Morgunblaðið - 21.10.2019, Blaðsíða 1
Þeir þustu um gólfið og tókust á loft, Ýmir Darri
Hreinsson og Einar Ingi Jóhannsson, þegar þeir
sóttu hvor að öðrum í viðureign sinni um
helgina. Voru þeir á meðal þeirra fjölmörgu sem
beittu sínum bestu brögðum þegar skylminga-
mót fór fram í Baldurshaga í Laugardal.
Morgunblaðið/Hari
Beittu sínum
bestu brögðum
M Á N U D A G U R 2 1. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 247. tölublað 107. árgangur
GLÓDÍS PERLA
SVÍÞJÓÐAR-
MEISTARI KRISTNIBOÐ Í 90 ÁR
KÆRLEIKURINN
ER EINFALDASTA
LAUSNIN
HEILSUGÆSLA OG SKÓLASTARF 4 ÓTTASLEGNIR ORKAR 29SPILAR ALLTAF 27
Landspítalinn
» Ráðast þarf í miklar sparn-
aðaraðgerðir á Landspítal-
anum vegna hallareksturs.
» Rekstur verður skorinn
niður um tæpan milljarð í ár og
2,5 milljarða á næsta ári.
Fleiri tugir rúma eru lokaðir á Land-
spítalanum vegna skorts á hjúkrun-
arfræðingum, að sögn Páls Matt-
híassonar forstjóra. „Spítalinn þurfti
að bregðast við neyðarástandi í
mönnun og réðst í tilraunaverkefni
þar sem skýr gögn sýndu að það
vantaði fólk svo sjúklingum gæti
stafað hætta af,“ sagði Páll. Hann
sagði að þetta hefði snúið að hjúkrun
í vaktavinnu. Um var að ræða klasa
verkefna og eitt þeirra var Heklu-
verkefnið. Í því fólust álagsgreiðslur
til hjúkrunarfræðinga. Til stendur
að leggja það af.
Unnið er að því að innleiða jafn-
launavottun á Landspítala lögum
samkvæmt. Páll sagði að heildar-
kostnaður við jafnlaunavottunina
fram að þessu væri orðinn um 30
milljónir króna, en ekki 320 milljónir
eins og haldið hefur verið fram.
Pétur Magnússon, formaður Sam-
taka í velferðarþjónustu og nefndar-
maður í ráðgjafarnefnd Landspítala,
sagði að í ljósi fjárhagsstöðu spítal-
ans væri ekki óeðlilegt að stjórnend-
ur færu vel yfir það hvað væri
kjarnastarfsemi og hvað hliðarverk-
efni sem spítalinn ætti e.t.v. ekki að
sinna heldur fá aðra til að gera.
Álagsgreiðslur verða aflagðar
30 milljónir í jafnlaunavottun Landspítala Skilgreina þarf kjarnastarfsemi
M30 milljónir … »2
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Betri vöktun hefði átt að vera í
stjórnkerfinu og ljóst er að stjórn-
völd létu úrbótavinnu í tengslum við
fyrstu úttekt FATF, alþjóðlegs
starfshóps um aðgerðir gegn pen-
ingaþvætti og fjármögnun hryðju-
verka, sitja á hakanum frá árinu
2006 fram til ársins 2018. Þetta segir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra í viðtali, sem birtist í lengri út-
gáfu á mbl.is, um að Ísland hafi fyrir
helgi verið sett á gráan lista FATF.
Eftir að önnur úttekt starfshóps-
ins var birt í apríl í fyrra segir Katrín
að það hafi komið á borð ríkisstjórn-
arinnar og mikil vinna hafi verið sett
í gang af stjórnvöldum, en málið var
á borði dómsmálaráðuneytisins.
Spurð hvort hún muni eftir að
málið hafi komið á borð ríkis-
stjórnarinnar sem hún sat í sem
menntamálaráðherra á árunum
2009-2013 segir Katrín að hún muni
ekki til þess. „En ég dreg þá ályktun
þegar skýrslan kemur árið 2018 að
þetta hafi setið á hakanum, einmitt
vegna þess að við vorum í höftum,“
segir hún og vísar þar til fjármagns-
haftanna.
Óstöðugleiki hafði sitt að segja
Katrín segir að tvennar kosning-
ar, árin 2016 og 2017, og óstöðugleiki
í stjórnmálum hafi líklega haft sitt að
segja um að málið hafi ekki verið
framar á borði stjórnvalda. „Það
hefur ötullega verið unnið að málinu
síðan það kom fyrst á borð ríkis-
stjórnarinnar [árið 2018], en það
hefði átt að vera betri vöktun í
stjórnkerfinu,“ segir hún og bætir
við: „Það má ljóst vera að betur hefði
mátt halda á spilunum.“
FATF gerði fyrstu úttekt sína á
Íslandi árið 2006. Var þá lýst yfir
áhyggjum af stöðu mála hér á landi
og í kjölfarið var brugðist við með
nokkrum lagafrumvörpum og því að
koma upp peningaþvættisskrifstofu
ríkislögreglustjóra. Eftir fjármála-
hrunið virðist lítið hafa gerst í þess-
um efnum, því í apríl 2018 skilaði
FATF ofannefndri úttekt þar sem
niðurstaðan var svört.
Ingvar Örn Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóri almannatengslastof-
unnar Cohn og Wolfe á Íslandi, telur
að grái listinn muni loða við orðspor
stjórnsýslu Íslands löngu eftir að
landið fer af listanum.
Skorti „betri vöktun í stjórnkerfinu“
„Það má ljóst vera að betur hefði mátt halda á spilunum,“ segir forsætisráðherra vegna gráa listans
MTil marks um »12
Læknar og hjúkrunarfræðingar
gagnrýna tillögur um að leggja
niður læknaráð og hjúkrunarráð á
heilbrigðisstofnunum sem fram
koma í frumvarpsdrögum heil-
brigðisráðherra um heilbrigðis-
þjónustu. Í stað þeirra eiga að
koma fagráð fulltrúa allra
fagstétta sem verði forstjóra til
ráðuneytis. Gagnrýnt er í um-
sögnum að kveða eigi raddir
læknaráðs og einstakra fagstétta
niður. Læknaráð Landspítalans
segir boðaðar breytingar á ýmsan
hátt slæmar. »14
Ekki verði þaggað
niður í fagstéttum
„Borgaryfirvöld eru enn og aftur að
ganga of hart fram í því að hindra að-
gang ferðamanna að borginni,“ segir
Kristófer Oliversson, formaður FHG,
Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu, í
samtali við Morgunblaðið vegna
ákvörðunar um að halda safnstæði
fyrir rútur við Hverfisgötu lokuðu
eftir að framkvæmdum þar lýkur.
Kristófer bendir á að meðalaldur
ferðamanna fari hækkandi og því sé
það ekki í lagi að gera þeim að
klöngrast með föggur sínar langar
leiðir. ,,Okkar áhyggjur eru skortur-
inn á gestrisni sem þetta endur-
speglar, “ segir hann og bætir við:
„Núna þegar kólnar aðeins yfir ferða-
þjónustunni er enn og aftur dregið úr
þjónustunni við gestina.“ »4
Morgunblaðið/Eggert
Ferðafólk Nauðsynlegt er að vera
vel búinn við komuna til landsins.
Borgaryfir-
völd gangi of
hart fram