Morgunblaðið - 10.02.2019, Side 13

Morgunblaðið - 10.02.2019, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2019 13SJÓNARHÓLL TVENNUTILBOÐ Tveir NOVA R kastarar Aðeins 19.995 kr. BÓKIN Mörgum þykir nóg um þá stefnu sem stjórnmálin hafa tekið víða um heim. Í fjölda landa hafa misvand- aðir menn og konur komist til valda í krafti lýðskrums og virðist þeim takast að espa upp og æsa bæði stuðningsmenn sína og andstæðinga. Finnst sumum tilburðirnir minna óþægilega á marga alræmdustu leiðtoga síðustu aldar, og óttast að þeir leiði til þess að aftur dynji á mannkyninu hörm- ungar og átök af svip- uðum toga og í seinni heimsstyrj- öld. Sagnfræðingurinn Frank Diköt- ter bendir á að þróunin sé, þrátt fyrir allt, í rétta átt. Borið saman við 20. öldina eru einræðisherrar á undanhaldi. Hann er höfundur bókarinnar How to Become a Dictator: The Cult of Personality in the Twentieth Century, og gæti verið ágætis lesn- ing fyrir þá sem vilja geta komið auga á hættumerkin áður en það er of seint. Í verkinu dregur Dikötter upp knappa en skýra mynd af átta ein- ræðisherrum sem fá- ir sakna; frá Franco- is Duvalier á Haítí og Haile Mariam í Eþí- ópíu, til Hitlers og Stalíns. Kemur í ljós að þessir karlar áttu ólíkt lífshlaup og komust til valda með ólíkum hætti, en eiga það þó allir sameig- inlegt að hafa tekist að búa til mikla per- sónudýrkun í kring- um sjálfa sig. Form- úlan er yfirleitt sú sama, þar sem einræðisherrunum tekst að skapa sér þá ímynd að þeir séu miklir hæfileikamenn með ósköp alþýðleg- ar rætur, sem strita viðstöðulaust í þágu þjóðarinnar. Merkilegt nokk ná þeir oft líka að vefja erlendu áhrifafólki um fingur sér, og tekst um skeið að vera vinsælir og lof- samaðir jafnt innan lands síns sem utan. ai@mbl.is Einræðisherrar fylgja sömu formúlu Hér á landi er gengið út frá því að framleiðandi vöruog sá sem dreifir henni beri ábyrgð á tjóni semvaran veldur. Reyndar er þar um nokkra einföld- un að ræða þar sem ábyrgðin nær hvort tveggja til tjóns á öðrum hlut og líkamstjóns, en er takmörkuð við venjulega notkun vörunnar og stafar af ágalla hennar. Þetta er nefnt skaðsemisábyrgð og um hana gilda lög nr. 25/1991. Líta má á lögin sem hluta neytendaverndar og voru þau sett til að samræma íslensk lög, reglum sem gilda í flestum Evr- ópuríkjum. Lögin gilda um tjón sem verður vegna eig- inleika vöru sem seld er til neytenda og venjulega til einkanota. Þó að um skaðsemisábyrgð gildi þessi sérlög, er ekki loku fyrir það skotið að tjónþoli geti sótt rétt sinn eftir almennum reglum um skaða- bætur en þó eru sérstakar fyrning- arreglur í tilviki skaðsem- isábyrgðar, óháð því á hvaða lagagrunni bótarétturinn er reist- ur. Fjölmargar takmarkanir eru í lögunum um réttmæti krafna af þessu tagi. Þannig er „vara“ skil- greind sem hvers kyns lausa- fjármunur, þar á meðal afurðir náttúrunnar og rafmagn svo dæmi sé tekið. Það telst ágalli þegar vara er ekki eins örugg og með réttu mátti vænta með hliðsjón af því hvernig vara var boðin fram og kynnt og þeirri notkun sem sann- gjart er að gera ráð fyrir. Framleiðandi verður ekki gerð- ur ábyrgur ef hann hefur ekki dreift vörunni sjálfur, hann hefur ekki framleitt hana í atvinnuskyni og ágallinn verð- ur rakinn til ófrávíkjanlegra fyrirmæla opinberra aðila. Ítrekað hefur reynt á reglur um skaðsemisábyrgð fyrir íslenskum dómstólum. Í hæstaréttarmáli nr. 384/2001 var aðstaðan sú að í apríl 1999 höfðu tveir menn keypt fersk kjúklingalæri, sem eitt kjúklingabúa landsins hafði fram- leitt. Mennirnir grilluðu lærin og neyttu þeirra, en veikt- ust nokkrum dögum seinna. Höfðu þeir smitast af kam- fýlóbakter sýkli. Leiðbeiningar voru á umbúðum læranna um að þau bæri að elda í gegn. Mennirnir höfðuðu mál gegn framleiðandanum og kröfðust skaðabóta á grund- velli skaðsemisábyrgðar. Töldu þeir að framleiðandanum hefði verið kunnugt um sýkinguna í kjúklingastofni hans og borið að merkja vöruna sérstaklega með tilliti til þess. Í málinu var upplýst að hefðu þeir eldað vöruna sam- kvæmt leiðbeiningum á umbúðum, þ.e. í gegn, hefðu þeir ekki sýkst þar sem sýkillinn þoli lítinn hita. Jafnvel þó sýnt hefði verið fram á að kamfýlóbaktersýkingar væru tíðari á búi framleiðandans en annars staðar, var ekki tal- ið sannað að lærin hefðu verið haldin ágalla í merkingu laga um skaðsemisábyrgð og framleiðandinn því sýkn- aður. Annað var uppi á teningnum í dómi Hæstaréttar nr. 79/ 2010. Tildrög málsins voru þau að fimm ára stúlka hafði keypt súran sælgætisúða í sölu- turni, sem ætlaður var til að úða í munn litlum skammti, beint úr umbúðunum. Stúlkan hafði náð að opna umbúðirnar og tekið sopa af innihaldinu. Vegna þess hve vökvinn var súr hafði henni svelgst á og hluti vökvans borist í lungu þar sem hann olli marg- víslegum meinsemdum. Urðu af- leiðingarnar þær að varanlegur miski hennar var metinn 8% og varanleg örorka sú sama. Á um- búðunum voru aðvaranir á ensku, en ekki vikið að því að varasamt væri að taka umbúðirnar í sund- ur, né að hættulegt væri að súpa af vökvanum. Móðir stúlkunnar stefndi innflytjanda vörunnar og söluturn- inum og krafðist skaðabóta fyrir hennar hönd. Varð nið- urstaðan sú að henni voru, á grundvelli laga um skaðsem- isábyrgð, dæmdar bætur úr hendi beggja, innflytjanda vörunnar og söluturninum. Það er því ekki á vísan að róa þegar deilt er um ábyrgð á skaðlegum eiginleikum vöru. Atvik og aðstæður ráða hvort tekst að sanna ábyrgð þeirra sem framleiða vöru, dreifa eða bjóða hana fram, eins og e.t.v. má ráða af ofan- greindum dómum. Þegar öllu er samt á botninn hvolft hlýtur það að teljast fagnaðarefni að hér á landi sé í gildi löggjöf sem verndar hagsmuni neytenda í þessum efnum. Um ábyrgð á skaðlegum eiginleikum vöru LÖGFRÆÐI Jón Þórisson lögfræðingur og starfar hjá Dranga lögmönnum ehf. ” Framleiðandi verður ekki gerður ábyrgur ef hann hefur ekki dreift vörunni sjálfur, hann hafi ekki framleitt hana í atvinnuskyni og ágall- inn verði rakinn til ófrá- víkjanlegra fyrirmæla opinberra aðila.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.