Morgunblaðið - 25.09.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Freistingarnar eru margar en þú
sýnir kjark með því að vísa þeim á bug.
Taktu þig nú á og gerðu eitthvað fyrir
sjálfa/n þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Kannski þarftu að takast á við erf-
iða manneskju, kannski við erfitt verk-
efni. Makinn er úti á þekju þessa dagana.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þess er krafist að þú sinnir
málefnum sem tengjast fjölskyldunni.
Ekki vera með hugann við vinnuna þar
líka og sýndu vilja í verki.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur unnið vel að und-
anförnu og getur því um frjálst höfuð
strokið í nokkra daga. Áhugamálin hafa
setið á hakanum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Örlögin leiða þig hugsanlega í eina
átt. Hafðu bak við eyrað að framsetn-
ingin er oft lykilatriði. Þú tekur af skarið
í ástamálunum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Allir eiga sér draum sem gott er
að dvelja í þegar tóm gefst til. Ekki taka
það sem aðrir segja alvarlega, eitthvað
gruggugt er á seyði.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert úthaldsgóð/ur og það kemur
sér vel núna þegar þú ert beðin/n um að
taka að þér flókið verkefni. Láttu hvers
konar gylliboð sem vind um eyru þjóta.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Eitthvað kann að slettast
upp á vinskapinn hjá þér og gömlum
vini. Reyndu nýja hluti og sinntu þér bet-
ur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt ekki í vandræðum
með að koma fyrir þig orði og nýtir vel
þau tækifæri sem bjóðast. Færni þín í
mannlegum samskiptum fleytir þér langt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú vilt skipuleggja þig betur.
Litlir draumar eða stórir? Þú veist svarið.
Stundum þarftu bara að kýla á það.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Taktu þátt í gleðskap innan
fyrirtækisins því hann mun reynast
skemmtilegri en þú áttir von á. Þú gætir
átt von á skemmtilegu símtali.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft að gera það upp við þig
hvaða stefnu þú vilt taka í lífinu. Ef þú
fylgist ekki með hlutunum áttu á hættu
að sitja eftir og missa af öllu saman.
Reykjavík og nágrenni frá 2018.
Þorbjörn átti sæti í nefnd sem skip-
uð var árið 2010 af fjármálaráð-
herra sem hafði það hlutverk að
gera tillögur um framtíðarskipan
frá 2004 og formaður Lands-
samtaka lífeyrisjóða 2016-2018.
Hann hefur setið í stjórn Bjargs
íbúðafélags frá stofnun og hefur
setið í stjórn Félags eldri borgara í
Þ
orbjörn Guðmundsson er
fæddur 25. september
1949 á Eiríksstöðum í
Svartárdal, A-Hún., og
ólst þar upp. „Ég ólst
upp í stórum systkinahópi við al-
menn bústörf, söng og hesta-
mennsku. Ég flutti þaðan árið 1970
til Reykjavíkur og hef búið þar
síðan.“
Þorbjörn lærði húsasmíði í Tré-
virki undir leiðsögn Gísla Eyjólfs-
sonar húsasmíðameistara. Hann
lauk rekstrar- og stjórnunarnámi
við Háskólann á Akureyri 2005 og
2006 sem var fjögurra anna nám og
skipulagt fyrir starfsfólk og forystu
stéttarfélaga. Hann hefur lokið fjöl-
mörgum námskeiðum og stundaði
síðast nám í verkefnastjórnun og
leiðtogaþjálfun 2013-2014 við
Endurmenntun Háskóla Íslands.
Þorbjörn vann við húsasmíðar 20
ár í Reykjavík við fjölbreytt verk-
efni m.a. umsjón verkefna og sem
leiðbeinandi iðnnema á vinnustöð-
um og var starfsmaður Sambands
byggingamanna 1990 til 1993. „Mitt
aðalstarf frá 1993 hefur verið fram-
kvæmdastjórastarf hjá Samiðn sem
eru samtök iðnaðarmanna. Starfið
felur í sér fjölbreytt samskipti við
fjölda fólks og önnur samtök og að-
komu að margvíslegum verk-
efnum.“ Þorbjörn hefur meðal ann-
ars haft umsjón með gerð kjara-
samninga fyrir samtökin frá árinu
2000.
„Ég hef verið þátttakandi í
félagsstörfum frá því að ég var í
Iðnskólanum, fyrst í Iðnnema-
sambandi Ísland og formaður eitt
ár. Var síðan í stjórn Trésmiða-
félags Reykjavíkur og var þar vara-
formaður í nokkur ár og Sambands
byggingamanna.“ Þorbjörn var enn
fremur í stjórn MFA (Fræðslu-
samtaka ASÍ) í mörg ár á árunum
1980-1999, sat í stjórn Sambands
byggingamanna um nokkurra ára
skeið 1980 til 1993. Hann hefur átt
sæti í stjórn Sameinaða lífeyris-
sjóðsins frá 1999 og verið formaður
og varaformaður í samtals tólf ár.
Hann sat í stjórn Söfnunarsjóðs líf-
eyrisréttinda 2009-2012 og sat í
stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða
lífeyriskerfisins. Hann hefur enn
fremur setið í nokkrum opinberum
starfsnefndum sem skipaðar hafa
verið af stjórnvöldum, t.d. varðandi
húsnæðismál, skuldavanda heim-
ilanna, heilbrigðisþjónustu og mál-
efni aldraða.
„Ég hef tekið þátt í stjórnmála-
hreyfingum, fyrst í Möðruvalla-
hreyfingunni, og í framhaldi af því
hreyfingum vinstrimanna, var m.a.
formaður í Alþýðubandalagsfélag-
inu í Reykjavík. Ég gerðist stofn-
félagi þegar Samfylkingin var stofn-
uð og var formaður í fulltrúaráði
Samfylkingarfélaganna í Reykjavík
um tveggja ára skeið.“
Áhugamál Þorbjarnar eru leik-
list, bókmenntir og útivera m.a.
golf.
Fjölskylda
Þorbjörn er tvígiftur, fyrri kona
hans var Lísa Karólína Guðjóns-
dóttir, f. 22.11. 1949, myndlistar-
kona í Reykjavík, en seinni kona
Þorbjarnar var Sigríður Guðrún
Þorbjörn Guðmundsson, húsasmiður og framkvæmdastjóri Samiðnar – 70 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Tómas Arnar, Þorbjörn, Jóhanna María, Erlingur Guðjón og Karólína Ósk.
Leiðir stór samtök iðnaðarmanna
Á Spáni Þorbjörn í góðum félagsskap en sami hópur er núna á Flórída.
Hjónin Sigríður María
og Júlíus Sólnes eiga
60 ára brúðkaups-
afmæli, eða demants-
brúðkaup, í dag. Þau
gengu í hjónaband í
Reykjavík haustið
1959 og hafa átt bú-
setu víða um heim, um
margra ára bil í Dan-
mörku og líka í Banda-
ríkjunum og Suður-
Ameríku, meðal ann-
ars í Mexíkó og Síle.
Sigríður María og Júl-
íus bjuggu lengi í
Kaupmannahöfn, þar
sem þau stunduðu bæði nám. Sigríður
María í heimilisfræðum við Suhrs Ma-
dakademi og Júlíus í byggingarverk-
fræði við Tækniháskóla Danmerkur
(DTU). Júlíus lauk doktorsprófi frá
DTU árið 1966, en þar áður hafði hann
lagt stund á nám í jarðskjálftaverk-
fræði í Tókýó. Júlíus varð prófessor í
umhverfis- og byggingarverkfræði við
Háskóla Íslands árið 1972, þar sem
hann starfaði nær óslitið uns hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir 2007.
Síðustu árin hefur Júlíus kynnt sér
loftslagsmál og rannsóknir á veður-
farsbreytingum vegna hnattrænnar
hlýnunar. Hefur hann skrifað bók um
gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreyt-
ingar, sem kom út á ensku hjá Ama-
zon.com 2017.
Júlíus var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn á Seltjarnarnesi frá 1978 til
1986. Hann tók sæti á Alþingi fyrir
Borgaraflokkinn árið 1987 og varð
fyrsti umhverfisráðherra Íslands árið
1990.
Börn þeirra Sigríðar Maríu og Júlíusar
eru: Lára fædd 1959; hún rekur eigið
bókhaldsþjónustufyrirtæki í Reykjavík;
Jón Óskar fæddur 1962, rithöfundur
og fyrrv. fréttamaður hjá RÚV, búsett-
ur í Washington D.C., en kona hans
Bergdís Ellertsdóttir er sendiherra Ís-
lands í Bandaríkjunum, og Inga Björk
tvíburasystir Jóns Óskars, sem rekur
eigið þjónustufyrirtæki í Reykjavík fyr-
ir kvikmyndaiðnaðinn.
Barnabörnin eru sex talsins, fjórar
uppkomnar stúlkur og tveir unglings-
drengir.
Demantsbrúðkaupshjónin munu fagna
þessum áfanga með nánum vinum og
ættingjum á brúðkaupsdaginn.
Demantsbrúðkaup
Til hamingju með daginn
Árlega vinnur Creditinfo ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir
nú Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu í tíunda sinn. Framúrskarandi
fyrirtæki hafa sterkari stöðu en önnur, eru traustir samstarfsaðilar og betur í stakk
búin að veita góða þjónustu til framtíðar.
Sjáðu hvaða fyrirtæki skara fram úr á creditinfo.is
FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
HAFA STERKARI STÖÐU
Í KRAFTI