Morgunblaðið - 02.10.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið:
HANDBOLTI
Grill 66 deild karla
Valur U – Þróttur ................................. 27:35
Staða efstu liða:
KA U 2 2 0 0 70:43 4
Þróttur 2 2 0 0 71:56 4
Þór Ak. 2 2 0 0 59:49 4
Haukar U 2 1 0 1 48:49 2
Valur U 2 1 0 1 58:56 2
Grill 66 deild kvenna
Selfoss – Fylkir..................................... 22:17
Staða efstu liða:
Selfoss 3 3 0 0 73:57 6
Fram U 2 2 0 0 62:47 4
ÍR 2 2 0 0 57:46 4
HK U 2 2 0 0 54:46 4
Grótta 2 1 0 1 51:54 2
FH 2 1 0 1 48:54 2
Fylkir 3 1 0 2 58:65 2
Þýskaland
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Leipzig – Melsungen ........................... 27:30
Viggó Kristjánsson skoraði ekki fyrir
Leipzig.
Spánn
Barcelona – Granollers....................... 38:24
Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk fyrir
Barcelona.
Svíþjóð
Alingsås – Guif..................................... 29:26
Aron Dagur Pálsson skoraði ekki fyrir
Alingsås.
Skånela – Kristianstad ....................... 23:30
Andrea Jacobsen skoraði 8 mörk fyrir
Kristianstad.
Evrópubikar FIBA
Undankeppni, fyrri leikur:
Borås – Pinar Karsiyaka.................... 70:77
Elvar Már Friðriksson skoraði 7 stig,
tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar fyrir
Borås.
KÖRFUBOLTI
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Borgarnes: Skallagrímur – Haukar ... 19.15
Mustad-höll: Grindavík – Valur .......... 19.15
Stykkishólmur: Snæfell – Breiðablik . 19.15
DHL-höllin: KR – Keflavík ................. 19.15
KNATTSPYRNA
Undankeppni EM U19 kvenna:
Víkingsvöllur: Ísland – Grikkland ........... 17
Origo-völlur: Kasakstan – Spánn............. 17
Unglingadeild UEFA, fyrri leikur:
Norðurálsvöllur: ÍA – Levadia Tallinn.... 16
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
TM-höllin: Stjarnan U – Fram U........ 19.45
Í KVÖLD!
HM Í DOHA
Bjarni Heglason
bjarnih@mbl.is
Hlauparinn Donavan Brazier frá Bandaríkjunum varð heims-
meistari í fyrsta sinn í gær þegar hann kom í mark á tímanum
1:42,34 í 800 metra hlaupi karla á heimsmeistaramótinu í
frjálsum íþróttum sem fram fer í Doha í Katar.
Brazier, sem er 22 ára gamall, sló mótsmet Keníumannsins
Billy Konchellah frá 1987 um tæplega eina og hálfa sekúndu
en sá tími var 1:43,60. Amel Tuka frá Bosníu varð annar á tím-
anum 1:43,47 og Ferguson Cheruiyot Rotich frá Keníu varð
þriðji á tímanum 1:48,82..
Spretthlauparinn Noah Lyles frá Bandaríkjunum kom
fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla en Lyles kom í mark á
tímanum 19,83 sekúndur og var tólf hundraðshlutum úr sek-
úndu á undan næsta manni.
Andre De Grasse frá Kanada sem varð annar á tímanum
19,95 sekúndum og Alex Quinónez frá Ekvador kom þriðji í
mark á tímanum 19,98 sekúndur. Þetta voru fyrstu verðlaun
Lyles á heimsmeistaramóti en hann er einungis 22 ára gamall.
Kelsey-Lee Barber frá Ástralíu bar sigur úr býtum í spjót-
kasti kvenna en þetta var fyrsti heimsmeistaratitill Barber í
spjótkasti. Hún var fjórða fyrir lokakast sitt þar sem hún hafði
lengst kastað 63,65 metra.
Hún kastaði spjótinu 66,56 metra í lokakastinu og fór þar
með fram úr þeim Shiying Liu og Huihui Lyu frá Kína. Besti
árangur Barber á heimsmeistaramóti var tíunda sætið í Lund-
únum árið 2017 en hún er 28 ára gömul.
Þá fagnaði Sam Kendrick frá Bandaríkjunum sigri í stang-
arstökku karla en hann stökk hæst 5,97 metra. Svíinn Armand
Duplantis hafnaði í öðru sæti og Pólverjinn Piotr Lisek í þriðja
sæti.
Sló 32 ára gamalt mótsmet
Fyrstu gullverðlaun bandarísku hlauparanna Tryggði sér gull í lokakastinu
AFP
Fljótastur Donavan Brazier kom fyrstur í mark í 800 metra hlaupi karla og bætti 32 ára
gamalt mótsmet í leiðinni. Þetta voru hans fyrstu gullverðlaun á HM.
Elvar Már Friðriksson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, lék í gær
Evrópuleik með sænska liðinu Bo-
rås. Elvar skoraði sjö stig en mátti
sætta sig við tap gegn tyrkneska
liðinu Pinar Karsiyaka á heimavelli
70:77 í undankeppni Evrópubikars
FIBA í körfuknattleik. Liðin eiga
eftir að mætast í Tyrklandi og tyrk-
neska liðið á því alla möguleika á að
komast áfram í riðlakeppnina.
Elvar lék í tæpar 24 mínútur í og
tók fimm fráköst auk þess að gefa
fjórar stoðsendingar á samherja
sína. sport@mbl.is
Tap hjá Borås í
Evrópukeppninni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Evrópuleikur Elvar Már skoraði 7
stig gegn Tyrkjunum.
Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í
handknattleik, skoraði fjögur mörk
þegar lið hans Barcelona vann fjór-
tán marka sigur gegn Granollers í
spænsku 1. deildinni í handknatt-
leik í gærkvöldi. Leiknum lauk með
38:24-sigri Barcelona en sigur
spænsku meistaranna var aldrei í
hættu.
Barcelona er í efsta sæti deild-
arinnar með 10 stig eftir fyrstu
fimm leiki sína, tveimur stigum
meira en Cuenca, sem er í öðru sæt-
inu. Er liðið langsigurstranglegast
eins og undanfarin ár.
Barcelona með
fullt hús stiga
Ljósmynd/IHF
4 mörk Aron Pálmarsson er á
toppnum með Barcelona.
Bjarki Már Elísson, hornamaðurinn
knái í íslenska landsliðinu í hand-
knattleik sem leikur með Lemgo, er
í úrvalsliði 7. umferðar í þýsku
Bundesligunni.
Bjarki Már fór mikinn með liði
Lemgo á sunnudaginn þegar lið
hans tapaði fyrir Minden. Bjarki
skoraði 12 mörk í leiknum og er
annar markahæsti leikmaður deild-
arinnar með 51 mark. Hefur hann
skorað þremur mörkum minna en
hinn hálfíslenski Hans Óttar Lind-
berg, leikmaður Füchse Berlin.
Lindberg er einnig í liði vikunnar
en hann skoraði 9 mörk í sigri Berl-
ínarliðsins á móti Ludwigshafen.
Voru þeir einmitt samherjar hjá
Füsche Berlín í fyrra. Bjarki tók þá
ákvörðun að skipta yfir til Lemgo
eftir nokkur ár í Berlín og sagði
meðal annars í samtali við Morgun-
blaðið að hann myndi eiga tækifæri
á því að skora fleiri mörk í liði
Lemgo. Virðist það nú vera að
ganga eftir í ljósi þess að Bjarki er
næstmarkahæstur í deildinni að svo
stöddu. sport@mbl.is
Lemgo
Hraðaupphlaup Bjarki Már Elísson raðar inn mörkunum hjá nýju liði.
Bjarki Már valinn
í lið umferðarinnar