Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 35

Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 35
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 MORGUNBLAÐIÐ 35 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Þetta sparar bæði sápu og vinn- andi hendur,“ segir Baldur Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Vatns- lausna ehf., um sápuþokukerfi Caligo frá Sani-Mist BV. Hann seg- ir tækið geta dregið úr sápunotkun um allt að 60 til 70% og stytt vinnu við hreinsunarstörf í vinnslusal allt að 20%. „Þetta dreifir sápunni bara sjálfvirkt. Það tekur einungis tíu mínútur að dreifa sápunni og hún látin vinna í tíu mínútur eða tutt- ugu,“ segir hann. Jákvæðar gerlatölur Baldur segir vel þekkt að nota sam- bærileg tæki hér á landi við sótt- hreinsun, enda hafi slíkt verið gert árum saman. Hins vegar hafi ekki áður verið boðið upp á að nota sápu með þokunni. „Það hefur enginn gert þetta áður með sápu, en við höfum gert tilraun með þessa tækni hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.“ Hann segir þær tilraunir hafa geng- ið vonum framar. „Í viku var bara sápað með þessari aðferð og sýndu gerlatölurnar að ástandið var betra en þegar þetta var gert með hand- virkri aðferð.“ Kröfur um hreinlæti eru miklar þegar um matvælaframleiðslu er að ræða, að sögn Baldurs. „Það er hægt að sjá á heimasíðu Mat- vælastofnunar hvað var inkallað af vörum á síðasta ári, fyrirtækjum lokað og þeim bannað að framleiða þar til búið væri að þrífa betur og koma hreinlætismálum í betra horf. Það eru mörg dæmi um það.“ Spurður hvernig þrifin séu fram- kvæmd með umræddu tæki svarar Baldur að eftir að lausir afgangar hafi verið fjarlægðir sé rýminu lok- að og slökkt á loftræstingu. Þá sé kveikt á tækinu, sem dreifir þoku og sápu sem ferðast um allt rýmið, úr stútum sem hefur verið komið fyrir í loftinu. „Svo eru bara fram- kvæmd hefðbundin þrif. Þegar því er lokið er kveikt á sótthreins- unarferli tækisins og starfsfólkinu óhætt að fara heim.“ Þokuhreinsunartæki sem einnig dreifir sápu sagt fækka gerlum Þokuhreinsun hefur ver- ið notuð í matvælaiðnaði á Íslandi um árabil. Hins vegar hefur sápu ekki verið dreift með þokunni til þessa. Niðurstöður í tilraunum hjá ÚA eru sagðar sýna árangur. Möguleikar Nýta má þokuhreinsunartæki til þess að dreifa sápu um vinnslusal. „Það eru rúmlega 120 sýnendur og við búmst við vel yfir 15.000 gestum og að þeim fjölgi milli sýninga því fyritækin fá ótakmarkaðan fjölda boðsmiða og eftirspurnin er mun meiri en þegar seinasta sýning var haldin,“ segir Ólafur M. Jóhannes- son, framkvæmdastjóri sjáv- arútvegssýningarinnar 2019. Framkvæmdastjórinn segir jafn- framt að sýningin hafi vaxið mikið og að það komi á „óvart hversu fjöl- þætt hún sé, sú þjónusta er íslensk- ur sjávarútvegur býr við“. Hann segir gesti mega búast við afar fjölbreyttri flóru tækja og nýj- unga í sjávarútvegi, „en þar stönd- um við Íslendingar í allra fremstu röð í heiminum. Hér verða nýjungar fyrir skipastólinn, vinnslurnar og alls kyns hugbúnaðarnýjungar svo eitthvað sé talið“. Ólafur kveðst finna fyrir miklum áhuga á sýningunni utan úr heimi og hefur fjöldi erlendra gesta boðað komu sína á sýninguna „enda telja þeir að hér sé helsti vaxtarsprotinn varðandi tækninýjungar“. „Tilgangur sýningarinnar er að finna flöt fyrir bæði fagaðila og áhugafólk til að kynnast þróun og nýjungum í sjávarútvegi,“ útskýrir hann og segist sannfærður um að „þessi jákvæða þróun mun skipta miklu fyrir velferð íslensks sam- félags“. gso@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Tækni Ýmis tæki og hugbúnaður hafa ávallt vakið lukku á sjávarútvegssýningunni. Gera ráð fyrir yfir 15 þúsund gestum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.