Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 15
Góð mæting var á þriðjudagsfund rafmynta-
ráðs í Háskóla Íslands í gær, en á fyrirlestra-
röðinni er kafað ofan í alla anga rafmynta og und-
irliggjandi tækni.
Áhugi á rafmyntum og bálka-
keðjum er þó nokkur í samfélag-
inu, en fyrirlestraröðin í HÍ er op-
in öllu áhugafólki um þessi mál.
Sveinn Valfells, einn
stofnenda fjártækni-
fyrirtækisins Moneri-
um, var fyrirlesari á
fundinum í gær.
Kafað ofan í rafmyntir
og undirliggjandi tækni
Morgunblaðið/Hari
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 15FRÉTTIR
Við seljum umhverfisvænan
pappír af öllum gerðum, þar á
meðal ljósritunarpappír. Bjóðum
sérskurð í þær stærðir sem
henta. Þér er velkomið að líta
við og finna þinn rétta pappír.
PAPPÍR
Arion banki hefur opnað á aðgengi
að reiknings- og kortaupplýs-
ingum frá öðrum bönkum í Arion
banka appinu.
Í tilkynningu frá bankanum seg-
ir að um tímamót í fjármálaþjón-
ustu hér á landi sé að ræða. „Allir
sem eru með reikninga eða kort
hjá fleiri en einum banka og veita
heimild fyrir flutningi gagna, geta
fengið heildstæða yfirsýn yfir fjár-
mál og útgjöld heimilisins á einum
stað í Arion appinu,“ segir í til-
kynningunni.
Nýjungin er samkvæmt tilkynn-
ingunni, ekki aðeins fyrir við-
skiptavini Arion banka heldur öll-
um opin. Það eina sem þurfi að
gera er að sækja Arion appið,
skrá sig inn með rafrænum skil-
ríkjum og tengja þá reikninga og
kort sem hver og einn vill sjá. Að
auki eru þessar upplýsingar tekn-
ar saman og flokkaðar eftir út-
gjaldaliðum heimilisins í samstarfi
við Meniga.
Iða Brá Benediktsdóttir, fram-
kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs,
segir að bankinn vilji stöðugt
bæta sína þjónustu og appið sé ein
mikilvægasta og vinsælasta þjón-
ustuleið bankans.
Á hverjum degi nýta að meðaltali 40 þúsund viðskiptavinir appið.
Arion appið opnar
á aðra banka
FYRIRLESTUR