Morgunblaðið - 25.09.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 25.09.2019, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 Alfons Finnsson ljósmyndari Morgunblaðsins í Ólafsvík fylgist vel með lífinu þar vestra, bæði til sjós og lands. Í byggðunum undir Snæfellsjökli er ein stærsta verstöð landsins og á góðum dögum er þar landburður af fiski. Smærri og meðalstórir bátar eru uppistaðan í flotanum, sem gerður er út frá Ólafsvík, Arnarstapa og Rifi. Þaðan er örstutt á fengsæla fiskislóð og bátarnir því fljótir í land. Talsvert af aflanum er unnið í fiskvinnsluhúsum á svæðinu en mikið er líka flutt til kaupenda annars staðar á landinu. Gjarnan er fiskurinn líka svo fluttur fullunninn beint að vestan suður á Keflavíkurflugvöll og er þá kom- inn til kaupenda í útlöndum strax næsta dag. Hröð þróun Sjávarútvegurinn er atvinnugrein í hraðri þróun. Há- tækni er ráðandi og leiðarljósið að nýta hráefnið sem allra best svo hæst verð fáist fyrir afurðirnar. Starfs- hættir í fiskvinnslunni breytast hratt og söm er raunin í starfi sjómanna. Að sýna þrautseigju, vera óhræddur og tilbúinn að taka langan vinnudag er þó jafnan það sem gildir. Þegar aflabrögð eru góð og staðan á mörkuðum hagstæð getur afkoman líka verið góð. Slíkt léttir líka lundina og víst eru þeir kampakátir, sumir garpanna sem sjást á þessum myndum Alfons í Ólafsvík. sbs@mbl.is Afköst Magnús Emanúelsson og Halldór Brynjarsson landa úr Rán SH, ánægðir með aflabrögðin. Saga Strandveiðibáturinn Villi-Björn á miðunum, gerður út á handfæri. Áður hvalaskoðunarbátur Sjómennirnir í linsu Alfons Ljósmyndarinn á vaktinni. Alfons Finnsson í Ólafsvík fylgist vel með stöðu mála í verstöðinni vestra. Þegar vel veiðist er ástæða til að brosa. Kátir Arnar Laxdal og Sigurður Viktor Hall- grímsson sjómenn á Særifi SH brostu framan í heiminn og myndavélina þegar þeir komu að landi eftir góðan dag þegar vel veiddist. Fengur Langa í lengra lagi. Örvar Marteinsson á Sverri SH með stórfisk sem kom á línuna. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Uppskera Gaman þegar vel veiðist. Börkur Árnason á Bárði SH með tvö golþorska á bryggjunni í Ólafsvík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.