Morgunblaðið - 25.09.2019, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
N
áin samvinna er lykillinn
að árangri í útgerð og
fiskvinnslu og þar eru út-
gerðarstjórar í stóru
hlutverki. Ingimundur
Ingimundarson, útgerðarstjóri upp-
sjávarskipa hjá Brimi hf., áður HB
Granda, segir að skipstjórarnir viti
að þeir séu hluti af keðjunni og til
hvers sé ætlast af þeim varðandi
veiðar og meðferð afla. Sömuleiðis
hafi vinnslurnar góðan aðgang að
upplýsingum og fylgist vel með gangi
mála.
Rífur kjaft ef því er að skipta
„Í raun eru þetta ekki nein geimvís-
indi og það reyna allir að spila vel úr
sínu þannig að sem mest verði úr afl-
anum; sjómenn, fólkið í vinnslunni og
þeir sem starfa að markaðsmálum.
Þar skipta upplýsingasöfnun og upp-
lýsingagjöf til hægri og vinstri miklu
máli. Útgerðarstjórinn er samt
stundum stuðpúði fyrir skipstjórana
og raunar margar deildir í fyrir-
tækinu. Ef því er að skipta rífur hann
kjaft við allt og alla innanhúss og ut-
an og fær nöldrið úr öllum áttum,“
segir Ingimundur hlæjandi svo það
brakar í símanum.
Hann segir að makrílvertíð ársins
hafi heilt yfir gengið vel, bæði veiðar
og vinnsla, og hann heyri ekki annað
en að markaðsaðstæður séu ágætar.
Tímabundin taugaveiklun fylgi sér-
hverri vertíð og það hafi valdið von-
brigðum hvað vertíðin var endaslepp.
Eftir fyrstu dagana í september hafi
dregið mjög úr veiði og illa hafi geng-
ið að finna makrílinn eftir nokkra
bræludaga. Við slíku megi búast þeg-
ar komið sé fram í september og allra
veðra geti verið von í úthafinu, en
þegar leið á vertíð fékkst makríllinn
einkum í Síldarsmugunni á alþjóð-
legu hafsvæði norður af Færeyjum, á
milli Íslands og Noregs.
Makríllinn fór allur í vinnslu á
Vopnafirði, en þar rekur fyrirtækið
fullkomið uppsjávarfrystihús. „Nú
tekur norsk-íslenska síldin við hjá
uppsjávarskipunum og byrjun þeirr-
ar vertíðar lofar góðu. Þá er það kol-
munninn, væntanlega í færeyskri
lögsögu, en hann fer í bræðslu á
Vopnafirði. Svo trúi ég því statt og
stöðugt að við fáum loðnuvertíð eftir
áramót,“ segir Ingimundur.
Vel búin uppsjávarskip
Uppsjávarskip Brims eru Venus NS
og Víkingur AK, bæði skipin smíðuð í
Tyrklandi og komu ný til landsins ár-
ið 2015. Ingimundur segir að þau séu
vel búin og hafi reynst vel. Sama
megi reyndar segja um uppsjávar-
flotann í heild sinni; öll fyrirtækin
hafi endurnýjað skip sín. Þau séu öll
búin öflugum búnaði til að kæla afla,
sem komi sér vel þegar t.d. makríll
og síld eru flutt um langan veg til
manneldisvinnslu.
Sá búnaður kemur sér einnig vel
þegar kolmunni er jafnvel sóttur suð-
ur fyrir Írland þegar lengst er farið.
Á þeim veiðiskap geta stærstu skipin
borið yfir þrjú þúsund tonn, en miðað
er við þúsund tonn þegar frysta á
aflann.
Var lengi á Svaninum
„Áður fyrr báru skipin mun minna og
ekki var sama áhersla lögð á gæði og
vinnslu til manneldis,“ segir Ingi-
mundur. Þá hafi viðmiðið gjarnan
verið að fiska sem mest á sem
skemmstum tíma nema þegar verið
var að frysta hrognafulla loðnu og
loðnuhrogn. Hann rifjar upp að fyrri
Svanur RE 45, sem var í eigu föður
hans og fjölskyldu, hafi borið rúm-
lega 300 tonn, en eftir stækkun 1979
hafi skipið borið um 700 tonn. Nýr
Svanur RE kom til landsins 2002 og
var burðargeta hans um 1.200 tonn.
Eftir að Ingimundur eldri lét af
skipstjórn tók Viðar Sæmundsson
við og síðan Gunnar Gunnarsson.
Ingimundur yngri var í um 20 ár há-
seti, stýrimaður og afleysingaskip-
stjóri á Svaninum en kom alfarið í
land 2004. Í ársbyrjun 2005 varð út-
gerð Svansins hluti af HB Granda og
nokkru síðar var skipið selt til Skot-
lands og þaðan fór Svanurinn til
Rússlands.
Náin samvinna er lykillinn að árangri
Vonbrigði hvað makríl-
vertíðin var enda-
slepp, segir Ingimund-
ur útgerðarstjóri
uppsjávarskipa hjá
Brimi hf. Góð upplýs-
ingagjöf er mikilvæg.
Morgunblaðið/Eggert
Brim Upplýsingasöfnun og upplýsingagjöf til hægri og vinstri skipta miklu máli,
segir Ingimundur Ingimundarson, útgerðarstjóri uppsjávarskipa.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
E
ftir loðnubrest í vetur sem leið segir
Bendikt Jóhannsson, yfirmaður land-
vinnslu hjá Eskju á Eskifirði, að það
hafi verið dýrmætt að fá góða makríl-
vertíð og úrvals hráefni hafi borist
jafnt og þétt á land. Flest hafi gengið upp í
sumar, bæði í veiðum og vinnslu, og ástæðu-
laust sé að kvarta yfir mörkuðum þó svo að
verð mætti alltaf vera hærra. Vonbrigði hafi þó
verið hversu lítið hafi veiðst af makríl í þessum
mánuði. Nú er síldarvertíð komin á fullt, vel
hefur veiðst og aflinn fengist nær landi en síð-
ustu ár.
Keyptu dvalarheimilið
fyrir starfsfólk Eskju
Um 65 manns starfa í uppsjávarfrystihúsi
Eskju og er unnið á tólf tíma vöktum þegar
mest er að gera. „Um þriðjungur er fastráðið
lykilfólk, sem starfar hjá okkur allt árið. Aðrir
starfsmenn koma víða að, Íslendingar jafnt
sem útlendingar, og margir hafa komið árlega
á vertíðar frá því að nýja fiskiðjuverið var tek-
ið í notkun 2016. Okkur hefur gengið vel að
ráða starfsfólk og upp til hópa er þetta hörku-
fólk,“ segir Benedikt. Margt af aðkomufólkinu
býr í Hulduhlíð, sem áður var dvalarheimili
aldraðra á Eskifirði, en Eskja keypti húsið
fyrr á þessu ári.
Þegar rætt var við Benedikt á dögunum var
þó ekki vinnsla í húsinu. Mikil törn með helg-
arvinnu var að baki, tvö skipanna á útleið og
það þriðja á leið með um 750 tonn af makríl úr
Síldarsmugunni. Þá var lokahnykkurinn eftir á
makrílvertíðinni og um fjögur þúsund tonn
óveidd. Veiði hafði þá tregast og erfitt haust-
veður á miðunum.
Eskja hefur endurnýjað skipakost sinn á
síðustu árum þó svo að nöfnin séu kunnugleg
fyrir Eskfirðinga; Aðalsteinn Jónsson, Guðrún
Þorkelsdóttir og Jón Kjartansson. Afkasta-
geta frystihússins er um 800 tonn af hráefni á
sólarhring á makrílnum og er aflinn frystur
jafnóðum og hann kemur úr tönkum skipanna,
sem eru við löndunartækin á meðan. Elsta
skipið, Jón Kjartansson II, hefur nýst vel á
kolmunnaveiðum.
Loðnubresturinn
í vetur var mikið áfall
Loðnu verður leitað í september og október og
vonast menn eftir jákvæðum fréttum þó svo að
fyrstu vísbendingar um veiðiárganginn í vetur
hafi ekki lofað miklu.
„Loðnubresturinn í vetur var mikið áfall fyr-
ir greinina og verði niðurstöður loðnuleitar
neikvæðar trúi ég samt ekki öðru en stjórn-
málamenn leyfi veiðar á 100-150 þúsund tonn-
um af loðnu. Það hefði verulega neikvæð áhrif
fyrir þennan markað ef menn ákveða núll-veiði
tvö ár í röð. Með lágmarkskvóta geta menn
sinnt hrognamarkaðnum og aðrir heilfrysti-
markaðanum eftir atvikum. Annars verður
hætta á að enginn markaður verði fyrir loðnu-
afurðir,“ segir Benedikt.
Eftirlitsmaður hjá Sölumiðstöðinni
Benedikt flutti frá Keflavík til Eskifjarðar að
loknu námi í Fiskvinnsluskólanum og hóf störf
sem eftirlitsmaður í frystihúsum innan vé-
banda Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna vor-
ið 1978. Haustið 1979 hóf hann störf sem að-
stoðarverkstjóri í frystihúsi Hraðfrystihúss
Eskifjarðar og 1. október næstkomandi fagnar
hann því 40 ára starfsafmæli á Eskifirði.
Þá gerði fyrirtækið m.a. út tvo togara,
Hólmanes og Hólmatind, og rak öflugt frysti-
hús og óhætt er að segja að á fjórum áratugum
hafi margt breyst hjá Eskju. Benedikt hefur
starfað sem verkstjóri og framleiðslustjóri og
um tíma var hann jafnframt yfirmaður rækju-
verksmiðjunnar á Eskifirði. Hann var útgerð-
arstjóri í um 10 ár frá 2008 til 2017 og síðustu
tvö ár hefur hann verið yfirmaður landvinnslu
Eskju.
Dýrmætt að fá góða
makrílvertíð í sumar
Veiðar og vinnsla á makríl gengu vel í sumar, en botninn datt úr
veiðunum fyrr en síðustu ár. Benedikt Jóhannsson hjá Eskju
trúir ekki öðru en einhver loðnukvóti verði gefinn út í vetur.
Á Eskifirði Benedikt Jóhannsson fagnar 40 ára starfsafmæli hjá Eskju í byrjun október.
Benedikt er löngu orðinn Eskfirðingur, en hann og kona hans, María Hákonardóttir frá Eskifirði, eiga
fjögur börn, Jóhann Ragnar, Kristínu Mjöll, Þórdísi Mjöll og Konný Bjargeyju, auk ellefu barnabarna.
Þrjú barnanna eru búsett á Eskifirði.
Benedikt hafði æft fótbolta með ÍBK áður en hann hélt austur 1978 og tókst að vekja athygli sem
efnilegur markmaður, enda Keflvíkingar frægir fyrir það á þessum árum að framleiða afburða
markmenn. Hann hóf fljótlega að leika með Austra í næstefstu deild og næstu 18 árin spilaði hann
með Austra og KVA, sameinuðu liði Vals á Reyðarfirði og Austra.
Síðasti leikurinn var sigurleikur gegn Sindra frá Höfn haustið 1996 þar sem tekist var á um sigur
í 4. deild. Þá var kallað á Benedikt til að leysa af hólmi Gunnleif Gunnleifsson, síðar landsliðs-
markvörð í knattspyrnu, sem þá var kominn suður til að æfa handbolta. Með KVA þetta ár lék Jó-
hann Ragnar, sonur Benedikts. Hann var þá einn yngsti leikmaður liðsins, en nú í sumar var Jóhann
aldursforseti í liði Fjarðabyggðar.
Löngu orðinn Eskfirðingur
Ingimundur og kona hans, Sigríð-
ur Ásta Sigurðardóttir, eiga þrjú
börn, Ingimund, Þórunni Sif og
Þorvald Inga.
Ingimundur
var lengi í
fremstu röð ís-
lenskra hand-
knattleiks-
manna og stóð
meðal annars í
vörn íslenska
landsliðsins er
liðið vann til
silfurverðlauna á Ólympíu-
leikunum í Peking árið 2008.
Ingimundarnafnið hefur gengið
mann fram af manni í ættinni og
finna má Ingimund Ingimundar-
son, með mismunandi millinöfn, í
fjóra ættliði. Frá Ingimundi Þórði
Ingimundarsyni, sem fæddist
1894 á Snæfjallaströnd, til Ingi-
mundar handboltakappa.
Ingimundur útgerðarstjóri
stefndi lengi vel á eitthvað annað
en störf tengd útgerð og fisk-
vinnslu, en hann lauk síðan prófi
frá Stýrimannaskólanum 26 ára
gamall árið 1987. Spurður hvort
hann sjái að börnin muni starfa
við sjávarútveg telur Ingimundur
það ekki líklegt.
„Annars skyldi maður aldrei
segja aldrei. Þorvaldur Ingi, yngsti
sonurinn, kom mér mjög á óvart er
hann fór einn túr á togara í vor.
Hann hringdi í mig að morgni og
spurði hvað hann þyrfti að hafa
með sér á sjóinn, hann væri að
fara út sem háseti á Engey þremur
tímum seinna. Hann langaði að
prófa þetta og ég held að honum
hafi líkað það ágætlega.“
Ingimundur
í fjóra ættliði