Morgunblaðið - 10.02.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 10.02.2019, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019SJÓNARHÓLL KRISTINN MAGNÚSSON Á rétt um einu ári hefur efnahagsástandið hér álandi breyst talsvert til hins verra. Í stað hag-vaxtar hefur tekið við samdráttur. Breytingin hefur komið niður á bæði heimilum og fyrirtækjum, m.a. í auknu atvinnuleysi og samdrætti í tekjum. Á sama tíma og stjórnvöld hafa nýtt ríkisfjármálin til að vinna á móti niðursveiflunni hefur peninga- stefnunefnd Seðlabankans lækkað stýrivexti bankans. Aðilar vinnumarkaðarins náðu kjarasamningum á al- mennum vinnumarkaði á fyrri hluta árs með áherslu á að halda verðbólgu lágri. Hagstjórnaraðilar hafa þann- ig gengið í takt í því verki að milda niðursveifluna og tryggja stöðugleika, sem er forsenda áframhaldandi velmegunar. Það er fagnaðarefni að hagstjórnaraðilar gangi í takt í hagstjórnaraðgerðum sín- um. Það er einnig fagnaðarefni að sá taktur er nú betri en oftast áð- ur í íslenskri hagsögu. Það er hins vegar ekki nóg að ganga í takt heldur verður takturinn að vera af áræðni og nægjanlega hraður til að mýkja efnahagssamdráttinn og skapa grundvöll fyrir nýju hagvaxtarskeiði. Huga þarf að öllum þeim þátt- um sem kunna að mynda grunn að nýju hagvaxtarskeiði og hjálpa fyrirtækjum og heimilum að mæta efnahagssamdrættinum. Það er mikilvægt að forgangsröðun í opinberum fjármálum endurspegli þá meginþætti sem líklegastir eru til að efla samkeppn- ishæfni Íslands og undirbyggja þar með bætt lífskjör landsmanna litið til framtíðar. Ánægjulegt er að í frumvarpi ríkisstjórnarinnar til fjárlaga sem nú er til umræðu á Alþingi er áhersla á nýsköpun, menntun og fjárfestingu í innviðum. Einnig eru þar áform um umbætur í starfsumhverfi fyr- irtækja. Ráða þessir þættir miklu um samkeppn- ishæfni Íslands til framtíðar. Verðmætasköpun er drif- in áfram af vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Mikilvægt er að gera réttu hlutina rétt. Gæta þarf að því að það fjármagn sem sett er í einstök málefni skili sér í bættri samkeppnishæfni og aukinni inn- lendri verðmætasköpun fyrirtækjum og heimilum til heilla. Mikilvægt er að huga að skilvirkni og kostn- aðarlágmörkun í rekstri hins opinbera. Í því sambandi þarf að auka áherslu á árangur útgjaldaþátta hjá hinu opinbera. Með bættum árangurstengingum og for- gangsröðun má tryggja betri nýtingu á skattfé lands- manna, losa um framleiðsluþætti, auka framleiðni og skapa svigrúm til skattalækkana. Við þessar aðstæður er hættulegt að ofmeta væntan viðsnúning hagkerfisins, eins og virðist því miður vera gert í spám sem undanfarið hafa verið lagðar til grundvallar ákvarðanatöku. Í þessum spám er gert ráð fyrir að eftir tiltölulega mildan samdrátt í hagkerf- inu taki hagvöxtur nokkuð kröftuglega við sér á næsta ári. Forsendur þessa efna- hagsbata sem spárnar gera ráð fyrir eru býsna bjartsýnis- legar og líklegt hlýtur að telj- ast að frekari hagstjórnar- aðgerða sé þörf ef viðsnúningur hagkerfisins á að vera hraður hér á landi á næstunni. Laun á vinnustund eru há hér á landi í alþjóðlegum sam- anburði. Laun hafa á síðustu árum hækkað langt umfram innlendan framleiðnivöxt og laun í löndum helstu keppinauta innlendra fyrirtækja. Samkeppnisstaðan hefur því versnað til muna á við önnur lönd. Staðan er umhugsunarefni m.a. í ljósi þess að fyrir- tækin þurfa nú að takast á við minni innlenda eftir- spurn og hagvöxt. Hún er einnig umhugsunarefni í ljósi þeirrar áleitnu spurningu með hvaða hætti má knýja áfram hagvöxt næstu missera. Þörf er á að þessari stöðu sé mætt með því að dregið sé úr álögum á íslensk fyrirtæki. Mikilvægt er að tryggja íslenskum fyrirtækjum samkeppnishæfni þannig að framleiðni vinnuafls standi undir þessum launum og í leiðinni góðum efnahags- legum lífsgæðum hér á landi. Réttar aðgerðir í opin- berum fjármálum og peningamálum skipta þar sköp- um. HAGFRÆÐI Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins Að gera það rétta rétt ” Huga þarf að öllum þeim þáttum sem kunna að mynda grunn að nýju hagvaxtarskeiði og hjálpa fyrirtækjum og heimilum að mæta efnahagssamdrætt- inum. FORRITIÐ Fólkið á bak við Beeken veit að markaðslínurit gera aðeins tak- markað gagn. Það getur verið fróð- legt að sjá hvernig verðmæti fyrir- tækis hefur sveiflast upp og niður frá degi til dags eða frá ári til árs, en það sem vantar á línuritið er hverjar forsendurnar voru fyrir því að hluta- bréfaverðið lækkaði eða hækkaði. Sá sem ekki veit hvað olli því að verðið rauk upp, eða þaut niður, er engu nær um það hvernig reksturinn hef- ur gengið eða hvað það er sem hefur mótað almenningsálitið. Það er einmitt það sem starf markaðsgreinenda gengur út á; að liggja yfir fréttum og ná að tengja saman hvernig atburðir dagsins móta verðbréfamarkaði. Beeken gerir þetta á sjálfvirkan hátt, en for- ritið skimar helstu fréttaveitur og tengir það sem þar er sagt við þróun verðbréfa stakra fyrirtækja. Framsetningin er þannig að í einni svipan er hægt að átta sig vel á þróuninni yfir langt tímabil, en hug- búnaður Beeken er svo snjall að hann getur m.a. gert greinarmun á því hvort orðalag frétta er jákvætt, neikvætt eða hlutlaust. Í fyrstu nær þjónustan aðeins yfir bandarísk og kanadísk hlutabréf en til stendur að bæta erlendum gjald- miðlum og rafmyntum við. ai@mbl.is Tengja saman línurit og helstu fréttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.