Morgunblaðið - 25.09.2019, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
N
ýtt fiskiðjuver Samherja á
Dalvík verður væntanlega
tekið í notkun í febrúar á
næsta ári. Ný landvinnsla
á Dalvík verður meðal full-
komnustu fyrirtækja í þessari grein.
Fram kom, er samningar voru und-
irritaðir um lóðina á hafnarsvæðinu á
Dalvík fyrir röskum tveimur árum, að
áætluð fjárfesting í húsnæði og búnaði
næmi um 3,5 milljörðum.
Fyrirtækið Munck er aðalverktaki
við byggingu hússins, en búnaður
kemur frá ýmsum hátæknifyrir-
tækjum. Flest þeirra eru íslensk, með-
al annars Valka og Kælismiðjan Frost
svo einhver fyrirtæki séu nefnd. Ýms-
ar hugmyndir hafa komið fram um
hvaða starfsemi geti verið í gamla
frystihúsinu, en hætt verður að vinna
fisk þar þegar ný vinnsla verður tekin í
notkun.
Kristján Vilhelmsson, fram-
kvæmdastjóri útgerðarsviðs Sam-
herja, segir að fyrirtækið hyggist
vinna bolfisk jöfnum höndum í ÚA á
Akureyri og á Dalvík, en í húsinu á
Akureyri var farið í miklar fjárfest-
ingar 2015 og 2018. Hann segir að
mikið af hráefninu sé unnið í bita og
fari ferskt á markað í Frakklandi og
víðar.
Gömul aflaskip fara í brotajárn
Hjalteyrin EA 306 kom með fullfermi
úr síðustu veiðiferð sinni í byrjun sept-
ember og fiskaði alls 6.500 tonn á síð-
asta fiskveiðiári. Skipið er þekktast
undir nafninu Björgúlfur EA 312 og
bar það nafn fram á síðasta ár, þegar
nýr Björgúlfur bættist í flotann. Skipið
var smíðað á Akureyri 1977 og er því
orðið 42 ára. Skipinu verður nú siglt til
Belgíu, þar sem það fer í brotajárn.
Skipið hefur ávallt verið gert stíft út
og fiskað vel og til gamans má geta
þess að aðalvél skipsins hefur verið í
gangi í samtals 30 ár.
Snæfell EA 310, sem lagt var á síð-
asta ári, mun sigla ásamt Hjalteyrinni
til Belgíu og fara þar í brotajárn. Snæ-
fellið var smíðað árið 1968 í Noregi
sem Stella Kristina, var keypt frá
Færeyjum til Akureyrar árið 1973 og
bar lengst af nafnið Sléttbakur. Það
var sem sagt gert út í rúmlega hálfa
öld, 51 ár, og er óhætt að segja að skip-
ið hafi enst afskaplega vel og lengi.
Harðbakur, Kaldbakur og Vilhelm
Nýtt skip bætist hins vegar í flotann á
næstunni; nýr Harðbakur EA 3 kem-
ur til landsins frá Vard Aukra-
skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er
28,95 metra langt, 12 metrar á breidd
og er eitt sjö systurskipa sem fjögur
útgerðarfélög létu smíða í Noregi. Þau
koma hvert af öðru til landsins þessar
vikurnar og er nýr Vörður ÞH, skip
Gjögurs, væntanlegur til Grindavíkur
síðdegis í dag.
Eftir þriggja mánaða hlé er Kald-
bakur EA 1 nýlega farinn á veiðar, en
nýr búnaður fyrir aðgerð og kælingu
var settur í skipið í sumar. Slippurinn
á Akureyri sá um verkefnið en bún-
aður kom frá ýmsum fyrirtækjum.
Þegar skipið kom nýtt til landsins frá
Tyrklandi 2017 var búnaður úr gamla
Kaldbak settur í skipið, en nú hefur
hann allur vikið fyrir nýjum og full-
komnum búnaði.
Samherji er með fleiri járn í eldin-
um því í Karstensen-skipasmíða-
stöðinni í Skagen í Danmörku er verið
að byggja nýtt uppsjávarskip fyrir
fyrirtækið. Það verður vel búið í alla
staði, bæði hvað varðar veiðar og með-
ferð á afla, vinnuaðstöðu og aðbúnað
áhafnar. Burðargeta skipsins verður
um 3.000 tonn af kældum afurðum og
á nýsmíðin að leysa af hólmi Vilhelm
Þorsteinsson EA 11, sem var seldur til
Rússlands í ársbyrjun. Nýr Vilhelm er
væntanlegur um mitt næsta ár.
Í Danmörku er einnig verið að
smíða nýjan Börk fyrir Síldarvinnsl-
una í Neskaupstað. Hann verður syst-
urskip Vilhelms og er væntanlegur
undir lok næsta árs.
Nýtt fiskiðjuver næsta vetur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skoðunarferð Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Benedikt Sigurðsson,
upplýsingafulltrúi SFS, voru á ferð á Dalvík á dögunum og notuðu tækifærið til að skoða nýja fiskiðjuverið með Kristjáni
Vilhelmssyni, (t.v) framkvæmdastjóra hjá Samherja, og Atla Dagssyni (t.h.), tæknistjóra Samherja á Dalvík.
Aflaskip Hjalteyrin, áður Björgúlfur, kom með yfir sex þús-
und tonn að landi á síðasta fiskveiðiári. Skipið fer í brotajárn.
Kaldbakur Nýr búnaður hefur verið settur um borð og er
skipið nýlega farið aftur á veiðar eftir þriggja mánaða hlé.
Mörg járn eru í eld-
inum hjá Samherja og
framkvæmdir við full-
komna landvinnslu á
Dalvík langt komnar.
Ný skip bætast senn
við flotann en þau
eldri fara í brotajárn.
L
jósafell SU 70 frá Fáskrúðs-
firði var nýverið í slipp í sex
vikur í Reykjavík og var
ýmislegt gert til að viðhalda
góðu ástandi þessa 46 ára
gamla fleys. Skipið hélt á ný til veiða
12. september, að því er fram kemur á
heimasíðu Loðnuvinnslunnar.
Aðalvélin var m.a. tekin upp frá
grunni, skipt um slífar og legur, gír-
inn tekinn upp og yfirfarinn sem og
rafallinn og vatnstankarnir voru tekn-
ir í gegn. Skipt var um skjái í brúnni,
öryggismyndavélar settar upp á
nokkrum stöðum eins og við spilin og
tvær myndavélar voru settar í véla-
rúmið þannig að hægt er að fylgjast
með stöðunni þar. Þá var skipið málað
hátt og lágt og segja má að Ljósafellið
hafi verið í sparifötunum þegar það
kom heim til Fáskrúðsfjarðar.
Ljósafellið hefur frá upphafi borið
fisk að landi í Fáskrúðsfirði en einnig
í fjölda ára tekið þátt í togararalli
Hafrannsóknastofnunar. Skipið er
eitt af Japanstogurunum tíu sem
komu til landsins 1973. Nú eru tveir
þeirra eftir í rekstri; auk Ljósafells er
það Múlaberg SI (áður Ólafur Bekkur
ÓF), sem Rammi í Fjallabyggð gerir
út. Hinir átta voru Arnar SU, Bjartur
NK, Brettingur NS, Drangey SK,
Hoffell SU, Páll Pálsson ÍS, Rauði-
núpur ÞH og Vestmannaey VE.
Eldgos í Eyjum
Vestmannaey kom fyrst þessara
skipa og sigldi inn í Hafnarfjarðar-
höfn 19. febrúar 1973 eftir 49 sólar-
hringa siglingu frá Japan. Sólarhring
síðar kom Páll Pálsson inn til Ísa-
fjarðar og tíu dögum síðar lagði
Bjartur NK að bryggju í Neskaup-
stað. Næstu vikur og mánuði sigldu
sjö aðrir Japanstogarar í kjölfarið.
Vitaskuld var gert ráð fyrir að
Vestmannaey kæmi til heimahafnar í
Vestmannaeyjum. Á siglingunni heim
fengu skipverjar óljósar fréttir af því
að eldgos væri hafið í Heimaey, en
það hófst 23. janúar 1973. Málin
skýrðust er leið á og skipverjum létti
er þeir heyrðu að allir væru heilir á
húfi.
Í Morgunblaðinu daginn eftir heim-
komu skipsins mátti lesa eftirfarandi:
„Vestmannaey var stödd á Kyrrahaf-
inu, þegar fyrstu fréttir af gosinu í
Vestmannaeyjum bárust áhöfninni til
eyrna. Þeir félagar á Vestmannaey
sögðu að fyrstu fréttir, sem þeir
heyrðu í enskumælandi útvarps-
stöðvum hefðu verið þannig að
Heimaey væri að sökkva og þegar
hefðu 5 manns farizt í hamförunum.
Og þannig voru allar fréttir, sem
áhöfninni bárust, en þeir félagar ró-
uðust þó, þegar viðtali við Eið Guðna-
son og Gunnar Schram var útvarpað
hjá CBS-útvarpsstöðinni, þá fyrst
fengu þeir réttar fregnir. En áður en
þeir heyrðu þetta viðtal liðu 3 dagar
og á meðan beið áhöfnin í algjörri
óvissu um heimahöfn skipsins, Vest-
mannaeyjar.“ aij@mbl.is
Ljósafell SU í sparifötunum
Ljósmynd/Friðrik Mar Guðmundsson
Ljósafell SU Öldungurinn ber sig vel á siglingu inn spegilsléttan Fáskrúðsfjörð á þessari mynd sem tekin var á dögunum.
Þegar skip eru komin
hátt á fimmtudags-
aldurinn skiptir við-
hald þeirra miklu máli.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum