Morgunblaðið - 02.10.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vænst er að Runólfur SH, togskip sem bættist í flota GRUN hf. fyrir skemmstu og kom í fyrsta sinn til nýrrar heimahafnar í Grundarfirði í gær, fari strax til veiða í kvöld. Við hátíðlega athöfn tók fjölmenni á móti skipinu en strax að henni lok- inni var hafist handa um að koma veiðarfærum um borð, kosti og öðr- um varningi. „Við keyptum skipið ekki upp á punt, heldur til að skapa verðmæti. Við létum mála skipið í okkar bláu litum en þurftum engu öðru að breyta. Sendum strákana því strax á miðin og fyrsta löndun er áformuð á mánudagsmorgun,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri GRUN, í samtali við Morgunblaðið. Hluti af fléttu Togskipið Runólfur SH er 290 brúttótonn, smíðaður í Póllandi árið 2006. Var áður sem Bergey VE í eigu og útgerð Bergs-Hugins/ Síldarvinnslunnar í Vestmanna- eyjum. Þessi viðskipti með skipið eru hluti af stórri fléttu í íslenskri útgerð sem tekin hefur verið að undanförnu; það er að sjö pólsk ný- smíðaskip koma til landsins sem er skipt út fyrir eldri skip sem önnur sjávarútvegsfyrirtæki kaupa. Þann- ig fékk FISH Seafood / Soffanías Cecilsson í Grundarfirði tvö skip, Farsæl SH og Sigurborgu SH, sem áður voru í eigu Gjögurs hf. um síð- ustu helgi. Þegar svo bætast við kaupin á Runólfi SH, sem skipt er út fyrir togbátinn Helga SH, má í raun segja að skipastóll bæjarins sé gjör- breyttur. Vestfirðir og norðurmið Tíu manns verða í áhöfn Runólfs SH og undir skipstjórn Arnars Kristjánssonar verður í þorsk, ýsu, ufsa, karfa og flatfisk. „Við erum með tvö skip í útgerð, Hring SH og núna Runólf, og þau eru gjarnan á fiskislóðinni hér á Breiðafirði, úti af Vestfjörðum og norðan landið. Það eru okkar heimamið,“ segir Smári og bætir við að með kaupunum á Runólfi SH sé ætlunin að styrkja hráefnisöflun fyrir nýtt og fullkomið fiskvinnsluhús GRUN. Starfsemi í því hófst snemma á þessu ári og í gegnum vinnsluna þar fara um 500 tonn á mánuði; fiskur sem að stærst- um hluta er fluttur ferskur til kaup- enda í Evrópu. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Glæsiskip Togskipið Runólfur SH í Grundarfirði í gær. Skipið er er 290 brt., smíðað 2006. Var áður Bergey VE. Runólfur fer strax á miðin  GRUN endurnýjar skip  Runólfur kominn í Grundar- fjörð  Engu þarf að breyta  Styrkir hráefnisöflun Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Skipstjóri Arnar Kristjánsson er karlinn í brúnni á Runólfi. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fjölmenni fagnaði því í gær í Menntaskólanum í Sund að rétt 50 ár – hálf öld – eru frá því starf skól- ans hófst. Af því tilefni var hátíðar- samkoma á sal skólans, þar sem Már Vilhjálmsson rektor rakti í grófum dráttum sögu og starf skólans. Einn- ig tóku til máls Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra, sem þarna var komin sem fyrrverandi nemandi skólans og fyrrverandi for- maður nemendafélags skólans. Í dag, miðvikudag, verður haldið upp á 50 ára afmæli skólans með nemendum. Síðar á skólaárinu verð- ur svo opið hús þar sem starfið verð- ur kynnt gestum og gangandi. Þá voru í gær opnaðar tvær litlar sýn- ingar um sögu skólans og eru þær á göngum skólahússins við Gnoðarvog í Reykjavík. Skammur aðdragandi Í ávarpi við afmælishátíðina í gær sagði Már Vilhjálmsson, rektor MS, að stofnun skólans á sínum tíma hefði átt sér skamman aðdraganda. Síðsumars 1969 hefðu stjórnvöld uppgötvað að 300 ungmenni þyrftu skólapláss sem ekki voru til. Við þær aðstæður hefði Miðbæjarskólinn verið nánast hertekinn og látið skeika að sköpuðu með framhaldið. Býsna fljótt hefði þó myndast menn- ing og bragur í starfi skólans, hvaðan fyrstu nemendurnir voru útskrifaðir árið 1973. Það var svo fáum árum síðar sem aðsetur skólans var flutt í Vogahverfið og núverandi nafn tekið upp. Í dag starfa um 60 manns við Menntaskólann við Sund og eru kennararnir nærri 50. Nemendur eru yfirleitt á bilinu 740-780 og eru þeir í námi til stúdentsprófs sem tek- ur þrjú ár. Már Vilhjálmsson segir skólastarfið vera í hraðri þróun og sé í raun suðupottur hugmynda, sköp- unar og nýjunga. Samfélag nútímans breytist hratt og skólar verði að taka mið af því. Hvetja nemendur áfram „Skólar geta ekki leyft sér að vera hlutlausir, “ segir Már. „Það er okk- ar hlutverk að hvetja nemendur áfram, að vekja með þeim áhuga, að ýta undir gagnrýna hugsun og sam- kennd. Að kenna þeim að efast og efla með þeim þor til að takast á við breyttan heim og getu til þess að móta sjálf breytingarnar og ekki síst að gefast ekki upp við mótlætið. Lýð- ræðisvitund, umhverfismál, listir og sköpun eru grunnþættir í starfi skól- ans og námskráin býr yfir sveigjan- leika sem gerir skólanum og nem- endum kleift að takast á við breytingar. Námskráin er skrifuð fyrir nemendur.“ Stytting náms til stúdentsprófs segir Már Vilhjálmsson að hafi gefið MS eins og öðrum skólum frelsi og tækifæri til að setja sér eigin skóla- námskrá. Þannig hafi í raun verið skapað nýtt kerfi utan um skóla- starfið, stjórnun skipulögð, nýjar reglur og svo framvegis. Afrakstur- inn af þessu sé í raun nýr skóli sem halda muni áfram að breytst. Í þessu ferli hafi starfsfólk skólans stigið út fyrir þægindarammann, tekist á við hið óþekkta og gert breytinguna að sinni. Skólar geta ekki verið hlutlausir  50 ára starfi Menntaskólans við Sund fagnað  Á 8. hundrað nemendur  Hraðar breytingar í sam- félaginu móta starf  Lýðræðisvitund, umhverfismál, listir og sköpun eru grunnþættir í starfi skólans Morgunblaðið/Árni Sæberg Framtíðin Nokkrir úr stórum nemendahópi Menntaskólans við Sund á 50 ára afmæli skólans sem var í gær. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af Guerlain vörum kynningardagana Elsa Þórirsd. verður á staðnum og veitir faglega ráðgjöf Kynning í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ 02.-04. okt. Kynnum nýjan og endurbættan farða úr Parure Gold línunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.