Morgunblaðið - 10.02.2019, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019FRÉTTIR
Óhætt er að segja að Berglindi Rán
sé margt til lista lagt, en tók hún ný-
lega upp á því að læra að spila á slag-
verk og ganga til liðs við lúðrasveit.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Það eru mjög áhugaverðir tímar
hjá Orku náttúrunnar um þessar
mundir af ýmsum ástæðum, bæði
fyrir ON sem fyrirtæki og fyrir
orkugeirann í heild sinni. Fram und-
an eru breytingar á rafmagns-
sölumarkaði sem verður gaman að
taka þátt í, en þær munu meðal ann-
ars fela í sér að neytendur verða
meðvitaðri um það hvaðan þeir
kaupa rafmagnið fyrir heimili sín
eða fyrirtæki.
Hver var síðasta ráðstefnan
sem þú sóttir?
Það eru ótrúlega margar góðar
ráðstefnur í boði allan ársins hring á
landinu, svo að oft er nauðsynlegt að
forgangsraða. Nýlega fór ég á ráð-
stefnu sem heitir Bold Strategy
Summit, þar sem verið var að fjalla
um stefnumótun fyrirtækja. Þarna
voru áhugaverðir fyrirlestrar með
áherslu á innleiðingu stefnu, en það
reynist fyrirtækjum oft auðveldara
að búa til góðar stefnur en að inn-
leiða þær þannig að þær verði hluti
af menningunni.
Hvaða lögum myndirðu breyta ef
þú værir einráð í einn dag?
Ég myndi byrja daginn á því að
setja lög sem fælu í sér að innan
fárra ára væri hagkerfið á Íslandi
orðið velsældarhagkerfi. Næsta
verkefnið þennan dag væri að setja
saman hóp vel valinna aðila sem
fengi það verkefni að útfæra kerfið
og tryggja að hópurinn hefði til þess
fjármagn og aðgang að nauðsynlegri
þekkingu. Næsta verkefni dagsins
væri að breyta lögum um ramma-
áætlun þannig að unnið væri á
grunni áætlunarinnar til lengri tíma
frekar en að endurskoða tiltölulega
oft með tilheyrandi flækju- og
óvissustigi. Því næst myndi ég láta
klára að móta aðferðafræðina við að
meta samfélagsleg og efnahagsleg
áhrif nýtingar virkjanakosta til þess
að auðveldara sé að taka þá þætti
inn í jöfnuna við þessa mikilvægu
vinnu.
Hvernig heldurðu
þekkingu þinni við?
Um þessar mundir les ég helst
bækur sem tengjast vinnunni, sem
er ágæt leið til að halda huganum
opnum. Bækurnar sem ég hef lesið
nýverið eru af ýmsum toga, t.d. bók
um samningatækni og bók um það
hvernig fyrirtæki geta verið skipu-
lögð á hátt sem í dag er óhefðbund-
inn, til þess að færa umboð til
ákvarðanatöku frá æðstu stjórn-
endum til sérfræðinga og annars
starfsfólks.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Ef ég neyddist til að breyta til
færi ég að sinna verkefnum sem fela
í sér að breyta úrgangi í verðmæti.
Það eru mörg tækifæri þarna og það
er mjög mikilvægt fyrir okkur sem
samfélag að ná að nýta þau sem
fyrst, með áherslu á að byggja upp
hringrásarhagkerfi.
Hvað myndirðu læra ef þú fengir
að bæta við þig nýrri gráðu?
Færi ég í skóla núna myndi ég
vinna verkefni sem fæli í sér að
draga fram hagnýtar leiðir til þess
að gera árangur fyrirtækja í sam-
félags- og umhverfismálum jafn
mikilvægan og efnahagslegan ár-
angur. Hvað gráðan myndi heita er
spurning, þetta gæti t.d. verið
hagfræðigráða en það er staðreynd
að því fyrr sem við gerum grund-
vallarbreytingar á hagkerfinu okkar,
þeim mun betur mun okkur ganga í
baráttunni við hamfarahlýnun.
SVIPMYND Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar
Töff að vera í lúðrasveit
Morgunblaðið/Eggert
Berglind Rán Ólafsdóttir segir áhugaverða tíma framundan hjá ON.
MENNTUN: B.Sc. í líffræði frá Háskóla Íslands 1997; M.Sc. í sam-
eindalíffræði frá Háskóli Íslands 2001; MBA frá IESE í Barcelona
2004.
STÖRF: Ég vann við mannerfðafræðirannsóknir hjá Íslenskri erfða-
greiningu frá 1997 til 2002. Eftir spænskunám, MBA-nám og verk-
efnavinnu fyrir General Electric Healthcare fór ég aftur til Íslenskrar
erfðagreiningar í viðskiptaþróunarhlið fyrirtækisins frá 2006 til 2009.
Þá fór ég til Medis, dótturfyrirtækis Actavis, í viðskiptaþróun í
Austur-Evrópu frá 2009-2012 og þaðan til Landsvirkjunar, þar sem
ég starfaði á markaðs- og viðskiptaþróunarsviði frá 2012 til 2017.
Hjá Orku náttúrunnar var ég forstöðumaður fyrirtækjamarkaðar frá
2017 til 2018 og hef verið framkvæmdastjóri frá því í september
2018.
ÁHUGAMÁL: Frítímanum vil ég helst eyða í góðum félagsskap fjöl-
skyldu og vina þar sem góður matur og tónlist spila stórt hlutverk.
Ég var mikið borgarbarn framan af en í dag veit ég fátt betra en að
njóta náttúrunnar á Íslandi, stundum í þeim tilgangi að veiða mér til
matar. Slagverksleikur er svo nýjasta áhugamálið, ég er í slagverks-
námi, kláraði grunnstigið nýverið og byrjaði þá í Lúðrasveitinni
Svaninum, þar sem heillandi heimur lúðrasveitanna opnaðist fyrir
mér. Það vita það ekki öll, en það er mjög töff að vera í lúðrasveit!
FJÖLSKYLDUHAGIR: Maðurinn minn er Kristján Björn Þórðarson
leiðsögumaður, við eigum þrjár dætur á aldrinum 14 til 24 ára og
einn páfagauk.
HIN HLIÐIN
Í ELDHÚSIÐ
Tölur innflytjenda sýna að Ís-
lendingar eru duglegir að drekka
kampavín. Landinn veit jú að
þegar allt leikur í lyndi á að
njóta lífsins vel og vandlega,
fagna því að vera til og klára úr
eins og einu glasi af þessum
gyllta og göfuga drykk.
En það má njóta kampavínsins
enn meira með því að opna það
með tilþrifum. Vissulega er gam-
an að láta tappann þjóta, rétt
upp á fjörið, en þeir sem vilja
halda í hefðirnar opna kampa-
vínsflöskurnar með sverði.
Verst að sverð eru ekki lengur
hluti af hversdagsfatnaði fólks,
og ekki gengur að ætla að djöfl-
ast á flöskunni með venjulegum
brauðhníf. Svo er aldrei að vita
nema að Tollstjóri léti það ekki
afskiptalaust að panta sverð í
fullri stærð frá útlöndum, til að
hafa til taks í vínskápnum.
En hér er lausnin komin: þetta
sniðuga áhald gerir sama gagn,
og líklega auðveldara fyrir óvana
að nota en sveðju í fullri stærð.
Gripið og lögunin er þannig að
ekki á að vera erfitt að ná högg-
inu rétt, svo að toppurinn á
flöskunni flýgur snyrtilega af.
Það er fyrirtækið Morgenthaler
sem framleiðir, og fæst grip-
urinn m.a. hjá netverslun Unc-
rate.com á 75 dali.
ai@mbl.is
Til að opna
flöskurnar
með stæl
TÆKNI
Bandaríska tæknifyrirtækið Boston
Dynamics kynnti fyrir skemmstu
nýja kynslóð vinnuróbóta og vekja
tækin bæði ugg og aðdáun. Þeir
kalla tækið róbótahund (e. Robotic
Dog) og minnir það á einhvers konar
hauslaust hundsskrímsli með vél-
rænt göngulag, sem slær aldeilis
ekki á kvíða þeirra sem hafa horft á
of margar kvikmyndir um hörmu-
lega framtíð þar sem mannkynið
þarf að verjast morðóðum vélmenn-
um.
En ef tækið,
sem fengið hefur
nafnið Spot,
verður til friðs er
ljóst að það ætti
að geta orðið að
miklu gagni.
Gönguhraði Spot
er tæpir 5 km/
klst. og græjan
ræður við að
ganga yfir eða
umhverfis allar
minniháttar
hindranir.
Tengja má arma
við tækið til að
grípa um hluti og vinna ýmis verk,
eða nota sem burðardýr sem getur
flutt allt að 14 kg hlass á milli staða.
Tækið lætur ekki hita, kulda eða
vætu á sig fá, og ef orkan klárast má
einfaldlega skipta tómu rafhlöðunni
út fyrir fulla.
Sjá þau hjá Boston Dynamics fyr-
ir sér að Spot geti aðstoðað iðnar-
menn við framkvæmdir, vaktað
vinnustaði og komið að gagni við alls
kyns hættulegar aðstæður. Verðið
liggur ekki fyrir að svo stöddu.
ai@mbl.is
Nýr vinnufélagi sem
vonandi má treysta