Morgunblaðið - 25.09.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 25.09.2019, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 29 skó sem halda tánum hlýjum þó að standa þurfi í köldum ís allan vinnu- daginn. „Lykilatriði með skó, rétt eins og allan vinnufatnað, er að starfsfólkinu líði vel við vinnu sína. Oft velja stjórnendurnir tilteknar línur af fatnaði en leyfa svo hverjum og einum að velja flíkur, skó og ör- yggisbúnað innan hverrar línu. Þá má laga sumt enn frekar að hverjum notanda og t.d. er í boði hjá okkur úrval innleggja fyrir skó, og eitthvað sem ég finn sjálfur fyrir eftir því sem árunum fjölgar; að það getur skipt verulegu máli að fá réttan stuðning við ilina – hvað þá ef vinnan kallar á það að standa í fæturna all- an daginn.“ Ljósmynd / Aðsend Stíll Starfsfólk í sjávarútvegi, og öðrum greinum, vill líða vel við vinnu sína, vera þurrt og hlýtt en líta líka vel út. Morgunblaðið/Frikki Hreinlæti Mynd úr safni sýnir sjómann spúla dekk og búnað. Dælur af ýmsum toga þjóna mikilvægu hlutverki bæði um borð í skipum og hjá fiskvinnslum. Skýr samskipti skipta miklu fyrir bæði öryggi og afköst um borð í skipum og í fiskvinnslum. Sjómenn og fiskvinnslufólk þurfa að hafa góðan fjarskiptabúnað og hefur þróunin í tækninni undanfarin ár einkennst af því að snúrurnar eru óðara að víkja fyrir þráðlausum búnaði. Þorsteinn segir gott að losna við snúrurnar enda geti þær flækst fyrir fólki við störf sín, og þá sé óhjákvæmilegt að þar sem snúr- um er stungið í samband við heyrn- artól eða talstöð skapist hætta á að væta eða óhreinindi berist í við- kvæman búnaðinn. „Þetta er bún- aður sem eykur öryggið en getur líka veitt starfsfólki afþreyingu að geta t.d. hlustað á tónlistarsafnið í snjallsímanum sínum, eða streymt útvarpssendingu yfir netið á meðan unnið er.“ Stilla má fjarskiptabúnaðinn á ýmsa vegu og margir möguleikar í boði við val á kerfum, talstöðvum og heyrnartólum. „Á sýningunni í ár kynnum við nýjustu heyrnartólin frá Peltor en þau má tengja við snjall- símaforrit þar sem hægt er að stýra eiginleikum heyrnartólanna og t.d. breyta hljómnum eftir smekk hvers og eins,“ segir Austri. Eykur öryggi og styttir stundir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.