Morgunblaðið - 02.10.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.10.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. 50 ára Jónas er Hver- gerðingur í húð og hár. Hann er bílstjóri og lag- ermaður hjá heildsölu- fyrirtækinu NPK sem er staðsett á Flúðum. Fyrirtækið flytur inn vörur fyrir garðyrkju- stöðvar. Maki: Hugrún Ólafsdóttir, f. 1971, bókari hjá Truenorth. Börn: Arnar Már, f. 1991, Dagný Alma, f. 1993, og Elvar Elí, f. 1995. Barnabarn er Díana Ýr Arnarsdóttir, f. 2018. Foreldrar: Birgir Hafsteinn Oddsteins- son, f. 1941, fyrrverandi verktaki, og Guð- rún Erna Jónsdóttir, f. 1942, vann lengst á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Þau eru búsett í Hveragerði. Jónas Páll Birgisson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fáðu aðra í lið með þér til þess að ná markmiði þínu. Nú er rétta tímasetn- ingin til þess að kaupa eitthvað sem þú ert stoltur af. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur haft í mörgu að snúast og þarft eiginlega að læra að verja sjálfan þig betur. Dreifðu áhættunni þannig að þú þurfir ekki að sitja uppi með sárt ennið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Forðastu rifrildi um peninga eða átök um sameiginlegar eignir. Gættu þess að afla nákvæmra upplýsinga áður en þú grípur til aðgerða. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Eitthvað á eftir að koma þér svo á óvart að þú munt undrast þín eigin við- brögð. Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Kröfurnar í vinnunni standa í vegi fyrir því að þú getir sinnt heimilinu sem skyldi. Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér þótt aðrir kalli á athygli þína. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú stendur frammi fyrir viðamikilli ákvörðun og verður að gefa þér góðan tíma til þess að kanna allar hliðar mála. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú gætir fundið fyrir tilfinningum í garð einhverrar manneskju sem er mjög ólík þér. Fólk er móttækilegt fyrir við- ræðum um langtímalausnir á vanda- málum augnabliksins. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það eru allir hlutir á fleygiferð í kringum þig og þér finnst erfitt að hafa hendur á því sem þú vilt fá. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú vilt bara leika þér og njóta lífsins en þarft að beina huganum að al- varlegri málum. Fljótt skipast ský á lofti, og í kvöld hefurðu ná verulegum árangri. 22. des. - 19. janúar Steingeit Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti. Fólk sem er að kynn- ast þér á það til að opna sig fyrir þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ást og daður sveipa daginn rómantískum blæ. Njóttu góðrar vináttu og taktu öllum heimboðum fagnandi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér finnast sumar persónulegar skoðanir starfsfélaga þinna út í hött. Stundum er nauðsynlegt að halda fólki í ákveðinni fjarlægð. miltisbruna um allt land í 14 ár ásamt Ólöfu Erlu konu minni og fljótlega er von á skýrslu frá okkur. Á næstunni eru að koma út tveir hljómdiskar með 60 sönglögum eft- ir mig og þar af eru 40 með textum eftir mig. Elsta lagið á disknum er 58 ára og yngsta lagið er samið á þessu ári. Ég er svo heppinn að vera með 28 úrvals einsöngvara á plötunni og þrjá kóra sem flytja lögin. Betri er enginn hefur verið Guðmundur Eiríksson, söngstjóri Hörpukórsins, sem hefur aðstoðað margháttað við útgáfuna, og Karl Þór Þorvaldsson sá um upptöku flestra laganna og margir þeirra komu að því líka. Ég hef verið heilsuhraustur en fékk gáttaflökt sem læknaðist ekki með vélum svo ég ákvað að reyna að gleðja a.m.k. einn á dag með gamansögum, og þá læknaðist þetta, en starf mitt hefur orðið til þess að ég þekki fólk um allt land.“ Hólar hafa gefið út bækurnar Sig- urður dýralæknir I og II og Sig- urðar sögur dýralæknis. Sigurður fagnar afmælinu á bökkum Dónár. Fjölskylda Sambýliskona Sigurðar er Ólöf Erla Halldórsdóttir, f. 11.10. 1940, frá Búrfelli í Grímsnesi, fyrrver- andi bankastarfsmaður. Eiginkona verndar íslenska fínullarfénu frá Skriðuklaustri, hefur beitt sér gegn innflutningi fósturvísa úr norskum kúm og fyrir varðveislu íslenska kúakynsins. Hann er virkur félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni og Kvæðamannafélaginu Árgala á Sel- fossi og kom að stofnun Kvæða- mannafélagsins Snorra í Reykholti. „Ég hef aldrei hætt að vinna. Ég hef verið að leita að og staðsetja S igurður Sigurðarson fæddist 2. október 1939 á Sigurðarstöðum í Bárðardal og ólst þar upp til þriggja ára ald- urs. Hann átti heima að Keldum á Rangárvöllum til sjö ára aldurs, síðan á Selalæk í sömu sveit en flutti þaðan á tíunda ári að Hemlu í Vestur-Landeyjum og átti þar heima fram yfir tvítugt. Sigurður gekk í Skógaskóla, lauk stúdentsprófi frá MA 1961, dýra- læknisprófi frá Norges Veterinær- högskole í Ósló 1967, M.Sc.-prófi í meinafræði búfjár við Dýralækna- skólann í London 1970, og sér- fræðiprófi í sjúkdómum sauðfjár og nautgripa í Ósló 1995. Þá var hann við framhaldsnám og fór í náms- og fyrirlestraferðir í dýralæknis- fræðum á Suður-Grænlandi og í ýmsum fleiri löndum. Sigurður var rannsóknarmaður hjá Sauðfjárveikivörnum sumrin 1963-67, gegndi embætti héraðs- dýralæknis hér á landi og í Dram- men í Noregi meðfram námi, kenndi við Bændaskólann á Hvann- eyri 1968 og 1975-2000, sinnti rann- sóknum við Tilraunastöðina á Keld- um 1968, var sérfræðingur sauðfjársjúkdómanefndar 1969-73 og framkvæmdastjóri hennar 1976- 78, sérfræðingur hjá embætti yfir- dýralæknis frá 1973, var settur yfirdýralæknir 1987, var forstöðu- maður rannsóknardeildar Sauð- fjárveikivarna á Keldum 1969 og 1970-93 og síðan hjá yfirdýralækni, sérfræðingur í sauðfjár- og naut- gripasjúkdómum á Keldum frá 1995 og var fenginn út að til vinna baráttu gegn gin- og klaufaveiki í Englandi og Wales 2001. „Það vantaði dýralækna með reynslu af sjúkdómum í jórturdýrum.“ Sig- urður var einnig í Finnmörku í Noregi til að kynna sér sjúkdóma í hreindýrum 2003-2004. „Mig grun- aði að riðuveiki gæti fundist í hreindýrum og það reyndist vera rétt síðar.“ Sigurður hefur verið sérfræðingur við Matvælastofn- unina á Selfossi frá 2006. Sigurður sat í dýraverndarnefnd, í Tilraunaráði landbúnaðarins, í fóðurnefnd, í stjórn félags til Sigurðar var Halldóra Einarsdóttir, f. 21.3. 1942, d. 26.9. 2000, hand- íðakona og hönnuður. „Lífsham- ingja mín hefur falist í því að ég hef verið einstaklega kvenheppinn.“ Börn Sigurðar og Halldóru eru 1) Sigurður Sigurðarson f. 1.6. 1969, tamningamaður, reiðkennari og hrossaræktarbóndi á Fosshólum í Holtum, giftur Sigríði Arndísi Þórðardóttur talmeinafræðingi, f. 3.12. 1977, börn þeirra eru Vilborg María, f. 1999, Sigurður Matthías, f. 2004, og Dagur, f. 2008. Börn Sigurðar með fv. sambýliskonu, Anítu Pálsdóttur, eru Róbert, f. 1992, og Rakel Dóra, f. 1998; 2) Ragnhildur Sigurðardóttir, f. 21.6. 1970, grunnskólakennari og golf- kennari á Íslandi og Spáni, búsett í Mosfellsbæ ásamt sambýlismanni sínum, Jóni Andra Finnssyni smið, f. 11.3. 1973, börn hennar með fv. sambýlismanni, Þorvarði Frið- björnssyni, eru Hildur Kristín, f. 1992 og Lilja, f. 1994. Dætur Jóns Andra eru Alexandra, f. 1995, og Sara Sif, f. 2001; 3) Einar Sverrir Sigurðarson, f. 3.9. 1973, bifvéla- virkjameistari og rekur Bifreiða- verkstæði Reykjavíkur, giftur Steingerði Ingvarsdóttur, líffræð- ingi og fjármálastjóra, f. 15.1. 1974. Börn þeirra eru Daníel Freyr, f. 1994, Elísabet Líf, f. 1999, Ingvar Sverrir, f. 2005, og Halldór Sverrir, f. 2013; 4) Sölvi Sigurðarson, f. 12.1. 1978, reiðkennari og tamningamaður, nýfluttur heim frá Danmörku. Sambýliskona Sölva var Álfhildur Leifsdóttir og börn þeirra eru Halldóra, f. 2006, Sindri, f. 2007, og Katla, f. 2013. Bróðir Sigurðar er Skúli Jón Sig- urðarson, f. 20.2. 1938, fyrrv. fram- kvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn og fyrrv. formaður Rannsóknar- nefndar flugslysa, kvæntur Sjöfn Friðriksdóttur kennara. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Sigurður Jónsson, f. 8.1. 1909, d. 24.10. 1939, bóndi og smiður á Sig- urðarstöðum i Bárðardal, og Krist- ín Skúladóttir, f. 30.3. 1905, d. 13.6. 1995, farkennari í Landeyjum og Flóa og síðast í Hemlu. Síðari mað- ur Kristínar var Ágúst Andrésson, bóndi í Hemlu. Sigurður Sigurðarson dýralæknir – 80 ára Á dansleik Ólöf Erla Halldórsdóttir og Sigurður Sigurðarson. Leitar að miltisbruna um allt land Börnin Sölvi, Einar Sverrir, Ragnhildur og Sigurður. 40 ára Gunnlaugur er Akureyringur og er raf- magnsverkfræðingur frá tækniháskólanum Chalmers í Gautaborg. Hann er sviðsstjóri iðn- aðarsviðs hjá verk- fræðistofunni Raftákn. Gunnlaugur er formaður Súlna, björg- unarsveitarinnar á Akureyri. Maki: Eydís Unnur Jóhannsdóttir, f. 1980, hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Börn: Arna Sigríður, f. 2007, Karen Lilja, f. 2010, og Elvar Búi, f. 2016. Foreldrar: Ólafur Búi Gunnlaugsson f. 1953, fv. starfsmaður Háskólans á Akur- eyri, og Agnes Jónsdóttir, f. 1959, skólaliði í Lundarskóla. Þau eru búsett á Akureyri. Gunnlaugur Búi Ólafsson Til hamingju með daginn Akureyri Ísak Atli Heið- dísarson fæddist 2. október 2018 kl. 3.36. Hann á því eins árs af- mæli í dag. Ísak Atli vó 16,5 merkur og var 54 cm langur. Móðir hans er Heiðdís Dröfn Bjarkadóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.