Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 30

Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is F yrr í þessum mánuði var kældur fiskur í fyrsta sinn sendur úr landi í endurvinnanlegum pappa- kassa frá Kassagerðinni. Kristján Geir Gunnarsson, forstjóri Kassagerðar Reykjavíkur, segir að unnið hafi verið að því um nokkurt skeið að þróa endurvinnanlegar umbúðir til útflutnings á fiski. „Við erum komin í samstarf við mjög öfl- ugan aðila sem hefur lagt mikla peninga í vöruna og við höfum lagt töluvert í þetta líka,“ segir hann. Ferskfiskkassinn, Eco Fish Box, er þróaður af Stora Enso í Svíþjóð í samstarfi við söluaðila á ýmsum mörkuðum, þar á meðal Kassagerð Reykjavíkur hér á Íslandi. Kassinn er umhverfisvænn og kemur í stað frauðplastkassa. Kassinn er vatns- heldur og er hönnun hans þannig að burðargeta hans er margföld á við hefðbundna pappakassa, að sögn Kristjáns Geirs. Hann segir kassann hafa verið í notkun í nokk- ur ár í Finnlandi með góðum ár- angri. Frauðplast á undir högg að sækja Fyrsti notandi kassanna er Premi- um of Iceland ehf. og er það í fyrsta sinn á Íslandi sem frauðkassa úr plasti er skipt út fyrir umhverfis- væna lausn úr pappa. „Þetta skref sem verið er að taka núna er gríðarlega stórt fyrir framtíðina og tilviljun að fyrsta framleiðsla af fiski sé að fara til kaupenda erlend- is á meðan átakið Plastlaus sept- ember fer fram á Íslandi,“ segir Kristján Geir. „Það er komið vel á annað ár sem við höfum verið að þróa kassann með þeim, með því að senda prufur og tala við viðskiptavini hér á Ís- landi. Nú erum við komin á þann stað að við erum byrjuð að selja kassann. Við höfum hlustað á markaðinn og aðlagað vöruna þannig að hún uppfyllir ýtrustu kröfur,“ fullyrðir forstjórinn. Spurður hvort fyrirtækið hafi fundið fyrir eftirspurn eftir umbúð- um úr endurvinnanlegu efni segir hann svo vera. „Já, þetta er þekkt í þessum pappakassabransa að frauðplastið á alltaf meira og meira undir högg að sækja. Frauðplastið hefur þessa gríðarlega góðu eigin- leika og uppfyllir miklar kröfur. Umbúðin viðheldur hitastigi, hún er sterk – það er hægt að stafla og þolir að vera í miklum hita í ákveð- in tíma. Þetta eru algjörar öfga- umbúðir, en á sama tíma er þetta algjör umhverfisvá.“ Kristján Geir segir hafa verið mjög erfitt að finna pappakassa sem ber með sér sömu öflugu eig- inleika og frauðplastið. „Þessi sam- starfsaðili okkar er ekki eini að- ilinn sem er að gera þetta – við vorum að reyna að gera þetta. En smátt og smátt verður krafan frá viðskiptavinum okkar við- skiptavina í þá átt að eitthvað komi í staðinn fyrir frauðplastið. Þá slá menn oft aðeins af kröfunum til kassans og kannski má segja að frauðplastkassinn sé of góður. Þú þarft ekki svona mikla vörn, því að gámaflutningar og flutningskeðjan sjálf er orðin það kæld að þú þarft ekki frauðplastið. En vegna þess að þetta er orðin svona keðja sem hef- ur þróast og þroskast í gegnum tíð- ina er erfitt að stoppa hana.“ Plastinu settar takmarkanir Sífellt eru ríki að vinna í átt að regluverki sem dregur úr plast- notkun, að sögn Kristjáns Geirs. Bendir hann til þess að fyrir liggur tillaga í Frakklandi um að banna ákveðnar plastvörur árið 2020 og 2021. „Ef maður horfir á pólitíska umhverfið þá eru reglur að breyt- ast, til dæmis hafa Frakkar verið mjög framalega í að banna plast- poka og plastumbúðir. Við vitum að innan ekkert allt of margra ára verður frauðplastkassinn bann- aður. Þá verðum við að finna leið fyrir viðskiptavini okkar. Við finn- um það sterkt, sérstaklega á þessu ári, að þeir eru orðnir mjög opnir fyrir því að prófa nýjungar,“ segir hann og bætir við að markmið fyrirtækisins sé að vera á undan þeirri þróun. „Við viljum vera for- virkir en ekki bara bregðast við.“ Pappakassinn sem um ræðir er flatur áður en hann er notaður til pökkunar og ber hann því með sér talsverða umhverfisvæna kosti auk þess sem hann tekur minna pláss við innflutning og við útflutning á fiski, staðhæfir forstjórinn. „Einn gámur af frauðplastkössum tekur álíka mikið pláss og sjö eða átta gámar af þessum kössum. Bara plássið í geymslu, flutningum og öðru slíku er rosalega misjafnt milli þessara umbúða. Kolefn- issporið hlýtur að vega þungt í þessu líka.“ Til gámaflutninga Spurður hvernig kassinn sé nýttur til útflutnings á ferskum fiski segir Kristján Geir kassann ekki hugs- aðan fyrir útflutning á ferskum fiski með flugi. „Langstærsti hluti af kældum ferskum fiski fer í gám- um og það er sú flutningsleið sem við einbeitum okkur að núna og við ætlum að horfa á flugið í næstu skrefum. Við erum meira að segja komin langt á leið í þróun á kassa sem þolir flug. En hvað varðar flutningsleiðina í gámi til við- skiptavina höfum við verið að senda til Frakklands og Ítalíu pruf- ur með hitarita í fisknum og fylgj- umst með. Niðurstöðurnar hafa sýnt að hitastigið breytist ekki.“ Hann segir vandamálið með frauðplastkassa vera fyrst og fremst að sá sem taki við honum hafi ekki annarra kosta völ en að urða hann, þar sem frauðplastið er óendurvinnanlegt. „Sá sem er endaviðskiptavinurinn situr uppi með frauðplastkassann, söluaðilinn á Íslandi sendir bara kassann og fær hann ekki til baka. Við finnum það – þar sem við höfum verið að gera prufur – að það er ekkert mál að koma pappakassanum í endur- vinnslu. Viðskiptavinurinn hefur verið að kalla eftir þessari breyt- ingu.“ Fiskur í fyrsta sinn fluttur út í pappa Lengi hefur verið leitað að kassa úr endurvinnanlegu efni undir ferskan fisk. Nú er slíkur pappakassi kom- inn í sölu og spurning hvort hann muni leysa frauðplastið af hólmi. Morgunblaðið/RAX Umbúðir Kristján Geir, forstjóri Kassagerðar Reykjavíkur, segir lengi hafa verið leitað að endurvinnanlegum umbúðum til þess flytja út ferskan kældan fisk. Morgunblaðið/RAX Endurvinnanlegt Gylfi Þór Markússon, framkvæmdastjóri Premium of Iceland í Sandgerði, var fyrstur til að nýta kassann. Kassagerð Reykjavíkur var stofnuð 1932 og framleiddi í fyrstu trékassa en seinna færðist framleiðslan yfir í pappakassa, svokallaða bylgjukassa. Fyrir- tækið var sameinað Umbúðamiðstöðinni 2001 undir merkjum Kassagerð- arinnar. Árið 2006 keypti Prentsmiðjan Oddi félagið og breikkaði þar með vöruval sitt. Oddi keypti síðar Plastprent, árið 2012, og gat í framhaldinu boð- ið viðskiptavinum upp á fjölbreyttara vöruval í pakkningalausnum. Félagið var á þessum tíma framleiðslufélag. Í byrjun árs 2016 var ákveðið að Oddi myndi hætta framleiðslu á bylgju- kössum og plasti og í stað þess hafinn innflutningur á umbúðum að utan. Framleiðsla prentsmiðju Odda hélt þó áfram. Þá var ákveðið að kljúfa upp rekstur Odda í byrjun þessa árs á þann veg að Kassagerð Reykjavíkur heldur utan um umbúðasölu en Prentsmiðjan Oddi helgar sig prentverki. 87 ára reynsla af kassagerð Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.