Morgunblaðið - 02.10.2019, Page 4

Morgunblaðið - 02.10.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 Umsóknir um vernd hér á landi, hælisumsóknir, í september voru orðnar um 90 talsins sl. föstudag. Umsóknir um vernd í ár voru orðnar nálægt 610 talsins og september er stærsti mánuður þessa árs hvað varðar fjölda umsókna um vernd. Samkvæmt yfirliti sem Útlend- ingastofnun birti 15. september bár- ust 77 umsóknir í mars og 78 um- sóknir í ágúst sl. Fjöldi umsókna var alls 522 fyrstu átta mánuði ársins. Írakar voru fjölmennastir ein- stakra þjóðerna sem sóttu hér um vernd og fyrstu átta mánuði ársins bárust 87 umsóknir. Írakar hafa undanfarin ár verið stærsti hópur umsækjenda sem ekki koma frá öruggum upprunaríkjum. Hröð for- gangsmeðferð hefur verið viðhöfð vegna umsókna frá öruggum ríkjum og hefur þeim fækkað. Þórhildur Hagalín, upplýsinga- fulltrúi Útlendingastofnunar, sagði að fyrstu þrjá mánuði ársins hefðu yfir 70 umsóknir um vernd borist í hverjum mánuði. Heldur dró úr um- sóknafjöldanum í apríl til júní en eft- ir það fóru umsóknir aftur yfir 70 á mánuði allt upp í um eða yfir 90. Oft hafa borist margar umsóknir um vernd frá október til desember. Fyrstu átta mánuði ársins barst 61 umsókn um vernd frá Venesúela- mönnum, þar af samtals 30 í júlí og ágúst. Þeim var öllum veitt vernd eða viðbótarvernd. Þórhildur sagði að umsóknirnar mætti rekja til ástandsins í Venesúela. Fjölgun um- sókna þaðan væri ekki bundin við Ísland því nágrannalönd okkar hefðu einnig fundið fyrir fjölgun um- sókna um vernd frá Venesúela- mönnum. Athygli vekur að það sem af er þessu ári hafa borist umsóknir frá Ástralíumanni, Breta og Banda- ríkjamanni, einum af hverju þjóð- erni. Mál þessara þriggja umsækj- enda falla undir „önnur lok“ í tölfræði Útlendingastofnunar. Þór- hildur sagði að í flestum málum sem falla í þann flokk hafi umsækjendur dregið umsóknir til baka. Einnig endi þar mál þeirra sem hverfa frá umsókn án þess að draga hana til baka. Algengast er að um- sækjendur frá upprunaríkjum sem skilgreind eru sem örugg dragi um- sóknir sínar til baka. gudni@mbl.is Venesúelamenn leita hælis  September sló metfjölda umsókna um vernd á þessu ári  Nálægt 610 umsóknir um hæli það sem af er þessu ári Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfsmannafélag Garðaskóla vekur athygli á slæmum aðbúnaði í eld- húsi starfsmanna og skorar á bæjarstjóra Garðabæjar og bæjar- ráð að grípa án tafar til nauðsyn- legra aðgerða til úrbóta. Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gærmorgun og var vísað til bæj- arstjóra og til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Meindýr sést í eldhúsi 65 starfsmenn eru við Garðaskóla og er sérstakt eldhús og borðsalur fyrir þá. Starfsmannafélagið telur að ekki verði lengur unað við nú- verandi stöðu. Vakin er athygli á slæmri aðstöðu matráðs til elda- mennsku og annarra starfa, tækja- kosti, loftræstingu og hreinlætis- aðstöðu. Fram kemur að ítrekað hafi orðið vart við meindýr, svo sem mýs og silfurskottur. Vegna at- hugasemda Heilsbrigðiseftirlits nú í september hafi eldhúsi starfsmanna verið lokað um ótiltekinn tíma. Þá kvarta starfsmenn yfir þröngri aðstöðu við að matast, salernisaðstöðu og fatahengi. Framkvæmt fyrir 250 milljónir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að lagt hafi verið í verulegar framkvæmdir við Garðaskóla, framkvæmt hafi verið fyrir 250 milljónir á síðustu fjórum árum. Allar hafi framkvæmdirnar verið unnar í góðu samstarfi við stjórnendur skólans. Einnig verði unnið úr ábendingum starfsmanna í góðu samstarfi við stjórnendur skólans og starfsfólk. Bæjarstjórinn getur þess að framkvæmd mötuneytismála sé með ýmsum hætti í Garðabæ. Nemendur og starfsmenn Sjá- landsskóla hafi til dæmis fengið mat frá Skólamat um árabil og af því sé góð reynsla. Nemendur Garðaskóla fái mat úr nýuppgerðu eldhúsi í skólanum. Starfsmenn fái mat þaðan á meðan eldhús þeirra sé lokað. Gunnar veltir því hins vegar fyrir sér hvort rétt sé að hafa tvö fullbúin eldhús í sama skóla enda geti nýja eldhúsið annað nem- endum og starfsfólki. Réttur samskiptamáti? „Við erum stolt af innra starfi skólanna og viljum skapa þeim góða umgjörð,“ segir Gunnar. Hann veltir því fyrir sér hvort sam- skiptamátinn sé réttur. Í eldgamla daga hafi verið bréfaskriftir á milli stofnana og yfirstjórnar en það hafi færist yfir í það að menn hafi rætt saman um viðfangsefnin enda vinni allir hjá sama fyrirtækinu. „Það er eðlilegt að fram fari við- ræður við gerð fjárhagsáætlunar og þá sé framkvæmdum forgangs- raðað. Það kom mér á óvart að fá bréf frá starfsmönnum þar sem við höfum í gegn um tíðina verið í góðu sambandi við skólastjórnendur um það sem þarf að laga,“ segir Gunn- ar Einarsson. Starfsfólkið krefst úrbóta  Léleg aðstaða í eldhúsi Garðaskóla Ljósmynd/Garðaskóli Garðaskóli Lagfæringar á mötuneyti starfsfólks hafa ekki verið í forgangi í þeim miklu lagfæringum sem gerðar hafa verið á húsnæði skólans. Gunnar Einarsson Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Um þrjátíu manna hópur frá öðrum flota bandaríska sjóhersins er nú með tímabundna aðstöðu á örygg- issvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Er hópurinn þar að æfa uppsetn- ingu og rekstur hreyfanlegrar stjórnstöðvar. Hópurinn kom til landsins í byrj- un september og fer frá Íslandi í októbermánuði, að því er fram kem- ur í upplýsingum frá utanríkisráðu- neytinu. „Stjórnstöðin hefur átt í sam- skiptum við skip bandaríska sjó- hersins sem eru á Norður-Atlants- hafi við venjubundin störf. Allur kostnaður af dvöl bandaríska sjó- hersins er greiddur af bandaríska ríkinu.“ Kjörið tækifæri fyrir flotann „Ísland er mikilvægt bandaríki og staðsetning landsins í Norður-Atl- antshafi er þýðingarmikil. Hún veit- ir okkur kjörið tækifæri til að prófa samskiptastöð okkar í fyrsta sinn,“ er haft eftir aðmírálnum Andrew Lewis, yfirmanni flotans, á vef Sjó- hers Bandaríkjanna. Í frétt á vef Arctic Today segir að með þessu sé bandaríski herinn að styrkja stöðu sína á norðurslóðum. Þar kemur einnig fram að hér séu stödd fjögur skip á vegum flotans, þar á meðal beitiskipið USS Norm- andy og tundurspillirinn USS Farragut. „Þessi heræfing gæti verið enn frekar til marks um að Bandaríkin ætli sér að spila virkara hlutverk á norðurslóðum,“ segir í fréttinni. Flotinn á sér ekkert varanlegt að- setur í Evrópu. Floti sjóhersins með aðsetur hérlendis  Þrjátíu manna hópur tímabundið á Keflavíkurflugvelli AFP Skip Hér sést USS Farragut sem er tundurspillir. Skipið er statt hérlendis. Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Þungir þankar virðast sækja á þessa borgfirsku á sem ef til vill veltir fyrir sér stopulli tilveru sinni. Hún hefur notið sumarsins og safnað bæði ull og holdi en nú er veturinn og hans fylgifiskar á næsta leiti. Á beit í Borgarfirði Morgunblaðið/Eggert Tilveruþankar leita á digra á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.