Morgunblaðið - 02.10.2019, Page 29

Morgunblaðið - 02.10.2019, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 Þægileg leið fyrir viðskiptavininn. Kemur honum í beint samband við réttan starfsmann sem klárar málið. Góð yfirsýn og gegnsæi með verkefnunum. Kynntu þér málið á www.eignarekstur.is eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Þjónustugátt Eignareksturs Traust - Samstaða - Hagkvæmni Fyrstu tónleikar Kammer-músíkklúbbsins veturinn2019-20 hófust í einmunahaustblíðu sl. sunnudag við hefðbundna hámarkssætanýt- ingu. Að vísu var meðalaldur hlust- enda að vanda með hærra móti – en svo kvað reyndar hafa verið allt frá upphafi KMK 1957! En þó að netframboð seinni ára hafi snaraukið nálgunarmöguleika almennings að perlum vestrænnar tónsköpunar helzt áfram í fullu gildi lögmálið um að aðeins lang- tíma reynsla geri mönnum kleift að greina kjarna frá hismi. Til að flýta því ferli væri kannski athugandi að setja nokkrar örvandi ,tónbeitur‘ inn á vef klúbbsins og koma þannig yngri hlustendum á bragðið. Kammerviðfangsefni síðdegisins fengust varla klassískari. Tveir píanókvintettar (v.a.m. ekki fyrir fimm píanó heldur slaghörpu og strengjakvartett; hljóðfæraáhöfn sem staðlaðist snemma sunnar í Evrópu á 19. öld). Fyrra verkið var löngu alþekkt, enda meðal fremstu tónsögudæma þeirrar greinar: æskuverk Johann- esar Brahms, er hafði áður ratað í fjölmargar útgáfur. Fyrst sem píanókonsert (Op. 15), svo sinfóníu, síðan strengjakvintett frá 1862 (f. pnó/f/vla/selló/kb) , þarnæst píanó- dúó (Op. 34b) – en loks eftirverandi Píanókvintett í f-moll frá 1864. Kannski dæmigert um eitt sjálfs- gagnrýnasta tónskáld 19. aldar sem grunað er um að hafa fargað jafnvel fleiri tónverkum en það skildi eftir. Meistaratilþrif Brahms komu vel fram í fágaðri túlkun fimmmenn- inganna, þrátt fyrir full hófstillta ástríðu í I. Annar þáttur naut hins vegar syngjandi móðurlegrar flauelsblíðu, og hott-hottandi grað- hestascherzóið (III.) hressilegrar hrynsnerpu. Þá var né heldur til ama skopstælandi puntudúkku- kímnin í einum kafla Fínalsins, áður en allt færðist á funheitt loka- flug. Seinna verk dagskrár vakti að líkindum mesta eftirvæntingu fyrir orðsporið af sennilega fyrsta flutn- ingi þess hér á landi, þ.e.a.s. á tón- leikum KMK 25. nóvember 2007 er kvað hafa vakið mikla hrifningu. Enda væri synd að segja að Sergei Ivanovitsj Tanejev (1856-1915) standi jafnfætis Brahms að heims- frægð. Við nánari skoðun kom hins veg- ar í ljós að þessi hálfgleymdi læri- sveinn Tsjækovskíjs var ekki aðeins bráðger píanósnillingur (frumflutti t.d. 1. konsert Pjotrs) heldur einn fremsti raddfærslufræðingur Rússa og ætti því a.m.k. að vera girnilegur unnendum vandaðrar pólýfóníu. Upphaf hins fjórþætta Píanó- kvintetts í g-moll frá 1911 vakti þó blendnar tilfinningar. Þrátt fyrir víða spennuþrungin tjábrigði þótti manni vanta létta andstæðufleti, ekki sízt vegna lengdar (18 mín.!). Urðu heildaráhrifin að sama skapi frekar knúsuð. Innþættirnir voru hins vegar bráðskemmtilegir í vestrænni síð- rómantík Tanejevs með litbrigðum frá bæði imp- og expressjónisma. Scherzóið (II.) dansaði spriklandi sprækt á tá og fingri, og Largóið næst á eftir var með frumlegustu passacaglíum sem maður hafði eyr- um barið; tignarlegt en með gáska- fulla óþekkt undir niðri. Hvort tveggja í frábærri hrynsnarpri túlk- un þeirra fimmenninga með sænsku Monu Kontra fremsta meðal jafn- ingja fyrir sveigjanlegan og hárná- kvæman píanóleik. Síðasti þáttur var að nokkru sama marki brenndur og sá fyrsti; boldangsþétt dramatík með full- fáum kontröstum. Gerði þó gæfu- muninn að hann var helmingi styttri (9 mín.) og ofbauð því síður þolinmæði hlustenda. Og auðvitað sakaði ekki heldur innlifuð spila- mennska hópsins. Þar var ekkert gefið eftir, og voru undirtektir tón- leikagesta eftir því hlýjar. Alþekkt og óþekkt Fáguð „Meistaratilþrif Brahms komu vel fram í fágaðri túlkun fimmmenninganna,“ segir í rýni. Norðurljósum Hörpu Kammertónleikar bbbbn Brahms: Píanókvintett í f, Op. 34. Tanejev: Píanókvintett g, Op. 30. Trio Nordica (Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Mona Kontra píanó), Helga Þóra Björgvins- dóttir fiðla og Þórunn Marinósdóttir víóla. Sunnudaginn 29. september 2019 kl. 16. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Bókaforlagið Salka gefur út fjöl- breyttar bækur fyrir börn og full- orðna, en flestar bókanna eru ýmist fyrir yngstu kynslóðina og eða alla fjölskylduna. Útivera heitir bók Sabínu Stein- unnar Halldórsdóttur sem hefur að geyma hugmyndir til að fjölga gæða- stundum fjölskyldunnar úti í náttúr- unni á öllum árstímum. Sabína hefur sérhæft sig í hreyfifærni barna með áherslu á útivist í námi og starfi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og skrifað kennslubækur um efnið sem er henni afar hugleikið. Spennubókin Fjötrar eftir Sól- veigu Pálsdóttur segir frá því er kona finnst látin í klefa sínum í fangelsinu á Hólmsheiði. Guðgeir og félagar hans rannsaka málið sem reynist hafa ótal þræði og teygja anga sína víða, alla leið til stóra skjálftans um aldamótin þar sem ungur maður hvarf sporlaust. Salka gefur einnig út fyrstu skáld- sögu Díönu Sjafnar Jóhannsdóttur sem nefnist Ólyfjan og tekst meðal annars á við eitraða karlmennsku. Nína óskastjarna og ævintýrið á Álfhóli eftir Helgu Arnardóttur er einnig fyrsta bók höfundar. Bókin segir frá Nínu sem er dugleg að heimsækja ömmu Grímeyju í sveitina og hjálpa henni með bústörfin. Einn daginn breytist allt þegar ömmu er tilkynnt að það eigi að byggja stórt lúxushótel á lóðinni hennar og Nína ákveður að taka málin í sínar hendur. Ylfa Rún Jörundsdóttir mynd- skreytir bókina. Ný matreiðslubók Evu Laufeyjar Kjaran Hermannsdóttur heitir Í eld- húsi Evu og hefur að geyma eftirlæt- isuppskriftir Evu. Blesa og leitin að grænna grasi heitir barnabók eftir Láru Garðars- dóttur sem segir frá Blesu, hryssu í haga sem leiðist ógurlega mikið. Týri, vinur hennar, rekur hana af stað í leiðangur um allt land. Einnig er væntanleg ný bók Iðunn- ar Steinsdóttur um Snuðru og Tuðru, Snuðra og Tuðra taka til, sem Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir myndskreytir. Kormákur leikur sér er fjórða bók- in um snáðann Kormák eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og Elsu Niel- sen og segir frá því er Finna frænka kemur í heimsókn með óvæntan glaðning. Einnig er vænt- anleg íslensk þýð- ing á Becoming, bók Michelle Obama, fyrrum forsetafrúar Bandaríkjanna, og mun heita Verðandi á ís- lensku. Katrín Harðardóttir þýð- ir. Á árinu hefur Salka gefið út nokkr- ar bækur, þar a meðal Vökukonuna í Hólavallagarði eftir Guðrúnu Rann- veigu Stefánsdóttur, Snuðru og Tuðru í sólarlöndum eftir þær Iðunni Steinsdóttur og Lóu Hlín Hjálmtýs- dóttur, Kormák dýravin eftir Jónu Valborgu Árnadóttur og Elsu Niel- sen og Krakkajóga - einfaldar jóga- stöður fyrir hressa krakka á öllum aldri eftir Lorena Pajalunga. arnim@mbl.is Fjölbreyttar bækur fyrir börn og fullorðna Jóna Valborg Árnadóttir Díana Sjöfn Jóhannsdóttir Helga Arnardóttir Sabína Steinunn Halldórsdóttir  Salka gefur meðal annars út barnabækur, reyfara, matreiðslubók og bækur fyrir alla fjölskylduna Lára Garðarsdóttir Sólveig Pálsdóttir Iðunn Steinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.