Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 11
Það lætur nærri að segja að Zymetech hafi fundið upp leið til að breyta verðlitlu þorsk- slógi í gull. Eftir ítarlegar og kostnaðarsamar rannsóknir hefur fyrirtækið sett á markað vörur sem nota öflug þorskensím til að vinna gegn húðkvillum og einkennum kvefs. Margir lesendur ættu að kannast við fyrstu vöru fyrirtækisins, en penzím-úði og gel komu fyrst á markað árið 1999 og hafa reynst vel fólki með þurra húð, útbrot og ertingu. Þá hófst sala á munnúðanum PreCold um miðjan þennan áratug en þar eru þorskensímin nýtt til að veikla og draga úr fjölg- un kvef-veira. Penzím flokkast sem snyrtivara en PreCold hefur farið í gegn- um skipulagðar prófanir og leyfisferla og flokkast sem lækningavara. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor emeritus við HÍ og rannsóknastjóri Zyme- tech, segir leitina að verð- mætum ensímum í fiski vera rétt að byrja og næsta víst að í framtíðinni verði hægt að fram- leiða alls kyns gagnlegar vörur sem nota fisk- ensím sem virk innihaldsefni. „Að nýta þessi ensím mun kalla á mikla rannsóknarvinnu, og hefur okkar starfsemi aðallega takmarkast af því að vegna þess hve möguleikarnir eru marg- ir höfum við þurft að hafa sem skýrastan fókus við einangrun ensímanna og prófanir,“ segir hún. Verðmætari en hnakkastykki Þeir sem til þekkja gantast með að ef fram heldur sem horfir muni sjávarútvegurinn veiða dýrmætar tegundir eins og þorskinn meira fyrir ensímin en fyrir flökin og hnakkastykkin. Svo verðmætt er þetta hráefni þegar búið er að hreinsa það frá slóginu og umbreyta í snyrti- eða lækningavöru. „Ef við berum saman Pre- Cold og þorskhnakka þá er munnúðinn 25 sinnum verðmætari og er samt unninn úr hlið- arafurð sem í dag er oftast hent beint í sjóinn.“ Saga Zymetech er löng og merkileg og hófst árið 1985 með rannsóknum dr. Jóns Braga Bjarnasonar, eiginmanns Ágústu, en hann lést árið 2011. „Jón Bragi var fenginn til að stýra verkefni sem hafði það að markmiði að vinna verðmæt efni úr hliðarafurðum sjávarútvegs- ins. Ég kom svo að verkefninu árið 1988 og hef unnið að rannsóknunum síðan. Þökk sé rausn- arlegum styrk fóru rannsóknirnar vel af stað og fyrsta einkaleyfið var í höfn árið 2000,“ seg- ir Ágústa en Zymetech er með einkaleyfi bæði fyrir þeim aðferðum sem notaðar eru til að skilja ensímin frá slóginu, og fyrir notkun ens- ímanna í snyrti- og lækningavörum. Þá eru fleiri ný einkaleyfi á leiðinni. Zymetech hóf snemma samstarf við sænska fyrirtækið Enzymatica og varð úr að sameina félögin í ársbyrjun 2016. Veirurnar veiklaðar Ensímframleiðslan fer fram úti á Granda og fer slógið í gegnum flókið hreinsunarferli sem skilar hágæðavöru. Kostir þorskensíma um- fram t.d. ensím sem unnin eru úr innyflum spendýra felast m.a. í því að þorskensímin eru kuldavirk og þarf því minna magn af þeim til að ná sömu virkni. Einnig er minni hætta á smiti af völdum örvera sem sýkja menn þegar unnið er með ensími úr þorski í stað ensíma úr spendýrum. Í tilviki PreCold er virknin ekki ósvipuð og í náttúrulegu sjúkdómsvarnakerfi fisksins en sömu gagnlegu ensímin má m.a. finna í slíminu sem liggur ofan á roði þorsksins. „Nota á Pre- Cold þegar vart verður við fyrstu einkenni kvefs og úða upp í munn sex sinnum á dag. Úð- inn myndar filmu í kokinu, þar sem kvef- veirurnar fjölga sér, og veiklar helstu veiru- afbrigði svo að þau sýkja hýsilinn ekki eins auðveldlega,“ útskýrir Ágústa en tekist hefur að sýna fram á það með rannsóknum að Pre- Cold dregur úr særindum í hálsi, dregur úr kvefeinkennum, hefur skjóta verkun og hjálp- ar til að minnka notkun annarra lyfja sem eiga að slá á einkenni kvefs. Þurfa að geta tengst erlendum fjárfestum Zymetech er ekki eina íslenska fyrirtækið sem tekist hefur að vinna mikil verðmæti úr hliðarafurðum sjávarútvegsins og vonandi að þau sem og fleiri bætist í hópinn. Ágústa segir að mörgu leyti hentugt að stunda vinnslu, rannsóknar- og þróunarstarf á Íslandi en það eigi við um Zymetech og önnur sambærileg fé- lög að þau reka sig á ákveðnar hindranir. Stærsta fyrirstaðan er að vöntun er á fjár- magni til að styðja við vöxt líftæknifyrirtækja, en rannsóknirnar geta verið mjög kostn- aðarsamar. Í tilviki Zymetech má áætla að það hafi kostað á við einn togara að gera PreCold að veruleika, eða um og yfir milljarð króna. „Slíku fjármagni er varla til að dreifa, en ef t.d. útgerðarfélög myndu vilja koma að svona starfsemi þá þyrfti líklega hópur félaga að sameinast um framtakið. Líklegra til árangurs væri samt að leita leiða til að laða að erlent fjármagn. Samstarf við erlenda fjárfesting- arbanka, mögulega með einhverskonar að- komu hins opinbera, myndi greiða leið öflugra fjárfesta hingað til lands, og þannig hjálpa fyrirtækjum eins og okkar að blómstra,“ segir Ágústa og bætir við að ein af ástæðunum fyrir samrunanum við Enzymatica hafi verið hversu góðan aðgang sænska félagið hafði bæði að fjármagni og markaðsþekkingu. „Margir erlendir aðilar eru á höttunum eftir góðum verkefnum til að fjármagna, og ættu að hafa áhuga á því sem er að gerast í líftækni á Íslandi. Með rétta bakhjarla gætu mörg ís- lensk fyrirtæki á þessu sviði jafnvel orðið að stórveldum áður en við vitum af, og gætu stytt sér leið í vöruþróunar- og rannsóknarvinnunni með því að kaupa innlend eða erlend félög frekar en að þurfa að vinna allar rannsóknir frá grunni.“ Eru rétt að byrja leitina að ensímum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Vinnsla og rannsóknir á fisk- ensímum kosta háar fjárhæðir en geta orðið grunnurinn að dýrmætri vöru. Óskandi væri að fá erlenda fjárfesta inn í greinina svo líftækni- fyrirtækin geti vaxið hraðar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Með því að vinna ensím úr innyflum þorsksins og nýta sem hráefni í snyrti- og lækningavörur verður til vara sem er 25 sinnum verðmætari en þorskhnakkar. Ágústa Guðmundsdóttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 11 Afurðaverð á markaði 29. október 2019, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 410,56 Þorskur, slægður 533,64 Ýsa, óslægð 303,71 Ýsa, slægð 289,10 Ufsi, óslægður 161,31 Ufsi, slægður 193,37 Gullkarfi 250,97 Blálanga, óslægð 187,00 Blálanga, slægð 197,38 Langa, óslægð 233,29 Langa, slægð 237,35 Keila, óslægð 116,45 Keila, slægð 144,44 Steinbítur, óslægður 243,72 Steinbítur, slægður 514,35 Skötuselur, slægður 550,59 Grálúða, slægð 494,09 Skarkoli, slægður 375,16 Þykkvalúra, slægð 536,69 Langlúra, slægð 236,65 Sandkoli, óslægður 15,00 Bleikja, flök 1.620,00 Gellur 1.065,57 Hlýri, óslægður 244,00 Hlýri, slægður 429,78 Hvítaskata, slægð 24,00 Lúða, slægð 421,30 Lýsa, óslægð 91,53 Lýsa, slægð 132,64 Náskata, slægð 40,00 Sandhverfa, slægð 1.145,00 Skata, slægð 71,65 Stórkjafta, slægð 368,94 Undirmálsýsa, óslægð 171,59 Undirmálsýsa, slægð 169,61 Undirmálsþorskur, óslægður 232,28 Undirmálsþorskur, slægður 269,28 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Alhliða Ræstingar Öflugt gæðaeftirlit og góð þjónusta Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | Opið virka daga 8:00-16:00 Hafðu samband og við gerum fyrir þig þarfagreiningu og tilboð í þjónustu án allra skuldbindinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.