Morgunblaðið - 02.10.2019, Side 14
SVIÐSLJÓS
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Það ætti að vera kappsmálEFTA-ríkjanna þriggjasem standa að Evrópskaefnahagssvæðinu að
styrkja tveggja stoða kerfið og
standa vörð um trúverðugleika
stofnana þess. Þá þarf að leggja
grunn að meiri festu í allri stjórn og
meðferð EES-mála hérlendis. Þetta
er á meðal þess, sem starfshópur um
EES-samstarfið leggur til, en
skýrsla hópsins var kynnt í
utanríkisráðuneytinu í gær.
Í hópnum, sem Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisráðherra skipaði
í lok ágúst 2018, sátu þau Björn
Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, og
lögfræðingarnir Kristrún Heimis-
dóttir og Bergþóra Halldórsdóttir.
Leggur hópurinn meðal annars til að
komið verði á fót sérstakri stjórn-
stöð EES-mála innan stjórnsýsl-
unnar með föstu starfsliði, sem geti
fylgst með öllu er varðar samstarfið
á mótunar- og framkvæmdastigi.
Guðlaugur Þór segir að hann
vonist til þess að skýrslan geti orðið
grunnur að málefnalegri umræðu
um þátttöku Íslands í EES-
samstarfinu, en til þessa hafi um-
ræða um samninginn snúist um of
um lagatæknileg atriði. „Ég er al-
gjörlega sammála niðurstöðu skýrsl-
unnar og hef lagt á það áherslu að
við erum okkar eigin gæfu smiðir
þegar kemur að samningnum,“ segir
utanríkisráðherra. „Það er alfarið
undir okkur komið hvernig við gæt-
um okkar hagsmuna, hvernig hann
nýtist okkur og okkar fólki.“
Þörf áminning um vægi EES
Guðlaugur segir skýrsluna
sömuleiðis veita þarfa áminningu um
það hversu mikið EES-samning-
urinn hafi gefið þjóðinni. Það sé
sama hvort horft sé á þau áhrif sem
hann hafi haft fyrir til dæmis þá
40.000 námsmenn sem hafi nýtt sér
ERASMUS+-samstarfið eða bara
þau réttindi sem þyki sjálfsögð í dag,
að geta lifað og starfað hvar sem er
innan svæðisins. „Og þeir sem komu
honum í gegnum þingið á sínum
tíma, sem var mjög erfitt, mega hafa
mikla þökk fyrir,“ segir Guðlaugur.
Hann ítrekar að enginn muni
gæta hagsmuna Íslands nema við
sjálf og því hafi eitt af fyrstu verkum
hans sem utanríkisráðherra verið að
setja af stað vinnu til þess að efla
hagsmunagæslu þjóðarinnar á vett-
vangi EES-samningsins. Í niður-
stöðum skýrslunnar komi hins vegar
fram góðar ábendingar til frekari
úrbóta sem þing og þjóð þurfi að
fara vel yfir. „Okkar sterkasta vopn í
þeirri hagsmunagæslu er þekking
og við þurfum að efla sérfræðiþekk-
ingu okkar og langtímaminni í
stjórnarráðinu til að geta beitt því
með sem bestum hætti.“
Norrænt samstarf virkjað
Í skýrslunni er meðal annars
vikið að þeim möguleika að norrænt
lagasamstarf verði virkjað til meiri
áhrifa við mótun ESB-löggjafar.
Guðlaugur Þór segir að aðstæður í
heiminum í dag kalli á það að sam-
starf norrænu ríkjanna sé eflt. „Mér
finnst það því mjög góð og þörf
ábending að styrkja samstarfið enn
frekar og kannski formgera með ein-
hverjum hætti.“
Guðlaugur bætir við að auðvitað
höfum við til þessa notið norrænu
fjölskyldunnar okkar í þessu sam-
starfi. „Og þær eru fyrstu þjóðirnar
sem við leitum til, til dæmis í hags-
munagæslu okkar, hvort sem það er
á vettvangi EES eða gagnvart
ESB.“
Brýnt að efla hags-
munagæslu Íslands
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
EES-samstarfið Skýrsla starfshópsins var kynnt í gær. Frá vinstri: Berg-
þóra Halldórsdóttir, Kristrún Heimisdóttir og Björn Bjarnason.
Nánari umfjöllun um vinnu
starfshópsins er á mbl.is.
mbl.is
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það bar til tíð-inda í liðinniviku að Imr-
an Khan, forsætis-
ráðherra Pakist-
ans, ákvað að nýta
tækifærið í ræðu sinni á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna til að vara við því, að
framferði Indverja í Kasmír-
héraði á undanförnum mán-
uðum gæti leitt til stríðs á milli
Indverja og Pakistana.
Herlög hafa ríkt í héraðinu,
sem löngum hefur verið bitbein
nágrannaríkjanna tveggja, frá
því í ágúst síðastliðnum, þegar
Narendra Modi, forsætisráð-
herra Indlands, lét nema sjálf-
stjórn héraðsins úr gildi. Pak-
istanar saka að auki Indverja
um að hafa staðið að alls kyns
kúgun gagnvart Kasmír-búum,
sem flestir aðhyllast íslamstrú.
Á móti hafa Indverjar sakað
Pakistana um að styðja við
bakið á hryðjuverkaöflum inn-
an Kasmír-héraðs, og í febrúar
brutust út skærur á landamær-
um ríkjanna þegar Indverjar
hugðust refsa fyrir þann
meinta stuðning.
Vert er að hafa í huga að rík-
in hafa háð fjórar styrjaldir sín
á milli, en einungis ein þeirra
var eftir að bæði ríkin víg-
væddust kjarnorkuvopnum í
óþökk annarra ríkja. Þá mun
hafa munað litlu að Pakistanar
teldu sig þurfa að beita þeim.
Og Khan talaði enga tæpitungu
á föstudaginn um það að „allt
gæti gerst“ og að Pakistanar
myndu verja sig fram í rauðan
dauðann ef styrjöld brytist út.
Sagði hann að auki
beint út, að þegar
um kjarnorku-
vædd ríki væri að
ræða hefðu slík
átök afleiðingar
langt út fyrir landsteina
ríkjanna sem tækjust á.
Kjarnorkuhótanir Khan ber
því að taka alvarlega. Og víst
er, að verði styrjöld um Kasm-
ír að veruleika, þurfa ríki
heims að huga vandlega að því
að hún breytist ekki í eitthvað
annað og miklu verra. Og mið-
að við þau viðbrögð sem ræðan
fékk í héraðinu, þar sem óeirð-
ir brutust út sem kölluðu á
hörð viðbrögð lögreglu og út-
göngubann, virðist sem kveiki-
þráðurinn sé orðinn afar stutt-
ur.
Á sama tíma er ljóst, að hið
hörkulega framferði Indverja í
Kasmír hefur ekki orðið til
þess að auka stöðugleika í hér-
aðinu. Og séu þær ásakanir
sannar sem borist hafa um að
Indverjar hafi látið fangelsa og
jafnvel pyntað fjölda fólks í
héraðinu, þar á meðal stjórn-
málamenn og forkólfa í við-
skiptalífi þess, án þess að það
hafi nokkuð til saka unnið, er
einnig spurning hvernig ríki
heims geta beitt sér þannig að
sjálfsögð mannréttindi séu virt
í fjölmennasta lýðræðisríki
heims á sama tíma og reynt er
að draga úr þeirri spennu sem
nú ríkir. Því miður bendir hins
vegar flest til þess að Kasmír-
hérað verði bitbein milli þess-
ara tveggja kjarnorkuvelda um
nána framtíð.
Hótanir Pakistana
og harka Indverja
eru áhyggjuefni}
Kasmír í skotlínu
Klukkan tifar ogþað nær til
alls. En þeir sem
fylgjast með
breskum miðlum
sjá að víða gengur
klukkan í mynd og
sekúndur verða
loks að dögum sem standa
sífellt færri eftir fram að út-
göngustund. Þetta sjónarspil
vekur óneitanlega spennu og
fara tilfinningarnar eftir við-
horfum hvers og eins til at-
burðarins.
Kannanir sýna að sífellt
fleiri vilja að staðið verði við
útgönguna, hvort sem svokall-
aður útgöngusamningur verð-
ur fyrir hendi eða ekki. Enn
reyna sterk öfl sem einskis sví-
fast að gera allt sem þau mega
til að hindra að þjóðarvilji
Breta nái fram að ganga. Enn
muna margir að klukkurnar
hafa tifað áður á sjónvarps-
skjáum sem sýndu hversu
langt væri í að þjóðin losnaði
úr þeim viðjum sem kosið var
um.
Theresa May
hafði margendur-
tekið að „brexit
þýddi brexit“ og
það yrði staðið við
útgöngudagsetn-
inguna 29. mars,
enda væri hún
bundin í lög. Og allir vita
hvernig það fór allt saman.
Ekki var að marka það sem for-
sætisráðherrann hafði sagt og
til vinnubragða hennar má
rekja þau vandræði sem veiktu
stórlega alla samningsstöðu um
„útgöngusamning“ sem er þess
utan ómerkilegt aukaatriði við
hlið útgöngunnar sjálfrar.
Síðustu fréttir gefa til kynna
að þau tvö ríki sem öllu ráða í
Evrópusambandinu telji nú
orðið líklegra en áður að Boris
Johnson takist að koma Bret-
um út „án samnings“ og séu því
orðin líklegri til eftirgjafar en
þau voru á meðan treyst var á
getu 5. herdeildarinnar í bresk-
um stjórnmálum. Sé það mat
rétt, sem er alls óvíst, eru það
nokkur tíðindi.
Nokkurrar bjartsýni
gætir um að við-
semjendur Breta
kunni að sýna meiri
sanngirni en áður}
Enn og aftur tifar klukkan
Þ
etta hlaut að enda með ósköpum. Ég
fór að senda æ fleiri sérfræðinga til
Íslands. Þeir skoðuðu höfuðstól og
eignarhald bankanna en þeir gátu
ekki útskýrt hvaðan þeim bærist
fjármagn til þess að halda áfram að vaxa.“
Sænski seðlabankastjórinn árin 2006-7 talar.
Hann þekkti vel til Íslands og kom hingað
meira að segja sumarið 2006 í veiðiferð í boði
seðlabankastjórans og skemmti sér hið besta. Í
lok ferðarinnar dró hann þennan íslenska koll-
ega sinn til hliðar og sagði við hann: „Það er
eitthvað að bönkunum hjá ykkur. Við höfum
nokkra reynslu af svona málum. Hringdu hve-
nær sem er og þá getum við rætt málið.“
Þessi frásögn kemur úr nýrri bók Sveins
Haralds Øygards, Norðmannsins sem var
seðlabankastjóri á Íslandi í nokkra mánuði árið
2009. Hann rekur mörg teikn um komandi erfiðleika. Með-
al annars segir hann frá því hvernig bankarnir lánuðu
hver öðrum í hringtengingu verðlaus skuldabréf, þar sem
Landsbanki lánaði Kaupþingi, sem lánaði svo Glitni sem
aftur lánaði Landsbanka. Engin verðmæti urðu til, en
bankarnir áttu allt í einu allir skuldabréf þar sem skuldu-
nauturinn var „traustur“ banki. Skuldabréfin, sem kölluð
voru ástarbréf, voru notuð sem trygging í Seðlabanka Ís-
lands sem veitti bönkunum glaður lán gegn svona
„öruggri“ tryggingu.
Lán Seðlabankans til viðskiptabankanna voru lengst af
óveruleg, en haustið 2005 fóru þau að aukast og uxu svo
um hundruð milljarða á hverju ári fram að hruni. Bankinn
sat uppi með innistæðulaus ástarbréfin eins og
svikinn elskhugi og þjóðin fékk skellinn.
Seðlabanki Evrópu hafði líka tekið granda-
laus við þessum tryggu bréfum, en í mars 2008
lokaði Jean Claude Trichet, þáverandi seðla-
bankastjóri Evrópu, á viðskiptin. Seðlabanki
Íslands hélt áfram sinni starfsemi fram að
hruni. Øygard segir: „Annar seðlabankanna
tveggja varð ekki fyrir neinu tjóni. Hinn varð
að endurfjármagna.“
Í bókinni er vitnað í reyndan norrænan
bankamann, Trygve Young: „Seðlabanka-
fjármögnun á að nota í neyð og til skamms
tíma. Það gengur einfaldlega ekki að nota hana
til þess að fjármagna vöxtinn. Bankarnir bera
stærstu ábyrgðina, en Fjármálaeftirlitið og
Seðlabankinn áttu að vita betur.“ Í Seðlabank-
anum vissu auðvitað sumir í hvað stefndi, en
óttuðust að valda kreppu með því að benda á það óumflýj-
anlega. Á meðan stækkaði bólan.
Øygard gerir sér grein fyrir því að barátta aðalleikar-
anna snýst núna um að breyta fortíðinni. „Enn þann dag í
dag eru margir sem komu við sögu, bankamenn og stjórn-
málamenn, að ráða til sín sagnfræðinga til að segja sögur
sínar og móta frásögnina af atburðunum. Ýmist greiða
þeir þeim sjálfir eða skattgreiðendur eru látnir blæða.
Aðrir skrifa bara bækur.“
Sænski seðlabankastjórinn fékk aldrei símtal frá ís-
lenskum kollega sínum.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Frásögn um margboðað hrun
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Starfshópurinn kannaði meðal
annars fjölda laga sem samþykkt
hefðu verið hér á landi sem ættu
beinan uppruna í aðild Íslands að
EES. Í þeirri samantekt kom
fram, að af 3.071 lögum sem
samþykkt hefðu verið á tíma-
bilinu frá 1993 til 2019, hefðu
485 átt beinan uppruna í aðild-
inni að EES-samningnum, eða
sem samsvarar um 15,8% af allri
lagasetningu.
Björn Bjarnason, einn af höf-
undum skýrslunnar, bendir á að
margt af þeim lögum sem séu tal-
in með í þessari tölu sé endur-
nýjun á eldri löggjöf þegar hún er
uppfærð. Þá sé í mörgum málum
mikilvægt að vera með sambæri-
lega löggjöf. Björn nefnir sem
dæmi nýleg lög um netöryggis-
mál, sem erfitt hefði verið fyrir
okkur að semja á eigin spýtur og
fá viðurkennd þannig. „Þegar
þannig lög eru sett sem spanna
mörg landamæri, verðum við að
taka mið af því og hafa í huga að
löggjöfin sé viðurkennd af öllum.“
16% af allri
lagasetningu
LAGASETNING VEGNA EES