Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 7
kostnaðinn við hverja ferð, enda ein
skýringin á því að farið með leigubíl
er ekki ódýrara að viðskiptavinurinn
þarf líka að borga fyrir þann tíma
sem bílstjórinn bíður á milli farþega.“
Hvort það stangist ekki á við regl-
ur leigubílastöðvanna að bjóða lægra
verð en sem nemur því sem kæmi
fram á gjaldmælinum segir Ívar að
reglurnar leyfi bílstjórum að bjóða
fast gjald fyrir stakar ferðir, líkt og
þekkist nú þegar með akstur frá
höfuðborgarsvæðinu út í Keflavík.
„En svo vonumst við líka til að bíl-
stjórar geti notað forritið til að finna
kaupendur að alls kyns sérferðum á
áfangastaði ferðamanna, og eins að
viðskiptavinir muni geta deilt kostn-
aðinum við aksturinn með því að
ferðast margir saman í sama bílnum.“
Að sögn Ívars mun væntanleg
reglugerð opna leigubílamarkaðinn
til muna. Þannig verður t.d. ekki
lengur þak á fjölda leigubíla hverju
sinni, og bílstjórum ekki lengur skylt
að vera skráðir hjá leigubílastöð. „Þá
mun ekki lengur
þurfa meirapróf, og
að hafa sinnt afleys-
ingum á leigubíl í
áraraðir, til að
verða leigubílstjóri,
heldur verður nóg
að sitja stutt nám-
skeið. Það á eftir að
koma í ljós hvernig
tryggingahlutinn
verður útfærður, en
til þessa hefur verið
dýrara að tryggja
bíla sem notaðir eru
til farþegaflutninga,
og gæti það komið í
veg fyrir að almenn-
ir borgarar sjái sér
hag í því að nýta
heimilisbílinn endr-
um og sinnum til að
skutla. Aftur á móti
eru þegar skráðir
u.þ.b. 1.300 afleysingaökumenn leigu-
bílstjóra, sem bíða margir eftir því að
fá úthlutað leigubílstjóraleyfi, og
munu þeir fljúga strax inn í þetta
nýja kerfi án mikillar fyrirhafnar.“
Þarf gott jafnvægi til að virka
Stóru farveiturnar erlendis hafa
sýnt það að hugmyndin er góð, og um
allan heim hafa neytendur tekið því
fagnandi að geta pantað leigubíl í
snjallsímaforriti. En það þarf meira
til en gott forrit því þjónustan þarf að
vera í lagi. Hefur helsta áskorun
skutlfyrirtækjanna, þegar þau hafa
haldið inn á nýja markaði, verið að
tryggja að gott jafnvægi sé á fram-
boði og eftirspurn; ef ekki er nóg af
bílum í boði verða notendurnir
óánægðir, og ef ekki er nóg af farþeg-
um fá ökumennirnir
ekki þær tekjur sem
þeir höfðu vonast
eftir. „Það hefur ein-
mitt verið helsta
áhyggjuefni okkar
að hafa nógu marga
bílstjóra með okkur í
liði. Enda höfum við
frá byrjun gætt þess
að smíða forritið
þannig að það falli að
þörfum bílstjóranna
og hjálpi þeim að
vinna vinnu sína
betur. Undanfarna
mánuði og misseri
höfum við rætt beint
við leigubílstjóra,
haldið kynningar
fyrir þá og sýnt þeim
út á hvað verkefnið
gengur, og hvernig
allir hagnast á því að
nota Drivers-forritið.“
Tekjumódel Drivers er enn í
mótun og segir Ívar að fyrst um sinn
verði þjónustan ókeypis fyrir alla og
farþegar greiði beint til bílstjórans
eins og venjulega. „Þegar fram í sæk-
ir munum við bæta við þeim mögu-
leika að borga í gegnum forritið, og
greiða fast gjald frekar en samkvæmt
mæli, og myndum þá taka hóflega
prósentu af hverri ferð. Verður það
þó langtum lægra hlutfall en hjá er-
lendum keppinautum okkar sem taka
yfirleitt nærri helmingshlut af far-
gjaldinu í sinn hlut.“
Morgunblaðið/Hari
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 7FRÉTTIR
the show
2O
2O
LOO
KS
GOO
D
7. — 1
1.2.
Maðurinn skapar viðskiptaheiminn.
Ambiente leggur grunninn fyrir hinn
alþjóðlega geira. Með einstaka fjölbreytni
innan hönnunar og nýjustu strauma og
stefna, óviðjafnanlegt vöruúrval á öllum
svæðum og með sérfræðiþekkingu á
ríkjandi þemum.
Upplýsingar og miðar:
ambiente.messefrankfurt.com
Sími: +45 39 40 11 22
dimex@dimex.dk
Origo Gunnar Zoëga hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri
Notendalausna hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo.
Jafnhliða hefur Gunnar tilkynnt úrsögn sína sem varamað-
ur úr stjórn Origo. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrir-
tækinu.
„Gunnar var framkvæmdastjóri hjá Origo um árabil en
hefur undanfarið ár setið sem varamaður í stjórn Origo. Hann þekkir vel til
okkar atvinnugreinar og er öllum hnútum kunnugur í starfsemi Origo. Það
er afar ánægjulegt fá að njóta krafta Gunnars sem stjórnanda hjá Origo á
ný,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Origo, í tilkynningunni.
Í framkvæmdastjórn Origo sitja, auk forstjóra, Dröfn Guðmundsdóttir,
Gunnar Petersen, Gunnar Zoëga, Hákon Sigurhansson, Ingimar Bjarna-
son og Örn Alfreðsson.
Gunnar Zoëga stýrir notendalausnum
WebMo Design Arna Gunnur Ingólfsdóttir hefur hafið störf
hjá WebMo Design þar sem hún mun veita stafrænni mark-
aðssetningu, þróun og ráðgjöf forstöðu (Head of Digital).
Í tilkynningu frá WebMo Design segir að Arna sé með
BS.c í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Há-
skólanum í Reykjavík, Diploma í markaðsfræði og alþjóða-
viðskiptum og Diploma í kvikmyndagerð. Hún hefur um 10 ára reynslu í
markaðsmálum, vörumerkjastjórnun, viðskiptaþróun, þróun vefverslana og
stýringu stafrænna miðla.
Áður starfaði Arna sem vefstjóri vefverslunar og sérfræðingur í erlendri
stafrænni markaðssetningu hjá Bláa lóninu. Hún var sölu- og markaðsstjóri
hjá hugbúnaðarhúsinu Stokkur og þar áður viðburða- og kynningarstjóri hjá
Skemmtigarðinum Smáralind.
Arna veitir stafrænni markaðssetningu forstöðu
Advania Tveir gervigreindarsérfræðingar hafa
bæst í nýtt og sérhæft gervigreindarteymi Adv-
ania. Hópurinn hyggst benda íslenskum fyrir-
tækjum á tækifærin sem felast í tækninni. „Ávinn-
ingurinn af því að nýta gervigreind er margvíslegur
fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Saga Úlfarsdóttir sem
tók nýlega til starfa í gervigreindardeild Advania. Hún er með meistara-
gráðu í gervigreind frá tækniháskólanum í Danmörku og sérhæfði sig í
vélnámi.
Sigurður Óli Árnason er einnig nýr starfsmaður í deildinni en hann er
með meistaragráðu í gervigreind frá Utrecht-háskólanum í Hollandi. Hann
segir að nú sé eins og bylgja sé að fara af stað á Íslandi og fjölmargir velti
fyrir sér möguleikum þessarar tækni. „Við getum notað tæknina annars
vegar til að kenna tölvum að gera það sem fólk kann að gera og svo get-
um við notað hana í hluti sem eru ofar mannlegri greind að leysa.“
Tveir nýir sérfræðingar í gervigreindarteymi
VISTASKIPTI