Morgunblaðið - 21.10.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.10.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2019 21. október 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.64 125.24 124.94 Sterlingspund 160.8 161.58 161.19 Kanadadalur 94.84 95.4 95.12 Dönsk króna 18.568 18.676 18.622 Norsk króna 13.562 13.642 13.602 Sænsk króna 12.867 12.943 12.905 Svissn. franki 126.16 126.86 126.51 Japanskt jen 1.1471 1.1539 1.1505 SDR 171.54 172.56 172.05 Evra 138.71 139.49 139.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.4978 Hrávöruverð Gull 1487.5 ($/únsa) Ál 1725.0 ($/tonn) LME Hráolía 59.78 ($/fatið) Brent ● Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, ítrek- aði á föstudag að hann myndi vilja koma í veg fyrir að rafmyntin líbra verði að veruleika. Scholz lét þessi ummæli falla í Washington, þar sem hann sótti fundi AGS og Alþjóða- bankans. Á fimmtudag gaf G7-hópurinn út skýrslu þar sem lagt er til að leyfa ekki rafræna gjaldmiðla á borð við líbruna vegna þess mikla skaða sem þeir gætu valdið peningakerfi heimsins. ai@mbl.is Olaf Scholz Vill ekki sjá líbruna STUTT BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eins og Morgunblaðið fjallaði um í síð- ustu viku er Ísland komið á „gráan lista“ eftirlitsstofnunarinnar FATF, sem vaktar hversu vel þjóðir heims reyna að koma í veg fyrir peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samtökin höfðu bent á 51 ágalla í pen- ingaþvættisvörnum Íslands og var bú- ið að bregðast við nær öllum, en þrír stóðu þó enn út af að mati FATF. Ísland er ekki í sérlega góðum fé- lagsskap á gráa listanum en þau tólf lönd sem núna hafa þennan skammarstimpil eru flest gjörspillt eða að í þeim ríkir upplausnarástand. Eru þetta lönd á borð við Pakistan, Sýrland, Jemen, Simbabve, Kambódíu og Gana, en líka lönd sem eru þekkt sem skattaskjól s.s. Bahamaeyjar og Pan- ama. Íslensk stjórnvöld vonast til að land- ið komist af gráa listanum von bráðar, jafnvel strax í febrúar á næsta ári, en Ingvar Örn Ingvarsson segir að skað- inn sé þegar skeður og hætta á að þetta mál dragi dilk á eftir sér. Ingvar er framkvæmdastjóri alþjóðlegu al- mannatengslastofunnar Cohn & Wolfe á Íslandi og minnir hann á að það sé langt síðan fyrst var vakið máls á því að herða þyrfti varnir Íslands gegn pen- ingaþvætti. „Síðan 2004 hafa heyrst raddir sem bentu á að stjórnvöld og ís- lenska fjármála- og bankakerfið tæki þessi mál ekki nógu föstum tökum, að hluta til vegna þess að við værum of bláeyg, en mögulega líka vegna þess að það gat hentað ákveðnum hags- munum.“ Nýjasta málið af mörgum Stóra málið, að mati Ingvars, er ekki að Ísland lendi á gráa listanum um nokkurra mánaða skeið, heldur er það áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að ekki hafi verið fyrir löngu búið að koma vörnum gegn peningaþvætti í gott horf. Segir hann FATF-málið bara það nýjasta í langri röð mála þar sem stjórnsýslan hefur brugðist. „Má þar nefna ófáa dóma Mannréttindadóm- stólsins varðandi t.d. málfrelsi blaða- manna og mál tengd hruninu, að ógleymdu landsréttarmálinu og tveim- ur seðlabankamálum, annars vegar gegn Samherja og hins vegar Ara Brynjólfssyni blaðamanni.“ Ingvar tekur fram að ekki sé hægt að setja allar stofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög undir sama hatt, en allt of víða sé eins og kerfið einkennist af miklu skrifræði, óskýrri ábyrgð og skorti á vilja til að þjónusta og liðsinna borgurunum. „Frekar en að líta á sig sem þjóna almennings virðast margir embættismenn fyrst og fremst líta á það sem hlutverk sitt að þjóna hags- munum hins opinbera og vernda hags- muni sinnar stofnunar. Boltanum er kastað á milli ótal nefnda, eftirlitsaðila og ábyrgðaraðila og almenningi gerð þrautin þyngri að sækja rétt sinn. Frekar en að játa mistök og nýta alla gagnrýni og óþægileg mál sem tæki- færi til að bæta sig reynir kerfið að verja sjálft sig.“ Óþægindi drifkraftur breytinga Þessi vandi á sér eflaust margar or- sakir. Þannig nefnir Ingvar að pólitísk- ur óstöðugleiki undanfarinn áratug og tíðar stólabreytingar í ráðuneytum kunni að hafa veiklað stjórnunarvald ráðherra og þannig dregið úr aga í stjórnsýslunni. Svo kunni einfaldlega að vera um vinnustaðamenningar- og stjórnunarvanda að ræða. „Hluti af okkar ráðgjöf til að stuðla að góðum stjórnarháttum fyrirtækis eða stofn- unar snýst um að umboð og ábyrgð fari ekki milli mála og frekar en að bægja í burtu óþægilegum málum og amast við gagnrýni séu erfiðu málin notuð sem tilefni til að breyta um kúrs.“ Bendir Ingvar á, með þetta í huga, að orðsporstjón Íslands vegna FATF- málsins snúi ekki endilega að því að heimurinn fari að líta á Ísland sem ein- hvers konar peningaþvættismiðstöð heldur frekar að fjárfestar og fyrirtæki líti svo á að vinnbrögðum og fag- mennsku sé ábótavant hjá stjórnsýsl- unni. „Þeir sem stýra beinni erlendri fjárfestingu hjá stórum sjóðum eru með ýmsa landstengda áhættuþætti á sínum athugunarlistum og þar myndu FATF-mistökin klárlega vera flögguð sem vandamál og talin til marks um viðvaningshátt.“ Þá er hætt við að neikvæður frétta- flutningur valdi landinu orðsporstjóni sem erfitt er að mæla. Cohn & Wolfe vaktar alþjóðlegan fréttaflutning og segir Ingvar að bara yfir þessa helgi hafi ákvörðun FATF ratað í miðla eins og Bloomberg, Wall Street Journal og MSN og gætu um hundrað milljón les- endur hafa séð þessar neikvæðu frétt- ir. „Og eins og flestir vita þá er það meira spennandi frétt að velmegandi Evrópuríki skuli hafa komist á gráa listann, en það verður þegar Ísland verður tekið af listanum,“ segir hann og minnir á þá reglu almannatengsla- sérfræðinga að það sé alltaf langtum betra og ódýrara að reyna að fyrir- byggja vandamálin en að reyna að laga laskað orðspor eftir að skaðinn er skeð- ur. Illmögulegt sé að meta tjónið, en áhrifin kunni að vera neikvæð fyrir hundruð íslenskra fyrirtækja sem eiga í einhverjum viðskiptum við útlönd. „Þá bætir ekki úr skák að einmitt í vik- unni kom út á Netflix kvikmyndin The Laundromat, sem fjallar um um Pa- nama-lekann, og kemur Ísland þar við sögu. Eru bloggarar þegar farnir að tengja FATF-málið við þessa mynd, sem kom út á versta mögulega tíma, og býður upp á ótal vangaveltur og greinaskrif sem illmögulegt verður að vinda ofan af.“ Aðspurður hvort hægt sé að „spinna“ FATF-málið með jákvæðum hætti segir Ingvar að til þess þyrfti fyrst að kortleggja umræðuna, laga það sem upp á vantar í stjórnsýslunni og svo t.d. reyna að koma upplýsingum til réttra miðla um hvað Ísland stendur fyrir; að þrátt fyrir að yfirsjón hafi komið okkur á gráa listann komi á móti að miðað við margar aðrar þjóðir sé regluverkið aðgengilegt og á margan hátt auðveldara að fjárfesta og stunda rekstur á Íslandi en annars staðar. Til marks um viðvaningshátt  Löngu eftir að að Ísland er farið af skammarlista FATF mun það orðspor loða við stjórnsýslu lands- ins að þar sé fagmennsku ábótavant  Bægja í burtu óþægilegum málum frekar en að læra af þeim Ingvar Örn Ingvarsson Stilla/Netflix Klúður Það er óheppilegt að FATF-málið skuli koma upp einmitt þegar Netflix hefur sýningar á nýrri kvikmynd um Panama-lekann, þar sem Ísland kemur við sögu. Ingvar áætlar að orðsporstjónið vegna ákvörðunar FATF geti snert hundruð íslenskra fyrirtækja. Gary Oldman og Antonio Banderas í hlutverkum sínum í The Laundromat. Ríkisolíufélag Sádi-Arabíu, Saudi Aramco, mun fresta skráningu á hlutabréfamarkað þangað til rekstrartölur þriðja ársfjórðungs liggja fyrir. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum að vonast sé til frammistaðan á ársfjórð- unginum muni auka tiltrú fjárfesta á þessu stærsta olíufyrirtæki heims. Markaðsgreinendur höfðu sumir reiknað með að allt að 1-2% hlutur í Aramco færi á markað í Tadawul- kauphöllinni í Ríad strax í þessari viku en árásir á olíuvinnslustöðvar fyrirtækisins um miðjan september minnkuðu framleiðslugetu þess tölu- vert. Vilja stjórnendur sýna fjárfest- um, svart á hvítu, hver áhrifin voru á efnahagsreikninginn. Reynist fyrir- tækið hafa spjarað sig vel, þrátt fyrir árásirnar, ætti það að tryggja Aramco hærra verð þegar til hluta- fjárútboðs kemur. ai@mbl.is AFP Risi Ráðamenn telja Saudi Aramco 2.000 milljarða dala virði. Aramco bíður átekta Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is INTERFLON Matvælavottaðar efnavörur Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.