Morgunblaðið - 02.10.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 02.10.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ram Limited Litur: Svartur/ Svartur að innan. Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, loftpúðafjöðrun, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, segl yfir palli, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 10.129.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 35” Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 11.395.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Litur: Perlu hvítur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Bakkmyndavél, Band & Olufsen hátalarakerfi, heithúðaður pallur, hiti í sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6) 10-gíra 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.590.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Sport Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Sport-pakki, Bakkmyndavél, Band & Olufsen hátalarakerfi, heithúðaður pallur, hiti í öll sæti, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6) 10-gíra 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.670.000 m.vsk Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Átök blossuðu upp milli lögreglu- manna og mótmælenda í Hong Kong í gær þegar tugir þúsunda lýðræðis- sinna tóku þátt í mótmælum í sjálf- stjórnarhéraðinu á sama tíma og kín- verski kommúnistaflokkurinn hélt upp á 70 ára afmæli Alþýðulýðveldis- ins Kína með mikilli hersýningu og skrúðgöngu í miðborg Peking. Kín- versk stjórnvöld notuðu tækifærið til að leggja áherslu á stöðu landsins sem vaxandi stórveldis, m.a. með því að sýna ný kínversk vopn á borð við langdrægar kjarnorkueldflaugar. Á sama tíma og 15.000 manna her- lið heilsaði Xi Jinping, forseta Kína, að hermannasið í Peking köstuðu mótmælendur eggjum á mynd af honum í miðborg Hong Kong. Mót- mælendurnir virtu að vettugi fyrir- mæli lögreglunnar um að dreifa sér og sumir þeirra kveiktu í vegartálm- um og köstuðu grjóti og bensín- sprengjum á lögreglumenn sem beittu táragasi, skutu gúmmíkúlum og dældu vatni á mótmælendur með háþrýstivatnsbyssum. Einn lögreglu- mannanna særði ungan mann með því að skjóta byssukúlu í bringuna af stuttu færi. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús eftir að lögreglumenn á staðnum veittu honum aðhlynningu. Átökin stóðu í nokkrar klukku- stundir og vörpuðu skugga á hátíðar- höldin í Peking í tilefni af því að Maó Zedong lýsti yfir stofnun alþýðulýð- veldisins við Hlið hins himneska frið- ar 1. október 1949. Ný kjarnavopn sýnd Xi og aðrir leiðtogar kommúnista- flokksins fylgdust með hersýning- unni og skrúðgöngunni á palli við Hlið hins himneska friðar. Xi var í fatnaði sem kenndur er við Maó og flutti ræðu þar sem hann lagði áherslu á loforð sín um að efla kínversku þjóð- ina og gera Kína að miklu landi aftur. „Ekkert afl getur skekið grunn þess- arar miklu þjóðar,“ sagði hann. Forsetinn hvatti einnig til „frið- samlegrar þróunar“ í samskiptunum við Taívan en áréttaði að kínversk stjórnvöld stefndu enn að því að sam- eina eyjuna og Kína, jafnvel með því að beita hervaldi ef þörf krefði. Hersýningin var sú mesta í sögu landsins, að sögn kínverskra fjöl- miðla. Alls voru 160 flugvélar og 580 aðrar vígvélar sýndar, að sögn frétta- veitunnar AFP. Á meðal vopnanna var DF-41, langdræg eldflaug sem getur borið allt að tíu kjarnaodda og hægt væri að skjóta á meginland Bandaríkjanna. Kínverski herinn sýndi einnig kjarnorkuflaugina JL-2, sem hægt væri að skjóta úr kafbáti og gæti dregið um 8.000 kílómetra, að sögn vestrænna vopnasérfræðinga. Herinn sýndi ennfremur í fyrsta skipti nýjan hljóðfráan njósnadróna. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði að 40% vopnanna á sýningunni væru ný og þau hefðu öll verið framleidd í Kína. Herútgjöldin aukin um 83% Adam Ni, sérfræðingur í hernaðar- uppbyggingunni í Kína, segir að her- sýningin hafi staðfest að kjarnorku- herafli Kínverja hafi eflst verulega á síðustu árum. „Kjarnavopn þeirra eru að verða hreyfanlegri, öflugri, traustari, nákvæmari og tæknilega þróaðri,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Ni sem stundar rannsóknir við Mac- quarie-háskóla í Sydney. Hann segir að kjarnavopnin sé orðin fjölbreytt- ari, kínverski herinn reiði sig ekki lengur aðeins á landskotflaugar held- ur hafi hann einnig eignast vopn sem hægt sé að skjóta úr kafbátum og flugvélum. Útgjöld Kínverja til hersins hafa aukist um 83% frá árinu 2009, að því er fram kom í skýrslu Alþjóðafriðar- rannsóknastofnunarinnar (IPRI) í Stokkhólmi í apríl. Kína er nú í öðru sæti á lista yfir lönd með mestu her- útgjöld en er samt enn langt á eftir Bandaríkjunum í þeim efnum. Um 100.000 manns tóku þátt í skrúðgöngu í tilefni af afmælinu og 70 skrúðvögnum var ekið um Breið- stræti hins eilífa friðar. Einn vagn- anna var tileinkaður herferð Xi Jin- ping gegn spillingu. Kínversk yfirvöld hafa refsað rúmri milljón embættismanna fyrir spillingu en herferðin hefur verið gagnrýnd vegna þess að talið er að hún hafi beinst að pólitískum keppinautum forsetans og stuðningsmönnum þeirra. Annar vagn var tileinkaður innviðaáætluninni Belti og braut, en samkvæmt henni er stefnt að miklum fjárfestingum í vegum, járnbrautum, höfnum, flugvöllum og öðrum mann- virkjum í tugum landa í Asíu, Evrópu og Afríku með það fyrir augum að greiða fyrir viðskiptum og aðgangi Kínverja að mikilvægum markaðs- svæðum og hráefnum til iðnaðar. Aðrir skrúðvagnar voru tileinkaðir ýmsum atburðum í sögu alþýðulýð- veldisins en enginn þeirra lýsti hörm- ungaratburðum á borð við pólitísku kúgunina og hungursneyðina sem kostaði tugi milljóna manna lífið á valdatíma Maós. AFP Maó hylltur Stór mynd af Maó Zedong á torginu við Hlið hins himneska friðar í Peking í gær þegar kínversk stjórn- völd minntust þess að 70 ár eru liðin frá því að kommúnistaleiðtoginn lýsti yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Átök í Hong Kong skyggðu á hátíðina  Mesta hersýning í sögu Kína á afmæli alþýðulýðveldisins AFP Átök Lögreglumenn handtaka mótmælanda á götu í Hong Kong þegar tug- ir þúsunda lýðræðissinna tóku þátt í mótmælum í sjálfstjórnarhéraðinu. Ungur maður, vopnaður sverði, réðst á nemendur verkmenntaskóla í austanverðu Finnlandi í gær, varð einum þeirra að bana og særði tíu, þeirra á meðal lögreglumann. Lög- reglumenn skutu á árásarmanninn þegar þeir komu á staðinn, um tíu mínútum eftir að þeir voru kallaðir út. Árásarmaður- inn særðist alvar- lega og er á sjúkrahúsi. Lögreglan sagði að ekki væri enn vitað hvers vegna maðurinn hóf árásina. Sjónar- vottar sögðu að hann hefði verið með sverð í kennslustofu skólans sem er í sömu byggingu og verslunarmið- stöðin Herman í borginni Kuopio. „Hann skar stúlku í hálsinn með sverði og stakk hana í magann,“ hafði fréttavefur dagblaðsins Kesk- isuomalainen eftir einum sjónar- vottanna. Þeir sögðu að hann hefði einnig beitt „einhvers konar litlum eldsprengjum“. Mikko Lyytinen, að- alvarðstjóri lögreglunnar í Austur- Finnlandi, sagði að maðurinn hefði ennfremur verið með byssu. Lyytinen sagði að kvenmaður hefði beðið bana í árásinni en veitti ekki frekari upplýsingar um fórnar- lömbin. Lögreglan sagði að árásar- maðurinn væri finnskur ríkisborg- ari, fæddur árið 1994 og hefði stundað nám í skólanum. Tveir særðust alvarlega Einn lögreglumannanna særðist lítillega þegar maðurinn var hand- tekinn. Tveir þeirra sem urðu fyrir árásinni særðust alvarlega og voru á sjúkrahúsi. Kona sem starfar í nálægu bíla- verkstæði kvaðst hafa séð kennslu- konu flýja út úr byggingunni, með blóðugar hendur. „Þegar ég hjálpaði kennaranum heyrði ég aðra kalla á hjálp. Nemendur hlupu út úr bygg- ingunni og inn í bílaverkstæðið.“ Tvær mannskæðar árásir voru gerðar í finnskum skólum fyrir rúm- um tíu árum. Þær ollu miklum óhug meðal Finna og urðu til þess að finnskum lögum um byssueign var breytt. Í fyrri árásinni varð átján ára maður sjö nemum og kennara að bana í menntaskóla í bænum Jokela í sunnanverðu Finnlandi árið 2007. Árið eftir létu ellefu manns lífið í árás 22 ára manns í háskóla í bænum Kauhajoki í vestanverðu landinu. Stakk nemend- ur með sverði  Einn beið bana og tíu særðust Mikko Lyytinen, aðalvarðstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.