Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 26

Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is L angur aðdragandi hefur ver- ið að því að smíðað verði nýtt hafrannsóknaskip til þess að leysa af eldra skip Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundsson, að sögn Frið- riks J. Arngrímssonar, formanns smíðanefndar. „Starfsmenn Haf- rannsóknastofnunar eru nú með sér- fræðingum, sem hafa unnið lengi með stofnuninni, að móta það skip sem verður boðið út. Það er verið að frumhanna skipið og þegar smíða- lýsing liggur fyrir verður verkið boðið út,“ segir Friðrik. Nýlega var undirritað samkomu- lag milli Hafrannsóknastofnunar og Ríkiskaupa um útboð, enn er þó nokkuð í land með að smíðin fari í út- boð, að sögn formannsins. Gert er ráð fyrir að smíði nýs rannsókna- skips fari fram á árunum 2020 og 2021. Þá er kostnaður áætlaður 3,2 milljarðar króna. Friðrik segir skipasmíðina byggj- ast á samhæfðum reglum alþjóð- legra flokkunarfélaga sem þarf að uppfylla og að það „verða gerðar rík- ar kröfur til þeirra skipasmíða- stöðva sem kemur til greina að smíði skipið“. Hann segir lengi hafa verið rætt um smíði nýs hafrannsókna- skips og það sé fagnaðarefni að nú skuli það vera að verða að veruleika, en telur að sú fjárveiting sem ætluð er til smíðinnar sé á mörkunum. Hafrannsóknastofnun er að leita eftir fjölnota skipi sem getur veitt með bæði botnvörpu og flotvörpu, getur bergmálsmælt fiskistofna auk þess að geta sinnt öðrum hafrann- sóknum, tekið sjósýni, botnsýni, svifsýni og notað neðansjávar- myndavélar, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn 200 mílna. Þar segir jafnframt að skipið þurfi að ráða við þau skilyrði sem ríkja á haf- svæðinu hér við land. „Það er vitað hvað nýja skipið á að gera,“ segir Friðrik. „Við erum að glíma við mjög erfiðar aðstæður hér við Ísland; bæði veðurfar og sjólag. Þetta þarf að vera nægjanlega stórt og öflugt skip til að ráða við þau verkefni sem því eru ætluð. Þá er mikilvægt að skipið fari vel með áhöfn og rannsóknarfólk. Við mun- um leggja áherslu á að uppfylla öll þessi skilyrði og jafnframt hafa í huga að skipið verð hagkvæmt í rekstri, en auðvitað erum við bundin af fjárveitingum,“ útskýrir hann. Bjarni gott skip Spurður hvort skipið Bjarni Sæ- mundsson hafi reynst vel þrátt fyrir aldur og fyrri störf svarar Friðrik: „Ég myndi hiklaust svara já. Þetta er gott skip sem hefur skilað miklu, en auðvitað hafa þarfirnar og kröf- urnar breyst. Hann er auðvitað barns síns tíma, en þetta er hag- kvæmt skip. Það sem er mjög mik- ilvægt í þessum rannsóknaskipum er að þau séu hljóðlát og þess vegna eru þau búin þannig að þau hafa ekki hefðbundinn framdrifsbúnað sem samanstendur af vél, gír og skrúfu. Þessi rannsóknaskip eru með vélar sem framleiða inn á raf- mótor sem knýr síðan öxulinn og skrúfuna. Bjarni er þannig byggð- ur.“ Rannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson var smíðað í Þýskalandi árið 1970 og afhent Hafrannsókna- stofnun 17. desember sama ár. Um var að ræða fyrsta skipið sem var knúið af rafvélum sem fá afl sitt frá dísilvélum. Skipið er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, dýpt af efra þil- fari er sjö metrar. Í skipinu eru þrjár vélar og ef keyrt er á öllum vélum er ganghraði skipsins um 12 sjómílur. Á skipinu er 14 manna áhöfn og auk þess er aðstaða fyrir 13 vísinda- og rannsóknarmenn. „Höfum eignazt fullkomið haf- rannsóknaskip“ var fyrirsögn í Morgunblaðinu er skipið kom til Reykjavíkur. Þá sagði í umfjöll- uninni að „öll fiskileitartæki, dýpt- armælar, loftskeytatæki og talkerfi eru frá A/S Simonsen Radio (Sim- rad). Ýmis ný tæki eru í þessu skipi, sem ýmist hafa ekki verið sett í ís- lenzk skip áður eða eru þá alveg ný af nálinni“. Skipið verður 50 ára á næsta ári og hefur borið á gagnrýni vegna ald- urs tækjabúnaðar og áhalda skips- ins. Meðal annars lagði Bjarni í loðnuleiðangur 11 dögum seinna en áætlað var árið 2017 sökum þess að bilun varð í einni stjórntölvu fyrir vél skipsins, en stýribúnaðurinn er frá 2004. Þá voru aðalvélarnar end- urnýjaðar sama ár og gert ráð fyrir að skipið yrði gert út í 10 til 12 ár. Ýmiss konar búnaður og tæki, inn- réttingar og fleira hafði því ekki ver- ið endurnýjað á þeim tíma. Árni eldist Bjarni var hins vegar ekki fyrsta sérsmíðaða rannsóknaskip Íslend- inga, en það var Árni Friðriksson RE 100 sem kom til hafnar árið 1967. Nýr Árni kom til landsins árið 2000 og var skipið smíðað í Asmar- skipasmíðistöðinni í Síle. Skipið, sem verður 20 ára á næsta ári, er 70 metra langt og 14 metra breitt. Vél- arnar eru fjórar og meðalganghraði er um 13 sjómílur en hámarksgang- hraði um 16 sjómílur. Þá segir á vef Hafrannsóknastofn- unar að Árni Friðriksson RE 200 sé „sérsmíðað til hafrannsókna og er meðal annars búið fjölgeisladýpt- armæli og jarðlagamæli til kortlagn- ingar sjávarbotnsins, sem endurnýj- aðir voru vorið 2017. Einnig er í skipinu búnaður til samburðarrann- sókna á veiðarfærum. Skipið er ein- staklega hljóðlátt og búið fullkomn- ustu tækni til bergmálsmælinga sem völ er á“. Þá hefur skipið aðstöðu fyrir 33, þar af 18 manna áhöfn og 15 vísinda- og rannsóknarmenn. Í fyrra samþykktu Sjómanna- samband Íslands, Félag skipstjórn- armanna, Félag vélstjóra og málm- tæknimanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sameiginlega ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að kaupa skip í stað hafrannsókna- skipsins Bjarna Sæmundssonar og huga strax að skipi til að taka við af Árna Friðrikssyni. Var sagt að stjórnvöld hefðu vanrækt skyldu sína til að sjá til þess að hafrann- sóknir við landið væru ætíð í fremstu röð. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Öldungur Bjarni Sæmundsson RE verður 50 ára á næsta ári og hafur skipið þjónað hlutverki sínu vel. Nýtt skip sem mun taka við af Bjarna verður ekki fullsmíðað fyrr en 2021 og verður hlaðið nýjungum. Nýtt skip ráði við íslensk skilyrði Enn er nokkuð í að smíði nýs rannsóknaskips fari í útboð, en greining á því hlutverki sem nýtt skip mun gegna er kom- in langt á veg. Kostn- aður við smíðina mun vera 3,2 milljarðar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fley Árni Friðriksson RE er að verða 20 ára og talið að styttist í að þurfi nýtt skip í hans stað, enda kröfurnar aðrar nú en þá. Kerfisbundnar haf- og fiskirann- sóknir Íslendinga hófust með frum- kvöðulsstarfi Bjarna Sæmunds- sonar í upphafi síðustu aldar. Ritaði Bjarni fjölda kennslubóka í náttúrufræði sem notaðar voru í grunnskólum landsins en hann er líklega þekktastur fyrir rannsóknir sínar í fiskifræði. Þegar danski dýrafræðingurinn Johannes Schmidt kom hingað til lands til að rannsaka lífríki hafsins umhverfis Ísland á rannsóknarskip- inu Thor árið 1903 bauðst Bjarna að taka þátt í leiðangrinum. Eftir leiðangurinn hélt Bjarni áfram að rannsaka fiskitegundir til ársins 1930. Gaf hann út bókina Fiskarnir árið 1926. Árið 1931 hófust fiskirannsóknir á vegum Fiskifélags Íslands og leiddi Árni Friðriksson það starf. Með stofnun fiskideildar atvinnu- deildar Háskóla Íslands árið 1937 urðu þáttaskil í íslenskum haf- og fiskirannsóknum. Árni Friðriksson varð fyrsti forstöðumaður deild- arinnar. Íslenskar haf- og fiski- rannsóknir í heila öld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.