Morgunblaðið - 02.10.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019
Skerpa verkferla og merkja starfsfólk
Skóla- og frístundasvið safnar gögnum og undirbýr tillögugerð „Við viljum að allir séu öruggir“
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Skólastjórnendur við grunnskóla í Reykjavík
hafa að undanförnu skerpt á verkferlum í
skólunum til að gæta betur að öryggi
barnanna og skóla- og frístundasvið Reykja-
víkurborgar er þessa dagana að safna gögn-
um og undirbúa tillögugerð vegna þessa.
Mikil umræða hefur orðið í framhaldi af
frétt Morgunblaðsins og mbl.is í seinustu
viku um atvik sem átti sér stað í Austurbæj-
arskóla í byrjun september. Þá fór karl-
maður inn í skólann á miðjum skóladegi og
plataði níu ára gamla stúlku afsíðis þar sem
hann þuklaði á henni og hafði uppi kynferð-
islega tilburði. Stúlkan komst undan og var
maðurinn handtekinn.
„Skólastjórar hafa almennt tjáð sig á þá
lund að þetta hræðilega atvik hafi orðið til
eru starfsmenn alltaf í gulum vestum úti og
við hnykktum á því að því væri alltaf fylgt.“
Öryggismyndavélar í sumum skólum
Aðspurð segir hún að það sé flókið mál ef
takmarka eigi frekar aðgang að skólahús-
næðinu. Helmingur nemendanna sé ungling-
ar sem séu mikið á ferðinni út og inn úr skól-
anum meðal annars til að fara í íþróttir í
Fylkishöllinni. ,,Það er því hægara sagt en
gert að ætla að fara að gera það og ég er
ekkert viss um að við viljum það heldur. En
við erum með öryggismyndavélar og þær
hafa skipt okkur máli í gegnum tíðina við úr-
lausn á ýmsum málum,“ segir hún. Örygg-
smyndavélar munu ekki vera til staðar í öll-
um skólum borgarinnar en Guðlaug telur
mikilvægt að hafa myndavélarnar. „Við vilj-
um að allir séu öruggir og að krökkunum líði
vel hjá okkur. Það er fyrir öllu.“
Starfsmenn fleiri skóla eru merktir á
skólatíma. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skóla-
stjóri Árbæjarskóla, sem er einn af fjöl-
mennustu grunnskólum borgarinnar, með
um 660 nemendur, segir að í framhaldi af at-
vikinu í Austurbæjarskóla hafi þessi mál ver-
ið tekin til skoðunar í skólanum og skerpt á
því sem þegar hefur verið gert og fylgt hefur
verið í starfi skólans. „Við lokuðum engum
útgöngum því það er mjög flókið, krakkar
eru að koma úr íþróttum og sundi yfir allan
daginn og þess vegna er ekki hægt að loka
útgöngum en við merktum allt starfsfólk og
við ræddum við og brýndum fyrir starfsfólki
að gefa sig að öllum sem koma í húsið og at-
huga hvaða erindi þeir eiga,“ segir hún.
Þá var foreldrum sendur póstur þar sem
minnt er á reglur skólans um að hafa sam-
band við skrifstofuna eða tala við skólaliðana
á staðnum ef þeir eiga erindi í skólann. ,,Svo
þess að þeir hafi skerpt á verkferlum og
fundað með starfsfólki sínu til að fylgja því
eftir,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri
skóla- og frístundasviðs, í svari til Morgun-
blaðsins.
Í gulum vestum á skólalóðinni
Að hans sögn er núna verið að safna sam-
an gögnum varðandi þetta og verða nið-
urstöður kynntar á fundi skóla- og frístunda-
sviðs á þriðjudag í næstu viku. ,,Við munum
svo fylgja gagnasöfnun eftir með beinni til-
lögugerð.“
Skólarnir fara hver fyrir sig yfir þessi mál
og starfsreglur hjá sér, varðandi aðgengi að
skólum, að starfsmenn skólanna séu merktir
o.fl. Eins og komið hefur fram hefur í kjölfar
atviksins verið endurskoðað eftirlit við inn-
ganga Austurbæjarskóla og allir starfsmenn
skólans eru nú merktir.
„Til okkar koma nemendur og við
finnum að fólk er undir miklu álagi,
lýsir kvíða og streitu,“ segir Stella
Ólafsdóttir, starfs- og námsráðgjafi í
Háskólanum í Reykjavík. HR stend-
ur fyrir andlegum heilsudegi í skól-
anum í dag og er hann opinn nem-
endum háskólans og almenningi.
Stella segir að tilvalið hafi þótt að
kynna fólki hvaða bjargráð eru í
boði. „Við viljum vera til staðar fyrir
fólk og hjálpa því að finna þá hjálp
sem þörf er á,“ segir Stella.
Stella segist ekki vita hvort auk-
inn kvíði og streita sé meðal nem-
enda skólans. „Við finnum fyrir
þessu núna. Í haust hafa verið
þyngsli, þegar fólk er að hefja aftur
nám og störf,“ segir hún. Hún segir
að oft séu samverkandi þættir
ástæðan fyrir erfiðleikunum. „Oft er
undirliggjandi vandi sem brýst fram
þegar streita í námi og starfi eykst.
Þá getur fólk misst fótanna og leitar
til okkar,“ segir Stella.
Vegna þess hversu margþættur
vandinn er var ákveðið að bjóða sam-
tökum, stofnunum og fyrirtækjum
sem veita fræðslu og þjónustu á
þessu sviði að taka þátt. Sautján
samtök höfðu í gær boðað komu sína,
meðal annars Litla kvíðameðferðar-
stöðin, Vinir í bata, Sorgarmiðstöð
og Pieta-samtökin.
Opið almenningi
Athygli vekur að almenningi er
boðið að koma á almennan heilsudag
í HR. Stella skýrir það með því að
slíkan vettvang vanti. „Þótt við séum
háskóli með nemendur viljum við
endilega að sem flestir fái að njóta.“
Kynningin er undir heitinu: Láttu
þér líða vel og verður í dag frá klukk-
an 11 til 14 í Sólinni í HR.
helgi@mbl.is
Kvíði og streita hjá HR
Hugað að andlegri heilsu í skólanum Kynna bjargráð
Morgunblaðið/Eggert
Heilsudagur HR býður upp á þjón-
ustu á andlega sviðinu í dag.
Lagt er til að
erfðafjárskattur
verði þrepaskipt-
ur í áformuðu
frumvarpi Bjarna
Benediktssonar,
fjármála- og efna-
hagsráðherra,
sem kynnt hefur
verið á samráðs-
gátt stjórnvalda.
Lagt til að þrep
erfðafjárskattsins, sem er eitt 10%
þrep í dag, verð annars vegar 5% af
fjárhæð allt að 75 milljónir kr. og hins
vegar 10% af því sem er umfram 75
milljónir kr. Fjárhæðarmörk skatt-
þrepanna taki svo árlegum breyt-
ingum miðað við þróun vísitölu
neysluverðs. Þá er jafnframt lagt til
að sökum þrepaskiptingar skattsins
verði erfðafjárskattur á fyrirfram-
greiddum arfi sá sami og í hærra
skattþrepinu, þ.e. 10%. Í mati á
kostnaðaráhrifum kemur fram að
verði skattabreytingarnar að lögum
hafi það í för með sér að tekjur ríkis-
ins lækki um tvo milljarða kr. á árinu
2020. „Í fjárlagafrumvarpi fyrir kom-
andi ár er gert ráð fyrir að tekjur af
erfðafjárskatti verði 5,2 [milljarðar
kr.] eftir breytingarnar verða þær því
um 3,2 [milljarðar kr.]. Samþykkt
frumvarpsins hefur aftur á móti já-
kvæð áhrif á ráðstöfunartekjur
þeirra einstaklinga sem fá úthlutaðan
arf úr dánarbúi.“ omfr@mbl.is
Þrepaskipt-
ur erfða-
fjárskattur
Bjarni
Benediktsson
Lækki í 5% á fjár-
hæðir undir 75 millj.
Nokkrir fuglaáhugamenn af Norður- og Suður-
landi héldu austur um síðustu helgi til að kanna
hvað sunnanvindarnir hefðu borið þangað af
evrópskum flækingsfuglum dagana á undan. Á
Höfn bættust svo tveir þaulreyndir garpar í hóp-
inn. Leitað var allt frá Vöðlavík í norðri og að
Hofi í Öræfum. Á þremur dögum sáust alls 20
fuglategundir. Þetta voru nánar tiltekið
fjöruspói (21), flekkugrípur (3), garðsöngvari
(4), glóbrystingur (4), gransöngvari (10+), grá-
grípur (2), gráhegri (1), grænsöngvari (2), hauk-
söngvari (2), hettusöngvari (13), hnoðrasöngvari
(36), hringdúfa (4), landsvala (8), laufsöngvari
(6), moldþröstur, sem er amerísk tegund, sára-
sjaldgæf (1), netlusöngvari (10), rósafin/ka (2),
svartsvanur (1), söngþröstur (2) og vallskvetta
(1). Á myndinni til vinstri er garðsöngvari og
hettusöngvari til hægri. Þá má geta þess að á
föstudag sást förufálki í Keflavík við Látrabjarg
og á sunnudag kom næturgali í mistnet á
Reykjanesi. sae@sae.is
Söngfuglar bárust með sunnanvindum
Ljósmyndir/Mikael Sigurðsson
Fuglaáhugamenn fjölmenntu austur á land til að skoða flækingsfugla
Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13
Allar almennar
bílaviðgerðir
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ