Morgunblaðið - 21.10.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2019 DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA 60 ára Axel er Reyk- víkingur, ólst upp í Gerðunum og býr þar enn. Hann er sagn- fræðingur frá HÍ og er sjálfstætt starfandi. Hann sendi á siðasta ári frá sér bókina Hnignun, hvaða hnignun? en hún fjallar um goðsögnina um niðurlægingar- tímabilið í sögu Íslands á tímabilinu 1400-1800. Hann gaf einnig út bókina Expansions árið 2010. Systkini: Þóra, f. 1950, Gylfi, f. 1952, og Gunnar Helgi, f. 1958. Foreldrar: Kristinn Helgason, f. 1922, d. 2003, innkaupastjóri hjá Ríkisskipum, og Ingibjörg Þorkelsdóttir, f. 1923, fv. yfir- kennari í Breiðagerðisskóla. Hún er bú- sett í Reykjavík. Axel Kristinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú skiptir öllu að nýta tímann vel og halda sér við efnið svo að þú náir að standa við gefin loforð. Varastu fagurgala. 20. apríl - 20. maí  Naut Félagslífið stendur með miklum blóma um þessar mundir. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert að eiga við fólk sem er erf- itt að ná til tilfinningalega, en þér tekst það ef þú reynir. Baðið ykkur í sviðsljósinu með- an það skín því þið eigið það skilið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það tekur sinn tíma að vinda ofan af hlutunum og láta koma í ljós, að það sem þér er kennt um er annarra verk. Forðastu stress með því að gefa þér nægan tíma. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Opinn hugur þinn er eins og segull sem laðar að þér allt það besta. Sýndu þolinmæði í uppeldinu og teldu alltaf upp að tíu áður en þú segir eitthvað. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu óhrædd/ur við breytingar því þær eru nauðsynlegur þáttur af tilverunni. Þér finnst einstaklega gaman í vinnunni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú nærð mestum árangri þegar þú dregur þig í hlé og vinnur ein/n. Láttu þig dreyma um framandi lönd, þú ert líklega á leið þangað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er svo margt sem manni getur dottið í hug en á samt enga mögu- leika í heimi raunveruleikans. Fólki finnst þú sýna því skilning og bregst því við þér á já- kvæðan hátt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt ánægjulega tíma í vænd- um. Gættu þess að vaða ekki yfir neinn í þeim tilgangi að fá vilja þínum framgengt eða ganga í augun á einhverjum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þiggðu aðstoð samstarfsmanna þinna. Tengsl við hvers kyns félagasamtök eiga eftir að aukast, þú nýtur góðs af sam- veru við aðra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert með aðfinnslur í garð annarra og mátt vita að fólk er ekki alltaf í skapi til að taka við þeim. Ekki láta áhyggjur sliga þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér er efst í huga að grípa til óhefð- bundinna úrræða til að leysa ákveðin vandamál. Vinur þinn á erfitt, vertu til staðar. að búa eitthvað til í höndunum. Á mér draum um að læra húsgagnasmíði og eignast rennibekk og trésmíðaverk- stæði. Þangað til læt ég mér nægja hefðbundnar hannyrðir. Er reyndar frekar montin af íslenska búningnum sem ég saumaði á mig á námskeiði fyrir nokkrum árum með dyggri að- stoð góðra kvenna.“ Guðlaug er ekki alveg hætt að leika og mun koma fram í sjón- varpsþáttakrimmanum Brot sem verður sýndur á RÚV á næsta ári. „Það hafa dottið inn eitt til tvö lítil „Ég er svo heppin að hafa komið í sveit sem krakki en ég fór mikið með foreldrum mínum í Skógarnes á Snæ- fellsnesi og var stundum fáeinar vikur hjá Guðríði frænku minni í einhverju stússi. Sveitalífið var mér þess vegna ekki að öllu leyti framandi. Það kom mér hins vegar á óvart hvað þessi breyting var mér létt, því það er um- talsverð breyting að fara af gangstétt- inni í Reykjavík í sveitastörf og skepnuhald. Ég hef gaman af alls konar grúski og gramsi, les bækur og hef gaman af G uðlaug Elísabet Ólafs- dóttir fæddist 21. októ- ber 1969 á Selfossi, í svefnherbergi foreldra sinna á æskuheimilinu. Hún ólst þar upp að mestu leyti, með viðkomu í Reykjavík og á Kvía- bryggju í Grundarfirði meðan faðir hennar var þar forstöðumaður. Guðlaug gekk í barnaskólann á Sel- fossi, svo gagnfræðaskólann og síðan í Fjölbrautaskóla Suðurlands. „Ég var virk í félagsmálum alla skólagönguna og var formaður nemendafélags FSU um tíma, söng með kirkjukórnum og Fjölbrautaskólakórnum og gekk ung í Leikfélag Selfoss.“ Guðlaug þreytti inntökupróf í Leiklistarskólann vorið 1990 og hóf nám í skólanum það haust. Hún brautskráðist með leikarapróf vorið 1994. Guðlaug lék í fjölmörgum sýn- ingum í Borgarleikhúsinu, Þjóðleik- húsinu og Hafnarfjarðarleikhúsinu næstu sex ár, ásamt verkefnum í bíómyndum og sjónvarpi. Hún sagði samningi við Borgarleikhúsið laus- um 2000 og flutti til Írlands í eitt ár. Hún fékk hlutverk í bíómyndinni Mávahlátri 2001. „Eftir heimkom- una frá Írlandi voru fá verkefni fyr- ir mig í leiklistinni svo ég réð mig til starfa á skrifstofu Lögreglustjór- ans í Reykjavík. Hóf nám í Evrópu- fræðum við Háskólann á Bifröst haustið 2003 og ætlaði að venda mínu kvæði í kross. Þá var farið að framleiða Stelpurnar og allt í einu varð vitlaust að gera í leiklistinni aftur. Í fimm ár var ég frílans leik- ari í alls kyns verkefnum bæði á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum en svo kom að því í mars 2008 að ég var ráðin verkefnastjóri yfir Viðey hjá Reykjavíkurborg og gegndi því starfi í rúm fjögur ár. Eftir það urðu ákveðin vatnaskil í líf mínu, ég tók mig upp og fór að vinna á hóteli í Öræfasveit. Planið var að vera þar sumarlangt en þar kynntist ég Sæmundi Jóni bónda í Árbæ á Mýrum og hef því búið í Austur-Skaftafellssýslu síðan á vor- mánuðum 2013.“ Í Árbæ er rekið kúabú auk þess sem Guðlaug og Sæmundur Jón eru með hesta og hænsn. verkefni á hverju ári og mér finnst voða gaman að fá einn og einn töku- dag, aðeins til að hitta gamla félaga og komast inn í smá stemmara, það er voða þakklátt.“ Fjölskylda Maki: Sæmundur Jón Jónsson, f. 2. apríl 1982, bóndi. Foreldrar hans eru Sigurlaug Gissurardóttir, f. 11.3. 1954, frá Herjólfsstöðum, og Jón Kristinn Jónsson, f. 12.2. 1953, frá Ketilsstöðum, ferðaþjónustu- bændur á Brunnhól. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, leikari og bóndi – 50 ára Létt að fara af gangstéttinni Í Leiklistarskólanum Guðlaug ásamt bekknum sínum. Bændurnir Guðlaug og Sæmundur. Systkinin Guðlaug, Ottó Valur og Sigrún. 30 ára Vignir er Reyk- víkingur og ólst upp í Neðra-Breiðholti og býr þar enn. Hann er hagfræðingur og tölv- unarfræðingur frá Há- skóla Íslands og er annar stofnenda og framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Leiguskjóls. Fyrirtækið auðveldar fólki að leigja íbúðir í langtímaleigu.Vignir er keppnishlaupari og er landsliðsmaður í víðavangshlaupum. Systkini: Hálfsystir samfeðra er Íris Ösp Lýðsdóttir, f. 1974. Foreldrar: Lýður Sigurðsson, f. 1952, húsgagnasmiður og myndlistarmaður, og Aðalbjörg Björnsdóttir, f. 1955, fv. starfsmaður Landsbankans. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Vignir Már Lýðsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.