Morgunblaðið - 25.09.2019, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
S
míði við Pál Jónsson GK,
nýtt línuskip Vísis hf. í
Grindavík, lýkur í næsta
mánuði í skipasmíðastöð-
inni Alkor í Gdansk í Pól-
landi. Þá er eftir að koma beiting-
arvélum og vinnslulínu um borð í
skipið sem er væntanlegt til Íslands
fyrir áramót svo það verði tilbúið á
vetrarvertíðina á næsta ári. Hér
heima hafa starfsmenn frá Atlas hf. í
Hafnarfirði verið í lykilhlutverki við
smíðina, en fyrirtækið hefur umboð á
Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum
fyrir skipasmíðastöðina ytra.
Á undanförnum árum hafa raunar
allmörg íslensk skip farið í end-
ursmíði hjá Alkor og reynslan er góð,
segir Grímur Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Atlas, í samtali við
Morgunblaðið.
Leitaðir uppi
Samstarf Alkor og Atlas hófst árið
2004. „Við vorum leitaðir uppi. Alkor-
menn höfðu áhuga á að stofna til við-
skipa við Íslendinga og fengu okkur
til samstarfs sem hefur verið sér-
staklega ánægjulegt,“ segir Grímur.
Fyrsta íslenskra skipið sem fór ut-
an í krafti þessa samstarfs var Ljós-
fell SU frá Fáskrúðsfirði, sem tekið
var í rækilega klössun. Síðan hafa
farið togararnir Helga María AK,
Málmey SK, loðnuskipið Huginn VE,
varðskipið Þór og svo mætti áfram
telja fjölda íslenskra skipa. Páll Jóns-
son GK er hins vegar fyrsta nýsmíðin
sem Alkor hefur með höndum ef frá
er talinn annar Vísisbátur úr Grinda-
vík, Sighvatur GK. Á árunum 2017-
2018 var hann endursmíðaður frá
strípuðum skrokki, sem raunar var
lengdur nokkuð. Útkoman varð stórt
og gott sjóskip sem hefur verið í út-
gerð síðasta árið og fiskað frábær-
lega vel.
Stanslaus verkefni
Síðustu þrjú til fjögur árin hafa í Al-
kor verið stanslaus verkefni í gegn-
um okkur, án þess að komið hafi nein
hlé að ráði. Núna er þar í viðgerð
Norma Mary, sem er í eigu DFFU
dótturfyrirtækis Samherja. Þetta er
gamli Baldvin Þorsteinsson EA, sem
skemmdist fyrr á þessu ári í eldsvoða
en væntanlega verður skipið klárt
aftur nú í nóvember.
„Við erum ekki með nein verkefni í
hendi nú þegar viðgerðinni á Norma
Mary lýkur. Hinu verður þó að halda
haga að yfirleitt koma verkefnin inn
fyrirvaralítið og hlutina þarf að gera
strax í gær,“ segir Grímur og hlær.
„Þegar útgerðarmenn eru með
hugmyndir að verkefnum koma Pól-
verjarnir yfir hingað til lands og þá
er farið yfir málin,“ segir Grímur.
„Oft eru til skissur á blaði sem eru
útfærðar nánar. Allt svona byggist á
samvinnu og því að menn tali saman.
Í starfsemi skipasmíðastöðvarinnar
pólsku finnst mér líka mikill plús að
yfirbyggingin er sáralítil, verkkaupi
hittir sömu menn við undirritun
kaupsamninga, á gólfinu þegar fram-
kvæmdir standa yfir og við loka-
uppgjör. “
Áætlaður kostnaður við smíði hins
nýja Páls Jónssonar er um 7 milljónir
evra, eða um 960 milljónir íslenskra
króna. Á allan mælikvarða telst það
hagstætt verð og langt undir því sem
til dæmis nýsmíði á Íslandi hefði
kostað. Því verður þó að halda til
haga að búnaður í skipið nýja er að
stærstum hluta keyptur í gegnum ís-
lensk umboðsfyrirtæki, svo sem ýmis
rafbúnaður, siglingatæki, krapavél,
björgunarbúnaður og svo mætti
áfram telja.
Einnig eru allar teikningar og
tæknivinna við skipið unnar af verk-
fræðistofunni Navis hf. í Reykjavík.
Verkefni þetta skilar því, eins og
Grímur bendir á, talsverðum virð-
isauka inn í íslenska hagkerfið þegar
öllu er á botninn hvolft.
Eftirlitsmaður í Gdansk
„Mitt hlutverk í svona verkefnum er
að vera stuðpúði milli skipa-
smíðastöðvarinnar og verkkaupa.
Stundum koma upp ágreiningsmál
sem þarf að leysa, svo sem vegna
aukaverkefna eða þegar víkja þarf út
frá fyrirliggjandi teikningum. Yf-
irleitt eru þetta samt mál sem er auð-
velt að leysa. Núna í smíðinni fyrir
Vísi er Willum Andersen, vélstjóri úr
Eyjum, eftirlitsmaður Vísis með
smíðinni. Sjálfur er ég í sambandi við
hann oft á dag og fer utan til skrafs
og ráðagerða nokkuð reglulega,“
segir Grímur. Atlas sinnir marg-
víslegri þjónustu við sjávarútveginn
og fleiri; selur vélar, dælur og fleira
slíkt Frá 2003 hefur Grímur verið
framkvæmdastjóri fyrirtækisins en
var áður til sjós í áraraðir, meðal
annars vélstjóri á Herjólfi. Einnig
um nokkurra ára skeið kennari,
blaðamaður og fréttaritari Morg-
unblaðsins í heimabæ sínum; Vest-
mannaeyjum.
Mörg skip í
klössun og nú
fyrsta nýsmíðin
Farsælt samstarf Atlas í Hafnarfirði og Alkor í
Gdansk í Póllandi. Skipasmíðastöð í fremstu röð.
Gott samstarf og vandamálin eru leyst. Margvísleg
þjónusta og búnaður er keyptur frá Íslandi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framför Sighvatur GK var endursmíðaður nánast frá kili ytra. Vel hefur fiskast á bátinn að undanförnu.
Ljósmyndir/Aðsendar
Reisn Sauðárkrókstogarinn Málmey GK er eitt margra skipa frá Íslandi sem hafa farið í klössun í Gdansk.
Ljósmynd/Aðsend
Vökulir Grímur Gíslason og Willum Andersen vaskir á vaktinni í Póllandi.
Ljósmynd/Aðsend
Fjárfest Nýr Vísbátur, Páll Jónsson, í smíðum í Alkor. Skipið er væntanlegt til landsins á haustdögum.
Sími 567 4467 - www.gummisteypa.isAllAr gerðir reimA og færibAndA