Morgunblaðið - 02.10.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 02.10.2019, Síða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn Þorskhnakkar Glæný lúða Klausturbleikja Glæný línuýsa Nýlöguð humarsúpa vopnabúr en á síðasta tímabili. Það gefur liðinu líka mikið að fá Kára og Emil aftur. Við höfum spilað lengi saman, ég, Hjálmar, Kári og Emil og það er mjög góð tenging á milli okk- ar allra. Við þekkjum hver annan mjög vel og það er líka frábært að fá þá aftur í klefann enda uppaldir Haukamenn.“ Ívar Ásgrímsson lét af störfum sem þjálfari Hauka í sumar eftir sex ár í Hafnarfirðinum en Israel Mart- ín, fyrrverandi þjálfari Tindastóls, tók við liðinu af Ívari. „Það hafa allir gott af smá breyt- ingu og það er kannski aðeins erf- iðara að rýna í liðið eftir þjálfara- breytingarnar. Ívar gerði frábæra hluti á þeim sex tímabilum sem hann var hérna og það voru kannski kom- in ákveðin takmörk fyrir því hvað hann gat kreist meira út úr hópnum. Þótt það sé söknuður að Ívari þá hefur Israel Martín komið inn með alveg nýja hugmyndafræði og það verður spennandi að prófa eitthvað alveg nýtt í vetur.“ Haukur ítrekar að það séu bjartir tímar framundan í Hafnarfirði eftir erfitt síðasta tímabil. „Haukar hafa lagt mikið í að halda sínum leikmönnum í félaginu í gegn- um tíðina og ég held að framtíðin hjá félaginu sé mjög björt. Að mínu mati eigum við að vera ofarlega í töflunni og fyrsta markmið vetrarins er að berjast um heimavallarréttinn í úr- slitakeppninni. Við erum ekki að horfa of mikið á einhver ákveðin sæti en heimavöllurinn hefur gert mikið fyrir okkur á undanförnum ár- um og markmið er að sjálfsögðu að halda því áfram því ég tel okkur vera með lið sem getur barist um titla.“ Hópur sem getur barist um alla titla Morgunblaðið/Hari Heimkoma Kári Jónsson er kominn aftur í Hauka eftir einn vetur í Barce- lona þar sem hann lék með B-liði félagsins en var lengi frá vegna meiðsla.  Haukur segir að það sé erfiðara að rýna í liðið eftir þjálfarabreytingarnar HAUKAR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka í körfuknattleik, er spenntur að hefja leik í úrvalsdeild karla. Stemningin fyrir komandi tímabili er góð í Hafnarfirði að sögn Hauks en liðið endaði í tíunda sæti deild- arinnar á síðustu leiktíð eftir að liðið varð deildarmeistari vorið 2018. „Það er mjög góð stemning í Hafnarfirðinum og við erum allir spenntir að hefja leik. Það er orðið ansi langt síðan það urðu stórar breytingar hjá Haukum þar til í sumar. Það er kominn nýr þjálfari, við höfum bætt við okkur sterkum leikmönnum og svo hafa lykilmenn snúið aftur. Það er þess vegna bjart- ara yfir þessu núna en á síðasta tímabili þar sem við misstum marga leikmenn. Þá er leikmannakjarninn frá síðustu leiktíð staðráðinn í að gera betur en í fyrra og við erum í raun bara búnir að bíða frekar lengi eftir því að byrja þetta.“ Þeir uppöldu komnir aftur Haukar hafa styrkt sig vel í sumar en þar ber helst að nefna endur- komu Emils Barja frá KR og Kára Jónssonar sem voru báðir lykilmenn þegar Haukar fóru í úrslit Íslands- mótsins árið 2016. „Þeir leikmenn sem við höfum bætt við okkur styrkja allir hópinn. Ef við horfum á liðið okkar á síðustu leiktíð þá vorum við með marga svipaða leikmenn á meðan við erum með mun meiri breidd núna. Við er- um þess vegna með mun öflugra MIÐHERJAR: Flenard Whitfield Yngvi Freyr Óskarsson Þjálfari: Israel Martin. Aðstoðarþjálfari: Vilhjálmur Steinarsson. Árangur 2018-19: 10. sæti. Íslandsmeistarar: 1988. Bikarmeistarar: 1985, 1986, 1996.  Haukar taka á móti Þór frá Ak- ureyri í fyrstu umferð deildar- innar annað kvöld og sækja síðan KR-inga heim í 2. umferðinni fimmtudaginn 10. október. BAKVERÐIR: Aron Ás Kjartansson Arnór Bjarki Ívarsson Emil Barja Gunnar Ingi Harðarson Haukur Óskarsson Ívar Alexander Barja Kári Jónsson FRAMHERJAR: Alex Rafn Guðlaugsson Gerald Robinson Hjálmar Stefánsson Kristinn Marinósson Kjartan Steinþórsson Þorkell Jónsson Lið Hauka 2019-20 KOMNIR Emil Barja frá KR Flenard Whitfield frá KW Titans (Kanada) Gerald Robinson frá ÍR Gunnar Ingi Harðarson frá Val Kári Jónsson frá Barcelona (Spáni) Yngvi Óskarsson frá Holbæk- Stenhus (Danmörku) FARNIR Daði Lár Jónsson, í fríi Hamid Dicko, óvíst Hilmar Smári Henningsson í Valencia (Spáni) Kristján Leifur Sverrisson, í fríi Magni Marelsson, meiddur Óskar Már Óskarsson, hættur Russell Woods, óvíst Sigurður Ægir Brynjólfsson í Leikni R. (lán) Breytingar á liði Hauka  Haukar verða í toppbaráttu í vetur eins og van- inn er þegar Kári Jónsson spilar með þeim.  Þeir eru aftur komnir með kjarnann sem varð deildarmeistari fyrir rúmu ári.  Þeir eru líka með þekktar stærðir í útlendingum í þeim Gerald Robinson, sem fór með ÍR í loka- úrslit síðasta vetur, og Flenard Whitfield.  Whitfield er mikill skorari en mér sýnist að hann þurfi smá tíma til að komast í sitt allra besta form, þar sem hann virkar nokkrum kílóum of þungur. Benedikt Guðmundsson um Hauka  Landsleikjatörnin á dögunum sat ekki í Andreu Jacobsen þegar hún mætti aftur til leiks hjá félagsliði sínu, Kristianstad, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Andrea skoraði 8 mörk þegar Kristianstad vann Skånela 30:23 á útivelli.  Þrír Íslendingar eru í liði 11. umferð- ar í rússnesku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu sem fram fór um nýliðna helgi hjá rússneska netmiðlinum news.ru. Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson sem leika með CSKA Moskva eru í liði umferðarinnar en þeir skoruðu hvor sitt markið í 3:0 sigri liðsins á útivelli gegn Ural. Þá er Jón Guðni Fjóluson einnig í liði umferð- arinnar en hann lék allan tímann í hjarta varnarinnar hjá Krasnodar sem vann 2:0 sigur á móti Arsenal Tula.  Helgi Sigurðsson, fráfarandi þjálf- ari Fylkis, mun stýra ÍBV í næstefstu deild karla á Íslandsmótinu í knatt- spyrnu næsta sumar. Helgi skrifaði í gær undir þriggja ára samning við ÍBV. Ian Jeffs og Andri Ólafsson stýrðu liðinu út tímabilið en Pedro Hipólito hóf leiktíðina sem þjálfari ÍBV. Hann var látinn fara í lok júní en ÍBV féll úr úrvalsdeildinni í sumar. Helgi var áður að- stoðarþjálfari hjá Víkingi. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.