Morgunblaðið - 25.09.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.09.2019, Qupperneq 27
EM 2020 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik hefur í dag undankeppni Evrópumótsins þar sem leikið er um sæti í lokakeppninni sem fer fram í Danmörku og Noregi í desember 2020. Leikið er gegn Króötum í Osijek í dag en viðureign liðanna hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. Hin tvö liðin í riðlinum eru Frakkland og Tyrkland og þau eigast við í Amiens í Frakklandi í kvöld. Íslenska liðið tekur síðan á móti Frökkum í Laug- ardalshöllinni í annarri umferð rið- ilsins á sunnudaginn kemur. Arnar Pétursson, fyrrverandi þjálfari ÍBV, tók við íslenska lands- liðinu 1. ágúst af Axel Stefánssyni og stýrir því fyrsta skipti í Osijek í dag. Verkefnið er erfitt en til að komast á EM þarf að ná öðru tveggja efstu sætanna. Frakkar eru langsig- urstranglegastir í riðlinum, enda ríkjandi heims- og Evrópumeist- arar. Króatar hafa verið með á síð- ustu átta Evrópumótum en ekki gengið vel og endað í þrettánda til sextánda sæti í fjórum þeim síðustu. Króatíska liðið var í umspili um sæti á HM í sumar og tapaði þar með fjórum mörkum samanlagt fyrir Þjóðverjum eftir 24:24 jafntefli á heimavelli og 21:25 tap í Þýskalandi. Möguleikar íslenska liðsins til að komast áfram standa væntanlega og falla með árangrinum í leikjunum við Króata. Þá var Tyrkland styrkleikaflokki ofar en Ísland þegar dregið var í riðlana. Ísland vann hinsvegar stór- sigur, 36:23, þegar liðin mættust í undankeppni HM á síðasta ári. Ís- lenska liðið á að hafa alla burði til að ná í fjögur stig úr innbyrðis leikjum liðanna. Arnar er með níu leikmenn frá er- lendum félagsliðum í sautján manna hópi, þar af sex sem leika í efstu deildum Frakklands, Þýskalands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Það eru Hrafnhildur Hanna Þrast- ardóttir (Bourg-De-Péage), Hildi- gunnur Einarsdóttir (Leverkusen), Birna Berg Haraldsdóttir (Neck- arsulmer), Rut Jónsdóttir (Esbjerg), Thea Imani Sturludóttir (Oppsal) og Eva Björk Davíðsdóttir (Skuru). Þá leika þrjár í B-deildum á Norður- löndunum og hinar átta á Íslandi. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Karen Knútsdóttir úr Fram eru leikjahæst- ar í hópnum með 102 og 98 lands- leiki. Lykilleikur Íslands í Osijek í dag  Útlit fyrir að Ísland og Króatía berjist um að fylgja Frökkum á EM 2020 Morgunblaðið/Eggert Reyndust Þórey Rósa Stefánsdóttir er með flesta landsleiki að baki af íslensku landsliðskonunum sem eru í Króatíu, 102 talsins. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is INTERFLON Matvælavottaðar efnavörur Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin  Óli Stefán Flóventsson verður áfram þjálfari karlaliðs KA í knatt- spyrnu næsta sumar. Sævar Pét- ursson, framkvæmdastjóri KA, stað- festi það í samtali við mbl.is í gær.  FH verður án Péturs Viðarssonar og Brynjars Ásgeirs Guðmundssonar er liðið mætir Grindavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta á laugardag vegna leikbanna. FH tryggir Evrópusæti með sigri.  Orri Steinn Óskarsson, 15 ára knattspyrnumaður úr Gróttu, gengur til liðs við danska stórliðið FC Köben- havn á næsta ári en fotbolti.net skýrði frá því að samningar hefðu verið und- irritaðir fyrr í þessum mánuði. Orri skoraði fyrsta mark Gróttu í 4:0 sigr- inum á Haukum á laugardag þegar lið- ið tryggði sér úrvalsdeildarsæti og hann gerði sín fyrstu mörk fyrir liðið aðeins 13 ára gamall í 2. deildinni sumarið 2018.  Marcus Rashford, sóknarmaður enska knattspyrnufélags- ins Manchester United verður frá í ein- hvern tíma þar sem hann er tognaður aftan í læri. Óvíst er hve- nær Rashford verð- ur klár í slaginn á ný, en þeir Mason Greenwood og Anthony Martial eru einnig að glíma við meiðsli. Eitt ogannað Ísland heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu en ákveðið var á fundi fram- kvæmdastjórnar UEFA í Slóveníu í gær að fjölga liðunum í A-deildinni úr tólf í sextán. Ísland féll úr A-deildinni á síð- asta ári ásamt Þýskalandi, Króatíu og Póllandi en vegna fjölgunar- innar halda þjóðirnar sætum sínum í A-deildinni en keppni í Þjóðadeild- inni hefst í september á næsta ári. Svíþjóð, Úkraína, Bosnía og Dan- mörk koma upp í A-deildina úr B- deild. Ísland áfram í deild þeirra bestu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Efsta Kolbeinn Sigþórsson gæti spilað stórt hlutverk í A-deildinni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa forráðamenn knatt- spyrnudeildar Vals rætt við Heimi Guðjónsson, þjálfara nýkrýndra bikarmeistara HB í Færeyjum, um að taka við þjálfun karlaliðs félags- ins af Ólafi Jóhannessyni. Samn- ingur Ólafs við Val rennur út um miðjan næsta mánuð og hafa for- ráðamenn Vals tjáð honum að þeir séu að skoða aðra kosti, en Ólafur hefur stýrt Valsliðinu frá árinu 2014 og undir stjórn hans hefur Valur unnið tvo Íslandsmeistara- titla og tvo bikarmeistaratitla. Valsmenn í við- ræðum við Heimi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eftirsóttur Heimir Guðjónsson er eftirsóttur af íslenskum félögum. Fjölnir/Björninn hrósaði 3:1-sigri gegn Skautafélagi Reykjavíkur þegar liðin áttust við í fyrsta leik Hertz-deildar karla í íshokkíi í Skautahöllinni í Laugardal í gær- kvöldi. Miloslav Racansky náði for- ystunni fyrir SR-inga en Elvar Ólafsson jafnaði metin fyrir Fjölni/ Björninn áður en fyrsta leikhluta lauk. Hilmar Sverrisson kom Fjölni/ Birninum í forystu í öðrum leikhluta og í þriðja leikhlutanum innsiglaði Einar Guðnason sigur liðsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ís Fjölnir/Björninn vann sinn fyrsta leik undir nýju nafni gegn SR í gær. Fjölnir/Björninn byrjar vel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.