Morgunblaðið - 10.02.2019, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 9VIÐTAL
lenskra félaga til umboðsskrifstofa, innlendra
jafnt sem erlendra, námu aðeins tæpum fimm
milljónum króna frá apríl 2017 til apríl 2018
samkvæmt Knattspyrnusambandi Íslands, og
eru því sáralitlar í samanburði við Danmörku
svo dæmi sé tekið. Greiðslur danskra félaga til
umboðsskrifstofa árið 2018 námu um 66 millj-
ónum danskra króna, eða sem nemur 1,2 millj-
örðum íslenskra króna samkvæmt danska
knattspyrnusambandinu. Ein lykilástæða skýrir
þennan mun. Heimamarkaður íslenskra um-
boðsmanna er ekki fyrir hendi hér á landi enda
eru íslensku deildirnar ekki atvinnumanna-
deildir.
„Hér er ekki atvinnumennska og við höfum
ekki beint Ísland sem heimamarkað eins og flest
önnur lönd hafa. Veltan á markaðnum er mjög
óveruleg hérna heima. Við tökum aðeins eitt-
hvað fyrir ef leikmaður er að koma frá útlönd-
um. Þetta er nokkuð sem við byrjuðum að gera
á síðustu tveimur árum. Þá eru kannski þrjú til
fjögur lið að berjast um leikmanninn og það get-
ur verið mikil vinna á bak við það fyrir okkur.
Íslensku liðin eru að borga erlendum umboðs-
mönnum fyrir sömu vinnu og ég sé ekki af
hverju við ættum að gefa þá vinnu. En ef leik-
maður fer á milli liða á Íslandi tökum við ekki
neitt fyrir það. Alveg sama hversu mikil vinnan
er,“ segir Bjarki, sem segir að í raun sé heima-
markaður þeirra í Skandinavíu, en Magnús
Agnar er staðsettur í Kaupmannahöfn.
Einfalt tekjumódel
Að sögn Bjarka er ekki einfalt að vera um-
boðsmaður í dag. Það að gera samning fyrir
leikmenn sé vitanlega mikilvægt skref fyrir
bæði leikmenn og umboðsmenn en það sem taki
við eftir það sé krefjandi vinna fyrir báða aðila.
„Það er allt hitt sem kemur á milli sem mesta
vinnan felst í. Samskipti við leikmenn, samskipti
við félögin. Það eru alltaf mismunandi áskor-
anir. Þetta eru um 40 einstaklingar hverju sinni
sem allir hafa mismunandi vandamál sem þarf
að leysa. Vandamálið getur verið að það gengur
of vel. Því fylgja áskoranir. Þá vilja menn fara
lengra. Svo er alltaf erfitt þegar leikmenn eru
ekki að spila reglulega hjá liðum sínum. Ég tala
nú ekki um ef lið vill losna við einstaka leik-
menn. Það eru ótrúlegustu mál sem koma á okk-
ar borð,“ segir Bjarki og heldur áfram.
„Leikmenn skipta oftast um lið þegar illa
gengur. Og þegar illa gengur eiga menn það til
að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um. Oft er
það umboðsmaðurinn sem fær að kenna á því.
En ég hef fullan skilning á því að vissu leyti. Ég
var leikmaður sjálfur. Ég mun aldrei gagnrýna
leikmenn sem vilja skipta um umboðsmann. Það
eina sem ég bið um þegar þetta á sér stað er að
menn kanni það hvort það sé satt sem aðrir
kunna að hvísla að þeim og hljómar betur.
Þegar ég segi einhverjum sannleikann, sem er
ekkert alltaf fallegur, en einhver annar hvíslar
öðru sem hljómar miklu betur, þá er mannlegt
eðli að fara frekar þangað. En við reynum að
leiðbeina mönnum og leggjum áherslu á að þeir
gangi úr skugga um að það sem þeir heyra sé
rétt. En nú þar sem við erum orðnir hluti af
Stellar Group höfum við töluvert betra aðgengi
að upplýsingum. Tengslanetið er orðið stærra
og það ætti að vera hægur leikur fyrir okkur að
vita hvað, svo ég taki ýkt dæmi, leikmaður hjá
Manchester United er að þéna,“ segir Bjarki.
Á hinn bóginn er tekjumódel umboðs-
skrifstofa fremur einfalt að sögn Bjarka.
„Tekjur okkar koma frá félögunum. Sem þýð-
ir að við gerum samning fyrir hönd leikmanns
og félagið greiðir okkur síðan 5 til 10%, það fer
eftir því hversu eftirsóttur leikmaðurinn er, af
launum leikmannsins. Tekjur okkar eru aldrei
tengdar söluverðinu sjálfu eins og margir halda
kannski. Það eru alltaf laun leikmannsins sem
telja og þeim mun hærri laun sem leikmaðurinn
fær, því betur fáum við borgað. Þannig er tekju-
lind okkar í grunninn. Greiðslunum getur bæði
verið dreift yfir samningstímann eða í ein-
greiðslu. En leikmaðurinn sjálfur borgar ekki
krónu til okkar. Það sem við þurfum að gera er
að útbúa góðan samning sem leikmaðurinn er
sáttur við. Svo semjum við um okkar kjör við fé-
lagið og ef leikmaðurinn er seldur eða fer frá fé-
laginu hættir það félag að borga okkur umboðs-
laun og nýja félagið tekur við,“ segir Bjarki.
Aðeins eitt símtal áður fyrr
Allur gangur er á því hvernig samninga-
viðræður umboðsmanna og félaga fara fram,
hvort sem það er á einkaklúbbum í Kensington
eða hjá félögunum sjálfum. Oftast eru það yfir-
menn knattspyrnumála sem rætt er við, stund-
um hitta umboðsmenn knattspyrnustjóra lið-
anna og stundum eru það stjórnarformenn eða
forsetar viðkomandi klúbba.
„Eins og staðan er í fótboltanum í dag og bara
almennt, þá er svo mikið aðgengi að upplýs-
ingum. Þegar ég var að spila þá var þetta nánast
bara eitt símtal: Þessi er góður. OK. Sjáumst,“
segir Bjarki.
„Ef ég hef samband við erlent félag vegna
leikmanns sem er á Íslandi er alltaf það fyrsta
sem forráðamenn þess gera að fara á netið.
Flest lið eru með skrá yfir hvern einasta leik-
mann. Það er allt fyrir opnum tjöldum og alls
konar síður sem geyma allar upplýsingar um
leikmenn, allt frá skóstærð til hárlitar. Þetta
snýst ekki um einhverja söluræðu þar sem
næsti maður getur farið á netið og sagt: Þetta er
ekki leikmaðurinn sem þú talaðir um. Þeim
hluta hefur verið kastað út um gluggann með
þessari þróun. Sama gildir með leikmenn sem
þegar eru erlendis – lið eru með allar upplýs-
ingar sem þarf til að taka eins rökrétta ákvörð-
un og hægt er þegar kemur að því að semja. Ég
fór í nokkur viðtöl eftir leikinn á móti Argentínu
á HM. Þá var hljóðið þannig að það væri eins og
Real Madrid ætti að kaupa Hannes [Þór Hall-
dórsson] af því að hann varði víti á móti Messi.
En fótboltaheimurinn er ekki þannig að það er
eitthvað einstakt atvik sem verður til þess að
leikmenn fá tækifæri,“ segir Bjarki.
„En við þurfum að nýta sambönd okkar til
þess að reyna að sannfæra lið um að þessi leik-
maður sé málið. Það er starf okkar. Að reyna að
para saman leikmann við ákveðin lönd og ákveð-
in félög. Það er mismunandi kúltúr innan þeirra
og leikstíll. Þú þarft að finna lið við hæfi. En á
endanum er það alltaf leikmaðurinn sem selur
sig á endanum með frammistöðu sinni á vell-
inum. Þannig á þetta líka að vera. Þú vilt að
þetta fari í gegn á réttum forsendum. Í örstuttu
máli er meginmarkmið okkar að finna rétta hillu
hvers og eins leikmanns, þ.e að reyna að koma
honum sem lengst á sínum ferli og hægt er. Til
þess þarf leikmaður stundum að taka eitt skref
til baka til að taka tvö skref áfram en á endanum
finnur leikmaðurinn alltaf sitt rétta stig,“ segir
Bjarki.
Ferðalög eru fjárfesting
Gríðarleg ferðalög eru fólgin í starfi umboðs-
mannsins en Bjarki lítur á þau sem fjárfestingu.
„Við ferðumst mjög mikið en við lítum á það
sem fjárfestingu. Auðvitað væri hægt að vera
hérna á bak við tölvu og senda tölvupósta og tala
í síma en ég held að maður fái aldrei það sama út
úr því. Þegar við fórum af stað með Total Foot-
ball á sínum tíma fórum við um allt Þýskaland,
England og víðar. Það skilaði sér ekki strax en
gerði það seinna. Þegar þú tekur símann og
hringir og ert búinn að hitta viðkomandi er kom-
ið ákveðið traust í sambandið. En svo er allur
gangur á þessu. Sum félög eru þakklát fyrir að
fá heimsóknir, þar sem það gerist ekki oft en
önnur félög fá margar heimsóknir. Við fórum út
af sumum fundum og hugsuðum hvað þeir hefðu
gengið vel en svo heyrðum við ekkert frá sama
aðila í þrjú ár. En það er mismunandi hversu
stór fjárfestingin er hverju sinni og vel þess
virði því þú veist aldrei hvenær hún nýtist.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
um alla leið
Bjarki Gunnlaugsson var eitt sinn at-
vinnumaður í knattspyrnu en á einn-
ig bakgrunn í viðskiptum, sem sam-
einast vel í starfi umboðsmannsins.