Morgunblaðið - 25.09.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.09.2019, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ó hætt er að segja að rekst- ur verslunarinnar Dynj- anda sé rótgróinn. Frá árinu 1954 hefur fyrir- tækið sérhæft sig í vönd- uðum og þægilegum vinnufatnaði og öryggisbúnaði, bæði fyrir sjávar- útveginn og aðrar greinar, en síðar bættust við tæki á borð við raf- stöðvar og háþrýstidælur fyrir frystihús og skip. Dynjandi lætur sig ekki vanta á Sjávarútvegssýninguna 2019 og seg- ir Þorsteinn Austri Björnsson sölu- stjóri að nýjum og fullkomnum dæl- um af ýmsum toga verði gert hátt undir höfði á sýningarbásnum. Bæði í landi og á sjó eru alls kyns dælur ómissandi og vitaskuld þarf há- þrýstidælur til að þrífa vélar og rými hátt og lágt. „Undanfarið höfum við aukið verulega sölu á háþrýstidæl- um frá ítalska framleiðandanum An- novi Reverberi og senda þeir okkur sérfræðing til að hafa sem liðsauka á sýningunni,“ segir hann. Ending, skilvirkni og ráðgjöf Háþrýstidælurnar um borð í skipum eru af allt öðrum toga en þær sem almenningur kaupir til að spúla hjá sér stéttina. Þarf oftast að koma fyr- ir dælukerfum sem ná um alla króka og kima, og verður að vera hægt að bregðast við stjórum sem smáum bilunum enda ekki hægt að gefa neina afslætti af þrifum við fram- leiðslu matvæla. „Viðskiptavinir okkar leggja mikið upp úr því að dælubúnaðurinn sé bæði ending- argóður og skilvirkur, og hægt að aðlaga búnaðinn ólíkum verkefnum: á sumum stöðum þarf mikinn þrýst- ing og mikið vatnsflæði á meðan á öðrum stöðum hentar betur að stilla þrýstingnum í hóf og betra að nota minna af vatni,“ útskýrir Austri en sérfræðingar Dynjanda veita kaup- endum vandaða ráðgjöf og aðstoða við hönnun og uppsetningu. Klæðilegri vinnufatnaður Vitaskuld verður líka hægt að skoða nýjustu þróunina í vinnufatnaði á sýningarbás Dynjanda en í þeirri deild hafa orðið töluverðar breyt- ingar á undanförnum árum. „Bæði gerum við meira af því að taka inn kvensnið, en svo á það bæði við um konur og karla að þau vilja klæði- legri vinnufatnað svo að hann á helst að líta út eins og fallegur hversdags- fatnaður,“ segir Austri. „Vinnufötin þurfa líka að vera þægileg og sjáum við framleiðendur nota léttari og teygjanlegri efni en áður svo að flík- urnar toga hvergi í eða þrengja að þó fólk verði að beygja sig og bukta við vinnu sína.“ Er hægara sagt en gert að fram- leiða vinnufatnað með þessa eig- inleika, enda hefur það lengst af ver- ið þannig að með léttum og teygjanlegum efnum hefur þurft að fórna styrkleika eða vatnsheldni. „Stundum er farin sú leið að setja sterkari efni á álagsfleti en svo hefur þróunin í þessum efnum einfaldlega verið sú að þau eru orðin miklu mýkri og þjálli en áður og t.d. hægt að vera vandlega varinn gegn bleytu, veðri og vindum uppi á dekki án þess að líða eins og maður sé klæddur járnbrynju.“ Þægilegur fatnaður sem hæfir aðstæðum Svo getur starfsfólk í sjávarútvegi líka valið fatnað með ólíka eiginleika. „Það þarf ekki alltaf sjófatnað sem er 100% vatnsheldur og gæti verið þægilegra að vera í léttari flík sem er vatnsfælin ef verið er að sinna verkum þar sem ekki þarf að gösla í sjó og fiski.“ Framfarirnar ná líka til skóbún- aðarins og segir Austri að í dag megi velja um úrval af skófatnaði til nota við krefjandi skilyrði, allt frá vold- ugum og vatnsheldum stígvélum yfir í léttari mokkasíur og kuldaþolna Vilja góð snið og þægileg efni Þróunin hjá framleið- endum er að gera vinnu- fatnað sem er klæðileg- ur án þess að notagildi sé fórnað. Nýjungar í dælum verða kynntar á bás Dynjanda á Sjávar- útvegssýningunni. Morgunblaðið/Eggert Úrval „Það þarf ekki alltaf sjófatnað sem er 100% vatnsheldur og gæti verið þægilegra að vera í léttari flík,“ segir Austri. G U N N A R JÚ L A R T

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.