Morgunblaðið - 02.10.2019, Síða 32
Guðrún Eva Mínervudóttir og Frið-
geir Einarsson koma saman til að
ræða ný og eldri verk, framtíðar-
drauma og hversdagsvenjur í
Borgarbókasafninu í Gerðubergi í
kvöld kl. 20. Bókakaffi í Gerðubergi
er hluti svokallaðra Kaffistunda
sem boðið er upp á reglulega í
menningarhúsum Borgarbóka-
safnsins. Þar koma bókunnendur,
lestrarhestar, rithöfundar og skáld
saman og deila ást sinni á bók-
menntum.
Framtíðardraumar
og hversdagsvenjur
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 275. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
„Þrátt fyrir að Valskonur hafi unnið
allt sem hægt er að vinna á síðustu
körfuboltaleiktíð, með frekar
öruggum hætti, bíður liðsins þraut-
in þyngri að verða Íslandsmeistari í
vor. Reykvískur risi hefur rankað al-
mennilega við sér eftir dvala,“ segir
meðal annars í umfjöllun um Ís-
landsmót kvenna í körfuknatt-
leik í blaðinu í dag. »25
Valur og KR líkleg til
að berjast um sigurinn
ÍÞRÓTTIR MENNING
Haukur Óskarsson, lykilmaður í
körfuboltaliði Hauka í Hafnarfirði,
segir að mun bjartara sé yfir kom-
andi keppnistímabili hjá Haukunum
en síðasta vetur þegar þeir enduðu
í tíunda sæti. „Það er kominn nýr
þjálfari, við höfum bætt við okkur
sterkum leikmönnum og
svo hafa lykilmenn snúið
aftur,“ segir Haukur,
sem telur að
Hafnarfjarðarliðið
geti hæglega
verið með í
baráttunni
um titlana í
vetur. »24
Haukar tilbúnir að
berjast um titlana
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Flugumferðarstjórinn Guðmundur
Karl Einarsson heldur úti vefsíðunni
kirkjuklukkur.is þar sem hann skrá-
ir upplýsingar um kirkjuklukkur á
Íslandi og heldur ómi þeirra til haga.
Verkefnið er unnið í samráði við
Biskupsstofu og með samþykki bisk-
ups Íslands. Frá 2013 hefur hann
skrifað um klukkur í 65 af 377
kirkjum landsins.
Eftir fermingu sinnti Guðmundur
æskulýðsstarfi við Digraneskirkju í
Kópavogi. Þar eru engar klukkur og
hann fékk þá hugmynd að fá upp-
töku Ríkisútvarpsins af klukkna-
hljómi Dómkirkjunnar og hringja
þannig inn jólin í Digraneskirkju.
„Við gerðum þetta nokkur jól í röð,
settum upp hátalara úti og inni í
kirkjunni, og í kjölfarið kviknaði
þessi hugmynd að safna saman
klukknahljómi í kirkjum landsins.“
Agnes Sigurðardóttir, biskup Ís-
lands, veitti samþykki sitt fyrir verk-
efninu. Í fyrstu fékk Guðmundur
upptökur, sem Ríkisútvarpið átti, og
síðan hefur hann notað hvert tæki-
færi til þess að taka upp óminn í
kirkjum landsins og skrá upplýs-
ingar um klukkurnar. „Ég nýti fjöl-
skyldufríin til þess að heimsækja
kirkjur þar sem ég er hverju sinni.“
Hringing og athafnir
Upphaflega hugmyndin var að
safna upplýsingum um hvernig
hringt væri við mismunandi athafn-
ir. „Í grunninn eru hringingarnar
svipaðar en það er blæbrigðamunur,
til dæmis fyrir og eftir útfarir,“ segir
Guðmundur. Hann tekur myndir af
klukkunum, stundum einnig vídeó-
myndir, auk þess sem hann skráir
sögu þeirra. Hann bendir á að klukk-
urnar séu oft eldri en kirkjurnar og
sagan sé gjarnan merkileg. „Elstu
klukkur sem ég hef séð eru frá því
um 1200.“
Engar tvær klukkur hljóma eins.
Málmblöndunin er misjöfn sem og
stærðin. Guðmundur segir að nýrri
klukkur, 40 til 50 ára gamlar, hafi
verið stilltar eftir fyrirmælum, en í
eldri klukkum sé tónninn óhreinni
enda tæknin, þegar þær voru steypt-
ar, ekki eins mikil og nú. Hringibún-
aðurinn sé líka mismunandi. Í flest-
um gömlu kirkjunum sé handhringt
og þá séu klukkurnar yfirleitt minni
og ekki eins hljómmiklar. Klukkum
með rafmagnshringingu sé misjafn-
lega stillt upp, ekki síst vegna íbúða-
byggðar í grennd, og þá er hring-
ingin gjarnan hæg og róleg.
„Hringingin í Guðríðar- og Vída-
línskirkju er þannig en þó tignarleg
og falleg.“ Guðmundur bætir við að
gaman sé að koma í kirkju þar sem
sé góður hringjari eins og í Hjarðar-
holtskirkju rétt utan við Búðardal.
„Reyndir hringjarar þekkja klukk-
una sína út og inn og það er eftir-
minnilegt að hlusta á þær í vönum
höndum.“
Guðmundur segir að söfnunin og
skrásetningin sé mjög gefandi
áhugamál. „Það var til dæmis sér-
stök upplifun að skoða klukkurnar í
Dómkirkjunni og þegar ég var uppi í
turninum fannst mér eins og ég væri
kominn aftur í fornöld.“
Ljósmynd/Helga Jónsdóttir
Vídalínskirkja Guðmundur Karl Einarsson segir að ómurinn í klukkunum sé tignarlegur og fallegur.
Safnar ómi klukkna
Flugumferðarstjórinn Guðmundur Karl Einarsson
skráir upplýsingar um kirkjuklukkur á samnefnda vefsíðu