Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 11
Á komandi árum má reikna með
miklum breytingum á umbúðavali út-
flytjenda ferskra sjávarafurða. Til
þessa hafa íslenskir seljendur reitt
sig á frauðplastskassa, enda sterk-
byggðir, léttir og veita góða hita-
einangrun; en markaðurinn kallar á
annars konar lausnir. Frauðplastið er
ekki nógu umhverfisvænn kostur,
ekki er að því hlaupið að urða það eða
endurvinna, og greinin öll vill gjarnan
leggja sitt af mörkum til að draga úr
plastmengun.
Fjallað verður um þróun umbúða-
mála, áskoranir og lausnir í málstofu
á Sjávarútvegsráðstefnunni í nóv-
ember. Umsjónarmaður málstof-
unnar er Sigurjón Arason, yfirverk-
fræðingur hjá Matís og prófessor við
Háskóla Íslands.
Hann segir áskoranirnar af ýmsum
toga, og umbúðaframleiðendur séu að
leita ýmissa leiða til að finna lausn á
vandanum. „Bæði vilja seljendur og
kaupendur sjávarafurða taka þátt í að
minnka kolefnisspor flutninga og
gera flutninga á fiski eins umhverfis-
væna og unnt er, en á sama tíma má
ekki fórna gæðum hráefnisins. Nýjar
tegundir pakkninga gætu verið gerð-
ar úr efnum sem auðveldara er að
endurvinna, eða mögulega að skipt
verði yfir í pakkningar sem væri
hægt að nota aftur og aftur svipað og
gert er við fiskkör í íslenskum sjávar-
útvegi,“ segir Sigurjón og bætir því
við að mögulega mætti líka leysa
vandann með því að finna betri leiðir
til að endurvinna frauðplast.
Að þróa umbúðir með alla kosti
frauðplastskassa verður allt annað en
auðvelt. Frauðplast er, þrátt fyrir alla
ókostina, mikið undraefni. „Frauð-
plastið heldur varma mjög vel frá
vörunni og varnar þannig skemmd-
um á fiskinum ef t.d. bretti með fisk-
pakkningum þarf að standa úti undir
beru lofti á góðviðrisdegi á leið sinni á
áfangastað. Það væri ef til vill hægt
að einangra stök bretti með öðrum
hætti, s.s. með því að láta duga að
klæða hverja stæðu að utan, frekar
en að nota marga þykka frauðplasts-
kassa, en sú leið myndi ekki henta
miðað við hvernig við sendum fisk nú
til dags með flugi,“ útskýrir Sigurjón.
„Er sá háttur hafður á að stafla köss-
unum, einum í einu, í fragtrými far-
þegaflugvéla og þurfa kassarnir þá
bæði að vera sterkbyggðir og þola
mikið hnjask, og hver og einn þeirra
verður að hafa nægilega góða ein-
angrun.“
Pappi hefur sína veikleika
Þegar eru nokkrir útflytjendur
farnir að gera tilraunir með nýjar
gerðir umbúða og þannig var sagt frá
því í sérblaði Morgunblaðsins um
sjávarútvegsmál í september að hjá
Kassagerðinni má núna fá vatnshelda
og sterka pappakassa sem eiga að
geta komið í stað frauðplastsumbúða.
Kom þar fram að svo miklar framfar-
ir hafi orðið í flutningi á fiski, þar sem
hnjask er í lágmarki og hægt að hafa
fiskinn í hitastýrðu umhverfi allt á
áfangastað, að það geti oft dugað að
nota umbúðir með minna einangr-
unargildi og styrk en dæmigerður
frauðplastskassi. „Helsti veikleiki
umbúða úr pappír er að um leið og
einhver raki berst úr fiskinum í papp-
ann þá minnkar styrkur efnisins stór-
lega en það má leysa m.a. með því að
vaxhúða pappírinn eða hafa fiskinn í
þunnum vatnsþéttum plastumbúðum
þegar hann er settur ofan í pappa-
kassa.“
Þá hafa litið dagsins ljós kassar úr
pappír sem eru einangraðir með ull
sem fellur til t.d. við fataframleiðslu,
og sumir framleiðendur þróa umbúð-
ir úr nokkurs konar bylgjuplasti sem
hafa bæði þann eiginleika að hægt er
að flytja pakkningarnar flatar, og
plastið sem þær eru gerðar úr getur
verið auðveldara í endurvinnslu en
frauðplast. Sigurjón minnir á að sama
hvaða efni verði fyrir valinu þurfi þau
að hæfa matvælaframleiðslu, og ef
t.d. einangrandi efni má ekki komast í
snertingu við matvæli verði að vernda
fiskinn þeim mun betur. „Er
skemmst að minnast þess að pólívínil-
klóríð (PVC) var á sínum tíma notað í
plastumbúðir utan um fisk, þar til
kom í ljós að efnið gat smitast inn í
fiskholdið.“
Notkun endurnýtanlegra umbúða,
s.s. einhvers konar minni útgáfu af
þeim plastkörum sem í dag eru notuð
til að geyma fiskinn um borð í skipum
og flytja hann innanlands, væri líka
umhverfisvæn lausn. „En þá koma
upp vandamál s.s. við þrif og hrein-
læti, og eins við flutninga á tómum
umbúðum frá kaupendum aftur til
seljenda.“
Halda í hefðir
Svo mun það ekki ganga þrauta-
laust fyrir sig að taka nýjar umbúðir í
notkun enda hefur reynslan sýnt að
sumir kaupendur sjávarafurða eru
mjög íhaldssamir og styggjast jafnvel
við það eitt að seljandi breyti um lit á
umbúðum. Sú hefð hefur skapast að
umbúðirnar veita kaupendum vissu
um gæðin og þannig leiti þeir sumir
vísbendinga, eins og hvort allur ís er
bráðnaður eða hvort kælimottan hef-
ur slaknað, til að meta hratt og vel
hvort varan hafi verið flutt við rétt
skilyrði. „Þetta hefur t.d. torveldað
útflutning á ofurkældum fiski, þar
sem ekki er þörf á að hafa ís með fisk-
inum enda búið að setja nógu mikinn
kulda í flakið, en kaupendur verða
hissa þegar þeir opna pakkninguna
og sjá engin merki um ís. Hafa út-
flytjendur því brugðið á það ráð að
setja nokkra ísmola með í hverja
öskju,“ segir Sigurjón.
Erfitt að leysa frauðplastið af hólmi
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Framleiðendur leita að
pakkningum sem eru
sterkar, einangra vel og eru
um leið umhverfisvænar.
Vatnsvarinn pappír, ull, og
endurnýtanlegar umbúðir
eru meðal þess sem kemur
til skoðunar.
Kristinn Ingvarsson
Markaðurinn kallar eftir umhverfisvænni umbúðum en á það má ekki slá af kröfum um styrk og einangrunargetu.
Morgunblaðið/Golli
Frauðplast er mikið undraefni að
sögn Sigurjóns, þrátt fyrir ókostina.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 11
Afurðaverð á markaði
21. október 2019, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 403,11
Þorskur, slægður 425,85
Ýsa, óslægð 289,07
Ýsa, slægð 266,84
Ufsi, óslægður 155,97
Ufsi, slægður 184,53
Djúpkarfi 216,00
Gullkarfi 230,94
Blálanga, óslægð 257,77
Blálanga, slægð 220,66
Langa, óslægð 255,51
Langa, slægð 220,73
Keila, óslægð 110,89
Keila, slægð 150,36
Steinbítur, óslægður 148,43
Steinbítur, slægður 508,99
Skötuselur, slægður 561,85
Grálúða, slægð 476,51
Skarkoli, slægður 380,73
Þykkvalúra, slægð 484,82
Langlúra, óslægð 220,00
Hlýri, óslægður 309,00
Hlýri, slægður 453,70
Lúða, slægð 614,98
Lýsa, óslægð 108,30
Lýsa, slægð 119,00
Sandhverfa, slægð 847,00
Stórkjafta, slægð 311,50
Undirmálsýsa, óslægð 150,41
Undirmálsýsa, slægð 122,42
Undirmálsþorskur, óslægður 221,19
Undirmálsþorskur, slægður 261,29 Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is
YANMAR
Aðalvélar
9 - 6200 hö.
Mynd: Landhelgisgæslan
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum