Morgunblaðið - 21.10.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2019 ✝ Sigríður Ey-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 2. febrúar 1933. Hún lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi 8. októ- ber 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ey- steinn Jónsson, f. 13. nóvember 1906, d. 11. ágúst 1993, og Sólveig Guðrún Jóna Eyjólfs- dóttir, f. 2. nóvember 1911, d. 29. júní 1995. Systkini Sigríðar eru Eyjólfur, f. 8. apríl 1935, Jón, f. 10. janúar 1937, Þorbergur, f. 28. apríl 1940, Ólöf Steinunn, f. 21. september 1947, og Finnur, f. 9. apríl 1952. Hinn 9. september 1954 giftist börn Elísabetar, eru a) Árni Garðar, f. 14. mars 1979, b) Guð- rún María, f. 4. júní 1982, maki Þórir Rúnar Geirsson. Börn þeirra eru Elísabet Inga, f. 12. desember 2010, og Ingimar Hrafn, f. 13. júlí 2014, c) Tinna Katrín, f. 3. febrúar 1987. Börn hennar eru Mikael Björgvin, f. 31. mars 2007, og Ronja Kol- finna, f. 13. maí 2015. Hinn 5. maí 1991 giftist Sig- ríður Jóni Kristinssyni, f. 5. febr- úar 1925, d. 24. ágúst 2013. Sigríður starfaði með eigin- manni sínum Sigurði við rekstur fasteignasölu, húsgagnaverslun og sölu raftækja, en fyrirtæki þeirra hét Hús og skip. Eftir andlát Sigurðar 1967 tók hún al- farið við rekstrinum og rak fyrirtækið í samvinnu við annan aðila þar til hún seldi reksturinn. Hóf hún þá störf hjá ÁTVR í söludeild og starfaði þar fram að starfslokum 67 ára að aldri. Útför Sigríðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 21. októ- ber 2019, klukkan 13. Sigríður Sigurði Péturssyni, f. 1. apríl 1933 í Reykja- vík, d. 26. júlí 1967. Synir þeirra eru: Eysteinn, f. 29. október 1956, og Pjetur, f. 2. júlí 1964. Maki Eysteins er Elísabet Árna- dóttir, f. 22. október 1958. Fyrri eigin- kona Eysteins er Sigrún Davíðs, f. 16. janúar 1953. Börn þeirra eru a) Sigríð- ur, f. 6. júlí 1977, maki Ingvar Sverrisson, f. 9. desember 1965. Börn þeirra eru Anna Sigrún, f. 3. maí 2014, Sigurður, f. og d. 21.5. 2016, og Eysteinn, f. 21. nóvember 2017. b ) Vigfús f. 8. júlí 1980. Fósturbörn Eysteins, Elsku amma mín og nafna hef- ur kvatt þennan heim, 86 ára að aldri. Það er erfitt að trúa því þeg- ar það er ekki nema tæpur mán- uður síðan hún var í sinni síðustu búðarferð að versla sér fín föt. Hún var svo hress og skýr að ég var að vona að hún næði sér af þessum síðustu áföllum, eins og öðrum. Ég hef lengi kviðið þessarar stundar og söknuðurinn er sár. Amma var til staðar á góðum tím- um sem erfiðum og var mikilvæg- ur hluti lífs okkar fjölskyldunnar. Það var alltaf notalegt að koma til hennar og við áttum margar yndislegar stundir saman. Amma hafði einlægan áhuga á afkomendum sínum og náði ein- stakri tengingu við langömmu- börnin. Anna Sigrún naut samver- unnar við áhugasama langömmu sína, sem skorti aldrei úthald til þess að taka þátt í löngum og heimspekilegum samræðum við hana um lífið og tilveruna. Eysteini fannst stórskemmtilegt að fá að leika lausum hala hjá langömmu og sitja á rafskútunni hennar. „Langamma var alltaf svo góð“ segir Anna Sigrún. Það eru orðin sem lýsa ömmu best, en hún var líka eldklár, skemmtileg og tign- arleg. Við kveðjum hana með inni- legu þakklæti fyrir þá gæfu að hafa átt yndislega ömmu og lang- ömmu. Sigríður Eysteinsdóttir. Þriðjudaginn 8. október síðast- liðinn andaðist Sigríður amma mín á Landspítalanum við Hring- braut. Margar minningar leita á huga minn um ömmu, sem var ákaflega hjartahlý og dugleg kona. Hún hélt ótrauð áfram þrátt fyrir svip- legt fráfall Sigurðar afa sem lést ungur að aldri árið 1967 og varð það fjölskyldunni allri mikið áfall. Amma ferðaðist norður í land og kom í heimsókn til okkar og það gladdi mig mikið sem barn að sjá ömmu renna í hlað á Kópaskeri á Saab-bifreið sem hún ók þá á. Stundum var farið í Ásbyrgi og í göngutúra um Hljóðakletta og Dettifoss skoðaður og þá var leigður sumarbústaður þar sem grillað var og fjölskyldan naut góðra stunda saman í faðmi norð- lenskrar náttúru. Ég vil þakka ömmu fyrir hlýjar móttökur í Fannafoldinni þar sem hún bjó ásamt Jóni eiginmanni sínum og ávallt var þar ilmandi kaffi og bakkelsi á boðstólum og ekki var nú gómsæta Síríus súkkulaðið sem var í skápnum sem ég stalst stundum í síðra. Amma var mjög mikill dýravinur og kettir sem áttu leið um hverfið komu gjarnan við og áttu þar gott athvarf því að amma og Jón gáfu kisunum sínum iðulega og léku við þær og gældu í alla staði, ná- grönnum sínum til gleði. Amma var vinnusöm og sat ekki auðum höndum því að hún bæði heklaði og prjónaði og var alla tíð mikil hannyrðakona og tók virkan þátt í starfi eldri borgara í Grafarvogi og þar sem hún bjó síðast, í þjón- ustuíbúð í Mörkinni. Ég votta pabba og Pétri frænda, systkinum ömmu og allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Takk fyrir samfylgdina, amma mín, sjáumst síðar. Vigfús Eysteinsson Sigríður Eysteinsdóttir er látin eftir skamma legu. Sigga systir mín ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík hjá for- eldrum sínum, móður okkar Sól- veigu Eyjólfsdóttur, húsmóður og aðstoðarmanni ráðherra, og föður okkar Eysteini Jónssyni, al- þingismanni og ráðherra. Hún var elst okkar systkina og hafði hún forystu í hópi okkar í leik og starfi við Ásvallagötuna hvar við bjuggum. Samvinna milli okkar jafnaldra og fjölskyldu sem bjó í næsta húsi við okkar við Bræðraborgarstíg var einstök. Húsráðandi var ekkj- an Guðrún Beck og dætur hennar Auður og Guðrún Katrín og synir hennar Þór og Þorbergur. Lóðir okkar lágu saman og ekki var haft fyrir því að girða á milli lóða og myndaðist því leikvöllur með sand- kassa sem mikið var notaður. Lengi hefur verið gott samband milli okkar á Ásvallagötunni og vina okkar á Bræðraborgastígn- um, sérstaklega milli Sigríðar og Auðar. Sigríður og Sigurður Pétursson kynntust ung í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar en synir þeirra eru Eysteinn og Pétur. Kærleikur og jöfnuður var milli þeirra hjóna en Sigurður lést á besta aldri og var mikill söknuður að honum. Við andlát Sigurðar tók Sigríður alfarið við rekstri Húsa og skipa hf. en áður var hún deildarstjóri hjá fjárhagsráði en vann svo fram til eftirlaunaaldurs á skrifstofu ÁTVR. Síðari maður Sigríðar var Jón Kristinsson verktaki. Foreldrar okkar vöndu okkur á að ganga um náttúru Íslands með virðingu. Fjölskyldugöngur voru skipulagðar með okkur systkinum, mökum okkar og afkvæmum. Fjallgöngur, skíðaferðir yfirleitt á veturna, mánaðarlega, en hálfs- mánaðarlega á sumrin. Sunnudaginn 1. september sl. grillaði fjölskyldan saman á úti- vistarsvæði Garðabæjar eins og venjulega í lok sumars. 32 fjöl- skyldumeðlimir mættu og Sigga mætti með göngugrind. Sigríður lést síðan 8. október eftir stutt veikindi. Skemmtilegur og hvellur hlát- ur hennar Siggu systur, kenndur við bæinn Sómastaði við Reyðar- fjörð sem reistur var af Hans Jak- ob Beck langafa okkar, lifir áfram í minningunni og yljar okkur í hjarta. Blessuð sé minning Sigríðar Eysteinsdóttur. Eyjólfur Eysteinsson og Þorbjörg Pálsdóttir. Ástkær systir mín hún Sigga hefur nú kvatt þennan heim. Hennar er sárt saknað, en hún var stór þáttur í lífi okkar hjóna. Það má segja að við höfum haft sam- band við hana hér um bil í hvert skipti sem við fórum í Reykjavík. Það var ævinlega upplífgandi og hressandi að vera í návist hennar. Sigga var hvers manns hugljúfi, ákaflega ljúf, kát og skemmtileg og því einstaklega gott að um- gangast hana. Öll þekkjum við hennar hressilega hlátur, sem allt- af var kallaður Sómastaðahlátur- inn innan fjölskyldunnar. Ég, Jón, var þeirrar blessunar aðnjótandi að vera yngri bróðir hennar sem hún passaði upp á alla tíð og má segja að ég hafi verið undir verndarvæng hennar frá upphafi. Ein minning er greypt í huga mér frá því ég var fimm ára, en þá átti ég að hefja nám í svo- kallaðri „tímakennslu“. Það var ekki upplitsdjarfur drengur sem átti að leggja af stað í skólann í fyrsta sinn. En þá kom bjargvætt- urinn Sigga systir og bauðst til að fara með mér í fyrsta tímann og hún gerði meira; hún sat hjá mér fyrstu tímana í skólanum. Þetta er einungis eitt dæmi um þá hugul- semi sem hún Sigga sýndi mér alla tíð. Sigga giftist öðlingsmanninum Sigurði Péturssyni 9. september 1954, en þá höfðu þau verið saman að ég held frá 14 ára aldri. Var það yndislegt hjónaband. Því var sorg- in og áfallið sem Sigga varð fyrir mjög þungt þegar Sigurður lést langt um aldur fram, 34 ára að aldri, í júlí 1967. Lét hann eftir sig auk Siggu tvo efnilega drengi, Ey- stein þá átta ára og Pjetur þriggja ára. Árin sem fylgdu á eftir voru Siggu mjög erfið en hún hristi áfallið af sér m.a. með því að taka alfarið við rekstri á verslun Sig- urðar heitins. Rétt þykir mér að minnast þess hve Sigurður og Sigga báru mikla umhyggju fyrir mér. Sem dæmi um það nefni ég hér að þau buðu mér að setjast að heima hjá þeim á Melabrautinni og ljúka þar lestri mínum fyrir lokaprófið í lögfræð- inni. Má segja að þau hafi í vissum skilningi bjargað mér með hvatn- ingum sínum um að ég lyki próf- inu, en ég var á þeim tímapunkti „í slugsinu“ og þurfti nauðsynlega á uppörvun að halda. Þetta er ein- ungis eitt dæmi af mörgum um gæsku þeirra og hugulsemi í minn garð. Stend ég í ævarandi þakkar- skuld við þau vegna þessa. Síðar voru þau svo heppin að kynnast hvort öðru Sigga og seinni maður hennar, öðlingurinn Jón Kristinsson. Fékk ég þann heiður að gefa þau saman í hjóna- band 5. maí 1991. Voru samvistir þeirra afburðagóðar. Einnig náði Jón ágætu sambandi við synina Eystein og Pjetur. Árið 2013 varð Sigga fyrir því áfalli í annað sinn að missa maka sinn en Jón lést það ár. Sigga átti góð ár eftir það með góðri hjálp sona sinna og tengdadóttur, Elísabetar, en þau reyndust henni stoð og stytta fram í andlátið. Við hjónin, Magga og ég, ber- um harm í brjósti við fráfall Siggu en hún var ekki einungis systir mín heldur líka minn besti vinur. Elsku Eysteinn, Pjetur og fjöl- skyldur, við Magga og fjölskyldur okkar sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Magnúsína, Jón bróðir og fjölskylda. Sigríður Eysteinsdóttir, eða amma eins og við fjölskyldan köll- uðum hana alltaf var sterkur per- sónuleiki, fáguð og fögur. Allt hjá ömmu var svo fallegt og vel um hugsað, hlutirnir á sínum stað, hreinir og fínir. Hún bar þannig virðingu fyrir sjálfri sér og um- hverfi sínu svo eftir var tekið. Amma tók því sem lífið færði henni með jafnaðargeði, bæði gleði og sorg. Og hún sat ekki hjá, heldur tók þátt í lífinu eins og það bauðst hverju sinni. Amma var líka svo dugleg og félagslynd. Hún var stöðugt með eitthvað á prjón- unum – heklaði hvert teppið á fæt- ur öðru og framleiddi allskonar fallega muni úr gleri og leir og áfram mætti fleira telja. Hana vantaði sjaldan í fjöl- skyldugöngurnar og var mjög virk í Korpúlfunum, samtökum eldri borgara í Grafarvogi. Hún ferðað- ist meira hin síðari ár og oftar en ekki heimsótti hún nöfnu sína og fjölskyldu til útlanda. Þegar við kvöddumst hálfum mánuði áður en hún lést ákváðum við að næst myndum við bera sam- an bækur okkar um Landið helga, sem við hefðum þá báðar verið búnar að heimsækja, en tíminn var kominn og munum við gera það þegar við hittumst. Fjölskyldugangan í Heiðmörk fyrir stuttu síðan er minnisstæð þar sem sólin skein svo glatt og amma naut sín með frændfólkinu samankomnu, í hinsta sinn. Kallið kom snöggt og nú er hún farin eins og sumarið og veturinn kominn, án heimsóknanna til hennar og sím- talanna við hana. Við söknum hennar mjög og alls þess sem hún gaf okkur, ekki síst vináttu sína. En dýrmætar minningar standa eftir, þær fyrstu frá norð- austurhorni landsins, en amma vílaði ekki fyrir sér að keyra ein norður í heimsókn til okkar en þá var leiðin lengri og ógreiðari. Og amma tók virkan þátt í lífi okkar fyrir norðan, hvort sem farið var í berjamó, tiltekt, málningu á hús- inu eða skemmtilegar heimsóknir á sveitabæina í kring. Amma kynntist fólkinu og blandaði geði við það og hafði áhuga á því sem var að gerast hverju sinni. Þegar fjarlægðin styttist á milli okkar nutum við samvista oftar með ömmu og er fram liðu stundir rættust sameiginlegir draumar okkar með ömmu- og langömmu- börnunum. Nú er nafna hennar nýflutt heim með litlu fjölskyld- una og hinsta kveðja ömmu til hennar kom frá hjartanu: Velkom- in heim. Heilsu ömmu hrakaði síðustu misserin en hún var alltaf skýr og klár og alveg fram undir það síð- asta. Að leiðarlokum þakka ég Sig- ríði ömmu, okkar löngu og góðu samferð. Fjölskyldunni allri færi ég innilegar samúðarkveðjur frá okkur Skírni. Sigrún Davíðs (Sirra). Sigríður Eysteinsdóttir, sem við kveðjum í dag, kom inn í líf fjölskyldunnar fyrir rúmum 40 ár- um þegar hún og Jón, móðurbróð- ir okkar, kynntust. Sigríður var létt og skemmtileg og var það mikil gæfa fyrir Nonna frænda að leiðir þeirra skyldu liggja saman. Það vissi alltaf á gott þegar von var á þeim í heimsókn en þá voru sagðar sögur hvort sem það var af ferðalögum um Evrópu eða ein- hverju öðru. Ferðasögur þeirra voru dásamlega fyndnar og skemmtilegar þar sem þeim tókst oftar en ekki að lenda í einhverj- um ótrúlegum ævintýrum. Alltaf fylgdi dillandi hlátur Sigríðar með frásögninni. Þetta voru skemmti- legar samverustundir og þannig er gott að minnast Sigríðar, glað- vær og glæsileg kona. Við þökkum fyrir góðar stundir og minningar sem eru mikils virði og vottum Eysteini, Pjetri og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. Guðmundur Konráð, Helga, Kristín Andrea og Berghildur Ýr. Sigríður Eysteinsdóttir Dyrnar opnast, fyrir innan stendur blíðleg, fíngerð og brosandi kona, ljós yfirlitum, klædd drapplituðu pilsi og turkísblárri, stutterma blússu, þarna hittumst við Bryn- dís Kristjánsdóttir, verðandi tengdamóðir mín, í fyrsta sinn. Hún, ásamt manni sínum Jóni úr Vör, tók hlýlega á móti mér og bauð mig velkomna á heimili sitt á Ásbrautinni. Ég man að sólin skein skært þennan dag og ég fann að þarna var eitthvert nýtt Bryndís Kristjánsdóttir ✝ Bryndís Krist-jánsdóttir fæddist 17. ágúst 1922. Hún lést 12. september 2019. Útför Bryndísar fór fram 8. október 2019. upphaf í lífi mínu. Það fór strax vel á með okkur öllum sem svo varð að ná- inni áratuga vænt- umþykju og vin- áttu. Ég sá strax að Bryndís var ein- staklega trygg og traust manneskja. Hún gleymdi nefni- lega aldrei rótunum sínum norðan heiða þótt hún flyttist ung hingað suð- ur og stofnaði sitt heimili og sína fjölskyldu sem hún elskaði skil- yrðislaust. Taugarnar heim í dal- inn hennar voru alla tíð mjög sterkar og meira að segja ég hreifst auðveldlega með. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau hjón í Stokkhólmi en lengst af bjó Bryndís með fjölskyldu sinni á Kársnesinu í Kópavogi. Þar eignuðust þau lítið hús sem smátt og smátt stækkaði í takt við fjölskylduna og varð að gull- fallegu menningarheimili. Þvílík forréttindi fyrir synina þrjá að alast upp í frjálsri náttúrunni sem þarna var, lausir við boð og bönn hvort heldur væri uppi um holt og hæðir eða niðri við fjöru- kambinn. Hún sagðist aldrei hafa þurft að hafa miklar áhyggjur af strákunum sínum. Þeir lærðu á aðstæðurnar og hvar mörkin lægju. Bryndís hafði græna fingur og var mikill blómaunnandi. Allur hennar gróður var ævinlega fallegur og þróttmikill. Það var ekki bara að hún ræktaði mörg og fjölbreytt inniblóm, t.d. pálmana, burkn- ana, neríurnar og friðarliljurnar, hún sá líka um og skipulagði stóra garðinn í kringum húsið þeirra þar sem birkið, grenið og annar trjágróður fékk nægt rými ásamt öllum fjölæringun- um og sumarblómunum. Og þegar árin færðust yfir og þau hjónin fluttu sig um set yfir í miðbæ Kópavogs með stórkost- legt útsýni til suðurs og vesturs þá stóð hún fyrir byggingu yndislegrar sólstofu á stóru svöl- unum þeirra. Þar var gott að vera í birtunni innan um lit- skrúðugu blómin ásamt litlu smáfuglunum sem hún vandi til sín á svalirnar utan við. Ég get ekki minnst tengda- mömmu minnar án þess að geta um að uppáhaldsliturinn hennar var himinblár og þeirri aðdáun deildi ég með henni. Hún kom honum fyrir hér og þar með sínu listræna innsæi sem gerði allt umhverfið svo ljúft og lifandi. Byndís var fróð og víðlesin. Hún fylgdist vel með öllu alveg fram á síðustu stundu og var alltaf vel með á nótunum og það var sama hvert við fjölskyldan fórum, stutt eða langt, því var ekki lokið fyrr en við höfðum sagt henni ferðasöguna í máli og myndum. Ég vil nú, þegar dyrn- ar lokast í hinsta sinn, þakka yndislegri tengdamóður minni til 37 ára, Bryndísi Kristjánsdóttur, samfylgdina. Hún var kletturinn, alltaf til staðar. Hvíl í friði, elskuleg. Valgerður Anna Þórisdóttir. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, systir og amma, HILDA TORFADÓTTIR, talkennari og margt fleira, til heimilis að Galtalæk, Akureyri, lést á Hlíð 8. október. Útför verður frá Akureryrarkirkju miðvikudaginn 23. október klukkan 13:30 og erfidrykkja á Galtalæk. Haukur Ágústsson Ágúst Torfi Hauksson Eva Hlín Dereksdóttir Hlín Torfadóttir og barnabörn Elskulegur faðir okkar, bróðir og afi, SIGTRYGGUR SIGURÐSSON Völvufelli 50, lést á líknardeild LSH 30. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Viktoría, Antonía og Einar Sigurður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.