Morgunblaðið - 30.10.2019, Side 1

Morgunblaðið - 30.10.2019, Side 1
BJÓÐAGRÍMUVÖRURALLT ÁRIÐ Ný heyrnatól núlla út umhverfishljóðin. 4 Zymetech notar öflug þorskensím í vörur sem geta unnið gegn húð- kvillum og einkennum kvefs. 11 VIÐSKIPTA Hókus Pókus á Laugaveginum er sérstaklega vinsæl í hrekkjavökuvikunni, enda er þar boðið upp á margvíslegar grín- og grímuvörur. ÞORSKSLÓGVERÐURGULL 4 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Verða að birta framleiðslulandið Neytendastofa hefur bannað íslenska kollagen- framleiðandanum Ankra ehf. að merkja vörur sínar án þess að tilgreint sé með skýrum hætti hvert framleiðsluland kollagensins er. Í úrskurði Neytendastofu segir orðrétt: „Í máli þessu er óumdeilt að vinnsla kollagensins úr fisk- roði fer fram erlendis, eða nánar tiltekið í Kína.“ Þó telur Neytendastofa, og tekur það fram í úrskurði sínum, að upprunavottorð Tollstjóra, sem Ankra hefur lagt fram sýni ótvírætt fram á að fiskroðið sem kollagenið er unnið úr sé ís- lenskt. Í viðtali við DV.is í gær segja aðstandendur Ankra að fyrirtækið hafi aldrei framleitt vörur í Kína. Á frétt á vef RÚV í gær kemur hinsvegar fram að kollagenið sé framleitt í Kanada. Í ákvörðunarorðum Neytendastofu segir að í bann- inu felist ekki innköllun þegar dreifðra vara, en verði bannið ekki virt megi búast við að tekin verði ákvörðun um sektir. Kollagen Ankra ehf. er meðal annars notað í orkudrykkinn Collab, sem Ölgerð Egils Skalla- grímssonar hf. framleiðir. Protis sendi kvörtun Í úrskurði Neytendastofu, sem ber yfir- skriftina „Rangar og villandi staðhæfingar í markaðssetningu FEEL ICELAND á vörunni Amino Marine Collagen Powder“, segir að upp- haflega hafi kollagenframleiðandinn Protis ehf. sent kvörtun vegna málsins, en í erindi fyrir- tækisins hafi komið fram að dótturfyrirtæki Prot- is ehf. sé eina fyrirtækið á Íslandi sem framleiði íslenskt kollagen. FEEL ICELAND framleiði kollagen sitt hins vegar erlendis úr íslensku roði, flytji það svo til Íslands og pakki því í umbúðir. „Vinnsla við að gera kollagen sé talsverð en vinna þurfi roðið mikið og því hæpið að varan geti kall- ast íslensk einungis vegna þess að roðið eigi að vera af fiski sem veiddur er á Íslandsmiðum.“ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ankra ehf. þarf að breyta merk- ingum á umbúðum og tilgreina framleiðsluland kollagens sem það segir vera íslenskt. Efnið er m.a. notað í Collab-orkudrykkinn. Protis kvartaði til Neytendastofu vegna merkinga á vörum Ankra ehf. EUR/ISK 30.4.‘19 29.10.‘19 145 140 135 130 125 136,25 137,95 Úrvalsvísitalan 2.200 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 30.4.‘19 29.10.‘19 2.043,57 1.981,02 Pétur Þ. Óskarsson,, framkvæmda- stjóri Íslandsstofu, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að Íslendingar séu mögulega orðnir fórnarlömb eigin vel- gengni. Á hann þar við að Ísland fær mun lægri einkunn en helstu sam- anburðarlönd þegar viðhorf fólks í löndunum gagnvart nýsköpun og við- skiptaumhverfi landsins er kannað. „Þær rannsóknir sýna að Ísland er í dag áberandi best þekkt sem áfanga- staður fyrir ferðamenn. En löndin sem við berum okkur saman við eru líka að skora hátt í því sama. Við erum því ekkert í sterkari stöðu en til dæm- is Noregur eða Nýja-Sjáland,“ segir Pétur og vill með þessu ítreka að við getum ekki tekið því sem gefnu að fólk leiti hingað frekar en eitthvað annað. Hann segir að þegar spurt sé um nýsköpun og viðskiptaumhverfi fái landið mun lægri einkunn en sam- anburðarlöndin. „Þarna gætum við verið orðin fórnarlömb eigin vel- gengni. Fólk sér ekki nýsköpunina því náttúran og ferðamannalandið skyggja á allt annað. En þarna er ein- mitt verkefni okkar að byggja upp þennan hluta ímyndarinnar.“ Pétur segir að í gegnum þá miklu vinnu sem liggur á bak við framtíð- arstefnuna hafi komið í ljós mikill samhljómur þvert yfir geira. „Allar út- flutningsgreinarnar þurfa að sjá ávinning í þeim skilaboðum sem við ákveðum að fara fram með sem land,“ segir Pétur en að hans sögn kom fram skýr rauður þráður í allri vinnunni, að Ísland verði leiðandi land í sjálfbærni. Fórnarlömb eigin velgengni Morgunblaðið/Hari Pétur segir mikinn samhljóm hafa verið um framtíðarstefnuna. Sjálfbærni er meginþemað í framtíðarstefnu Íslandsstofu fyrir íslenskan útflutning. 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.