa undir móttöku uppsagn-
arbréfs tók lögmaður ASÍ að sér að
reyna að sannfæra starfsmanninn
um að þessi framkoma fram-
kvæmdastjórans væri í lagi. Enginn
varði hagsmuni starfsmannsins á
fundinum. Enginn var henni til að-
stoðar. Lauk þessu þannig að
starfsmanninum var fylgt úr húsi
fyrir framan aðra starfsmenn og
tekinn af henni lykill og bílakort.
Starfsmanninum var síðan meinað
að mæta á fyrrverandi vinnustað
sinn á skrifstofutíma til að sækja
persónulega muni sína.
Ég veit að það er erfitt fyrir les-
endur að trúa þessu en svona eru
vinnubrögð forystu Eflingar sem
hefur það að meginhlutverki að
verja launamenn, réttindi þeirra og
stöðu. Þannig hafa þau hagað sér.
Málum gegn Eflingu fjölgar
Mál fjögurra starfsmanna eru nú
í meðferð lögmanna sem starfs-
menn hafa þurft að útvega sér til að
verja hagsmuni sína. Þá eru einnig
fleiri starfsmenn í langtíma fjar-
vistum sem hafa hrakist burt af
vinnustaðnum vegna framkomu
stjórnenda. Fram að valdatöku
hinnar „nýju stéttar“ var það venja
í félaginu að lögmaður félagsins
gætti hagsmuna starfsmanna ef erf-
ið ágreiningsmál komu upp. Lög-
mannsstofa úti í bæ svarar nú
erindum starfsmanna. Ljóst er að
lögmannsstofan úti í bæ hefur að-
eins eitt hlutverk. Að hafna öllum
kröfum starfsmanna um réttláta
málsmeðferð og ásættanlegar
niðurstöður í málum starfsmanna
sem hraktir hafa verið úr störfum
sínum eða í veikindaleyfi.
Lífskjaraskerðing í boði
höfunda lífskjarasamningsins
Í málum þessara þriggja starfs-
manna er ljóst að um gríðarlega
lífskjaraskerðingu er að ræða. Sér-
staklega er ámælisvert að tvær
þeirra eru að nálgast lífeyristöku og
því er um milljóna skerðingar á
framtíðarkjörum að ræða. Starfs-
menn hafa leitað til SGS og ASÍ
með mál sín og þar hafa þau legið
til afgreiðslu mánuðum saman
óafgreidd.
Þeim er alveg sama um fólk
Það er afar mikilvægt að for-
ystumenn stéttarfélaga búi yfir
þekkingu á lögum og kjarasamn-
ingum, hafi ríka réttlætiskennd og
beri virðingu fyrir skoðunum ann-
arra. En allra mikilvægast er að
koma vel fram við fólk. Stjórn-
endur verkalýðsfélaga eru fyr-
irmyndir stjórnenda fyrirtækja.
Þeir verða að koma fram við starfs-
menn sína eins og þeir vilja að aðr-
ir stjórnendur komi fram við fé-
lagsmenn. Þar falla formaður
Eflingar og framkvæmdastjóri á
öllum prófum. Í rúmt ár hafa þau
aldrei grennslast fyrir um heilsufar
eða líðan starfsmanna í veik-
indaleyfum. Þeim virðist vera ger-
samlega sama um sína eigin starfs-
menn. Allt samband við þau er í
gegnum lögmannsstofu úti í bæ.
Starfsmenn í veikindaleyfum hafa
verið teknir út af starfsmannalist-
um og skorið á alla upplýsingagjöf
til þeirra. Þá eru dæmi um að
starfsmenn sem reynt hafa að
koma upplýsingum til samstarfs-
manna eða á vef félagsins hafi upp-
skorið það eitt að athugasemdir og
erindi þeirra séu hreinsuð af spjall-
rásum og vef Eflingar.
Segja eitt en gera annað
Alls hafa forystumenn Eflingar
nú rekið eða afþakkað störf a.m.k.
sex starfsmanna og á annan tug
starfsmanna hafa verið skráðir
langtímaveikir eða veikir mánuðum
saman á þessu tímabili. Þetta hefur
aldrei þekkst á Eflingu fyrr en nú.
Þá hefur forystan rekið úr starfi
a.m.k einn starfsmann sem hún
réði sjálf til að stjórna verkfalls-
málum. Nú ræðir forysta félagsins
hvort reka eigi stjórnarmann sem
„lætur ekki að stjórn“. Þetta eru
dæmi um hreinsanir og ógn-
arstjórn eftir byltingu.
Mín skoðun er sú að hin nýja
stétt í forystu Eflingar stefni að því
að hreinsa út alla starfsmenn og
þekkingu sem kemur úr eldra um-
hverfi félagsins.
Brottrekstur og langtímaveikindi
reyndra starfsmanna hlýtur að
segja til sín fyrr en síðar í þjónustu
við félagsmenn.
Líttu þér nær, Sólveig
Ég vitna í lokin í skrif formanns
Eflingar, Sólveigar Önnu, í Frétta-
blaðinu 19. september sl. þar sem
hún ræðir um meðferð á útlend-
ingum. Þar segir hún að til við-
bótar hinni ömurlegu hegðun at-
vinnurekenda bætist vanvirðandi
framkoma og hótanir … séu not-
aðar til að kúga fólk til hlýðni. Ég
tel að formaður Eflingar þurfi ekki
að fara langt frá vinnustað sínum
til að upplifa nákvæmlega sama
hugarfar. Á því hafa burtreknir
starfsmenn og fólk sem hrakið hef-
ur verið í langtímaveikindi fengið
að kenna. Líttu þér nær, Sólveig.
Hreinsanir á Eflingu
Eftir Þráin
Hallgrímsson » Forystumenn Efl-
ingar hafa á þeim
tíma sem liðinn er hagað
sér gagnvart starfs-
mönnum eins og verstu
atvinnurekendur. Þau
hafa brotið öll mannleg
siðalögmál í samskipt-
um við starfsmenn.
Þráinn Hallgrímsson
Höfundur er fv. skrifstofustjóri
Eflingar.
Ég vil þakka Ole Anton Bieltvedt
fyrir margar frábærar greinar í
Morgunblaðinu til varnar dýrum.
Þær eru tímabærar ádeilur á illa
meðferð á ýmsum dýrum. Til dæmis
á hreindýrunum á Íslandi sem eiga
erfitt líf á hrjóstrugum heiðum þar
sem frost er langtímum saman á
skjóllausum heiðum. Þá leita þau til
byggða þaðan sem þau eru rekin
burt með harðri hendi. En veiðitíma-
bilið er verst þar sem margir segja
að allt of mörg dýr séu felld og þar á
meðal fjöldi kúa með mjög unga
kálfa sem eiga erfitt með að bjarga
sér móðurlausir. Svo eru það úti-
gangshrossin. Dýraverndunarsam-
band Íslands hefur aldrei sinnt
fyrirspurnum um hvort ekki ætti að
skylda eigendur hrossa til að reisa
skjólveggi, helst með yfirbyggðu
þaki en opin, vegna þess að á vet-
urna myndast hnjóskar á baki
hrossa þegar úrkoman frýs á bakinu
á þeim.
Ragnheiður.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Ill meðferð á dýrum
Morgunblaðið/RAX
ER BROTIÐ Á ÞÉR?
Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan
skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur.
Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst.
Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin
ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn.
HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT.
botarettur.is