Morgunblaðið - 02.10.2019, Page 20

Morgunblaðið - 02.10.2019, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 ✝ Ingibjörg Sig-mundsdóttir fæddist 23. mars 1942 í Túni í Flóa. Hún lést á Landspít- alanum 24. sept- ember 2019. Foreldrar henn- ar voru Sigmundur Ámundason, f. 12.3. 1906, d. 8.10. 1976, bóndi í Túni á Laug- um og í Hraun- gerði, Hraungerðishreppi, Ár- nessýslu, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 28.12. 1910, d. 27.4. 1996, húsfreyja í Túni, á Laugum og í Hraungerði. Systk- ini Ingibjargar eru Guðmundur Heiðar, f. 14. júlí 1935, Svavar, f. 7. september 1939, og Ragnheið- ur, f. 23. apríl 1946. Ingibjörg ólst upp á Laugum urjón Margeir, f. 22. júlí 1937, Laufey Sveinfríður, f. 26. janúar 1940, Jóna Heiðbjört, f. 11. októ- ber 1943, og Valgerður, f. 24. mars 1946. Ingibjörg og Albert bjuggu fyrstu búskaparárin á stúd- entagarði í Ósló, þar sem Albert stundaði háskólanám og Ingi- björg vann í stúdentamötu- neytinu. Árið 1968 fluttu þau til Íslands og settust að í Hafnar- firði. Eftir heimkomuna aflaði Ingibjörg sér frekari menntunar og hóf störf sem læknaritari á Landspítalanum og starfaði þar til starfsloka 2009. Kjörsonur Ingibjargar og Alberts er Óskar Bergmann Albertsson, f. 14.10. 1974, starfs- maður í Ásgarði handverkstæði, Álafossvegi 22, Mosfellsbæ. Ingibjörg var lengi virk í starfi Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju og var mörg ár í stjórn Sálarrannsóknarfélagsins í Hafnarfirði. Útför Ingibjargar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 2. október 2019, klukkan 13. og Hraungerði og sótti barnaskóla á Þingborg og svo framhaldsnám í Miðskólanum á Sel- fossi. Veturinn 1961-1962 var hún nemandi við Hús- mæðraskóla Suður- lands að Laugar- vatni. Hinn 19. ágúst 1962 giftist Ingi- björg eftirlifandi eiginmanni sín- um Albert H.N. Valdimarssyni, f. 15. október 1938 í Hreiðri, Holta- hreppi, Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Valdimar Sigurjónsson, f. 12. ágúst 1900, d. 30. júlí 1986, og Guðrún Margrét Albertsdóttir, f. 4. desember 1902, d. 29. apríl 1970. Systkini Alberts eru Sig- Haustið heilsar með veður- blíðu. Mamma mín kvaddi þetta líf með sól í hjarta. Hún var ekki eingöngu mamma mín heldur líka kletturinn í lífi mínu. Ég kom inn í líf mömmu og pabba þegar ég var fimm ára gamall og þau tóku mig í fóstur. Mamma var ákveðin í því að taka þennan veika snáða að sér sem var alls ekki sjálfgefið. En mamma og pabbi bjuggu mér gott og fallegt heimili. Mamma var stórkostleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Við vorum dugleg að fara í leik- hús frá því að ég var átta til níu ára gamall og að því bý ég enn. Takk mamma. Við vorum líka dugleg að ferðast, bæði innan lands og til útlanda. Mamma var frábær í eldhúsinu, bakaði og eldaði góðan mat. Jólakökurnar hennar voru varla komnar úr ofninum þegar þær voru búnar. Ég byrjaði snemma að kíkja í pottana hjá mömmu og mamma sagði við mig: „Ekki detta ofan í pottinn, Óskar minn!“ Mamma hafði gaman af því að prjóna og var eiginlega eins og prjónaverk- smiðja. Húfur, vettlingar, treflar og margt fleira rann úr hönd- unum á henni og margt af því gaf hún til góðgerðarmála. Minningabankinn er stór og ég þakka þér fyrir öll þessi góðu ár, mamma mín. Óskar B. Albertsson. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Það er margs að minnast er við nú kveðjum elskulega mág- konu okkar hana Ingibjörgu. Hún kom ung stúlka inn í fjöl- skyldu okkar, broshýr og elsku- leg. Hún varð strax sem ein af okkur systrum og foreldrar okk- ar eignuðust fjórðu dótturina. Albert og Ingibjörg giftu sig í Hraungerðiskirkju 19. ágúst 1962. Síðan lá leið þeirra til Noregs þar sem Albert lagði stund á nám en Ingibjörg vann í mötuneyti, en fjárhagur leyfði ekki að bæði stunduðu nám. Eftir heimkomuna lærði Ingi- björg til læknaritara og starfaði við það allt þar til hún hætti sökum aldurs. Þau hjón tóku í fóstur og ætt- leiddu ungan dreng, Óskar Bergmann. Strax varð hann mikill sólargeisli í lífi þeirra og nú í þessum erfiðu veikindum hefur hann staðið sem klettur við hlið móður sinnar og verið foreldrum sínum mikill stuðn- ingur. Við systkinin erum samhent- ur hópur og hafa Ingibjörg og Albert verið ómetanlegur hlekk- ur í keðju afkomendanna frá Hreiðri. Saman hafa þau ferðast mikið innanlands sem utan og ræktað fjölskyldu- og vináttu- bönd. Oft hefur leið þeirra legið hingað austur fyrir fjall og á æskuslóðir Alberts í Hreiðri. Ingibjörg var félagslynd og starfaði hún með kvenfélagi þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði og sótti félagsstarf eldri borgara, aðallega spilavistina. Hún hafði mjög gaman af því að spila og þegar þau komu í heimsókn var ætíð gripið í spil. Okkur er þakklæti efst í huga nú, fyrir að hafa átt Ingibjörgu að í öll þessi ár. Við þökkum henni samfylgdina og allar góð- ar stundir og óskum henni góðr- ar heimkomu á ströndinni fyrir handan þar sem ástvinir bíða í varpa. Alberti, Óskari og öðrum ást- vinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Laufey, Sigurjón, Jóna og Valgerður. Eftir því sem maður eldist gerir maður sér betur grein fyr- ir því hversu mikil forréttindi eru falin í góðri og samheldinni fjölskyldu og því að vera um- kringdur fólki sem þykir vænt um mann og er tilbúið til að styðja mann í hvívetna. Mamma okkar á fjögur systk- ini og eru þau og fjölskyldur þeirra öll dýrmætur og mikil- vægur hluti af okkar lífi. Und- anfarið hefur fækkað í hópnum og í dag kveðjum við Ingi- björgu, eiginkonu Alberts, móð- urbróður okkar. Þau hjónin og sonur þeirra hann Óskar hafa verið hluti af okkar fjölskyldu alla tíð. Minningarnar eru margar og allar góðar um Ingibjörgu, sem ávallt var brosmild og glöð. Allt- af ánægð yfir því að hitta okkur og alltaf fyrst til að heilsa með þéttu faðmlagi og kossi. Samverustundirnar voru margar og ánægjulegar. Það var ævintýri fyrir okkur að eiga frændfólk í Hafnarfirði sem ávallt tók okkur opnum örmum. Fyrst á Álfaskeiðinu, þar sem það að búa í blokk var eitt og sér nóg til að landsbyggðarfólk- ið fylltist undrun og aðdáun, en síðar varð umhverfið á Öldugöt- unni uppspretta leikja og ævin- týra. Það ríkti eftirvænting hjá okkur systkinum þegar þau hjónin tóku að sér lítinn dreng, hann Óskar, en hann varð fljótt mikill gleðigjafi, ekki bara hjá þeim heldur okkur einnig. Milli hans og mömmu hans hefur ver- ið einstakt samband og hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hversu góður hann hef- ur verið við mömmu sína í veik- indum hennar. Alla okkar ævi hafa Ingi- björg, Albert og svo Óskar verið hluti af okkar fjölskyldu. Af- mælisveislur, hátíðisdagar og venjulegar helgar voru ekki eins ef þau voru ekki með okkur. Við vorum þeirra og þau voru okk- ar. Að leiðarlokum viljum við þakka Ingibjörgu einstaka hlýju í okkar garð og allar ánægju- stundirnar sem við höfum átt saman. Alberti og Óskari vott- um við okkar innilegustu samúð, þeirra er missirinn mestur. Aldís, Valdimar, Guðrún, Sigurbjörg og fjölskyldur, Hveragerði. Ingibjörg frænka mín hafði ekki mörg orð um hlutina en lét verkin tala. Við frænkur, sem í grunninn erum ættaðar frá Kambi í Flóa, höfum fylgst að gegnum skóla lífsins með viðkomu í Hús- mæðraskóla Suðurlands á Laug- arvatni fyrir margt löngu. Eftir þann góða vetur 1961-2 varð til saumaklúbburinn „Húsóskvísur“ sem hefur það að markmiði að lifa fyrir líðandi stund í gleði og sorg og auðvitað hafa handa- vinnuna að leiðarljósi. Ýmislegt hefur verið brallað og alltaf var hún til í sprellið, en ekki féll henni verk úr hendi þó að mikið væri spjallað og hlegið. Og dásamlegt var að fylgjast með frænku þegar móðurhlutverkið brast á og þau Albert ljómuðu af gleði og stolti, og ekki var síður fallegt að fylgjast með elsku Óskari vaxa og dafna í þeirra skjóli. Kæra frænka, hafðu hjartans þökk fyrir þína ljúfu návist og visku á lífsins leið, alltaf svo sterk og til staðar. Við í „saumó“ söknum sannarlega góðrar vinkonu en við þykjumst vita að vel hafi verið tekið á móti þér af þeim sem farnar er á undan. Elsku Albert, Óskar og fjöl- skylda. Megi ljós lífsins lýsa ykkur leið. Blessuð sé minning heiðurs- konunnar Ingibjargar Sig- mundsdóttur. Fyrir hönd saumaklúbbsins „Húsóskvísur“, Hjördís Geirsdóttir. Ingibjörg Sigmundsdóttir Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Yoga með Grétu 60+ kl. 12.15 og 13.30. Söngstund kl. 13.45, allir velkomnir. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni kl. 15. Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12. Léttur hádegisverður á eftir fyrir þá sem vilja, gegn vægu gjaldi. Opið hús, félagsstarf full- orðinna í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13 til 16. Þar er boðið upp á stólaleikfimi með Öldu Maríu íþróttafræðingi. Spjöllum, kíkjum í blöðin og höfum gaman. Kaffi á eftir í boði kirkjunnar. Allir hjartan- lega velkomnir. Árskógar Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Bridge kl. 12.15. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegis- matur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535 2700. Boðinn Handavinnustofa er opin frá kl. 9-15. Harmonikuspil og söngur kl. 13.30. Sundleikfimi kl. 14.30. Breiðholtskirkja Félagsstarf eldri borgara kl. 13.15. Hefst með kyrrðarstund og léttum hádegisverði kl. 12. Bústaðakirkja Listamánuður í Bústaðakirkju hefst miðvikudaginn 2. október með hádegistónleikum kl 12.05. Þar verða tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Hlöðver Sigurðsson, Marteinn Snævarr og Örn Árnason í miklu stuði við undirleik Jónasar Þóris kantors. Súpa í safnaðarsal á eftir. Félagsstarfið heldur áfram til kl 16 með kaffinu góða og hefðbundinni dagskrá. Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Framhaldssagan Bör Börson kl. 10.30. Hádegismatur alla virka daga kl. 11.30-12.20 og kaffi kl. 14.30- 15.30. Zumba með Carynu kl. 12.30. Frjáls spilamennska kl. 13. Handavinnuhópur kl. 13-16. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Jóga kl. 9. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Salatbar kl. 11.30-12.15. Zumbaleikfimi kl. 13. Kraftganga kl. 14. Tálgun með Valdóri kl. 13.30-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Bókmenntahópur kl. 19.30-21. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar i síma 411- 2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9. Postulínsmálun kl. 9. Minigolf kl. 10. Tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10.30. Bókband kl. 13. Myndlist kl. 13.30. Dans með Vitatorgsbandinu kl. 14. Frjáls spila- mennska kl. 13-16.30. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Verið öll hjartan- lega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411 9450. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Vatnsleikf. kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikf Ásg. kl. 9.30. Kvennaleikf. Sjál. kl. 10.30. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Leir, Smiðja, Kirkjuhv. kl. 13. Zumba salur, Strikið 8. kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurðurm/leiðbeinanda kl. 9-12. Qigong 10-11. Línudans kl. 11-12. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Útskurður / Pappamódel m/leiðb. kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Döff Félag heyrnalausra kl. 12.30-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 Boccia-opinn tími, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 Félagsvist FEBK, kl. 13 postulínsmálun. Guðríðarkirkja Félagsstarf eldriborgara kl. 12. Helgistund í kirkjunni og söngur. Sviðaveisla í safnaðarheimilinu á eftir helgistund. Ástvaldur Traustason spilar á harmonikku undir borðhaldi. Verð kr. 1500.-. Hlökkum til að sjá ykkur. Sr. Leifur Ragnar, Hönn og Lovísa. Gullsmára Myndlist kl 9.30. Postulínsmálun, kvennabridge, silfur- smíði kl. 13. Línudans fyrir lengra komna kl 16. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr dagurinn og allir velkomnir. Boccia kl.10-11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9. og 13. Leir, Skólabraut kl. 9. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn, Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna, Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Félagsvist á morgun fimmtudag kl. 13.30. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10. Kaffi og rúnstykki eftir göngu. Vantar þig pípara? FINNA.is     Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. MinningargreinarHjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð ogvináttu við andlát og jarðsöng elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, DAGBJARTAR RAGNHILDAR BJARNADÓTTUR Rauðalæk 21, Reykjavík, frá Berserkseyri, Eyrarsveit. Innilegar þakkir færum við starfsfólki á vegum Reykjavíkurborgar, á dvalarheimilinu Hrafnistu og á Landspítalanum fyrir alúð og góða umönnun. Yngvi Pétursson Marta Konráðsdóttir Kristín Pétursdóttir Ásta Bjarney Pétursdóttir Nicolai Jónasson Linda Björk Pétursdóttir ömmubörn og langömmubörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR ELÍNAR DAVÍÐSDÓTTUR, Kringlunni 43, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjartadeildar 3H Hringbraut fyrir góða umönnun. Egill Skúli Ingibergsson Kristjana Skúladóttir Þórólfur Óskarsson Valgerður Skúladóttir Gunnar Helgi Sigurðsson Inga Margrét Skúladóttir Ólafur Björnsson Davíð Skúlason Fanney Dóra Hrafnkelsdóttir ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.